Fimmtudagur, 9. apríl 2020
Wuhan-veiran: Blaðamannafundur Hvíta hússins 8. apríl 2020
Frá vefsetri Hvíta hússins á YouTube; Blaðamannafundur 8. apríl 2020; Heimsfaraldur kínversku Wuhan-veirunnar
****
Alríkisteymi Donalds J. Trump forseta hélt enn einn blaðamannafundinn vegna kínversku Wuhan-veirunnar í dag. Fundarstaður er að sjálfsögðu Hvíta húsið. Alla daga situr forsetinn með teymi sínu og hlustar á ráð þess ásamt þau sem ráðherrar ríkisstjórnar hans koma með. Síðan tekur forsetinn þær ákvarðanir sem taka þarf og bræðir daglega saman þá heildstæðu hernaðaráætlun sem Bandaríkin síðan keyra málið samkvæmt. Passa þarf að valda ekki fleiri dauðföllum síðar með því að taka rangar ákvarðanir núna, sbr. hið harkalega niðurskurðarprógramm sem viss stór evrulönd í evruskuldakreppunni ákváðu að þvinga yfir Grikkaland og sem leiddi til bylgju af sjálfsvígum er fjórðungur gríska hagkerfisins var sviðinn burt undan Grikkjum á evrubálinu
Blaðamannafundir Trumps ná því til allra áhrifasviða faraldursins á öll 50 ríki Bandaríkjanna. Allt er að gerast þarna; og "ef þið eruð með ríkisstjóra sem er að bregðast ykkur, þá leitið til mín, því ég er hér til að bjarga ykkur", sagði forsetinn en bætti um leið við að þess sæjust sem betur fer lítil merki. Blaðamaður reyndi að spyrja forsetann um hráolíumál Bandaríkjanna, en fékk ekki að spyrja spurningarinnar því hann vissi ekki hvað hún kostaði. "Ef þú veist ekki hvað olían kostar þá ættir þú ekki að spyrja um þau mál", sagði Trump og snéri sér að næsta blaðamanni
Meirihlutaleiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, Nancy Pelosi, heimtar til dæmis STRAX rannsókn á fölsunar-þætti Kína í málinu og hvernig Bandaríkin ýti því landi sem lengst út í hafsauga. Rúsínubóndinn og prófessorinn Victor Davis Hanson segir að það svari til þess að krafist hefði verið rannsóknar á mannfalli Bandaríkjamanna í innrásinni í Normandý á meðan á innrásinni stóð. Þetta mun koma síðar sagði hann
Steve Mnuchin fjármálaráðherra Trumps sagðist í viðtali ekki búast við því að bandaríska þingið þurfi að setja sérstök lög sem skipa bandarískum fyrirtækjum að loka niður í Kína og koma sér heim. Hann sagði að þau myndu sennilega sjá um það sjálf. Þau ummæli hans munu væntanlega æsa Demókrata enn meira upp, þannig að hver veit hvað gerist næst
En þarna má sjá alríkisteymi Trumps segja bandarísku þjóðinni frá því hvað verið er að gera á öllum sviðum, hver staðan er og hvernig horfurnar eru. Sumar stóru bandarísku sjónvarpsstöðvarnar sem ná til alls landsins hafa valið að sýna ekki suma þessa blaðamannafundi eða klippa hluta þeirra burt, því þær óttast að fundirnir auki vinsældir forsetans sem þær fá flestar tekjur sínar frá fyrir að hata og eru jafnvel ekkert að fela það og segjast gera út á að vera á móti forsetanum, eins og CNN hefur til dæmis sagt
Dánartalan í Þýskalandi tók óvæntan kipp upp á við í dag, þannig að þar létust 333 og nýjum tilfellum fjölgaði um 5633 manns. Skilst mér að fáir hafi búist við þessari aukningu. Frá Ítalíu berast þær fréttir að varaforseti ítalska þingsins hafi tætt Evrópusambandsfánann niður af skrifstofu sinni og að margir bæjar- og sveitastjórar Ítalíu hafi gert hið sama, skrifar Ambrose Evans-Pritchard á breska Telegraph. Segir hann jafnframt að ný hægri-ríkisstjórn bíði í hliðarsölum með um 50 prósent stuðning þjóðarinnar í bakið og að hún sé með bara-ítalskar en ekki Brusselskar lausnir í töskunni. Ansa segir að kafli-tvö á Ítalíu þýði að enginn ferðist um landið í sumar. Varðberg skrifar að 93 þúsund manns séu fastir um borð í nú óskemmtiferðaskipum í annað hvort bandarískum höfnum eða undan ströndum landsins
Ennfremur berast fréttir af því að faraldurinn hafi blossað upp að nýju í Hong Kong, og að Japan sé enn á ný á leið inn í hertar aðgerðir. Telegraph segir í Front Bench tölvupósti blaðsins að Kínverska ríkisstjórnin hafi ekki hugmynd um smit- og dánartölurnar í landinu því landshéruð kommúnistaríkisins þori ekki að senda slæmar fréttir inn til aðalstöðva Kommúnistaflokksins í Peking. Óstaðfestur orðrómur um að 12 milljón símaáskrifendur séu skyndilega horfnir úr uppgjörum hafa verið á sveimi. Sem kunnugt er fást fáar tölur frá Kína staðfestar, svipað og reglan var um Sovétríkin sálugu. Kommúnistastjórnin hefur meira að segja orðið uppvís að því að láta verksmiðjur ganga tómar til að reyna að blekkja hagtölumenn með tölum um raforkunotkun
Þeir sem sjá fyrir sér að breska ríkisstjórnin standi við þá ákvörðun sína að heimila kínverska Huawei-fyrirtækinu að bjóða í bara hluta af innviðum 5G-netverks Stóra-Bretlands í smíðum, rétti upp þriðju höndina
Enn sem komið er standa 30 af 50 ríkjum Bandaríkjanna sig betur en Ísland þegar að mannfalli á hverja milljón íbúa kemur; sjá hér. En þetta kann að sjálfsögðu að breytast þar vestra og hér heima, miðað við það að páskar eru framundan, og lönd og ríki eru stödd á mismunandi stað á tímaás heimsfaraldurs kínversku Wuhan-veirunnar
Fyrri færsla
Hvernig er staðan í heimsfaraldri kínversku Wuhan-veirunnar?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:50 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 12
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 129
- Frá upphafi: 1387412
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Þakka þessa Worldometer-töflu Gunnar. Hún vekur mér vonir um að ég komist loksins til Grænlands í sumar.
Eins mikilvægt og það er að hugað sé að smitvörnum, þá er ekki síður mikilvægt að tryggja atvinnu eftir að plágan gengur yfir. Því er nauðsynlegt að koma hjólunum aftur af stað. Hátt atvinnuleysisstig getur einnig valda dauðsföllum og ríkisstjórnin mun aldrei geta keypt sig út úr þeim vanda.
Ragnhildur Kolka, 9.4.2020 kl. 11:39
Þakka þér fyrir Ragnhildur.
Já upplýsingasetur www.worldometers.info/coronavirus/ er mjög umfangsríkt og með nánari upplýsingar um hvert land, athugasemdir stjórnvalda við tölur hvers dags og krækjur á upplýsingasetur hvers lands og ríkis fyrir sig. Flestar töflur er hægt að sortera, út frá greindum tilfellum, dauðsföllum, nýjum tilfellum og nýjum dauðsföllum, sýnatökum og fleiru. Samtök bandarískra bókasafna hafa veitt því verðlaun.
Skítt með ferðalögin. Ekkert land getur lifað á ferðalögum, þau eru lúxus en ekki nauðsyn. Ekki veit ég hvað grænlensk yfirvöld heimila í sumar, og hvað ekki, þannig að ef þú ert á leið þangað, þá er ekki víst að Grænlendingar heimili ferðir þangað í sumar. Það er alls óvíst enn, því varla vilja þau hætta mjög góðum árangri með því að opna of fljótt, og gildir það náttúrlega um öll lönd.
Persónulega myndi ég ekki búast við neinu fyrr en eftir að minnsta kosti eitt ár. Faraldurinn er að blossa upp á ný í sumum þeim löndum sem fóru inn í hann fyrst - og ef það gerist þá er allt það erfiða, mikla og ofboðslega dýra og kostnaðarsama verk sem unnið hefur verið, unnið fyrir gíg. Lönd þola ekki tvo umganga af þessum faraldri, hvorki efnahagslega né stjórnarfarslega séð. Hollt er að minnast frönsku og rússnesku byltinganna þegar hugsað er um þennan heimfaraldur, sem er í boði ofur-kærulausra stjórnvalda sem hent höfðu öllum sígildum sannindum frá fyrri tímum fyrir róða, og mættu allsnakin til leiks og með allt sem hugsast gat niður um sig.
Eins og er, þá hafa skipulögð mótmæli um víða veröld lagst af vegna hættunnar, en á meðan vaxa þrúgur reiðinnar villt og óhamið meðal vaxandi hluta flestra þjóða í þessu máli. Þær þrúgur munu svo mæta til leiks þegar óhætt er, og valda usla og pólitískum hamförum.
Sjálfur geri ég ekki ráð fyrir "normaliseringu" fyrr en eftir að bóluefnum hefur verið dreift og þau komin í notkun. Heimurinn verður þó aldrei samur eftir þetta. Fólk hoppandi um heiminn á hanafæti í lágflugfargjalda strætisvögnum, sem eru kolanámuvinnustaðir með vængi, er liðin tíð. Þau félög verða ekki uppistandandi eftir þetta og munu ekki rísa upp aftur í fyrirsjáanlegri framtíð. Fjárfestar verða þeim og ferðamannaiðnaði mjög svo afhuga, enda um láglauna og að mestu leyti taprekstrarbarnasa af engisprettutegund að ræða, og sem flest ríki ættu að reyna að forðast. Til að byrja með verða flest þau flugfélög sem komast á loft á ný eins konar samheita-flugfélög undir merkinu Uncle Sam Airways.
Kissinger hefur því rétt fyrir sér. Heimurinn er að breytast beint fyrir framan nef okkar - til frambúðar. Ný tækifæri skapast á meðan öðru og óstæðilegu er rústað. Að hoppa upp í flugvél til að skoða markaðsfærslu-hannað og blekkjandi yfirborð útmiginnar hundaþúfu hinumegin á hnettinum, er liðin til. Heimurinn er risavaxinn og milljón sinnum stærri og öflugari en fávíst fólk var farið að líta á hann, út um kýraugu í 30 þúsund feta hæð. Ævi manna mun ekki endast til að reyna að þreifa bara lauslega á honum. Betra er að snúa sér að því að byggja sér Machiavelli-bækistöð fjarri fjallinu, en að reyna að hendast hvellsprunginn um það, með lafandi og slefandi tungu yfirborðsmennskunnar. Ferðalög verða með öðrum orðum allt annað en þau voru. Allt annað.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 9.4.2020 kl. 18:18
Þjóðaríhaldsmenn af tveggja-handa-aðeins og framsóknarkyni munu eiga framtíðina á næstu árum, því þriðja höndin datt af mannslíkamanum við fyrsta áblástur faraldursins, sem er af Biblíusögulegum uppruna.
Og jarðarför Vinstri rauðgrænna loftslagshjúpa stratóferískrar þvælu háloftanna mun fara fram eins hratt og vatnið af þeim rennur.
Kærulausir barnakarlar af Bjarna Ben og Guðlaugskyni baðaðir í humarsósu munu engan séns hafa. Annað hvort aka þeir með höfuð sín inn í næstu heilaþvottastöð og koma sem nýir menn út aftur, eða þeir deyja út úr glingri. Þolinmæði kjósenda um víðan völl er uppurinn.
Gunnar Rögnvaldsson, 9.4.2020 kl. 18:42
Ég tek þá bara á mig að vera fulltrúi yfirborðsmennskunnar og flýg til Grænlands ef pólitísk veður leyfa. Það er hvort eð er farið að halla á síðari hlutann og gagnast víst ekki til annars.
Ragnhildur Kolka, 9.4.2020 kl. 22:34
Já kannski verður eitthvað flugfélag enn á lífi sem flogið getur með þig til Grænlands Ragnhildur.
Ferðin mun þá leggjast með 100-földu fágæti í sál þína og svala ferðaþorstanum margfalt miðað við tímana fyrir plágu. Póst-plágutímarnir verða nefnilega öðruvísi.
En hafið stendur auðvitað enn öllum opið sem þora að leggja í hann úr vör. Eins og þeim sem lögðu upp frá Hvalfirði 1385 og ætluðu í brúðkaup konungs í Björgvin, en fengu svona hroðalega slæman byr að þau sátu föst í Hvalsey við Grænland næstu tvö árin. Þetta var frændi minn Björn Jórsalafari og kompaní.
Frá honum til okkar daga eru aðeins 15 manns. Við þyrftum ekki nema tvo Chevy Suburban fólksbifreiðar til að geta troðið okkur saman í ferðalag í dag; INNANLANDS! því nú höfum við vegi og brýr í landinu okkar og þeir hafa kostað síðustu örfáar kynslóðir okkar ofboðslega mikið.
Gunnar Rögnvaldsson, 9.4.2020 kl. 23:45
föstudagur, 10. apríl 2020 kl. 00:39:22
Fjármálaráðherrar evrulanda hafa lokið sér af við smíði björgunarhrings úr blýi. Ítalíu og öðrum sökkvandi löndum Suður-Evrópu, sem eru viðskiptahallahliðin á viðskiptahagnaðarhlið Þýskalands í intra-evru-fangabúri þeirra í ESB, hefur verið boðin kredit-aðeins-lína sem Ítalía hefur marglýst fyrir að hún muni ekki þiggja úr lánalínu-pyntingarkerfi ESM-sjóðsins sem lagði Grikkland að velli.
Conte forsætrisráðherra Ítalíu hefur marglýst því yfir að engin ríkisstjórn Ítalíu muni geta lifað af þjóðpyntingar-spásseringar þýskhannaða þríeykisins um götur Rómar. Svo þarna fékk Salvini það sem Conte vonaði að hann myndi ekki fá.
Ítalía á aðeins nokkrar vikur eftir á floti, og svipaða sögu er að segja um Spán.
Öll strategía Emmanuels Macrons um kórónaskuldabréf liggur nú í rúst og sem reynt er að breiða fyrir með 25 milljarða evra puntudúkku-dúk ríkisábyrgða af þeim 200 milljörðum evra sem sagaðar eru eiga að koma úr evrópska fjárfestingarbankanum.
Restin af umgetinni 500 milljarða evru-upphæð er gríska ESM-ólin til að hengja sig í. Fjárþörfin er hins vegar 1-1,5 billjón evra í Marshall gjafir en ekki lán.
Vel gert hjá evrustöppunni!
Hefst nú Föstudagurinn langi fyrir Suður-Evrópu á evrukrossinum.
Spyrja mætti sig að því hvort að þetta sé hefnd fyrir gamlar syndir Rómar..
Gunnar Rögnvaldsson, 10.4.2020 kl. 00:52
föstudagur, 10. apríl 2020 kl. 01:23:22
Fyrstu viðbrögð: Matteo Salvini segir að niðurstaðan sé "caporetto" eða taps fíaskó á borð við haustið 1917 þar sem Austurríska-ungverska samsteypan fékk stuðning frá Þýskalandi til að salla Ítalíu niður í orrustunni um Caporetto. Og að nota ESM sé brotin loforð og galið. Hann segir að landi hans, fjármálaráðherrann Gualtieri, hafi selt Ítalíu og krefst afsagnar hans.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.4.2020 kl. 01:25
ÍTALÍA
Mynd. WSJ 7. apríl 2020
****
Þarna á myndinni sést þróun landsframleiðslu Ítalíu frá og með fyrsta ársfjórðungi 2008, eða rétt áður en fjármálakreppan sem svo breyttist í tilvistar- og skuldakreppu evrulanda og myntar þeirra evru og þar með í tilvistarkreppu Evrópusambandsins, því þá sögðu menn að "falli evran þá fellur Evrópusambandið". Ítalía hefur sem sagt aldrei jafnað sig á evrukreppunni og mun aldrei gera það svo lengi sem landið er í ESB. Stóran hluta ítalska hagkerfisins vantar enn, miðað við stöðuna 2008, og sem var þó ekkert til að hrópa húrra fyrir. Í heil tólf ár hefur enginn hagvöxtur né neitt sem líkist hagvexti verið á Ítalíu, miðað við stöðuna 2008. Ríkisskuldir landsins eru gerræðislegar eða um það bil 135-140 prósentur af landsframleiðslu. Atvinnuleysi er viðvarandi fastur horror. Lánshæfnismat ríkissjóðs Ítalíu er:
Standard og Poors okt. 2018: BBB - neikvæðar horfur
(Ísland er með A)
Moodys okt. 2018: Baa3 - stöðugar horfur
(Ísland er mað A2)
Fitch ágúst 2018: BBB - neikvæðar horfur
(Ísland er með A)
FRAKKLAND
Franski seðlabankinn var að koma með bráðabirgðamat á frönsku landsframleiðslunni á fyrsta fjórðungi ársins. Þar segir hann að VLF hafi dregist saman um hvorki meira né minna en 6 prósentur. Hvernig mun þá annar fjórðungur ársins líta út?
Í gær féllu 1341 Frakkar af völdum Wuhan-veirunnar og tæplega fimm þúsund manns greindust með hana. Alls hafa 12.200 Frakkar látið lífið af völdum veirunnar.
Á aðeins mánuði hafa 50.000 manns misst lífið í stærstu löndum meginlands Evrópu.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.4.2020 kl. 03:41
Ég spyr, er ástæða þessa mats vegna kommúnista í Evrópu (eigið mat), eða vegna erlendra áhrifa.
Það er ekki nóg að skoða, hvernig farið hefur fyrir Ítalíu heldur þarf maður að skoða forvara og afleiðingar. Til dæmis, þá eru kommúnistar kínverka kommúnistaflokksins að bjóða Ítalíu góða hluti í dag. Getur það verið, að það séiu Kinverjar sem standi að baki halla Evrópu bandalagsins, og bjóða Ítölum og öðrum þjóðum "peninga" til að öðlast á þeim.
Það sem ég á við, er að það er ekki nóg að sjá afleiðingarnar ... maður þarf að skoða, orsakavaldinn ... causa et effectus.
Örn Einar Hansen, 10.4.2020 kl. 06:39
Nú skelfirðu líftóruna úr mér Gunnar.
Ragnhildur Kolka, 10.4.2020 kl. 10:54
Þakka þér Ragnhildur.
Ekki var það nú ætlun mín að hærða þig. En ég skil samt vel að tveggja ára Hvalseyjardvöl forfeðra okkar hræði.
Annar smá segja það svona á almennum nótum, að þjóð sem þannig er komið fyrir að um það bil 80 prósent hennar fljúgi til útlanda á hverju ári, þurfi bráðnauðsynlega á afvötnun að halda. Enginn ríkissjóður neins lands þolir að 80 prósent þiggjenda hans eyði heilum mánuði á ári í ríkissjóð útlanda. Það er kominn tími til að þjóðin láti renna af sér. Að minnsta kosti sá stóri hluti hennar sem er á hanafæti.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 10.4.2020 kl. 14:01
Þakka þér fyrir Örn Einar.
Vandræði, hnignun, úrkynjun og mannleg sem efnahagsleg upplausn landa Evrópusambandsins hefur ekkert með Kína að gera. Þarna er um sjálfvíg að ræða. Það eru pólitískt pervertar hugmyndir ókjörinna elíta sem eru og hafa verið að taka þennan litla skaga sem stendur úr úr meginlandi Rússlands af lífi á síðustu 30 árum.
Þessi næst minnsta heimsálfa veraldar fær þriðjaheims niðurgreidda aðstoð í varnarmálum því án hennar er hún varnarlaus hrúga af fyrrverandi fyrrverandi.
En maður finnur sem til með þjóðum Evrópu í Wuhan-veiru faraldrinum. Þarna er allt að fara á hinn versta veg í sumum löndum, sérstaklega þeim sem hafa lent undir niðurskurðarhníf evruupptöku.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 10.4.2020 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.