Laugardagur, 9. september 2023
Hvað er gervigreind?
Mynd: Eliza gervigreinda "spjallmennið" frá 1966 (selt til Jósefs Biden 2019)
****
Mikið er rætt um síðustu markaðsfærsluherferð hugbúnaðar-, hálfleiðara-, og örgjörvabransans og sem sumir kalla "gervigreind". En þarna er aðeins um að ræða eldgamla viðleitni til að búa til betri kóða og ekkert annað. Og hver vill ekki betri forritun? Ég vil hana. Til dæmis er forritun í dag oft svo ömurleg að illa tekst til með að láta forrit lýsa myndrænt hlutfallslegri framvindu tölvunaraðgerða með einföldum framvindu-bjálka. Og allir vita að heilum 57 árum eftir að tölvuprentarinn varð til, gengur jafnilla að láta tölvuna "þekkja" slíkt tæki og "kannast við það". Þarna hafa litlar framfarir orðið á tæpum 60 árum, einkum þegar horft er til "hlutfallslegra framfara" því tölvur í dag þekkja bara þau tæki sem seljast best á líðandi smástund og akkúrat engin önnur, - nema að dustað sé rykið af gamla gagnabankanum með reklum og þeim bætt við. Það yrðu rosalegar "framfarir" eða hitt þó heldur
Ekkert markvert hefur gerst í þessum svo kölluðu gervigreindar-efnum (betri kóði) frá því að tölvu-munstursgreining var fundin upp árið 1959. Sást það afar vel um daginn þegar Rússar skutu bandarísku loftvarnarkerfin í spað við Kænugarð, en þá ristuðu þeir svo kallaða gervigreind ratsjáa Patriot-kerfisins kolsvarta, þannig að hún varð eitt stórt núll og hætti að vera einn - í stríði sem algjörlega er NATO-ríkjunum að kenna
Munstursgreiningu þekkja flestir frá vinnslu á svokölluðum OCR-línum á Gíróseðlum. Það er gervigreindin sem allir tala um í dag, þ.e.a.s. um sama prinsipp er að ræða. Lestur skynjara á fyrirfram þekktu og skilgreindu munstri (ath.: ekki skipta um leturtegund, fyrir alla muni!)
Gervigreind er samt fullkomið rangnefni því enn er ekki vitað hvað greind er. Sést það daglega út um allt, sérstaklega þegar málefni líðandi stundar eru "greind" af svokölluðum "fjölmiðlum" sem virðast hafa massífan mannafla af ekta gervigreindum fábjánum í vinnu og næstum enga aðra
Eliza var svo kallaður gervigreindar-spjallari sem forritaður var með tölvuforritunarmáli frá 1964 til 1967, fyrir IBM 7094 kerfið. Hægt var að ræða við spjallarann (rangnefndur "spjallmenni" í dag) í gegnum lyklaborð og svörin komu af "gagna-lager" sem búinn var til fyrir tölvuna til að leita í
Þeir sem hafa gaman af því að ræða við svona tækni í dag hefðu haft miklu meira gaman af því að ræða við símastaurana sem notaðir voru til að halda á lofti símalínum gömlu talsímanna í sveitum landsins - og sem hægt var að hlusta á með því að lyfta tólinu og bera það að öðru eyra af tveimur fyrir sama heilabú. Söngurinn í línunum var oft mjög skemmtilegur og ýmis dularfull hljóð bárust manni til eyrna, væru þau lögð við staurinn (faðma tré, tjargað). Um vissa "nálgun" var að ræða eins og hjá ofseldu gervigreindinni í dag og kostaði hún þess utan ekki neitt. Sveitasímastaurar í brakandi norðurljósum var ekkert sem drengur með fullu viti og áhuga á tækni fúlsaði við. En maður varð að passa sig, því annars gat maður fengið riðveikina
"Methinks it is like a weasel"
- er sex orða setning úr 28 latneskum bókstöfum, orðabil meðtalin. Hún inniheldur 10 þúsund milljón, milljón, milljón, milljón, milljón, milljón möguleika. Hægt er að reyna að setja milljón apa við milljón lyklaborð og þeir munu aldrei, svo lengi sem alheimurinn er til, rata á þessa samsetningu né hvað þá heldur merkingu þessara 28 bókstafa í einmitt þessari röð. Menn geta síðan reynt að geta sér til um hve langan tíma það tekur að þróa "greind" í tölvum og hvað þarf til. Forritarar, tölvur meðtaldar, gætu ekki forritað greind sem svarar til greindar býflugu á milljón árum með núverandi steinaldartækni á sviði tölvunar
Gervigreindin í dag er sem sagt sú að láta tölvu þekkja muninn á núlli og einum áfram. Ekkert nýtt er um að ræða og engin bylting hefur orðið. Menn eru aðeins að reyna að búa til betri kóða fyrir gamla tækni. Eftir milljón ár í viðbót, með þessu áframhaldi, mun tölvunartækni sem byggir á núlli og eittum halda áfram að vera bara það sama eða svipað og hún er í dag; löngu úrelt. Vilji menn hins vegar eitthvað nýtt þá verða þeir að koma með nýjar hugmyndir að algjörlega nýrri tækni. Betri kóði er ekki nóg
Vonarfen er gamalt lyf. Stærri gangabunki af meiri þvættingi er það líka
Bjánar!
****
VÖKUDRAUMUR - EFTIR JENNA JÓNS
Snillingurinn Grettir Björnsson frá Bjargi í Miðfirði leikur Vökudraum eftir Jenna Jóns. Þórir Baldursson sér um "undirleik". Þetta lag eftir Jenna Jóns er í mínum huga; seigla, heyskapur í brakandi norðanátt með sprungnar varir af vindþurrki og vökum, síldarplanið á Sigló og landstímið af miðunum, með fullfermi undir rauðamorgun á bjartri sumarnótt. Steypuvinna um sumarnótt á áttunda áratugnum kemur einnig upp í hugann
Fyrri færsla
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.9.2023 kl. 08:57 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 5
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 171
- Frá upphafi: 1390766
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 95
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Menn útskýra gervigreind á mjög mismunandi hátt, enda tízkuorð þarna á ferðinni sem á að lýsa einhverju sem er að þróast og er meira hugmynd og ætlun en veruleiki, og þinn pistill lýsir því mjög vel, en minn pistill um þetta lýsti framtíðarsýninni um þetta samkvæmt vísindaskáldsögum og kvikmyndum þesslegum.
Það er einmitt fáránleikinn á bakvið þetta að notað er orð sem passar ekki, en lýsir möguleikum sem menn telja að verði (kannski) að veruleika.
Annars kann ég bezt við Macintoshtölvur frá því um 1990, því nýrri lyklaborð og stýrikerfi þvælast fyrir á allan hátt, með of mörgum möguleikum. Macintoshtölvur frá því um 1990 einsog Quadra eða II eru fullkomnar fyrir ritvinnslu. Sneggstar að ræsa sig og bila aldrei.
Ég neyðist til að nota nýrri tölvur fyrir grafíska vinnu umslaga eða netaðgang en nota eldri lyklaborð með skiptistykki fyrir USB.
Þegar ég skrifaði um gervigreind nýlega lét ég draumóra Musks og fleiri glepja mig til að taka þátt í þeim skýjaborgum, og gott að þú ert með báða fætur á jörðinni og kemur með raunsannari lýsingu.
Þróun tölvanna er mér ekki mjög að skapi að öllu leyti. Bill Gates og IBM veldið komu með það viðskiptamódel sem dugði til gróða, að búa til bilanagjarnar tölvur sem þó eru öflugri en flestar aðrar. Það er að segja, þú freistar kaupandans með vöru sem sífellt þarf að endurnýja.
Ný ritvinnsluforrit eru næstum alveg hætt að koma fram. Microsoft Word/Office hefur einokunarstöðu algjöra á markaðnum.
Á fyrstu árum Macintosh tölvanna ríkti gríðarleg samkeppni og fram komu forrit sem áttu eftir að koma yfir á Windows stýrikerfin, eins og Photoshop, sem var þróað fyrir Macintosh fyrst. Með einokunarstöðu risafyrirtækja á tölvumarkaðnum snúast nýjungar um ytri tæki eins og iPhone eða eitthvað svoleiðis.
Það er frábært að þú skulir skrifa oftar en áður Gunnar, þú ert snillingur og maður lærir alltaf eitthvað á að lesa pistlana þína, hvort sem maður er sammála eða ekki. Mér finnst sama hvaða málefni þú tekur fyrir, þar má eitthvað læra nýtt, takk fyrir.
Ingólfur Sigurðsson, 10.9.2023 kl. 14:14
Blessaður Gunnar!
Þú ert í einu orði sagt snillingur.Bíð alltaf í ofvæni eftir skrifunum þínum. Að öðrum góðum ólöstuðum.
Takk fyrir síðasta pistil.
'Oskar Kristinsson (IP-tala skráð) 10.9.2023 kl. 18:43
Þakka þér kærlega fyrir innlitið og athugasemd Ingólfur.
Stóru fjárfestingar-peningarnir eru að renna inn í það tímaskeið verða búnir í tölvunarbransanum, og þess vegna þarf að troða örgjörvunum inn í allt sem hugsast getur, því nú er það magnið sem á að taka við af hárri þénustu pr. stykki.
En það ríkir fákeppni á sviði hálfleiðara og örgjörva og til dæmis bílaframleiðendur finna vel fyrir því. Helfrelsi þessara helfrjálsu markaða er að verða eins og helfrelsið á markaðnum fyrir rakvélablöð: ein tegund fæst.
Tölvunarbransinn er á sama stað og Detroit komst á í kringum 1960; þá samanstóðu framfarirnar einna helst af litavali - og handaríski herinn réðst inn í borgina með skriðdrekum og fallhlífarhermönnum í júlí 1967 því þá voru laun í bransanum að lækka og stóru framvarðarpeningar stórfjárfestinga í bílabransanum búnir. Hrun tók við.
Þeirri hugsun laust niður hjá mér; að staðan innan North Atlantic Treaty Oligarchs (NATO) er farin að minna á stöðu Bretlands eftir Síðari heimsstyrjöldina. Nýja Stóra Bretland (Bandaríkin) eru að missa heimsveldið sitt, og þar er Evrópa fyrst í röðinni (Indlandið hans Joe-Winstons). Þau berjast um á hæl en heiladauðan hnakka og neita að horfast í augu við að Pax Ameríkana-veldið er að renna þeim úr greipum. Þau gera ekkert til að auðvelda sér lífið og búa í haginn fyrir heimshlutaveldis-hlutverkið, aðeins.
Eins og hjá Bretum liggur iðnaðarhagkerfið í Bandaríkjunum í svipaðri rúst og það lá í Bretlandi þegar það leitaði til AGS um björgunarlán 1976. Nýja Stóra Bretland vestanhafs á þó enn eftir nokkur vörumerki, umfram Kit-Kat, með mikla markaðshlutdeild víða um heim og Sterling Dalurinn lifir enn.
BNA eiga til dæmis enn hamborgara-keðju og kóladrykk frá einu fyrirtæki, og 2-3 stafræn vörumerki eins og Apple, HP og Dell, ásamt nokkrum bifreiða-merkjum, en Land-Jeep-Róverinn þeirra er þó kominn á dánarbeðið, nú með ítalskar vélar!
En fyrirtækjunum fækkar hratt og listinn yfir dauð bandarísk tölvufyrirtæki er orðinn risavaxinn. Hin helfrjálsa samkeppni býður þó enn upp á heil fjögur borðtölvumerki og eitt rakvélablað; Gillette, og eitt kóladrykkjarmerki. Lengi lifi hin helfrjálsa samkeppni, ásamt deyjandi háskólum Vesturlanda og úreltri vopnatækni NATO-ríkjanna.
Spennan (og gervigreindin) aukast og stigmagnast. Dow gerir það ekki.
Lesendur verða að afsaka að ég hef misst trúna á Bandaríki Norður-Ameríku að minnsta kosti í bili. NATO-brölt þeirra inn í Úkraínu með afleiddri styrjöld sá fyrir því. Aldrei í mínu lífi hef ég séð aðra eins stjórnviskufátækt, helbera heimsku og ólígarka-ríkisstjórnun og þá sem nú hefur tekið við í Bandaríkjunum. Heimska Víetnamstríðsins var bara smásletta miðað við þann mykjuhaug sem Bandaríkin hafa sjálf skóflað yfir sig núna. Þetta á eftir að reynast þeim og Evrópu ofboðslega illa og kosta þau kassann.
Bestu kveðjur til þín Ingólfur.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.9.2023 kl. 19:38
Kærar þakkir fyrir innlitið og væn orð Óskar.
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2023 kl. 11:45
Frábær pistill, og sannur. Var búinn að gleyma þessu með saunginn í símavírum og símastaurum, en þessir símar voru aflagðir í dalnum hjá ömmu þegar ég var á tólfta ári. Hafði gaman af því að leggja eyrað að staurnum, eða standa og horfa á vírinn og hlusta á hann gæla við vindinn.
Góð minning sem ekki er hægt að lýsa.
Guðjón E. Hreinberg, 22.9.2023 kl. 16:17
Mig langar að bæta við að þegar maður lærir forritun - eða tölvunarnotkun - er manni sagt hitt og þetta um tvíundarvinnslu, sögu algríma og hvernig þau voru loks útfæranleg í silica og svo boolean rökleiðu, en manni er aldrei sagt frá Konrad Zuse sem reyndi af alefli að losna út úr Lovelace/Babbade tvöfeldninni, og að tölvugreind hans er en í dag á undan samtímanum.
Á eftir að grúska meir í hugmyndum hans, en kynntist þeim (því miður) eftir að ég var hættur í bransanum, svo ég hef geymt þetta efni neðarlega á grúsklistanum.
Aftur, bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 22.9.2023 kl. 16:27
Leiðr. Babbage, og "enn í dag" - úff.
Guðjón E. Hreinberg, 22.9.2023 kl. 16:28
Takk fyrir innlitið og skemmtilega athugasemd Guðjón.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 23.9.2023 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.