Leita í fréttum mbl.is

23 stiga frost í Bretlandi í nótt

Screen Shot 2021-02-11

Mynd: Spákort fyrir klukkan fimm að morgni 19. febrúar 2021

****

Hún er köld spáin fyrir Evrópu. Það var 23 stiga frost í Aberdeenshire í Bretlandi í nótt, það kaldasta í 26 ár. Og veðmálin eru að febrúar verði sá kaldasti í Bretlandi frá því að mælingar hófust, segir í Telegraph. Janúarmánuður var sá kaldasti hér á Íslandi í 26 ár, ef ég man rétt

Ef spáin gengur upp þá verður erfitt að finna stað með meiri hita en næstum engum í Suður-Evrópu og víða í Sahara og Miðausturlöndum líka. Búið er að vera kalt í Norður-Evrópu um tíma og kvartað er um öngþveiti og að ekkert virki á þýskum vegum. Og nóg er af snjó víða í Bretlandi og vestanhafs í Kaliforníu

Skyldi Skandínavíujökull nokkuð hafa myndast fyrst á síðustu ísöld. Vita menn það?

Þetta kallar maður nú kólnandi helvítis hamfarir fyrir kuldaafneitarana. Sérstaklega nú þegar komið er í ljós að jöklar bráðna vegna tilflutninga hins glóandi massa ekki svo langt undir jarðskorpunni, segja þeir við jarðfræðistofnun Tohokuháskólans í Japan. Jöklar bráðna einfaldlega neðan frá - til dæmis á Grænlandi og Íslandi

Jæja...

Fyrri færsla

Bóluefnismál þjóðar sett í hendur gangster-elementa stjórnmála


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þá allt vatnið sem er ofan á Grænlandsjökli að koma neðan frá. Er það ekki sktítin efnafræði, vatn sem rennur upp.

Sjá hér : Greenland's ice sheet has melted to a point of no return, study finds - CNN

Brynjar (IP-tala skráð) 12.2.2021 kl. 13:24

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Brynjar.

Já, því samkvæmt samsæriskenningarmönnum um "hlýnun andrúmslofts jarðar", sökum aukningar á lofttegund sem er 0,024 prósent af gufuhvolfinu, þá er alltaf um allt eða ekkert að ræða. Allt er að farast, er þeirra trú.

Annars verður þú að spyrja CNN að þessu efni þeirra, því sjálfur les ég og horfi aldrei á neitt sem frá því kemur og dettur ekki í hug að fara þangað inn.

Ég vona að þessir samsæriskenningarmenn fái það ekki of andlega erfitt vegna þessara gleðitíðinda frá Japan.

Það væri nú heldur betur gott að losna við eitthvað af þessum jöklum hér á landi og mér er alveg sama hvert þeir fara. Grænlendingar mega hirða þá alla, mín vegna. Alla.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 12.2.2021 kl. 13:39

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

föstudagur, 12. febrúar 2021 kl. 17:21:22

Hluta Thamesfljótsins hefur nú lagt. Segja menn að slíkur ís hafi ekki sést á fljótinu allar götur frá vetrinum kalda 1962-1963.

Gunnar Rögnvaldsson, 12.2.2021 kl. 17:22

4 Smámynd: Haukur Árnason

Jamm, hamfarahlýnunin lætur ekki að sér hæða. Og við erum bara rétt komin inn í kuldaskeið sem stendur til 2050 +

Haukur Árnason, 13.2.2021 kl. 00:05

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er nokkuð fyndið að horfa á veðurspár íslensku veðurstofunnar. Þar er keppst við að spá sem minnstum kulda um heiminn, jafnvel þó frost sé nokkuð mikið meðan spáin er gerð. T.d. er spáð að hiti verði nærri frostmarki í Danmörku á morgun, þegar þar var 18 gráðu frost í dag og búið að vera töluvert frost undanfarna daga. Þó er ekkert í spákortunum sem bendir til að einhver viðsnúningur sé að eiga sér stað á því svæði.

Gunnar Heiðarsson, 13.2.2021 kl. 00:16

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk Haukur og Gunnar nafni minn fyrir innlitið og skrif.

Nóg virðist framboðið vera af spám og spálíkönum, þannig að verðið á þeim báðum hlýtur að hafa hríðfallið. En öðru máli virðist gegna með sannar veðurathuganir. Þar er verðið greinilega hátt enn (enda þarf að hafa fyrir því að framkvæma þær í raunheimum) því flest gögn sem birtast um veðrið hér og nú og aftur á bak nokkra daga er að ég held bara nálganir úr reiknilíkönum. Þeim ber að minnsta kosti oftast ekki saman við sannar athuganir veðurstofa. Aðeins virðist um nálganir vera að ræða, þ.e. líkön.

Það er erfitt að spá af viti um veðrið lengra fram í tímann en kannski næstu 24 tímana. En miðað við heimasíðu DMI, Gunnar H, er vefur Veðurstofunnar hér heima hundrað sinnum áhugaverðari staður að heimsækja en síðuling þeirrar dönsku. Eitthvað hefur komið fyrir á DMI sem ég kann ekki skýringu á.

Já, nú berast helst ekki fréttir af veðurfari, nema þær sem falla að heilaspám hlýnunartrúmanna á nær öllum hersetnum trúarmiðlum.

Súperstrengir skulu vera til, hvað sem það kostar (kenning kjarneðlisfræðinga sem reyndist þvæla).

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.2.2021 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband