Leita í fréttum mbl.is

Síðasta reiðhjólabóla umhverfis (næstum ekkert) 1890

GRÆNINGJAR UMHVERFIS NÆSTUM EKKERT

Þið þekkið þetta. Einn fer af stað. Annar fylgir þá á hæla. Nágranni númer þrjú gengur síðan í félagið og ný bóla byrjar að myndast. Eðli bóla er að þær ganga allar út á hið sama; þ.e. að reyna að tryggja sig gegn því að líta út sem bjáni í augum annarra

Þannig var með Reiðhjólabóluna miklu í Bretlandi í lok 19. aldar. Hún var sennilega rafbílabóla þeirrar aldar

Ný tækni á sviði hjólreiða var þá að ryðja sér braut inn í heilabú allra nágranna allra, nema náttúrlega hjá þér, því þú sást að þetta var bara dilla. En vegna umfjöllunar um "nýja tækni" á sviði þessa nýja og umhverfisvæna samgöngumáta, þá máttir þú þín einskis gegn samanlögðum heilabúum nágrannanna allra (herra Allir). Ný tegund reiðhjólbarða var nefnilega fundin upp, og það allra síðasta nýjasta æpandi nýtt voru hvorki meira né minna en gírar, já gírar!, fyrir reiðhjól. Þetta myndi svo sannarlega umbylta samgöngum nútímans og jafnvel framtíðarinnar allrar. Reykspúandi lestir og bílar myndu svo sannarlega þurfa að lúta þessum nýju lögmálum um hreint loft - og ekkert nema hreint loft. Og fólkið stofnaði að sjálfsögðu hjólreiðafélög út um allt land, þvers og kryds

Og hvernig fór? Jú hvorki meira né minna en 671 ný fyrirtæki á sviði reiðhjólaframleiðslu voru stofnuð í hagkerfi Stóra Bretlands á aðeins tíu árum. Meira en 27 milljónum sterlingspunda var fjárfest á árinu 1896 í reiðhjólaframleiðslufyrirtækjum, einu og sér. Það svaraði til 1,6 prósentu af landsframleiðslu Stóra-Bretlands bara það eina ár. Þetta var mun meira en sett er á ári í SPAC-fyrirtæki nútímans (special-purpose acquisition companies), en þeim tókst að safna saman fjárfestingarfé sem svarar til 0,4 prósenti af landsframleiðslu Bandaríkjanna á síðasta ári. Kannski má gefa SPAC-heitinu nafnið Fjárfestingarfélag dellu-hagkerfisins

Og hvernig endaði þetta? Jú helmingur þeirra reiðhjólafyrirtækja sem fóru á markað voru komin í gjaldþrot tíu árum síðar. Á aðeins 18 mánuðum féllu bréfin í þeim um 71 prósent frá því að bólan náði hámarki. Miklir héraðsbundnir efnahagserfiðleikar fylgdu í kjölfarið. En í heildina hafði þetta lítil áhrif á þjóðarhag Bretlands, sem heildar

Sama má líklega segja þegar Telsa-bransinn fer í þrot: Bandaríska hagkerfið mun varla finna fyrir því í heild. En þeir sem hins vegar fóru út í að tryggja sig gegn því að líta út sem bjánar í augum nágrannanna, já þeir verða alsköllóttir eins og reglurnar um fjárfestingar segja fyrir um. Munurinn á bólum í dag og 1890, er sennilega sá að í dag eru þær að mestu leyti háskólamenntaðar og því þrálátari. Meira að segja um margar gráður

Í bókinni Boom and Bust eftir William Quinn og John Turner við Queen’s háskólann í Belfast, má finna uppgjör yfir Reiðhjólabóluna miklu. WSJ sagði frá

Fyrri færsla

Gervigreind að floppa eins og vefur Veðurstofunnar [u]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband