Leita í fréttum mbl.is

Hvað vakir fyrir forseta Bandaríkjanna?

Donald J. Trump forseti Bandaríkjanna hélt stuttan upplýsingafund um kosningarnar seint í gærkvöldi. Á laugardag mun hann funda með öldungadeild Bandaríkjaþings. Markaðir önduðu léttar síðustu tvo daga er ljóst varð að Repúblikanar munu áfram hafa meirihluta atkvæðanna í öldungadeild bremsuklossanna á neðri deild þingsins, sem lýtur hinum ofsafengna og vinstriróttæka meirihluta Demókrata, en sem nú helmingaðist og er sá minnsti í 20 ár, þökk sé parinu Nancy Pelosi og Chuck Schumer. Bandaríki Norður-Ameríku verða því sennilega aldrei notbremsenresistent, eins og esb

****

Þetta er eðlileg spurning núna, þar sem nú þegar hafa verið gerðar alvarlegar athugasemdir við meðferð og talningu atkvæða kjósenda í þessum kosningum – og þýða mun seinkun á viðurkenndri niðurstöðu

Forsetinn og framboðsteymi flokks hans er ekki að gera hér neitt af gamni sínu. Það fólk Repúblikanaflokksins sem nú eru umboðsmenn helmings bandarísku þjóðarinnar, hefur að líkindum miklar og gildar ástæður fyrir að véfenga framgangsmáta kosninganna og talningu milljóna og aftur milljóna póstsendra atkvæða. Teymið álítur að grunsemdir, gögn þess og sannanir séu það stórar, sterkar og miklar að þau haldi fyrir rétti. Annars væri ekki lagt upp í þá vegferð sem nú virðist liggja fyrir; að endurtelja og skaffa staðfestingar á lögmæti póstsendra atkvæða. Þverspýtulegheit bara þversumsins vegna myndu einungis skaða Repúblikanaflokkinn, sé ekki innistæða fyrir þeim

Svo er annað. Að gefast upp og lyppast niður án þess að láta reyna á gögn hins rökstudda gruns, myndi ekki færa flokknum neitt gott né neina virðingu meðal kjósenda í næstu kosningum. Og ef Trump tapar kosningunum eftir að hafa valdið usla án innistæðna, þá mun það ekki hjálpa honum er hann býður sig fram á ný árið 2024. En hann hefur einhent flutt Repúblikanaflokkinn á sinn gamla stað, sem flokk hins dæmigerða vinnandi manns bandarísku millistéttarinnar

Donald Trump hafði einungis fólkið í landinu með sér í nú tvennum kosningum

Á meðan höfðu Demókratar bankana, Wall Street, fjölmiðlana, hugveiturnar og skoðanakannanaiðnaðinn, sem nú er notaður sem pólitískar háþrýstiþvottadælur er ávallt hafa rangt fyrir sér og læra ekkert nema það að eyðileggja sitt eigið fag og fagmennsku í pólitískum tilgangi einum. Þannig enda ávallt yfirstéttir ubermanna líf sitt sjálfar. Demókratar höfðu líka tæknirisana og örgjörvakónga þeirra –sem haga sér eins og 19. aldar járnbrautarbarónar er sögðu þinginu að halda kjafti– háskólafólkið, akademíuna, fræga fólkið og Hollywoodplastið með klof límd föst á andlitin - og tunguna

Fólkið í landinu var hins vegar það eina sem kom Trump á þann stað sem hann nú er. Sigur hans er stór og flokkurinn mun hans vegna uppskera ríkulega næstu mörgu áratugina. Jafnvel í heila öld

Það er ekkert að því að þurfa að bíða eftir að atkvæði séu talin. Það er í hæsta máta eðlilegt. Það sem hins vegar er óeðlilegt, er að hrópa þurfi upp úrslit jafnvel áður en þau eru komin í hús. Og ef mörg þeirra eru ólögleg, þá þarf að henda þeim út. Kannski þarf að telja mörg ríki upp á nýtt og með nýju fólki. Svo gæti farið. Ekkert liggur á, því Donald J. Trump er forseti Bandaríkjanna fram í janúar

Við hina úr sér bræddu af gremju vegna árangurslauss háþrýstiþvættis hinna duglausu, segi ég þetta: Þar sem þú ræður ekki för þessarar ferðar forseta Bandaríkjanna, reyndu þá að minnsta kosti að njóta hennar. Framboð hennar boðar betri, öruggari og klassískari kosningavenjur í framtíðinni

Fyrri færsla

Úrslit enn ókomin vestanhafs [u]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góður!! Sá athyglisverða frétt á Zerohedge að fólk í swing-ríkjum sem greiddi Biden sín atkvæði hefði greitt áberandi færri atkvæði til øldungadeildarframbjodenda demókrata. Þetta bendir til að þó fólk styðji Biden til forseta þá kærir það sig ekki um sósíalíska øldungardeild. Neyðarbremsan hefur verið virkjuð. 

Ragnhildur Kolka, 6.11.2020 kl. 12:48

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Ragnhildur.

Leiðari WSJ í dag segir að skyldi það fara þannig að Biden fari með sigur af hólmi, þá hefur hann ekki umboð kjósenda til neins nema að vera ekki Trump, tísta ekki og að vera með grímu. Útgerð Demókrata gekk ekki út á neitt annað.

En ef ég væri Trump í þeirri stöðu, þá myndi ég hella svona eins og tíu Rússum og þúsund Kínverjum út í þann sigur Demókrata og byrja að láta FBI njósna um Biden ekki síðar en á morgun. Svo myndi ég hafa réttarhöld í tvö ár og stefna honum í þinginu fyrir að villa á sér heimildir með grímum öll fjögur ár kjörtímabilsins.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.11.2020 kl. 14:52

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég minni líka á að endanleg talning og frágangur atkvæða í Bandaríkjunum á venjulegum árferðistímum er oft ekki fyrr en komið er vel inn í desember.

Gunnar Rögnvaldsson, 6.11.2020 kl. 14:59

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

En hvað finnst ykkur:

1. Ætti Trump að láta atkvæðagreiðslu-rannsóknina taka tvö ár eins og Demókratar létu hina upplognu og ástæðulausu Rússarannsókn Muellers taka, bara til þess eins að grafa undan réttkjörnum forseta Bandaríkjanna og þar með koma í veg fyrir að lýðræðið kæmist í framkvæmd?

2. Og ætti Trump að taka upp ritskoðun í Bandaríkjunum eins og barónar Twitters, Facebook og Google gera?

Það gæti hann gert því ákvæði allra stjórnarskráa allra landa heimsins um tjáningarfrelsið, gildir ekki um nafnlausar og óstaðfestanlegar persónur.

Stjórnarskrár og stjórnlög allra landa gera ráð fyrir að vitað sé, og staðfestanlegt sé, hver persónan sem talar og skrifar er, og að það sé staðfestanlegt að hún hafi aðeins einn munn, en ekki óteljandi fjölda óstaðfestanlegra munna upploginna gervipersóna.

Tjáningarfrelsið gildir sem sagt ekki fyrir nafnlausa og óstaðfestanlega notendur svo kallaðra "samfélagsmiðla". Og sem samkvæmt eðli málsins eru því  róttæk-óstöðugleika-fyrirbæri sem grafa undan frelsi einstaklingsins og tortíma frelsi manna. Hvorki meira né minna.

Þarna þurfa löggjafar flestra landa að taka til - og þeir eru sem betur fer á leiðinni til einmitt þess.

Gunnar Rögnvaldsson, 6.11.2020 kl. 16:36

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Föstudagur, 6. nóvember 2020 kl. 23:59:57

"Tech giant Facebook laid out its censorship plan on Thursday, stating it would begin demoting content that its "systems predict may be misinformation" relating to election fraud."

Þýðing: Tæknirisinn Facebook kynnti í dag ritskoðunaráætlanir fyrirtækisins fyrir nánustu framtíð, og sagði að fyrirtækið myndi láta tölvukerfi þess segja fyrir "um upplýsingafölsun sem tengist kosningasvindli".

Þetta er náttúrlega hrein geggjun. Fyrirtækið hljómar þarna einmitt eins og járnbrautarbarónar frá 19. öld. Það þykist vera kóngur landsins með auglýsinga-forum-vef þeirra sem eins konar ríki í ríkinu, þar sem flestir eru í reynd óstaðfestanlegar persónur og því nafnlausar. Það hagar sér eins og barón sem segir þinginu óbeint að halda kjafti.

Þeir væru ekki i þessum hroðalegu sporum ef þeir létu notendur sína borga. Þá hefðu þeir að minnsta kosti staðfestanlegt greiðslukortanúmer raunverulegrar persónu, en ekki bara einhvern sem getur komið fram með þúsund nafnlaus andlit á þúsund mismunandi notendareikningum.

En ef þeir krefjast borgunar þá koma sennilega mjög fáir eða engir kúnnar, svona svipað og ef menn þyrftu að borga fyrir að lesa auglýsingar.

Þannig að viðskiptalíkan þeirra mun varla halda þegar löggjafinn tekur þá fyrir. Fyrir utan það að vera ekki "tech company" þ.e. tæknifyrirtæki, þá skil ég ekki af hverju þessi auglýsingafyrirtæki eins og Facebook, Twitter og Google eru skilgreind sem "tæknifyrirtæki".

Þau eru öll "low tech" eða lágtæknifyrirtæki eins og ókeypis dagblöð. Ekta dagblöð eru sennilega meiri og sannari tæknifyrirtæki en til dæmis Twitter og Facebook.

Hlutabréfamarkaðurinn mun auðvitað komast að þessari sömu niðurstöðu líka. Tekur tíma, en það mun gerast.

Og nú hefur innanríkisráðherra Georgíuríkis tilkynnt að endurtalning atkvæða muni verða gerð, sama hvað fyrsta talning segir. Að munurinn á fambjóðendum sé of lítill.

Þetta bendir til þess að kjörstjórn treysti sér ekki til að standa við unnið verk.

Gunnar Rögnvaldsson, 7.11.2020 kl. 00:01

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Laugardagur, 7. nóvember 2020 kl. 01:14:49

Benda má á að þessi svo kölluðu tæknifyrirtæki hafa ekki hundsvit á:

Framleiðslu pappírs, gammþyngdar og gæða pappírs og vita ekkert um pappírsmarkaðinn og þekkja enga pappírsmarkaði né pappírssérfræðinga.

Þau vita ekkert um prentmarkaðinn né um framleiðslu hátækni offset-háhraða snúningsprentvéla, til dæmis frá Heidelberg, með allt að fimm snúningsásum sem gefa möguleika á litablöndun sem þeir aldrei hafa séð. Og um djúpprent sem afkastar tugum tonna af prentverki á klukkustund vita þeir ekkert um. Ekkert.

Þessi svo kölluðu tæknifyrirtæki gætu aldrei komið út svo mikið sem einu CMYK-póstkorti á 220 gramma hágæða offset eða djúpprenti á sama tíma á degi hverjum allt árið, ár eftir ár, áratug eftir áratug.

Þau vita ekkert um framleiðslu crómalína (prufuprents) og hvað það tekur langan tíma. Þau vita ekkert um skurð. Þau vita ekkert um bókband og þau vita ekkert um dreifingu. Þau hafa enga kúnna og geta ekki skaffað þá. Þau hafa aðeins notendur sem búa til innihaldið sem þau selja til auglýsenda. 

Þau hafa enga blaðamenn og enga ábyrga ritstjóra. Ef þau hefðu alvöruviðskiptavini og lytu sömu löggjöf og dagblöð þurfa að sætta sig við að lúta, þá þyrftu þau að ráða til sín hundrað þúsund ritstjóra og greiða laun þeirra allra. Þau myndu þau einfaldlega fara á hausinn ef þau þyrftu þess. Instant!

Þau finna ekki upp tölvur. Þau framleiða ekki tölvur. Þau búa ekki til örgjörva.

Þau finna ekki upp internetið. Þau skapa ekki forritunarmál. Þau kunna ekki að búa til 4.kynslóðar þýðara (compilers).

Og þau hanna ekki neitt nema að búa til frekar ömurleg notendaviðmót sem brjóta flestar reglur sem taka mið af mannsauganu. Enda líta notendaviðmót þeirra út eins og beljur á svelli.

Þau bíða og bíða öll eftir að raunveruleg tæknifyrirtæki eins og ýmis tímarit og Apple ásamt IBM komi með lita- og leturstrauma sem þau apa svo öll eftir til næstu ára.

Þetta eru ekki tæknifyrirtæki fyrir fimm flata aura. Að minnsta kosti ekki í mínum huga.

Gunnar Rögnvaldsson, 7.11.2020 kl. 01:14

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

laugardagur, 7. nóvember 2020 kl. 04:19:25

Það lítur út fyrir að einnig Wisconsinríki muni hefja rannsókn á framvindu kosninganna og á talningu atvæða. Ríkið virðist ekki treysta sér til að standa við unnið verk; krækja.

Þarna munar ekki nema 20.540 atkvæðum á milli frambjóðenda, Biden í hag. Trump vann ríkið 2016.

Kjörsókn virðist hafa hoppað úr hefðbundnum 67-70 prósentum upp í næstum 90 prósentur. Skyldi þessi mikla breyting á kjörsókn standast skoðun?

Gunnar Rögnvaldsson, 7.11.2020 kl. 04:22

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

laugardagur, 7. nóvember 2020 kl. 04:36:40

Hugbúnaðarvilla í tölvukerfi í Antrimkjördæmi Michiganríkis leiddi til þess að 6000 atkvæði sem greidd voru Trump, voru skráð á Joe Biden. Þar með tapaði Biden kjördæminu. Áætlað er að 47 önnur kjördæmi í ríkinu noti sama hugbúnað. Krækja

Gunnar Rögnvaldsson, 7.11.2020 kl. 04:37

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

laugardagur, 7. nóvember 2020 kl. 04:43:22

Twitter-herra alheimsins ritskoðaði burt tilvitnun Rands Paul öldungadeildarþingmanns repúblikana í Kentucky í bók demókratans Ed Pritchard um kosningasvindl í Bandaríkjunum. En þegar Twitter herra alheimsins uppgötvaði að vitnað var í demókrata, þá var ritskoðuninni á færslunni aflétt. Krækja

Gunnar Rögnvaldsson, 7.11.2020 kl. 04:44

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

laugardagur, 7. nóvember 2020 kl. 05:53:28

Starfsmaður Detroitborgar í Michiganríki, hefur stigið fram og segir að þeim sem unnu við framkvæmd kosninganna hafði verið skipað að dagsetja til baka í tímann þau atkvæði sem bárust eftir að kosningum lauk. Segir fréttin að Alríkislögreglan sé komin í málið: krækja

Gunnar Rögnvaldsson, 7.11.2020 kl. 05:54

11 identicon

MAGA lifir, og mun lifa.

Hafðu miklar þakkir fyrir góðan pistil og fréttaflutning af framvindu mála vestanhafs.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.11.2020 kl. 13:39

12 identicon

Stóra spurningin, og sú undirliggjandi,

hvað auðdrottnar heimsins veðja á?

Rústa Bretlandi, Evrópu, og jafnvel USA,

fyrir drekann í austri?

Deila þannig og drottna?

Eða snúa við blaðinu?

Hver er leikjafræði þeirra sem skrúfuðu niður

bandarískar verksmiðjur og fluttu þær til Kína?

Var eini tilgangur auðdrottnanna að losna við Trump? Og það þó fórna þyrfti Bretlandi og USA pg jafnvel hálfri Evrópu?

Hafa auðdrottnarnir hugsað þetta til enda?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.11.2020 kl. 16:36

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Símon Pétur.

Ef Trump tapar, þá hlýtur góða fólkið, Obamagengið og Evrópusambandið að heimta að það verði kosið aftur eins og það gerði í Brexit. Ekkert minna en það hlýtur það að krefjast núna, því það fólk er svo gott og samkvæmt sjálfu sér.

Ég bíð.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 7.11.2020 kl. 17:34

14 identicon

Munum,  forseti Bandaríkjanna er enn Trump.

Bretland fer út úr ESB um áramótin.

Það verður snúið fyrir Biden Bandaríkin

að þvinga Bretland aftur í United States of Europe.  Nema hreinlega að hersetja Bretland,

fyrir Þýskaland?  Það verður þeim ansi snúin leikjafræði.

Svo sannarlega lifum við undarlega tíma,

en alls ekki fordæmalausa. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.11.2020 kl. 18:13

15 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

laugardagur, 7. nóvember 2020 kl. 20:55:04

Nýjar fréttir berast af því sem nú virðist orðið "atkvæða-gate" í Bandaríkjunum:

Málið er víst svona (ég vona að ég fari rétt með):

Demókratar hafa undanfarna mánuði verið með 300 lögsóknir vegna kosningalöggjafarinnar í mörgum ríkum Bandaríkjanna, og kröfðust þess að kosningalögunum um utankjörstaðakosningu og talningu atkvæða yrði breytt fyrir kosningar. Já það er rétt; það er löggjafinn í ríkjunum sem ákveður kosningalöggjöfina í hverju ríki fyrir sig (það segir stjórnarskrá Bandaríkjanna). En það er bara eitt stórt vandamál. Breytingarnar verða líka að standast stjórnarskrá Bandaríkjanna. Ef menn sjá ekki heilan borgarísjaka rísa upp úr sjónum þarna, þá veit ég ekki hvað.

Og svo segja menn að það séu milljón sinnum meiri sannanir fyrir ólöglegheitum í þessum kosningum en voru í "Rússamálinu" sem Demókratar keyrðu gegn Trump í þrjú ár (mál sem var tóm þvæla og náttúrlega aldrei minnst á í þessum kosningum).

EF þetta er rétt: þá er málið bara alls ekki búið, langt því frá. En lögin segja víst að ef það er ekki kominn löglega kjörinn forseti í janúar, að þá verði það leiðtogi meirihlutans á þingi (fulltrúadeildinni) sem verður þá forseti Bandaríkjanna til bráðabirgða. Og það var/er Nancy Pelosi.

Svo ég býst við öllu. Þetta gæti orðið rosalegt og tekið langan tíma. En má samt varla taka of langan tíma.

Menn gagnrýna nú hæstarétt fyrir að hafa ekki viljað taka þetta mál fyrir og afgreiða það FYRIR KOSNINGAR. En það vildi rétturinn ekki, vegna þess að hann vill helst að dómstólar ríkjanna leysi þessi mál sjálfir. En það gat rétturinn í Flórída til dæmis ekki árið 2000, því niðurstaðan hans var alltaf kærð, eins og kemur fram í afar fróðlegu Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins núna þessa helgi.

Hæstiréttur vill sem sagt helst ekki þurfa að standa í þeirri stöðu að þurfa ákveða hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. Hef ekki minnstu hugmynd um hvar þetta endar.

Mikilvægt er að muna að það eru ríkin sem kjósa forsetann. Fólkið í hverju ríki fyrir sig ákveður hvað kjörmenn eiga að kjósa og síðan eru það þeir sem kjósa forsetann, skilst mér. Áður fyrr voru það þingmenn hvers ríkis sem ákváðu hvað kjörmenn hvers ríkis áttu að segja Washington að gera í sambandi við kjör forsetans.

Gunnar Rögnvaldsson, 7.11.2020 kl. 20:55

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2020 kl. 21:58

17 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

??

Gunnar Rögnvaldsson, 7.11.2020 kl. 22:02

18 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hefur þú kynnt þér tölvuprogrömmin HAMMER og SCORECARD sem nú eru sögð hafa breytt niðurstöðum í BNA kosningunum? 

Ragnhildur Kolka, 8.11.2020 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband