Leita í fréttum mbl.is

Sóttvarnarlokun 2.0 í Evrópu yfirvofandi?

Daily New Cases in France 2020-09-11

Mynd: Worldometer 11. september 2020: Dagleg ný Wuhan-veirutilfelli í Frakklandi. Þau voru 9843 í gær, sem er það mesta frá því að faraldurinn hófst. Spánn tilkynnti um 12183 ný tilfelli í dag

****

Nýjar Wuhan-veirusýkingar ryðja sér nú til himins í löndum Evrópu og dauðsföllum er byrjað að fjölga á ný. Bretar virðast vera að setja í neyðargírinn á ný og að hefja 10 milljón skimanir á dag, þannig að öll þjóðin verði skimuð einu sinni í viku. Mikið er undir, en óvist er um getu hins ríkisrekna heilbrigðiskerfis landsins til að ná þessu markmiði

Löndin á meginlandi Evrópu með mörgum sinnum fleiri nýjar sýkingar á dag núna, munu reyna að berjast við að fylgja þessu fordæmi. Talar Boris Johnson nú opinberlega um Lockdown 2.0 sem möguleika, takist ekki að veiruprófa 10 milljón manns á dag. Bandaríkin hafa eins og er framkvæmt rúmlega 90 milljón skimanir

Verði þetta svona mun það þýða óendanlegar hörmungar fyrir hagkerfin á meginlandinu sem liggja fullkomlega berskjölduð gegn þessum höggum, liggjandi nú þegar meira og minna 2008-dauðvona í handjárnum Evrópusambandsins. Þau hafa engan möguleika á að komast með tærnar þar sem Bandaríkin eru með hælana í efnahagslegum viðbrögðum við áföllunum núna og það sama gilti um áföllin 2008. Bandaríkin eru þegar að framkvæma það sem menn láta sig aðeins dreyma um í þeim efnum á meginlandi taparanna í Evrópu í dag

Fari þetta svona er úti um ferðamannaættbálkinn í Evrópu allt næsta árið og tómt mál að tala um hann, því með þessu yrði hann alls staðar útlægur gerður

Þróun bóluefnis rakst einnig á vegg af óvissri hæð í vikunni. Alvarlegar bólgur í mænu komu í ljós. Enn er þó óvíst hvaða áhrif þessi óvænta(?) hliðarverkun mun hafa á þróunarvinnuna. Kannski var þetta bara einn af þessum útlögum sem alltaf koma í leitirnar við prófanir. En sé þetta alvarlegt, og finnist fleiri slíkir, mun það draga úr áhuga og trausti almennings á öryggi efnisins. Fyrir vikið gæti útbreiðsla og upptaka þess meðal þjóðanna orðið hægari en vonast er til

Allt þetta hefði venjulegur dýralæknir við skyldustörf sín 1963 getað sagt svo kölluðum stjórnmála-, embættis-, og vísindamönnum í mars 2020. Þess vegna fást lærin í sunnudagsmatinn eftir messu enn

Fyrri færsla

Ha ha ha: ESB missir aðgang að næststærsta hagkerfi Evrópu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrst er vitað um eyðni eða alnæmi í New York. Er ekki tilvalið að kalla þann sjúkdóm New York veikina.   

Ómar Ragnarsson, 11.9.2020 kl. 21:27

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eyðni var ekki heimsfaraldur og smit barst ekki milli manna við venjulega nálgun í verslunum eða bönkum og bíói,eins og Wuhan-veiran gerir þegar hún er skæðust.

Helga Kristjánsdóttir, 11.9.2020 kl. 22:43

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Ómar

Gjörðu svo vel Ómar. Þér er heimilt að gera það. 

Nú er talið að HIV-veiran hafi fyrst borist í menn í Kenía í Afríku í kringum 1930, með fólksflutningum og kynlífsþrælahaldi innfæddra. Löngu síðar, eða þegar bóla fór á kynsjúkdómnum sem HIV-AIDS á Vesturlöndum, vita menn að minnsta kosti um einn súpersmitara sem flaug úr úr Hong Kong og smitaði 2000 bólfélaga um víða veröld.

DDRÚV: Wuhan-veiran: Ráðherra hefur áhyggjur af afbókunum

Ákveðið var að kalla kórónaveiruna Wuhan-veiruna þar til Kína hóf að senda hana út yfir heimsbyggðina -sem finnst hún í ætt við sýklahernað- á sama tíma og Kínverjar bönnuðu ferðir hennar innandlands með því að læsa þar öllu niður, banna innanlandsflug og logsjóða þá þegar veika Kínverja fasta inni í híbýlum sínum. Á sama tíma fékk beint flug frá Wuhan að ganga óáreitt fyrir sig út til Evrópu og Bandaríkjanna. En frá og með því að íbúar Vesturlanda byrjuðu að veikjast, ákvað útibú Kína í WHO-klessunni að skipta um nafn á veirunni. En fram að því hafði verið ákveðið að hún skyldi heita Wuhanveiran.

Ertu ekki að kóast óþarflega mikið með þessu hryllingspakki þarna í Kína, Ómar?, og sem meira en 130 breskir þingmenn allra flokka sendu bréf til fyrir nokkrum dögum síðan, og sögðu þar að Kína væri farið að minna þá óþyrmilega á Þýskaland með nýkjörinn kanslara Adolf Hitler við völd, þar sem Gyðingum var staflað í gettó og útrýmingarbúðir, og óæskilegir ættbálkar sendir í geldingu til að koma í veg fyrir að þeir gætu áfram verið til.

Myndir af fólki í Kína standandi í skipulögðum og vöktuðum röðum á brautarpöllum að bíða eftir gripalestum til áfangastaða Kommúnistaflokksins, sem ráðherrann í krækjunni hér fyrir ofan er svo veik fyrir, minna þessa bresku þingmennina of mikið á þýska tíma til að geta þagað yfir því.

Þú sem ert með þinn Trump-Hitler á heilanum ættir kannski að skoða aðeins þín eigin innanbúðarmál áður en þó kóast svona hroðalega með þessum svínum þarna í dreifingarmiðstöð kínversku Wuhan-veirunnar í Kommúnistaflokki Kína.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2020 kl. 23:38

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvaða þvaður er þetta í Ómari? Á hann frænda í Kína? Bjó frændi kóvít til?

En, ertu viss um að dauðsföllum sé að fjölga eitthvað Gunnar? Ég var að skoða tölurnar frá Bretlandi í vikunni og sé ekki betur en að þótt greiningum fjölgi verulega sé nánast enginn að hrökkva upp af?

Þorsteinn Siglaugsson, 12.9.2020 kl. 21:20

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Þorsteinn.

Lá í sófanum og var að lesa í nýju bókinni hans George Friedman (The Storm Before the Calm) sem var fjóra mánuði á leiðinni til mín frá Ameríku, sennilega með kajak, og var með þessa hérna 320-kbps klassísku stöð á "fóninum" og sá þá þessa skemmtilegu og verðugu spurningu frá þér, og datt strax í hug að þrátt fyrir alla þessa ofantöldu -stundum fáránlegu- tækni, þá vissum við í raun og veru ekki neitt. Hvað veit til dæmis ég? Er einhvern sem veit þetta? Það held ég ekki. Efast stórlega um það.

Ef við höldum okkur áfram við Frakkland, þó ekki vegna þess að ég vilji leggja það land í einelti, heldur vegna þess að þaðan fæ ég stundum beinar fréttir og er þess utan með franskan tengdason og sem er bara ansi ánægður að vera hér í okkar landi núna, þá hefur 7-daga meðaltalið yfir dauðsföll þrefaldast síðustu daga.

En hvernig ætti maður að bera þetta saman við fyrstu bylgjuna, sem var eiginlega nokkurs konar höggbylgja, því þá var enginn aðdragandi, engar eða litlar skimanir í gangi og lítil þekking á neinu til staðar. Fólk bara sturtaðist inn á sjúkrahúsin fárveikt og sennilega án þess að gera sér grein fyrir hvað var að því. Hafði líklega "bara" legið veikt heima og sennilega haldið að þetta væri "bara" enn ein umgangspestin ofan í allar hinar, eða þá síðbúin hefðbundin flensa.

En þannig verður þetta varla núna þegar dauðsföllin byrja að birtast vegna bylgju-2. Sú kúrfa mun sennilega ekki rísa eins fljótt og sú fyrsta, vegna þess að núna er meðvitaður aðdragandi með í ferðinni; Það tekur tíma að veikjast, liggja veikur, fara á gjörgæslu og síðan að deyja. Það ferli tekur sinn tíma - og allan þann tíma er vitað um hvað er að ræða. Það vissu menn ekki í bylgju-1.

En í bylgju-1 var hins vegar enginn eða lítill aðdragandi þannig að kúrfa dauðsfalla núna verður mjög svo sennilega öðruvísi í laginu. Hún mun rísa hægar og með mun lengri "lead time" eða aðdraganda í sér en síðast. 

Þetta eru nú mínir vesælu fimm aurar Þorsteinn minn kæri. Held að þetta verði svona, en veit það þó ekki fyrir víst.

En eitt er hins vegar alveg víst. Engin þjóð mun þola að aðhafast ekki allt það sem hún getur gegn þessu; því annars eru það byltingartilraunir bölvunarinnar sem bíða stjórnmálamanna þjóðanna. Kollvarpararnir bíða í skúmaskotum sínum, og þau eru mörg.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 12.9.2020 kl. 23:15

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Þökk sé vini mínum Þorsteini þá fékk ég yndislestur sem mér finnst ná kjarna þess sem er að gerast, og af hverju siðað samfélag verður að bregðast við.

"En þannig verður þetta varla núna þegar dauðsföllin byrja að birtast vegna bylgju-2. Sú kúrfa mun sennilega ekki rísa eins fljótt og sú fyrsta, vegna þess að núna er meðvitaður aðdragandi með í ferðinni; Það tekur tíma að veikjast, liggja veikur, fara á gjörgæslu og síðan að deyja. Það ferli tekur sinn tíma - og allan þann tíma er vitað um hvað er að ræða. Það vissu menn ekki í bylgju-1.

En í bylgju-1 var hins vegar enginn eða lítill aðdragandi þannig að kúrfa dauðsfalla núna verður mjög svo sennilega öðruvísi í laginu. Hún mun rísa hægar og með mun lengri "lead time" eða aðdraganda í sér en síðast. 

Þetta eru nú mínir vesælu fimm aurar Þorsteinn minn kæri. Held að þetta verði svona, en veit það þó ekki fyrir víst.

En eitt er hins vegar alveg víst. Engin þjóð mun þola að aðhafast ekki allt það sem hún getur gegn þessu; því annars eru það byltingartilraunir bölvunarinnar sem bíða stjórnmálamanna þjóðanna. Kollvarpararnir bíða í skúmaskotum sínum, og þau eru mörg.".

Megir þú svo eiga þinn yndislestur og þú kannski skellir í einn pistil eftir hann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.9.2020 kl. 12:19

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég þakka þér góðar kveðjur Ómar Geirsson.

Og sendi þér kveðju um hæl úr vestri.

Gunnar Rögnvaldsson, 13.9.2020 kl. 13:11

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Dauðsföllum hefur fjölgað örlítið í Frakklandi Gunnar, en það er ekki í neinu samhengi við fjölgun greindra tilfella. Vísindamenn um allan heim klóra sér nú einmitt ákaft í hausnum við að reyna að átta sig á þessu. Tilgáturnar eru margar en engin þeirra hefur verið sannprófuð. En að gerir ekkert til, við fáum bara samt "fréttir" um að dauðsföllum eigi eftir að fjölga.

Einfaldasta skýringin á þessu er sú, að í upphafi var eiginlega bara verið að skima fólk sem var veikt. Nú er hins vegar verið að skima langt út fyrir það mengi. Og þá byrjar raunveruleikinn að koma í ljós; dánarhlutfallið er einfaldlega bara miklu, miklu lægra en álitið var í upphafi. Þetta er svo gott dæmi um afleiðingar fjöldamóðursýki að þau finnast varla betri. Það liggur við að galdrafárið blikni í samanburðinum.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.9.2020 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband