Leita í fréttum mbl.is

Wuhan-veiran: Öllum bókum var hent og fálmað er í blindni

NÚ JÆJA

Áfram stækkar kínverski Wuhan-veirupottur Schengen- og EES-glóbalismans á Íslandi. Fyrir Vesturlönd í heild verður þetta ef til vill dýrasti heimsfaraldur nokkru sinni. Öllum bókum áðurgenginna kynslóða hafði verið hent á ofsatrúarbálköst alþjóðaismans. Var það gert af svo miklum trúarpólitískum ofsa að Frank Snowden sagnfræðingur við Yale og höfundur bókarinnar Svarti dauði og samfélag, segir að engum fullvita manni frá Endurreisnartímabilinu hefði dottið í hug að slíkt ætti eftir að gerast miðað við allt það sem á undan var gengið:

"Yet with a mix of intuition and luck, Renaissance Europeans often kept at bay a gruesome plague whose provenance and mechanisms they didn’t understand. Today science is capable of much more. But modernity has also left our societies vulnerable in ways 14th-century Venetians could never have imagined." WSJ

Sem sagt: Öllum bókum var hent og fálma menn nú í blindni. Eftir engum bókum er því farið. Vita menn nú miklu miklu minna en það sem á eftir að koma í ljós. Það eina sem almenningur hefur til að virða fyrir sér núna eru hvellsprungnir uppgjafarsáttmálar alþjóðaismans á borð við ESB plús EES og Schengen, sem bannar að sóttvarnir séu viðhafðar við svo kölluð innri-landamæri þess. Og síðan hrúguna WHO sem leðurblökuétandi Kína, sem missti af Gamla testamentinu, vefur um fingur sér og sinnir ekki skyldum sínum gagnvart. Og síðan að sjálfsögðu Evrópusambandið sem liggur í rúst og hugsar aðeins um hvernig það geti notfært sér drepsóttarástandið til að fremja enn frekar ófremdarástandinu sem það sjálft bjó til. Kínakallar ESB og EES ásamt aðildarlönd álfunnar að Kínverska AIIB-fjárfestingarbankanum, horfa með skelfingu á það ástand sem geisar á Norður-Ítalíu, þar sem yfir hundrað þúsund kínverskum þrælum hafði samkvæm Kínaáætlunum AIIB verið skipað á land

Þegar upp verður staðið munu þjóðir Vesturlanda spyrja stjórnmálamenn sína eftirfarandi spurningar: "Af hverju gerðuð þið ekkert til að verja okkur þjóðirnar gegn því að þetta gæti gerst. Við erum ein ríkasta og þróaðasta þjóð veraldar, en samt látið þið eins, og hagið þið ykkur á þann hátt, að hér sé ekkert þess virði að það sé varið af fullum þunga. Já, að þjóðin sé varin af fullum þunga. Þið voruð með gimstein í höndunum en fóruð með hann eins að um gólftusku sé að ræða. Og þetta er glóbalista-hrun ykkar númer tvö á aðeins rétt rúmlega tíu árum. Hvað er að ykkur? Af hverju komuð þið ekki í veg fyrir að þetta gæti gerst?" Að þessu verður spurt, og af því meiri þunga sem mannfallið eykst, og því stærri hlut sem kínverska Wuhan-veiran heggur burt af hagkerfinu. Búast má við því að allt að þriðjungur sumra ríkustu hagkerfa hverfi og sérstaklega þeirra sem enga mynt eiga til að verja sig með

Bandaríkin hafa nú tekið meira en milljón veirusýni úr þjóðinni, þegar þetta er skrifað og eru komin upp á yfir hundrað þúsund sýnatökur á dag. Yfirmenn heilbrigðismála þar í landi hafa þó ekki enn komið á fót alríkisvef yfir sýnatökur í heilbrigðiskerfum landsins, enda leita og horfa íbúarnir fyrst og fremst til heilbrigðisyfirvalda í sínu eigin fylki, en ekki í Washingtonmýri. En sögðu Washingtonmenn á síðasta blaðamannafundi í Hvíta húsinu að enn sem komið er séu sýni aðeins tekin með það fyrir augum að lækna fólk og koma því undir læknishendur, en ekki til að framkvæma skoðanakannanir á því hversu útbeidd kínverska Wuhan-veiran er meðal hinna grunlausu í landinu. Slík skimun komi í annað sætið í forgangsröðuninni. Á Íslandi hafa íspinnapróf Kára fundið 66 tilfelli, eða um 6 prósentur af þeim staðfestu tilfellum sem greind hafa verið. Þau segja ekkert sérstakt til um hversu útbreidd Wuhan-veiran er á hverjum stað í landinu, né meðal þjóðfélagshópa. Og eins og allir vita, eru sjúkraflutningar á sýktu fólki í þessum aðstæðum afar erfiðir vegna smithættunnar

Norskir fjölmiðlar útskýra hið mikla mannfall á Norður-Ítalíu með því að um útbreitt sýklalyfjaónæmi sé þar að ræða meðal íbúanna, sem búa við ESB-landbúnaðarhernað sem gengur fyrir sýklalyfjagjöf. Þá óværu hafa íslensk stjórnvöld sagt já og amen við á altari ESS-samnings og Schengenfirru sem er að reynast þjóðinni afar dýrkeypt trúarofstæki og á borð við verstu pólitísku plágur mannkynssögunnar í okkar landi

Segja má annars að fjölmiðlar í kjarnalöndum Evrópusambandsins sameinist nú um þá áberandi einu-heitu ESB-ósk að Bandaríki Norður-Ameríku fari sem allra verst út úr heimsfaraldri Wuhan-veirunnar –þrátt fyrir sjúkrahúsáætlanir Bandaríkjahers í Þýskalandi á borð við þessar hér og þá sem opin er núna– og svipað á við um ESB-sýkta glóbalkrata hér á landi líka, sérstaklega í takt við að Mueller-Rússafóbíu-fólkið, sem þeir trúðu eins og nýju neti, lendir á bak við lás og slá. Fyrst að Mueller-gengið náði ekki Trump er vonast til að kínversku Wuhan-veirunni takist það

Lítið heyrist ennfremur af kafbátaferðum Svandísar-sovéts með íslenska sjúklinga í hefndaraðgerðir gegn einkageiranum í hvellsprungnum heilbrigðiskerfum Evrópulanda. Þökk sé meðal annars henni og Steingrími er Ísland með einna fæst sjúkrarúm á hverja þúsund íbúa á Vesturlöndum, aðeins sovétbiðraðakerfin á hinum Norðurlöndunum eru verri; sérstaklega Danmörk og Svíþjóð

Olíuverð nálagst nú 10 dali tunnan. Það skaust um stund niður fyrir 20 dalina nú í morgun. Bankakerfi sex ESB og evrulanda setti Fitch á neikvæða listann á föstudag. Um var að ræða bankakerfi Frakklands, Spánar, Ítalíu, Danmerkur (gengisbinding), Hollands og Belgíu. Bættust þau við þann neikvæða lista sem meðal annars bankakerfi Þýskalands er á

Fyrri færsla

Beint banvænt flug frá Kína


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Gunnar.

Var farinn að sakna eldpistla þína, er bæði búin að lesa greinina í WSJ, og seifa, og eins sýklalyfjaónæmisgreinina í Aftenpóstinum, líka seifað.

Megi sem flestir lesa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.3.2020 kl. 18:54

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Í gamla daga var sagt að stríð væru grysjunaraðferð náttúrunnar; Henni hefur þá heldur betur farið fram nú um stundir,klekur út óværu með næmi á aldur manna og veikburða og lætur heilsufarsstéttum eftir að glíma við að stýra vörninni. Vísindamenn fá kannski að nýta þekkingu sína einhversstaðar í heiminum,þegar okkar fremsti ætti að vera skipaður í stöðu til varnar.

Helga Kristjánsdóttir, 30.3.2020 kl. 19:12

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir Ómar og Helga.

Já nú gengur allt út á að stöðva hagkerfið svo að athafnir þess velti ekki heilbrigðiskerfi okkar á algjörum brauðfótum um koll.

Stöðva verður sókn hersins (hagkerfisins) svo að tveggja manna sjúkratjaldbúðum fröken Hot-lips sé ekki blásið um koll í baklandinu.

Landsframleiðsla Íslands mun því ráðast af getuleysi heilbrigðiskerfisins og eyrnapinna embættislækna við að glíma vil áföll, og að koma í veg fyrir að þau geti hafist og náð að skjóta rótum.

Öllum bókum var hent. Þetta eitt og sér mun síðan kalla á enn fleiri dauðsföll af völdum alls annars, og svo koll af kolli.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 30.3.2020 kl. 20:35

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér þykir týra að Kaninn sé að byggja 5000 rúma spítala í Ramstein við Kaiserslautern og Trump borgar en ekki Mutter Merkel.

Halldór Jónsson, 30.3.2020 kl. 21:07

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Alþjóðasamfélagið verður að loka svínastíunum og sóðaskapnum í Kína sem framleiðir þessar drepsóttir fyrir okkur á Vesturlöndum

Halldór Jónsson, 30.3.2020 kl. 21:08

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Halldór minn kæri.

Hvaða "alþjóðasamfélag" ert þú að tala um? Kannski þetta þarna meðal leðurblökuétandi og óstjórnanlegs fólksmauramassa Kína, og hinna einræðisherradæmanna?

Eða ertu kannski að tala um alþjóðarsamfélagið Nönnubúð eða Gústa Guðsmann á Siglufirði? Meira að segja alþjóðarsamfélagið Siggubúð við Álfhólsveg virkaði betur en þetta sem þú nefnir.

Það eina sem getur bjargað Kína og gert það að stjórnanlegu landi, er að láta það hafa Gamla testamnetið til að japla á næstu þúsund árin eða svo, með séráherslu á Mósebók.

Vesturlönd eru eini heimshlutinn sem mótast hefur af því Gamla. Og á því lifum við.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 30.3.2020 kl. 21:49

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það boðar ekki gott þegar fjármálaráðherrann í Hessen (Frankfurt) hendir sér fyrir lest og drepur sig. Ætli hann hafi séð lengra en hænsnin sem öllu ráða?

Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2020 kl. 22:02

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Jón Steinar.

Skarplega athugað.

Sum þau krækiber í Helvíti sem ég tala daglega við og sem kanarífuglar í kolanámum borða, eru farin að minnast á "paradigm-shift" í sambandið við verðbólguvæntingar.

Það er aldrei að vita nema að fyrrum fjármálaráðherrann í Hesse hafi óvart séð ECB-bankastýru frú Christine Lagarde nakta, og því ákveðið að kála sér. Hvað veit ég. En sviplegt andlát hans getur varla boðað neitt gott.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 30.3.2020 kl. 22:34

9 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Talað um að stórslys sé í uppsiglingu á Indlandi því farandverkafólk sé á heimleið og veiran farin að láta á sér kræla í landinu. Annars held ég að okkar eigin símar séu vanmetin smitleið þar sem talað er um varast snertingu á flötum á almannafæri en síðan snertum við símana á almannafæri, jafnvel með hönskum án þess að þrífa símana. Mikil sóttvörn þar á ferð eða bara alls ekki. https://hughrif.blog.is/blog/hughrif/entry/2247834/

Rúnar Már Bragason, 31.3.2020 kl. 00:12

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Rúnar.

Já þetta ball er að hefjast öðrum hlutum heimsins, og sem sennilega mun færa okkur hér heima nýja sveiflu þegar þessari sem nú grasserar er rétt svo lokið, þ.e. sé það ekki gert hér heima sem átti að gera í upphafi málsins, en var ekki gert.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 31.3.2020 kl. 00:50

11 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hvar eru símar ykkar framleiddir, góðir hálsar?

 Einhver hugsað út í það?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 31.3.2020 kl. 04:42

12 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Lexíurnar sem dregnar verða af þessum skelfilega faraldri eiga eftir að verða margar. Sjálfsþurft og þjóðrækni munu aftur fá hljómgrunn. Fall fjölmenningarsinna verður hátt og er nú þegar hafið. Á Spáni hefur hópmálsókn verið hrundið af stað gegn fjölmenningarsinnaðri ríkisstjórn fyrir að hvetja til "Kvennagöngu" 8. mars, í 75 borgum víðsvegar um landið, þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir allt frá haustinu 2019. Staðfest er að fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar á Spáni var 13. febrúar og nánast daglega klingjandi viðvörunarbjöllur fyrir og eftir þá dagsetningu. Fleiri munu þurfa að svara til saka, þ.á.m. borgarstjórinn í N.Y. Bill de Blasio sem einnig hvatti fólk til samkomuhalds og breyta í engu frá lífsvenjum sínum. Kannski RÚV verði líka kallað til ábyrgðar fyrir falsfréttamennskuna. En það er kannski til full mikils mmælst. 😎

Ragnhildur Kolka, 31.3.2020 kl. 11:54

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Halldór.

Minn iPhone er framleiddur í sennilega 10 löndum. Bandaríkjaher fann upp tækni hans, þannig að það voru bandarískir skattgreiðendur sem framleiddu hana; örgjörvann; örflöguna; forritunarmál; GPS; stafrænu myndavélina; internetið; dulkóðun og fleira.

En þar sem bandaríski herinn má ekki eiga einkaleyfi þá rann tæknin á hendur einkageirans stuttu eftir að hún hætti að vera hernaðarleyndarmál. GSM-tæknin byrjaði því að komast í gagnið hjá almennum fyrirtækjum í kringum 1980.

Apple og fleiri fyrirtæku tók þá tækni til sín, endurhönnuðu hana og láta framleiða íhlutina í t.d. iPhone í ca. 10-15 löndum og setja hann saman.

Þetta er reyndar ekkert nýtt, því að í Gamla testamentinu koma sumar einingarnar í musterið í Jerúsalem frá ýmsum nágrannalöndum. Þær voru keyptar inn og alveg án þess að viðkomandi viðskiptaþjóðir þyrftu að flytja með eða ná yfirráðum yfir musterinu og þjóðríkinu öllu.

Við höfum til dæmis látið smiða skip fyrir okkur erlendis án þess að viðkomandi þjóðir þyrftu að búa í ísskápnum okkar í staðinn, eða heimta hér landvistarleyfi og setja hér lög um allt á milli himins og jarðar. Og við kröfðumst heldur ekki þess að þau tæku upp alla löggjöf íslenska lýðveldisins í sínu landi.

Öll þessi svo kallaða glóbalísering imbahala af klaufhalaætt hefur ekkert með viðskipti að gera. Hún er pólitískt koncept imperíalista og þrælahaldara sem reyna að ná völdum til að bæla niður þjóðríkin og helst að útrýma þeim. Baráttan hefur nær alltaf snúist um hver hefur völdin í heiminum. Imperíalistar versus þjóðarstefnan.

Kína hefur ekki fundið upp neitt af þessu. Heldur hefur það stolið því sem ekki var hægt að herma eftir. Kína kann heldur ekkert að fara með tækni Vesturlanda, enda sést það vel á ömurlegu lífi fólksins í landinu. Landið er orðið Orwellian lögreglu- og eftirlitsríki, með aðstoð vestrænnar tækni sem er misnotuð gegn fólkinu, ofan í hið úrgamla gúlagþrælabúðakerfi hins grútmyglaða kommúnisma hefðbundinna pólitískra glæpagengja. Ókjörin glæpaklíka á borð við mafíu og ISIS hefur öll völd yfir fólkinu í landinu. Kína og kommakompaní þess er skömm jarðar. Hrein viðurstyggð.

Það minnsta sem við getum gert er að reka sendiherra Wuhan-veiru-Kína úr okkar landi, helst til eilífðar, en að lágmarki tímabundið.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 31.3.2020 kl. 13:29

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér kærlega fyrir Ragnhildur.

Heyr heyr og amen! segi ég.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 31.3.2020 kl. 13:35

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nancy Pelosi hvatti fólk líka til að láta sem ekkert sé. Bara vera PC og fara í Kínahverfið til að faðma Kínverja, sem voru fórnarlömb þess að sagt væri að vírusinn kæmi frá Kina. Hún kallaði Trump líka víðáttufælinn rasista þegar hann lokaði á ferðir frá Kina fyrstur manna.

Nú hamast kratafjölmiðlarnir í Trump og segja að hann hafi blóð á höndum sínum fyrir að segja að þessi flensa líði hjá og biður fólk um að panikkera ekki. Ósk kommanna er að allt fari í auðn, svo þeir hafi mýkri leir til að hnoða saman sósíallistísku ríki þar sem allt skal drifið áfram á sólarorku og vindmillum, kyn ekki til heldur endalaust kynróf þar sem fólk getur valið hvaða afbrigði það er. Kúm bannað að leysa vind að viðlagðri dauðarefsingu. Og svo náttúrlega að skattleggja vél efnahagskerfisins 90% og almenning á sjáfbærnistigið. Svo verður allt gefins og móðir alríkið hefur alla á brjósti. Draumaríkið er handan hornsins.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.4.2020 kl. 10:24

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki má svo gleyma að taka alla Mexíkó og reyndar alla suður ameríku í kosst og losji. Allt gratís, ekkert vísa. Bara valsa inn og vera eins og heima hjá ser, þar morðæði og eiturlyfjafár hefur geysað frá örófi.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.4.2020 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband