Miðvikudagur, 28. september 2022
Hvað sagði Pútín?
Upptaka: Forseti Rússlands ávarpaði þjóðina þann 22. september 2022 þar sem tilkynnt var herútkall fyrir 300 þúsund hermenn (lesa ávarpið)
****
HVAR ER HÓTUNIN?
Undanfarna daga höfum við séð vestrænar leifar af því sem einu sinni var kallað "fjölmiðlar", halda því statt og stöðugt fram að Vladímír Pútín forseti Rússlands hefði í ávarpi sínu til þjóðarinnar hótað að grípa til kjarnorkuvopna. Nú hef ég bæði lesið ræðu forsetans og horft á hana og það oftar en einu sinni. Ég sé hins vegar ekkert slíkt. Ég sé enga hótun
Forsetinn nefnir hins vegar það í ávarpi sínu að í Washington hafa menn rætt um að nota taktísk kjarnorkuvopn gegn Rússlandi í þeirri deilu sem nú stendur um Úkraínu, ásamt því að stunda árásir á kjarnorkuver, sem forsetinn kallar "kjarnorkufjárkúgun"
Ég þori að veðja hatti mínum á að sárafáar ritstjórnir vestrænna afganga svo kallaðra fjölmiðla, hafa lesið og horft á ræðu Rússlandsforseta, og heldur ekki á það sem varnarmálaráðherra Rússlands sagði í viðtali sama dag
Upptaka: Sama dag var viðtal við Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands. Shoigu er sagður tala reiðbrennandi átta tungumál, fyrir utan rússneksu
****
HEYRA BARA Í SJÁLFUM SÉR
Best gæti ég trúað að þeir, leifar fjölmiðla, hlusti áfram á það sem nánast viðstöðulaust kemur upp úr ótrúlegustu mönnum í bandaríska varnarmálaráðuneytinu, sem undir ríkisstjórn Joe Bidens svo sannarlega er ekki í hers höndum, heldur í höndum eins konar nútíma fáráðlinga. Þar hafa menn sett fram þær kenningar á ný að hægt sé að vinna kjarnorkustríð með því að nota lítil kjarnorkuvopn og að nú sé mögulegt að nota þau á Rússland í jöðrum átakasvæða. Hér áður fyrr voru slíkir menn í Pentagon dæmdir geðbilaðir og teknir úr umferð af eigin mönnum (Douglas Macgregor ofursti hjá Tucker Carlson 23. september). En í dag er hins vegar hlustað á þá í fúlustu alvöru. Spil þessara manna hefur náð þeim hæðum að forseti Úkraínu fékk óáreittur að ganga um gólfin á öryggisráðstefnunni í München tilkynnandi öllum þar að hann ætti að fá og myndi fá kjarnorkuvopn til umráða. Enginn gerði hina minnstu tilraun til að þagga niður í manninum. Þvert á móti var tekið undir
| Heimasíða og blogsíða Douglas Macgregors ofursta |
Þetta er það sem Rússland hefur ávallt hræðst, því þeir vita að Bandaríkin hafa notað kjarnorkuvopn gegn andstæðingi til að hlífa hermönnum sínum við bardaga. Þetta vita Rússar vel og óttast því Bandaríkin. Og í dag verða menn að viðurkenna að sá ótti Rússa er á vel gildum rökum reistur. Taka verður þjóðaröryggisáhyggjur Rússa alvarlega
Að minnsta kosti verður að taka áhyggjur þeirra jafnalvarlega og Bandaríkin myndu taka aðild Mexíkó að kínversku varnarbandalagi það alvarlega að þau myndu ekki hika við að leggja Mexíkó undir sig og hersetja það eins lengi og þeim sýndist
RAUNHÆFT?
Hins vegar efast ég um að Bandaríkjamenn væru færir um að taka iðnaðarfyrirtæki sín niður, pakka þeim saman og flytja þau til Alaska og koma síðan með nýjar græjur og ofurefli til baka innan 12 mánaða. Slíkt held ég ekki að Bandaríkin séu fær um. En þau myndu að minnsta kosti bomba Mexíkó sundur og saman eins lengi og skotfærabirgðir þeirra entust, sem er ekki sérlega lengi miðað við hálftæmdar skotfærageymslur NATO-ríkjanna í dag. Reyndar efast ég um að NATO-myndi hafa nokkuð í Rússneska herinn í dag. Þetta segi ég ekki léttilega
Í þeirri deilu við Kína og kínverskar herstöðvar í Mexíkó myndi ég hafa mikla og djúpa samúð með Bandaríkjunum og álykta að ekkert ríki geti án alvarlegra afleiðinga reynt að auka þjóðaröryggi sitt á kostnað þjóðaröryggis annars ríkis og sérstaklega ekki á kostnað nágranna sinna. Washington er því hollast að sýna bæði Kanada og Mexíkó það mikla virðingu að ekki þurfi að koma til slíks
Þessi röksemdafærsla á meira en tvöfalt við um NATO-bröltið í Úkraínu. Rússar hafa mjög svo lögmætar áhyggjur af NATO-væðingu Úkraínu. Þeir vita sem er að evrópska brjálæðið sem þeir fengu að kenna á í Síðari heimsstyrjöldinni er við það að taka sig upp aftur, því ríkisstjórnir Evrópu hafa í svo marga áratugi brugðist þjóðum sínum algjörlega. Rússar vita vel að öll lönd eru aðeins þremur máltíðum frá innvortis upplausn, eins og Lenín benti á. Sá nakti sannleikur kostaði Rússland langa borgarastyrjöld og sem enn var ekki að fullu yfirstaðin þegar Nasistar réðust inn í Rússland og hittu Rauða herinn fyrir á miðju endurskipulagningarvaði. Að því leytinu hefðu Nasistar ekki getað fundið heppilegri tímapunkt til að ráðast á Rússland
STAÐREYNDIR ÞARF AÐ TAKA ALVARLEGA
Fyrir Rússum voru afleiðingarnar af Síðari heimsstyrjöldinni á borð við afleiðingarnar af kjarnorkustyrjöld. Rússar misstu 35 milljónir manna og segja má að þeir hafi að 75-85% leyti unnið stríðið í Evrópu fyrir okkur á vesturlöndum. Rússar voru bandamenn okkar, og mönnum ber að sýna þeim sem slíkum viðeigandi virðingu í stað þess stofnanavædda Rússahaturs sem í dag fer að nálgast hatur svo margra manna á Gyðingum og á Ísraelsríki síðustu þrjá áratugina. Rússland var þess utan einna fyrst ríkja heimsins til að viðurkenna sjálfstæði Íslands árið 1944. Takk fyrir það
Allir leiðtogar Sovétríkjanna sögðu að fyrir Rússland voru afleiðingarnar af Síðari heimsstyrjöldinni á borð við afleiðingarnar af kjarnorkustyrjöld
Vesturlönd hafa svikist um að viðurkenna árangur Rússlands gegn Nasistum og Rússahatarar vesturlanda virðast hafa tekið sérstöku og jafnframt einkennilegu ástfóstri við fyrrum nasista og fasista ásamt DDR-myndastyttu frá Austur-Þýskalandi. Og þau hafa svikist um að viðurkenna lögmæti þjóðaröryggishagsmuna Rússa og áhyggjur Rússa af þróuninni á vesturlöndum, sem varla er hægt að kalla öðru nafni en vanþróun - jafnvel inn og útvortis sjálfsmorðskast. Vesturlönd eru því í hættulegu ásigkomulagi og til alls vís, hugsa Rússar
AÐVÖRUN
Eins og forseti Rússlands nefnir í ávarpi sínu: þeir sem beita kjarnorkuvopnum verða að átta sig á því að vindurinn með geislavirku úrfelli getur snúist gegn þeim sjálfum og því rignt niður í þá sjálfa
Í ávarpi Rússlandsforseta er tilkynnt að 300 þúsund af þeim 25 milljónum manna sem eru með herþjálfun í Rússlandi séu kallaðir til herþjónustu. Þeir hermenn verða settir í upprifjun og frekari endurþjálfun og settir í stað annarra víðsvegar um Rússland. Aðeins þeir sem standa nálægt hernum eru kallaðir inn
Rauði herinn hafði á sínum tíma á 14 milljón manna varaliði með tveggja ára þjálfun að skipa. Ber að skoða það varaafl Rússlands þá í ljósi þess að á þinghúshæðum Bandaríkjanna vannst atkvæðagreiðslan um innleiðingu herskyldu með aðeins einu atkvæði sumarið 1941. Engin ríkisstjórn á vesturlöndum myndi fá innleiðingu herskyldu í gegn í dag og allt það 300 þúsund manna varalið sem Jens Stoltenberg aðalhagfræðingur NATO sagði frá, er ekki til herþjónustu búið núna frekar en áður. Aðeins er um pappírsráðstöfun að ræða. Jens Stoltenberg hefur álíka mikið vit á hernaði og hagfræðingur hefur vit á efnahagsmálum
Fyrri færsla
Hverning gengur stríðið í Úkraínu? [2U]
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:22 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Það var ráðist á Moskvu í morgun með miklum látum og mikið mannfall.
Rússarnir standa á bak við þessa árás en eru mjög líklegir til að kenna öðrum um.
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 1.10.2022 kl. 07:49
Þakka þér fyrir Kristinn.
Ég er hissa á að menn skuli ekki enn hafa kennt Rússum um niðurstöður kosninganna á Ítalíu á síðustu dögum, nú þegar Rússlandsforseti er sagður stjórna kosningum í Bandaríkjunum, þegar þær ganga gegn krónísku Rússahataraliði Demókrataflokksins.
Ítalía virðist því hafa það skothelda kosningaframkvæmdakerfi sem Bandaríkjunum greinilega vantar.
Nú og svo hefur Evrópusambandið upp á ýmislegt að bjóða Bandaríkjunum í þeim efnum; til dæmis að láta kjósa aftur þegar það kemur röng niðurstaða.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 1.10.2022 kl. 12:28
Af hverju sagði rugludallalið fjölmiðla á vesturlöndum ekkert þegar Króatía var sjanghæuð inn í ESB í sovéskum kosningum 2012. Aðeins 29 prósentur kjósenda sögðu já. Kosningaþátttakan var 44 prósent og af þeim sem kusu sögðu aðeins 66 prósentur já. Þjóðaratkvæðagreiðslan um ESB aðild Króatíu fór fram í formi einkamála-greiðslugetu stjórnvalda gegn tómum peningakassa og lokaðri hitaveitu hjá andstæðingum þess skrípaleiks.
Um það bil 84 prósent Króata tóku hins vegar þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstæði Króatíu frá Júgóslavíu árið 1992. Á aðeins tuttugu árum tókst að varpa lýðræði og sjálfstæði Króatíu fyrir róða.
Þeir sem létu ekki kaupa sig með Brusselgulli ESB þarna um árið 2012, segja að ESB-aðild landsins sé ólögleg og að þeir muni aldrei viðurkenna hana. Fræjum ófriðar var þar með sáð.
Þegar Ungverjar á svipaðan hátt neituðu að taka þátt í skrípaleik sovétkosninga Evrópusambandsins árið 2003, þá neituðu 54 prósent þjóðarinnar að taka þátt í þeirri aðför ESB-sinna að nýfengnu fullveldi Ungverjalands. En samt var landinu troðið inn í Evrópusambandið þarna árið 2004. Síðan ætlaði Evrópusambandið í Brussel að stjórna stjórnarskrárgerð Ungverjalands.
Svo þykist þessi úrkynja Brusselbykkja ætla kenna Rússum eitthvað í sambandi við kosningar. Eða hvað þá heldur kosningakerfis-svindlveldi Demókrata í Washington.
Ja hérna!
Gunnar Rögnvaldsson, 1.10.2022 kl. 12:44
Ég var of fljótur á mér. Það ER búið að kenna Rússum um úrslit kosninganna á Ítalíu. Og var það í öryggisskyni gert fyrirfram:
Diplomatic cable sent to US embassies warned that Kremlin cash had been funnelled to sympathetic parties around the world.
Sennilega er þarna um að ræða fjármuni sem Færeyingar hafa sent Moskvu til þessara þarfa, ásamt þeim vopnum sem Færeyingar hafa stutt Rússa með í formi hvellsiginna þorskhausa. Rússar geta því nú stjórnað öllum kosningunum í heiminum.
Norður-Færeyjar hafa einnig sent Rússum þung vopn og skotfæri samkvæmt fréttum fjölmiðla í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum. Og þar sem drónar Rússa eru samkvæmt sömu fjölmiðlum svo handónýtir, að þá mun væntanlega í ljós koma að það voru norður-færeyískir drónar sem sprengdu peningakistulögn Rússa til Rússa í tætlur við Borgundarhólm af Rússum og fyrir Rússa á Eystrasalti. En úr þeirri lögn hafa Þjóverjar skuldbindið sig til að kaupa 40 milljón rúmmetra af gasi á ári fram til 2030.
Hvernig gat mér yfirsést þetta?
Gunnar Rögnvaldsson, 1.10.2022 kl. 13:48
Ég skynja leiðtoga vesturlanda sem stórhættulega sem eru að reyna að starta kjarnorkustríði. Ég get ekki fundið neina skynsamlega skýringu á þessari hegðun sem virðist skaða mest hinn óbreytta vesturlandabúa. Þeir hafa akkúrat engan áhuga á að leysa þessi mál friðsamlega sem hlítur að valda áhyggjum.
Hvað er hið raunverulega markmið NATO? Er NATO hryðjuverkasamtök?
Kristinn Bjarnson (IP-tala skráð) 2.10.2022 kl. 18:44
Þakka þér fyrir Kristinn.
Mér sýnist að búið sé að breyta NATO í eins konar félagsmálastofnun í varnarmálum fyrir vinstrimenn á vesturlöndum. Því til sönnunar bendi ég á NATO-fíkn Vinstri-grænna á Íslandi og vinstrimanna í Skandinavíu. En NATO var stofnað til að:
A) Halda Rússum út úr Vestur-Evrópu (eru farnir)
B) Halda Bandaríkjunum inni í Vestur-Evrópu (eru farnir að mestu leyti)
C) Halda Þjóðverjum niðri (gengur illa)
En ein leiðin til að halda Þjóðverjum áfram niðri er auðvitað að taka frá þeim ódýru rússnesku orkuna sem haldið hefur lífinu í stærstum hluta Evrópu síðastliðin 30 ár.
Segja má að NATO sé orðið píkuskrækur með títuprjón fyrir aftan bak. Það á ég við orð Franklíns D. Roosevelts, sem sagði að maður ætti að tala mjúklega en samtímis að hafa stóran lurk fyrir aftan bak.
En í dag standa málin alveg öfugt í þeim efnum og eftir því er tekið á æðstu stöðum í varnarmálasamstarfinu. Öskrað er af skrækri vitfirringu í Washington, Lundúnum, París og Berlín og títuprjónum veifað.
Heilabilið á milli þess sem sagt er í einni vikunni miðað við þá fyrri eykst bara með hverri vikunni sem líður. Dæmi: Íbúar Tævan eiga að sögn Washington skýlausan rétt á því að ákveða framtíð sína. En viku síðar þegar kemur að fólkinu í Austur-hlutum Úkraínu og sem stjórnvöld Kænugarðs hafa skotið á í meira en sjö ár, já þá eiga þeir engan rétt á að ákveða framtíð sína samkvæmt sömu hálsum. Og hvað með Kosovo?
Getur vitfirringin orðið meiri á Vesturlöndum? Já það held ég. Þetta á sennilega eftir að verða enn verra.
Og nú er bara rúmur mánuður í þingkosningar í Bandaríkjunum þannig að þar má búast við að á svið verði settar einhverjar ógnir, innri hryðjuverk eða stríðsaðgerðir til að klína á Rússa á næstu vikum.
En Rússar virðast hafa ákveðið að bíða með að benda á sökudólgana í Nordstream-málinu, þar til eftir sovéskar kosningar II í Bandaríkjunum þann 8. nóvember n.k.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 3.10.2022 kl. 15:10
Nefna má hér að NATO-umsókn Svía hefur ekki enn verið samþykkt, því Erdogan Tyrklandsforseti hefur hækkað aðgöngumiðlaverðið og hækkar það sífellt.
En í gegnum hann tala Rússar og Bandaríkjamenn helst saman um þessar mundir. Erdogan og Pútín orku-sömdu líklegast um að Tyrkland myndi til að byrja með ekki viðurkenna þjóðaratkvæðin í því sem var austurhluti Úkraínu, en sem orðið er Rússland núna eða verður það á morgun þegar þingið í Rússlandi samþykkir aðild hinna rússneskumælandi héraða í kjölfar þjóðaratkvæðanna - gegn því að Erdogan hækki aðgöngumiðaverðið enn frekar fyrir Svíþjóð inn í NATO og seinki þar með aðildinni sem Stoltenberg aðalhagfræðingur NATO sagði að tæki ekki nema nokkrar klukkustundir að samþykkja í vor.
Tilgangurinn er sem sagt sá að hækka verðið á aðgöngumiðanum fyrir NATO-aðild Svíþjóðar og þannig fresta henni og láta hana fara þannig fram að hún kollvarpi sem mest þeim hugmyndum sem Svíar höfðu um sænskt stjórnarfar.
Svíar hafa nú þegar framselt Kúrda og á föstudaginn felldu þeir niður vopnasölubann á Tyrkland.
Hvað og hverja þeir framselja næst verður fróðlegt að sjá. En það mun sennilega verða af stærðargráðu sem tortímir restunum af þeim hugmyndum sem Svíar hafa haft um hið svo kallaða sænska "folkhemmet".
Bandaríkin munu þakka Erdogan fyrir og einnig láta hann hafa eitthvað af því sem Grikkir telja sitt. Svona spila milliveldi á borð við Tyrkland úr spilum sínum.
Hollt er að fylgjast vel með því sem gerist á fjallinu.
Gunnar Rögnvaldsson, 3.10.2022 kl. 21:10
Ársverðbólgan í nokkrum löndum Evrópu og í Evrópusambandinu og á evrusvæðinu við síðustu tiltæku mælingar í ágúst eða september 2022 (prósentur). Heimild: Trading Economics.
============================
Eistland 24,8 (ágúst 22)
Úkraína 23,8 (ágúst 22)
Litháen 22,4 (ágúst 22)
Lettland 21,5 (ágúst 22)
Hvítarússland 17,9 (ágúst 22)
Búlgaría 17,7 (ágúst 22)
Tékkland 17,2 (ágúst 22)
Pólland 17,2 (sept. 22)
Bosnía og Herzgv. 16,8 (ágúst 22)
Makedónía 16,8 (ágúst 22)
Ungverjaland 15,6 (ágúst 22)
Rúmenía 15,3 (ágúst 22)
Montenegro 15,0 (ágúst 22)
Rússland 14,3 (ágúst 22)
Slóvakía 14,1 (ágúst 22)
Serbía 13,2 (ágúst 22)
Kosovo 13,0 (ágúst 22)
Króatía 12,3 (ágúst 22)
Holland 12,0 (ágúst 22)
Grikkland 11,4 (ágúst 22)
Belgía 11,3 (sept. 22)
Austurríki 10,5 (sept. 22)
Evrópusambandið 10,1 (ágúst 22)
Evrusvæðið 10,0 (sept. 22)
Þýskaland 10,0 (sept. 22)
Slóvenía 10,0 (sept. 22)
Stóra Bretland 9,9 (ágúst 22)
Svíþjóð 9,8 (ágúst 22)
Ísland 9,3 (sept. 22)
Gunnar Rögnvaldsson, 4.10.2022 kl. 00:01
Þetta er hæsta verðbólga í Þýskalandi frá því í stjórnartíð Adolfs Hitlers kanslara.
Í dag segir þýski seðlabankinn að Þýskaland hafi fjármagnað stríðið með því að ríkið tók lán hjá seðlabankanum og skipaði fyrir um aukna seðlaprentun, verðstöðvun, frystingu launa, skammtanir og matarmiða sem héldu verðbólgunni á falskan hátt niðri, að mörgu leyti svipað og gert hefur verið á evrusvæðinu síðustu 15 árin.
En þetta varð svo til þess að taka varð eitt núll aftan af þýska markinu og var sú mynt sett í umferð eftir það gengishrun árið 1948. Sparnaður fólks var þannig gerður upptækur.
Gunnar Rögnvaldsson, 4.10.2022 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.