Leita í fréttum mbl.is

Verður Trump forseti áfram?

Blaðamannafundur lögfræðiteymis Tump-framboðsins í gær. Nefna má: 1) Rudy Giuliani, fyrrum borgarstjóra New York og þriðja æðsta mann bandaríska dómsmálaráðuneytisins í stjórnartíð Rögnvalds Reagan. 2) Sidney Powell fyrrum alríkissaksóknara Bandaríkjanna. 3) Jenna Ellis prófessor í lögum og 4) Boris Epshteyn strateg Trumps

****

Hafa ber í huga að Trump-teymið er enn sem komið er bara með tvær málsóknir í gangi. Þeirri þriðju var hætt því teymið vann hana. Aðrar málsóknir sem nefndar eru í fréttinni eru frá almennunum borgurum og var mörgum málum þeirra höfðað fyrir kosningar, en ekki eftir þær

Trump-teymið er rétt að byrja, enda ekki liðnar nema rúmlega tvær vikur frá kjördegi, sem sumstaðar virðist hafa varðað í nokkra sólarhringa. Enn er verið að telja atkvæðin, þó svo að fjölmiðlar séu búnir að kveða upp sína venjulegu blaðadóma um niðurstöður kosninganna, og kannski eins ranglega og þeir fíaskó-dæmdu þær fyrir kjördag og gerðu sjálfa sig að aðhlátursefni um aldur og ævi. Öllum er óhætt að trúa ekki fjölmiðlum lengur. Það hafa þeir sannað. Meira að segja "og" og "að" orðum þeirra er ekki óhætt að trúa lengur, hvað þá blaðsíðutölum

Minna má lesendur á að Demókratar notuðu Jill Stein staðgengil sinn í örverpi Græna flokksins til að keyra málshöfðanir vegna forsetakosninganna í Michigan, Wisconsin og Pennsylvaníu eftir kosningarnar 2016. Málshöfðanirnar voru keyrðar með tilvísun í kosningasvindl með þessum svo kölluðu kosningavélum sem notaðar eru við atkvæðagreiðslu og talningu. En þegar ekkert hafðist upp úr því létu Demókratar fjölmiðla sína fá það viðfangsefni að þeir yrðu að sannfæra bandarísku þjóðina um að kosningarnar væru svindl og að farið yrði fram á að kjörmenn Bandaríkjanna myndu sýna "þjóðskyldu" sína og "hollustu" og hafna því umboði sem þjóðin trúði þeim fyrir og þar með hafna kjöri Trumps 2016. Þannig að þeir sem enn eru með bara vott af vitglóru í kollinum sjá að þetta er bara að byrja hjá Trump núna, því í þetta sinn er það einnig hinn ótrúlegi, einstaki og tröllslegi fjöldi póstgreiddra atkvæða sem hrúgast hefur á bálið sem Demókratar bjuggu til: Lögin og bandarísku forsetakosningarnar

Þegar búið er að telja atkvæðin eru það ríkin sem staðfesta verða úrslit kosninganna og fyrst þá er farið í það að velja kjörmenn. Og fari innanríkisráðherrar ríkjanna út í það að staðfesta vafasöm kosningaúrslit og sem fyrirsjáanlegt er að óvíst sé hvort látin verði standa, þá grípa kjörmenn til sinna ráða, en það eru þeir sem kjósa forsetann

Minna má einnig á að Íslendingar kjósa ekki æðsta pólitíska höfuð sitt í beinum kosningum. Það eru stjórnmálamenn sem kjósa forsætisráðherra Íslands, en ekki kjósendur

Bandaríska kjörmannakerfinu var meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að forseti Bandaríkjanna kæmist til valda fyrir tilstilli kosningasvika og óheiðarlegra afla, innlendra sem erlendra

Victor Davis Hanson sagnfræðingur og bóndi fjallar hér fyrir neðan um bandarísku forsetakosningarnar og líkurnar á því að Trump fari með sigur af hólmi

Victor Davis Hanson: Um forsetakosnigarnar og líkur Trumps á sigri

****

Fyrri færsla

Kva? "Sænska leiðin" var þá bara eins og hin "finnska leið" Jóhönnustjórnarinnar


mbl.is Málsókn eftir málsókn hefur engu áorkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Takk fyrir fína og málefnalega grein. 

Benedikt Halldórsson, 20.11.2020 kl. 14:25

2 identicon

Maður hreinlega skilur ekki hvernig

leyft var að nota tölvuforrit, og það

með vafasaman uppruna, til að véla um

kosningaúrslit og hagræða tölum.

Hverjir samþykktu þá árás á Bandaríkin?

Að sundurtroða og hæða bandaríska borgara.

Maður skyldi ætla að það varði landráð.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.11.2020 kl. 14:37

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir Benedikt og Símon Pétur.

Það er ótrúlega hársbreiddar-mjótt á milli frambjóðenda í nokkrum ríkjum.

Eins og er, geta Arizona (11), Georgía (16) og Wisconsin (10) fallið til Trumps án málssókna. Fari það svo, þá eru báðir með 269 kjörmenn og hvorugur með 270.

En þá eru eftir málin í Pennsylvaníu, Nevada og Michigan. Nýja Mexíkó virðist einnig vera að bætast í ótrúlega-bunkann, en þar er þó meira á milli.

Þetta mun taka sinn tíma, og kannski inn í næsta kjörtímabil séu menn að flýta sér um of núna.

En vegna hins ótrúlega massífa og einstaka fjölda póstgreiddra atkvæða eru þessar kosningar svo upp í háaloft, að nærri helmingur þjóðarinnar trúir því að Demókratar séu að reyna stela kosningunum. Það sama gildir líklega erlendis.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 20.11.2020 kl. 16:51

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kærar þakkir fyrir þessa færslu-já og allt.

Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2020 kl. 03:08

5 identicon

Vel mælt hjá þér. Það er nú þetta með Trump. Nýjustu fregnir frá Bandaríkjunum, sem ég las áðan í Jótlandspóstinum, er, að hann er að skipta um taktík, og hefur nú kallað til sín ríkisstjora Mitchigan og nánasta samstarfsmann hans til þess að freista þess að fá þá til að snúa útkomu talningarinnar við sér í hag, og hyggst gera þetta víðar, svo að hann geti haft sigurinn. Margir repúblikanar hafa áhyggjur af þessu, og tala um, að þetta skili ekki neinu. Mér datt nú í hug, hvort þessi læti í Trump og árátta við að lýsa sig sigurvegara, minni ekki grunsamlega mikið á einn mann í Ráðhúsinu hérna í Reykjavík, sem stal sigrinum í síðustu borgarstjórnarkosningum? Þeir eru greinilega líkir að þessu leyti, Dagur og Trump, að vilja ekki tapa, og eru afar lélegir taparar, vægast sagt. Haldið það sé nú!

Guðbjörg Snót Jónsdottir (IP-tala skráð) 21.11.2020 kl. 13:16

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Helga.

Góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 21.11.2020 kl. 21:49

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Guðbjörg Snót.

Finnst þér að eitthvað hafi verið að marka fjölmiðla í sambandi við Trump forseta og flest er tengist Bandaríkjunum hin síðustu fimm ár?

Mér vitanlega er það löggjafinn í hverju ríki fyrir sig sem setur lög um kosningar hjá sér. En þau verða hins vegar að standast stjórnarskrá Bandaríkjanna. Og alltaf má búast við að framkvæmd kosninga sé kærð bæði fyrir og eftir þær. En þá koma væntanlega dómstólarnir inn í myndina.

Og vala mun neitt ríki Bandaríkjanna una því að eitt af þeim mæti til leiks er kjörmenn koma saman til að kjósa forsetann, með úrslit úr ólöglegum kosningum, nema náttúrlega að þeim í þessu tilfelli sé stjórnað af Demókrötum.

Ég myndi ekki leggja mikið upp úr því sem Jótlands Pósturinn segir. Flest sem hann hefur skrifað um Trump forseta síðastliðin fjögur ár hefur varla verið birtingarhæft, fyrir utan það að blaðið hefur ekki hundsvit á Bandaríkjunum og bandarískum stjórnmálum yfir höfuð. Ég var áskrifandi að JP þegar það var blað en ekki sá lekandi krata-ruslapóstur sem það er orðið núna.  Mogginn er betri.

Þess fyrir utan eru dönsk dagblöð ekki góð eins og sást svo vel á Politiken þegar það varaði Dani við Winston Churchill og sögðu þá það sama um hann og blaðið hefur í fimm ár sagt um Trump forseta.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 21.11.2020 kl. 22:04

8 identicon

Það er nefnilega það. Er þá hægt að treysta því, sem ég las í Berlingnum í morgun um, að synir Trumps séu þeir, sem breiða mest út lygunum um kosningasvindl? Eða er engum dönskum dagblöðum hægt að treysta sem fréttamiðlum, og jafnvel ekki DR? Mér er spurn.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2020 kl. 12:53

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Berlingske veit ekkert um hversu mikið var svindlað í kosningunum í Bandaríkjunum. Og ef blaðið neitar að það hafi verið svindlað þá er það að ljúga.

Það er ekki hægt að treysta því sem Berlingske segir í þessu máli, eins og það hefur ekki verið hægt að treysta blaðinu í sambandi við mörg önnur mál, einkum ESB-mál. Það er eins og hin vottaða þýska lygaveita Der Spiegel þegar að Bandaríkjunum kemur. Hatandi litlir menn sem blása sig út og grafa undan sjálfum sér og fagi sínu öllu.

2-3 þúsund manna DDR.DK er ekki hægt að treysta frekar en DDRÚV og öðrum ríkisstöðvum vinstrimanna á Vesturlöndum. Það veistu þó Guðbjörg. Það er síst skárra en DDRÚV. Síst skárra.

Bestu blöðin í Danmörku eins og annars staðar eru héraðsblöðin.

Gunnar Rögnvaldsson, 22.11.2020 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband