Þriðjudagur, 28. júní 2022
NATO í tilvistarkreppu
Fréttir frá fundi G7-ríkjanna, sem haldinn var í fyrrum Sovétlýðveldinu Bæjaralandi, voru litlar þegar að NATO kemur. "Klukkustundin" sem Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO sagði að myndi taka að samþykkja aðild Svíþjóðar og Finnlands að bandalaginu, er orðin að sex vikum og ekkert gerist, nema það eitt að næsta stærð tímatalsins er ár
Miðjarðarhafsríkið sem stóð á múrnum og var tappinn í suðri gegn útflæði heiðnikirkjuveldis Sovétríkjanna, heitir Tyrkland. Það neitar að samþykkja aðild Svíþjóðar og Finnlands að eins konar Svartahafsbandalagi sem búið er að balkanísera Norður-Atlantshafsbandalagið út og suður í (uppfært kl. 19:48: fréttir seint í dag herma þó að Tyrkland virðist hafa fallið frá því að loka á NATO-aðild Svíþjóðar og Finnlands. Við bíðum nánari frétta af því á næstu dögum)
NATO, þ.e. Norður-Atlantshafsbandalagið, er fyrst og næstum alfarið Bandaríki Norður-Ameríku. Evrópsku aðildarþjóðirnar hafa ekki efni á landvörnum og þiggja því þriðjaheimsaðstoð frá þinghúsahæðum Washingtonborgar í þeim efnum. Ef evrópsku aðildarríkin ættu að ganga í NATO fyrir alvöru þá þyrftu þau að eyða 10 prósentum af landframleiðslu sinni í samfellt 30 ár til að komast upp úr öskubökkunum sem þau sjálf gerðu sig að á síðustu öld og síðustu 65 árin með með tilkomu Evrópusambandsins
En Bandaríkin eru ekki landherveldi. Þau eru flota- og flugherveldi. Síðasti landhernaður þeirra í fúlustu tilvistaralvöru var í heimahögum þeirra sjálfra í borgarastyrjöldinni 1861-1865. En meira að segja þá voru það flotasiglingar á Vötnunum miklu og stórfljóti Mississippi sem redduðu málunum ásamt birgðaflutningum Norður-hersins. Norðurríkin sigldu til sigurs
Bandaríkin geta aldrei unnið landstríð við Rússland á landmassa Gamla heimsins og þau myndu ekki geta notið stuðnings flughersins kæmi til stríðs við Rússa, því Rússland er með besta flugher veraldar yfir heimahögum og nágrenni, samkvæmt fyrirlestri doktors Philips Karber í West Point 2018. Og nú þegar, eftir aðeins fjögurra mánaða fitl Rússneska hersins í Úkraínu, hefur hann þurrkað út skotfærabirgðir 30 ríkja NATO
Stuðningur Bandarísku þjóðarinnar við NATO rambar á barmi hruns, því Rússland rekur ekki Guðlaust Sovétríki eins og forðum, heldur ríður Vladímír Pútín, keisarinn mikli, hvítum hesti og er í krossferð gegn oj-barasta Heiðnikirkjuveldi vestrænna háskóla. Hann er jafnvel okkar maður hugsa margir þar vestra, en þora enn sem komið er ekki að segja upphátt
Það þarf ekki nema eitt misheppnað herútkall til að stúta NATO með innvortis greiðslufalli. Og þegar þjóðir bandalagsins eru orðnar svona margar og ofboðslega ólíkar þá er hættan sú að tími brostins einróma samþykkis innan bandalagsins sé við það að renna upp. NATO er nefnilega fyrir löngu komið út fyrir Rubicone. Og það kemst ekki til baka
Íslensk stjórnvöld verða að sjá til þess að endurnýjun varnarsamnings okkar við Bandaríkin sé óháð áframhaldandi tilvist NATO, því tilvist þess hangir á bláþræði - og Evrópa er enn og verður áfram rúst
Rússland er hins vegar stórveldi, þrátt fyrir tímabundið valdarán vinstrimanna þar í landi - undir rauðum fána
Í dag er Rússland líklega ekki nógu vinstrisinnað land til að njóta stuðnings meðal vestrænna vinstrimanna. Berlínarmúrinn féll nefnilega vestur
Og með því að þvinga ríkissjóð Rússlands í greiðslufall með því að neita að taka við greiðslum frá honum, hafa Vesturlönd heimskað sér yfir Rubicone og komast ekki inn í heimsveldi sitt í viðskiptum aftur. Nú verður ekki aftur snúið. Valkostur er að myndast. Vesturlönd hafa hér með skotið sig í báðar fætur í gegnum tóman hausinn
Fyrri færsla
Lettland kaupir rússneskt gas á ný [u]
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:15 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 97
- Frá upphafi: 1387452
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 67
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Það sem NATO ætti að vera, og þá í bókstaflegri merkingu þess orðs, er vitaskuld Norður-Atlantshafsbandalagið, varnarbandalag þjóðríkja við Norður-Atlantshaf og einungis þeirra.
Og vitaskuld er Ísland stofnaðili að því, en ekki einhverju allra sjáva og síðari tíma hrærigraut og vitleysu sem enginn botnar lengur í.
Takk fyrir þarfan pistil, Gunnar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.6.2022 kl. 14:45
Og það er ekkert í sögu Íslands sem bendir til annars en að endurnýjunarósk okkar að varnarsamningi við Bandaríkin yrði vel tekið. Það ber íslenskum stjórnvöldum fyrst og fremst að gera og ganga frá, og tryggja.
Og ef íslensk stjórnvöld, nútildags, hefðu snefil af viti milli eyrnanna, þá vissu þau að viðskipti Íslands og Rússa voru á sínum tíma enginn Þrándur í Götu hvað varðaði varnarsamning Íslands við Bandaríkin og sem Norður-Atlantshafsbandalags ríki, en jafnframt sjálfstætt og fullvalda ríki.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.6.2022 kl. 15:03
Þakka þér fyrir Símon Pétur.
Mikið rétt.
En nú er það sovéska hugmyndaglorían um EES-samninginn við hin Nýju Sovétríki Evrópusambandsins (NSU) sem ræður öllu. Í kringum þá rúst hefur heil sovésk hjálenda verið byggð upp hér á Íslandi. Þar sem litið er á bandarískar nærbuxur í pósti sem geislavirk kjarnorkuvopn komi þær inn á borð tollabandalags NSU hér á landi og þar. Svo ekki sé talað um matvæli.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 28.6.2022 kl. 15:19
Kannski að Katrín Jakobsdóttir fóstureyðingarfrömuður verði næsti framkvæmdastjóri NATO.
Það myndi þá væntanlega gerast undir formerkjum kvikmyndar Stanleys Kubrick: "Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb"
Á íslensku myndi fréttatilkynningin hljóma svona:
"Frú Furðuást: eða hvernig ég lærði að hætta að hafa áhyggjur af kjósendum og elska kjarnorkusprengjuna."
Gunnar Rögnvaldsson, 28.6.2022 kl. 22:41
Þetta með Katrínu Jakobsdóttur sem komandi nýjan framkvæmdastjórna NATO er ekki út í hött nú þegar vinstrimenn líta á NATO sem félagsmálastofnun í varnarmálum.
Enginn þeirra ætlar að borga. Og allir vita hvernig afkomuhorfurnar eru fyrir þannig félagsskap. Þetta kallast að vera á sósíalnum á meginlandi Evrópu: þ.e. að láta Bandaríkin um að herverja rússneska hagsmuni Þýskalands, plús allra gervilandanna sem svífa á sporbraut um það.
Í Þýskalandi er bara einn maður í núverandi ríkisstjórn þess þriðjaheimslands í varnarmálum sem ekki var með í Rússabandalaginu sem Gerhard Schröder og Angela Merkel byggðu upp á síðustu 25 árum, og það er varakanslarinn og efnahagsmálaráðherrann Róbert Habeck úr Vinstri grænum þess lands.
En jafnvel hann er laumufarþegi í Rússabandalagi Schröders, Merkels og Ólafs Scholz. Hvern dag labbar hann nefnilega með milljarð evra og dala inn í Gazprombank til að borga fyrir orkuna frá Rússlandi. Á leiðinni út sendir hann inn merki um að þessum milljarði dala sem hann kom með sé skipt yfir í rúblur og þær notaðar til að borga fyrir hitann sem hann og Þýskaland þarf á að halda við gervitíst sitt gegn Rússum, og þar með er málið afgreitt. Svona leikur Kreml sér að vestræna bjánaveldinu sem skaut af sér báðar fætur í gegnum tóman hausinn á síðustu 25 árum.
Miklu betra hefði verið að hafa Rússa með um borð mígandi út á til dæmis Kína, en inn hina nöktu apa vesturlanda.
Gunnar Rögnvaldsson, 28.6.2022 kl. 23:51
Mér líst ekki á blikuna þegar Bandaríkin/NATO og Kína fara í slag. Já, þá væri Bandaríkjunum/NATO betra að hafa Rússa sín megin, en ekki Kína megin.
Hver er tilgangur Bandaríkjanna/NATO að stilla málum svo upp, að Rússar sjái sig nauðbeygða til að efla Kína, BRICS og Belti þeirra og braut?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.6.2022 kl. 11:01
Með þeirri pólariseringu sem nú á sér stað og þar sem NATO virðist stefna að því að þrengja að Rússum alla leið að landamærum þeirra, þá boðar það ekki gott fyrir vestrið, því menn skyldu athuga það að ef stríðsfronturinn verður þar í næstum óhjákvæmilgri heimsstyrjöld, þá má alveg eins búast við því að Kína heyi þar, í Evrópu, við landamæri Úkraínu og Rússlands, stríðið við Bandaríkin/NATO. Það verður ógnvænlegt fyrir vestrið, ef Kína fylkir þar með Rússum, í Evrópu, við landamæri Úkraínu og Rússlands.
Er það virkilega vilji Bandaríkjanna/NATO að gera alla Evrópu að stríðsátakasvæði, að egna svo Rússa að Kína sláist þar með þeim? Hefur Evrópa ekki lært neitt af þeim hryllingi sem WWI og WWII var? Vill Evrópa magna svo upp illdeilurnar að engar samningaviðræður verði lengur gerlegar, að í Evrópu brjótist út WWIII?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.6.2022 kl. 15:20
Tyrkland virðist hafa fengið það sem það pantaði frá Svíum. Að Kúrdum sé vísað í gröf Ólafs Palme.
Þannig að nú virðist klappað og klárt að Svíþjóð geti loksins látið sér nægja að nota bara tvær prósentur af landsframleiðslunni til varnarmála í stað fjögurra á tímum Kalda stríðsins. Enda sagði sænski sendiherrann í Washington það við bandaríska fjölmiðla að það sé tilgangurinn með NATO-aðild Svíþjóðar. Að lækka útgjöldin (láta bandaríska skattgreiðendur um þau).
Fréttir berast einnig af því að á G7-fundinum í Bæjaralandi hafi loftslagsmál verið jörðuð sem málefni sem máli skiptir. Það var mikið segi ég bara.
Eftir þann fund er Ólafur kanslari hinn þýski kallaður "kanslarinn með minnimáttarkennd" í þýskum fjölmiðlum sökum þess að hann svaraði spurningu blaðamanns Deutsche Welle án þess að svara henni. Spurt var: getur þú sagt hvaða öryggistryggingar G7-löndin hafði sammælst um til handa Úkraínu? Já ég gæti það, svaraði Ólafur bara. Þrjú til fjögur orð var það eina sem fékkst.
Gunnar Rögnvaldsson, 29.6.2022 kl. 16:03
Miðvikudagur, 29. júní 2022 kl. 19:46:43
Formaður stjórnar rússneska seðlabankans, Elvira Nabiullina, segir í dag að 70 erlendrar fjármálastofnanir í 12 löndum noti nú SPFS-mótsvar Rússlands við SWIFT-skilaboðakerfinu sem gerir fjármálafærslur milli fjármálakerfa landa möguleg.
Þessu greinir rússneska TASS fréttastofan frá í dag.
Ég mæli með TASS sem mótvægi við falsfréttastofum vesturlanda. TASS er orðin betri og nákvæmari fréttastofa en þær og segir meira um fjölmiðlasúpu vesturlanda en hitt.
Hjá TASS má lesa ýmislegt fróðlegt og fréttnæmt sem vesturlenskir stuttbuxna-fjölmiðlar eru ekki með, en ættu að vera með.
Gunnar Rögnvaldsson, 29.6.2022 kl. 19:57
Þá ærlegu vill almenningur fylkja sér að baki,auralitlir frekar en taka við mútufé.-Takk fyrir skrifin ykkar beggja; Góðir.
Helga Kristjánsdóttir, 29.6.2022 kl. 23:12
Þakka þér fyrir Helga.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 29.6.2022 kl. 23:48
Leiðrétting:
Ég mæli með TASS sem mótvægi við falsfréttastofur vesturlanda. TASS er orðin betri og nákvæmari fréttastofa en þær og segir ÞAÐ meira um fjölmiðlasúpu vesturlanda en hitt.
Vantaði "það" (plús innsláttarvilla).
Gunnar Rögnvaldsson, 29.6.2022 kl. 23:53
Gunnar er ætíð með málin á hreinu. Svo mikið er víst Helga. Og hann á þakkir skyldar fyrir greinargóða pistlana sem hann útfærir oft nánar í athugasemdum. Athugasemdir mínar eru einungis hugrenningar út frá innleggjum hans. Gunnar á því þakkir þínar skyldar, en það gleður mig að þér finnist einnig athugasemdir mínar einhvers virði. Kærar þakkir Helga.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.6.2022 kl. 00:09
Spurningar þínar Símon Pétur um "vilja" NATO eða vilja Bandaríkjanna eru meira spursmál um grundvallarþjóðarhagsmuni Bandaríkjanna til mjög langs tíma litið en um vilja einstaka forseta þar í landi og sem hafa aðeins 2-4 ár til tímamótunar. Eins og ég skrifaði í síðustu færslu þá gildir eftirfarandi um utanríkisstefnu Bandaríkjanna:
"Annað sem einnig er undirliggjandi hér í þessu máli, eru grundvallar-þjóðaröryggismál Bandaríkjanna til langs tíma litið: en þau eru að ekki skuli ná að myndast ein samstæð heild sem ræður meginlandi Evrópu og sem gert gæti samninga eða samruna við Rússland, en einmitt á þeim nótum hefur viss vængur stjórnmála Evrópusambandselíta verið.
Þó svo að flestir bandarískir stjórnmálamenn séu ekki meðvitaðir um það, þá er þessi grundvallarstefna eða þetta grundvallarstef Bandaríkja Norður-Ameríku alltaf á sjálf-stími (e. auto pilot) án þess að þeir taki sérstaklega eftir því. Þetta stef er bara þarna, og hrekkur alveg ósjálfrátt í fiðlugírinn við réttar aðstæður, án þess að stjórnmála- og embættismenn geri sér sérstaklega grein fyrir því. En það var einmitt þessi langtíma grundvallarstefna í þjóðaröryggismálum Bandaríkjanna sem knúði á um þátttöku þeirra í Fyrri- og Síðari-heimstyrjöldinni á meginlandi Evrópu. Það var alls ekki góðmennska sem knúði þau til þess. Lönd eiga ekki vini, þau eiga hagsmuni, eins og Charles de Gaulle sagði. Bandaríkin horfðu á Bretland brenna án þess að aðhafast neitt. Og nú segja sumir að Bandaríkin eigi að fara í stríð fyrir Úkraínu. "Er þetta bilað fólk" hugsar Kreml. "Er þetta alveg snarbilað fólk þarna á vesturlöndum? Man það ekki neitt?"
En einmitt Stóra-Bretland hefur sömu hagsmuni og Bandaríkin í þessum efnum: þ.e. að koma með öllum tiltækum ráðum í veg fyrir að myndast geti eitt samhangandi veldi á Evrópuskaganum sem skagar út úr móðurlandi Rússlands og sem byggt gæti flota til höfuðs Fimm augum (Stóra-Bretland, Bandaríkin, Kanada, Ástralía og Nýja Sjáland) sem öll eru eyríki, og ráða því hver fær og fær ekki gera innrás hvar og hvenær sjóleiðina."
Deila (splitta) og síðan drottna er málið um meginland Evrópu hér.
Rússland hræðist ekki meginland Evrópu - nema þegar meginland Evrópu er í vasa Bandaríkjanna. En meginland Evrópu hræðist hins vegar Rússland þegar það er ekki í vasa Bandaríkjanna.
Þess vegna þetta haltu/slepptu mér,- eða ástar/haturs,- viðhorf meginlands Evrópu til Bandaríkjanna.
Þetta mun ekki breytast, og meginland Evrópu mun aldrei geta komið sér upp það sem þeir kalla "strategic autonomy" eða strategíska sjálfsstjórn í öryggismálum því til að geta það þá þarf meginland Evrópu að vera eitt land og ein þjóð og með heimsveldisáhrif í hernaðarmálum. Slíku mun meginland Evrópu aldrei hafa efni á og aldrei hafa þjóðargetu til, né landfræðilega pólitíska möguleika.
Það er varla að meginland Evrópu getur orðið heimshlutaveldi.
Svona getur tími heimsálfa liðið og fjarað út, eins og tími Miðjarðarhafsins rann út þegar úthafssiglingar hófust yfir Atlantshafið. Þá breyttist Miðjarðarhafið úr nafla heimsins í lítinn poll, og öll ríkin við það urðu að fyrrverandi stórveldum. Fyrrverandi fyrrverandi meira að segja.
Gunnar Rögnvaldsson, 30.6.2022 kl. 01:39
Smá viðbót við langt mál:
"Rússabandalag" Gerhards Schröders og Angelu Merkels sem ég minnist á hér fyrir ofan, já það bandalag hræðast Bandaríkin. Mjög.
Og meginland Evrópu veit að Bandaríkin hræðast það.
Og Rússar vita að meginland Evrópu veit að Rússar vita að Bandaríkin hræðist það.
Þess vegna er Rússlandi alveg óhætt, því það veit vel um þetta endalausa "dilema" sem hér er sífellt að verki.
Rússar vita að heimsvaldagræðgi stjórnmálaelíta stærstu ESB-ríkjanna er sterkari en ótti þeirra er við að samhæfast Rússlandi.
Og þetta Rússabandalag er sterkara fyrirbæri en NATO-bandalagsleitni Þýskalands, Frakklands og sennilega Ítalíu líka er.
Ergo: Sterkasta strategíska bandalag norðurhvels jaðar er hið óformlega bandalag Rússlands og stjórnmálaelítu Þýskalands. Það er miklu sterkara en bandalagsleitni Þýskalands er við NATO.
Og athugið: Þýskur almenningur hefur ekkert að segja hér frekar en nokkru sinni áður í sögu þess lands. Hann bara hlýðir.
Gunnar Rögnvaldsson, 30.6.2022 kl. 02:04
Góðar þakkir fyrir Gunnar fyrir svörin.
Mig langar einnig til að minna á, í því samhengi, það sem sjálfur Kissinger hafði bent á varðandi Úkraínu og Rússland, og sá ástæðu til að ítreka nú nýlega, við litlar vinsældir minnipokamannanna í NATO sem eru að bólgna úr stækkunar-rembingi. Minni einnig á að hann þótti áður verður friðarverðlauna Nóbels, en nú er látið sem hans realíska sýn skipti engu.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.6.2022 kl. 12:01
Minni á hin raunsæislegu orð Kissinger, sem þú hefur margoft bent á:
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.6.2022 kl. 13:08
Já Kissinger er ekki beint þekktur fyrir að vera draumóramaður.
Efast um að hann geti lesið nokkurn fjölmiðil lands síns og flestra annarra vesturlanda í dag án þess að springa úr hlátri yfir þeim.
Gunnar Rögnvaldsson, 30.6.2022 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.