Leita í fréttum mbl.is

Verður kórónaveiran verri í Evrópu en í Kína?

Í Evrópu munu málin sennilega enda á sama hátt og kæruleysis-smitin yfir landamæri í fjármálageiranum 2009 gerðu það að verkum að sú krísa er varla búin enn. Aldrei að vanmeta kæruleysi og ábyrgðarleysi núlifandi valdastéttar, sérfræðinga og embættismanna Evrópu, sem eru mestu aumingjar mannkynssögunnar og sem ekkert annað hafa lagt af mörkum til sögunnar en að skríða um á því yfirborði jarðar sem forfeður okkar sköpuðu og byggðu upp. Þetta fer ekki vel. Enda skrifar Wolfgang Munchau á eurointelligence.com meðal annars eftirfarandi í dag:

"The complacency of policymakers reminds us of the early phase of the eurozone crisis. That was based on backward-looking economic analysis at the time, and a lack of understanding how a financial crisis can spread across borders. We are seeing the same complacency at work again. We reported yesterday about an assertion by the ECB’s chief economist, Philip Lane, who relied on the spread of Sars in 2003 for his analysis. You should not use mathematical projections on historic data that related to other viruses. The coronavirus is not Sars. [..]

[..] Nobody is in a position to predict the scale of the outbreak in Europe. What we can say, given the generalised state of complacency in the EU, is that the situation is unlikely to come under control any time soon."

Í Evrópu verður þetta sennilega enn verra en í Kína. Enn verra. Allt bendir til þess þegar hlustað er á stjórnmálamen og embættismenn núna, sem neita að lyfta svo mikið sem litla fingri þjóð sinni til varnar. Þeir vita ekki einu sinni enn hvernig sjúkdómurinn breiðist út. Ítalski veirufræðingurinn Ilaria Capua sagði í morgun að tilgangslaust væri að reyna að halda áfram að finna sjúkling númer eitt, þar sem vírusinn hefði sennilega komið til Ítalíu um miðjan janúar og að menn viti ekki enn hver meðgöngutíminn sé í reynd. Ítalska elítan að koma með flugi frá Kína, giska ég á, og svo þeir Kínverjar sem auðgast hafa á því að kaupa upp lítil ítölsk fjölskyldu- og merkjavörufyrirtæki og flytja framleiðslu þeirra til Kína, en halda tómri Potemkim framhlið þeirra opinni á Ítalíu og búa þar, til að þykjast

Sagt er að þessi kínverska veira geti lifað í 10 daga utan mannslíkamans, á til dæmis hörðum flötum eins og málmi og gleri. Mér sýnist að lítið sé enn með öryggi vitað um fyrirbærið, og að enn minna sé gert til að varast það. Áhættutaka, afneitun og kæruleysi virðast ráða för

Það eina sem hægt er að gera strax og kostar minnst eru tröllslegar lokanir á öllu sem stöðvað getur ferðir fólks. Enda segir WHO að tröllslegar lokanir í Kína hafi skipt mestu máli. En þeir reyndu að þagga þetta niður eins og nú er verið að gera í Evrópu

Og ekki nóg með það þá eru litlar eða engar birgðir til í stórborgum Evrópu af þeim lyfjum sem lindrað/linað geta veikindin (anti-malaríu og anti-vírus lyf). Borgarstjórar hafa reynt að halda því fram, en orðið að bakka með þá staðhæfingu, þegar málið var skoðað

Á fundi í ECB-seðlabankanum í gær voru menn mættir til þykjustuleiks með reiknilíkön sem byggja á SARS. Þessi vírus er ekki SARS. Kæruleysið og aumingjaskapurinn ríður nú um alla Evrópu og er við það að lenda hér hjá okkur

Ef ég væri íslenskur ráðherra í dag, þá myndi ég loka landinu algerlega strax (immed!). Banna allt flug til landsins og heimta að engin skip né póstur fengju að leggja að landi nema að hafa verið minnst 12-15 daga á leiðinni hingað. Þeir sem vilja fljúga frá landinu mættu það, en myndu ekki fá að koma til landsins aftur, fyrr en að þessu er lokið. Allir sem hér búa en eru erlendis núna, fengju að koma heim með því skilyrði að þeir væru settir í einangrunarbúðir sem ég myndi skaffa með því að hertaka allt íbúðarhúsnæði á Miðnesheiði, þar sem herstöð Bandaríkjamanna var. Þar yrðu þeir að vera í minnst tvær vikur áður en þeim yrði hleypt inn í þjóðfélagið á ný

Með þessum aðgerðum værum við að verja þjóðina sjálfa og hagkerfi hennar. Ferðaþjónustan er nú þegar steindauð vegna veirunnar erlendis og greinin myndi sennilega hafa það mun betra við að geta tekið á móti Íslendingum í landinu okkar, sem þá hefðu enn ferðafrelsi, takist okkur vel upp með landslokun. Fólk kæmist almennt frekar til vinnu sinnar og hjól atvinnulífsins þyrftu ekki að haltra eða jafnvel stöðvast. Það gera þau, ef grípa þarf til aðgerða of seint. Við höfum engu að tapa. Við getum þetta miklu betur en aðrir, þökk sé legu landsins, séu réttu ákvarðanirnar teknar á meðan enn er hægt að taka þær. Annars verður okkur ýtt út í mörgum sinnum erfiðari, dýrari og að því er virðist óhjákvæmilega stöðu síðar. Alltaf er hægt að fella flugbann úr gildi sé það óhætt

Eins og dæmin sanna nú þegar, ræðst útkoman, fjöldi dauðsfalla og stærð áfalla af þeim ákvörðunum sem teknar eru á frumstigi málsins. Það var það sem Kínverjar gerðu ekki. Þeir tóku engar ákvarðanir í byrjun og síðan vondar ákvarðanir. Og það er það sem ESB-Evrópa er að endurtaka núna

Við vitum hvað er mögulegt. Best er að snúa sér að því sem er mögulegt og láta það koma þjóðinni til góða. Enginn ferst hér þó svo að hann komist ekki til útlanda í hálft ár. Aukin viðvera landans myndi bæta ferðaþjónustunni upp tapið á núll komma fimm, þ.e. sé hægt að varðveita ferðafrelsi Íslendinga innanlands. Útflutningur/innflutningur gæti haldið áfram og ljósleiðari fær nýja merkingu, þ.e. þá sem hann á skilið

Ef til er þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland þá myndi ég virkja hana. Þjóðaröryggisstefnur byggjast alltaf á því versta sem getur gerst, því annars eru þær þjóðaróöryggisstefnur. Þetta kostar okkur minnst. Dýrast er að gera ekkert

Þetta myndi ég gera strax í dag, þ.e. samstundis!

Fyrri færsla

Bretland mun ekki semja við Evrópusambandið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Kristinsson

Blessaður Gunnar! Takk fyrir mjög nauðsinlegur pistil.Eg hef verið skipstjóri í tæp 50 ár.

Hvað gerum við ef brestur á óveður? Birjum á að loka öllu opnu lúgum hurðum og kíraugum, og höldum upp í veðrið.

LáTUM EKKI REKA A REYÐANUM.

Kveðja

Óskar Kristinsson, 26.2.2020 kl. 15:18

2 Smámynd: Óskar Kristinsson

Kannski betra að skýra það að láta reka á reyðanum, þíðir að láta skipið flatreka með allar lúgur opnar, svo að brotsjóir sem ríða yfir skipið  fylla það af sjó.

Kveðja

Óskar Kristinsson, 26.2.2020 kl. 15:34

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Óskar.

Já og varðveita þannig áhöfnina, skipið og veiðarfærin og þar með veiðigetuna inn í framtíðina, þar til að óhætt er að kasta á ný. Beygja sig, en ekki brotna.

90 prósentur allra bókana ferðamanna í Róm í mars hafa verið afpantaðar. Og júní-afbókanir eru vel á veg komnar.

Þetta er sennilega bara forleikurinn að forleiknum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 26.2.2020 kl. 16:16

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gunnar Rögnvaldsson, 26.2.2020 kl. 16:23

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það eina sem virðist virka vel á þessa veiru er svo kölluð "global supply chain", en það er tískuroð meðal glóbalista þessi árin.

Já, sú "hnattræna afhendingarkeðja" virkar mjög vel og tryggir stöðugt og næstum óendanlegt framboð og neyslu á þessari veiru, sem er enn eitt misfóstrið "Made in China".

Í Þýskalandi greindist í dag kona sem er leikskólakennari. Blöðin eru hoppandi og borgararnir hoppa enn hærra.

Skyldu Íslendingarnir sem eru í einangrun á hótelinu á  Tenerife hafa haft vit á að loka fyrir eða líma fyrir loftræstikerfið, sem dreifir veirunni jafnt yfir alla hótelgesti.

Gunnar Rögnvaldsson, 26.2.2020 kl. 19:07

6 identicon

Þjóðverjar þola ekki agaleysi.

Nú fjölgar þar kórónaveirusmituðum og þýsk yfirvöld vita ekki hvaðan hvert þeirra og eitt hefur komið. 

Sú óvissa er eitur í beinum allra Þjóðverja.

Það er enginn vafi að þegar herraþjóð ESB veldis hins frjálsa flæðis veit ekki hvernig eigi að flokka og hafa ordnung á hlutunum, þá mun hún tryllast og krefjast þess að Ítalía og Grikkland verði strax gerð að tveimur sóttkvíum.  Því næst Spánn og Portúgal. Þar með er Schengen komið í upplausn. 

Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála.  En eitt vitum við með vissu og það er að íslensk stjórnvöld munu vera kaþólskari en páfinn í þjónkun sinni við galopna glóbalismann.  Þar ríða fremstir í flokki fíflin í forystu Valhallar og þingmenn þeirra og ráðherrar. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.2.2020 kl. 20:17

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Símon Pétur.

Já það er rétt hjá þér. Ekkert má trufla frjálst flæði drepsótta og vírusa um Schengensvæðið.

Ég legg því til að venjulegum dýralækni verði falið starf sóttvarnarlæknis og heilbrigðismálaráðherra Íslands. Hann væri fljótur að negla sóttvarnar-girðingunum niður við landamæri landsins og loka á innstreymi nýrra sýkinga.

Kveðjur.

Gunnar Rögnvaldsson, 26.2.2020 kl. 20:33

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hér er athyglisverð grein þar sem önnur gleraugu eru notuð á það sem Kínversk yfirvöld hafa upplýst umheiminn um:

Coronavirus Outbreak 5 to 10 Times Worse Than China Admits: Study

Þar er gefið í skyn að rannsókn Imperial College London sýni að mannfallið í Hubei sé 18 prósent.

Gunnar Rögnvaldsson, 26.2.2020 kl. 20:56

9 Smámynd: Sigurður Antonsson

Blessaður Gunnar.

Sammála. Það vantar mikið á að við þekkjum feril þessara veiru. Vitum varla hvar hún lifir og þrífst best. Hún er enn aðallega í heitari löndum. Þrífst hún þá eins vel í Norður-Evrópu? Stendur lyfjaiðnaðurinn ráðþrota, eins voldugur og hann er á heimsvísu

Á netsíðu Doktor.is segir:

Veirur eru örverur sem ekki geta fjölgað sér á eigin spýtur heldur þurfa þær að brjótast inn í frumur annarra lífvera og taka þær herskildi til að búa til fleiri veirueiningar.

Veirur eru uppbyggðar af erfðaefni (DNA eða RNA) og eru umluktar varnarhlíf úr prótíni. Þær geta krækt sér föstum á frumur og síðan troðist inn í þær.

Frumurnar í slímhúð okkar, t.d. öndunarfærunum, eru sérlega viðkvæmar fyrir veiruárás þar sem þær njóta ekki þeirrar varnar sem húðin veitir.​

 

Mest allt púðrið fer í ala á einangrun, í netheimum og í fjölmiðlum. Segjum í líkindareikningi sem svo að ef tíu þúsund Kínverjar eigi eftir að deyja af völdum veirunnar. Nú eru þegar dánir hátt í þrjú þúsund. Samt væru það aðeins 0.0000076923 prósent kínversku þjóðarinnar. Með sama hlutfalli myndu um 3 Íslendingar deyja úr veirunni. Held að alltof mikið sé gert úr þessum faraldri. Helst eru það veikir einstaklingar og aldraðir sem hafa látist. En það vantar miklu meiri upplýsingar áður en gripið er til einangrunaraðgerða í stórum stíl

Landlæknir og lögregla hér tala skynsamlega um faraldurinn og ala ekki á ótta. 

 

 

Þekkti farþega sem flugu til Austurríkis frá Íslandi fyrir tveimur vikum. Ein farþegana hafði verið í Kína í byrjun febrúar. Á flugvelli í Vín komu sjúkrabílar og hvítklæddir menn og báðu viðkomandi að fara í jákvæða skoðun, en aðrir fengu að halda áfram för eftir tvo tíma. Þetta sýnir að yfirvöld vita talsvert um ferðalög einstaklinga. Fjarska auðvelt að tefja allt flug og jafnvel stöðva á vafasömum forsendum. 

 

Þær eru margar Asíu-veirurnar sem koma nánast á hverju ári, venjulega yfir vetratímann. Margir hafa dáið á hverju ári úr flensufaraldri, líklega veikir fyrir. Það hefur þótt eðlilegt eins og dauðinn er. 

Kreppa er mannlegt ef ekki náttúrulegt fyrirbæri og kemur reglulega. Oftast eftir mikinn "útafakstur". Merkilegt hvað náttúran hefur mikinn aðlögunarkraft. Hvað með Ósóngatið sem hvarf?

Sigurður Antonsson, 26.2.2020 kl. 21:12

10 identicon

Vandi Þjóðverja er að þeir þora ekki að sýna sitt gamla andlit, þeir bera venjulega grímu í nokkra áratugi áður en þeir taka hana niður.  Alræði á borð við kínverska kommústaflokksins er þeim að skapi um leið og þeir fella grímuna.

Nú eru þeir á þeim stað í sínum sögulega spíral nauðhyggjunnar og eðlisins að kenna öðrum þjóðum um ófarir sínar.  Því næst munu þeir fara sínu fram, og það eins langt og þeir komast af ákveðni (frekju).  Ég tek það fram að um margt virði ég Þjóðverja, en þeir ganga alltaf of langt á ca. 50-100 ára fresti.  Það er algjört brjálæði ef Ísland verður leitt áfram af gírugum íslenskum fábjánum og land okkar gert að virkisturni Sovét Þjóðverja í norðri.  

Á vorum tímum er nauðsyn okkar að binda bönd okkar með Norður-Ameríku og Bretlandi, auk þeirra norrænu þjóða sem hafa dug til að losa sig út úr Sovéti Þýskalands (ESB).

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.2.2020 kl. 21:16

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Sigurður.

Það er engin vitiborin manneskja sem vill ferðast um í samfélagi manna þar sem það eitt að umgangast annað fólk býður þér upp á exponential vaxandi líkum á því að þú smitist af sjúkdómi þar sem líkurnar á því að þú drepist bara við það að vera í nálægð annarra, eru þrjú til 18 prósent á dag - þ.e. sé ekkert gert.

Þannig pestarbælum vill enginn maður með fullu viti koma nálægt. Þeir sem skilja þetta ekki skilja ekki neitt. Dauðatalan 3 prósent er 60 sinnum hærri en í venjulegri flensu og allt yfir 10 prósent er á borð við Spænsku veikina. Fólk er ekki fífl. Ekkert land getur lifað eða starfað undir 60 til 400faldri flensu.

Þessum sjúkdómi fylgir líka sú ósagða saga sem er sú að þeir sem fá sjúkdóminn þurfa ekki endilega að deyja úr honum, heldur fylgir honum nýrnabilun og alls konar eftirköst sem koma síðar fram. Plús það eitt að fara á sjúkrahús er ekki áhættulaust.

Ekkert heilbrigðiskerfi er hannað til að glíma við svona og á sama tíma að fást við þá sem veikir eru vegna allra annarra sjúkdóma og slysa.

Engum vinnuveitanda er sætt á að hafa fólk í vinnu sem smitar út frá sér háum dauðalíkum og smitar aðra á vinnustaðnum. Þú þarft að hætta þessum barnagælum um þetta mál. Hér er dauðans alvara á ferð. Og tímaglugginn til að gera eitthvað sem virkilega dugar, er við það að lokast. 

Fólk spilar jafnvel í happdrætti þar sem líkurnar á því að vinna eru einn á móti milljón. Það deyja fleiri af völdum of gamals krydds í skápum í heimahúsum á ári en deyja úr loftmengun. Svona er endalaust hægt að þylja upp líkur á hinu og þessu. En ekkert jafnast þó á við það að vilja ekki drepast við það eitt að kaupa sér happdrættismiða eða í matinn úti í búð, eða við það eitt að fara með barn sitt í leikskóla, eða bara að mæta í vinnuna.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 26.2.2020 kl. 21:43

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Við menn erum þannig gerð, að við þorum að fara yfir umferðargötu vegna þess að við höfum greinandi hæfileika til að búa til spár út frá því sem við sjáum að er að gerast í kringum okkur. Við reiknum út hraða ökutækja og búum til glugga tækifæra í heila okkar þar sem spádómsgáfur okkar segja til um hvenær annar fótur okkar af tveimur á að taka fyrsta skrefið yfir götuna, hversu hratt, og þræða fram hjá aðvífandi hættum, sem allar eru á fleygiferð. Þetta gerum við án þess að taka eftir því, sem betur fer.

Enginn maður með fullu viti myndi hins vegar hætta sér yfir svona umferðargötu ef hann vissi að hann ætti það á hættu að hvaða bíll sem er, algerlega óútreiknanlega og tilviljanakennt, stykki á hann og dræpi hann. Það er þannig sem svona faraldur virkar. Heilinn í fólki fer þá í þann eina rétta gír sem til er í þannig aðstæðum; þ.e. að taka ekki áhættuna, nema ef að lífið liggur við. Það hættir að fara yfir götuna. Það tekur ekki áhættuna, því líf þess er þá orðið óútreiknaleg áhætta alla daga og allar stundir.

Allar þínar vökustundir ertu að framkvæma athuganir og mælingar og búa til spár um næstum allt sem þú aðhefst. Þú tekur hins vegar ekki eftir því. Líf allra hvern einasta dag ársins snýst um að búa til spár (predictions eða forcasting) um það sem er að gerast í kringum það.  

Þær spádómsgáfur mannsheilans taka ekki þátt í miðilsfundum um hið ósýnilega og ógreinanlega. Þess vegna hættir allt líf að ganga eðlilega fyrir sig í drepsóttum. 

Gunnar Rögnvaldsson, 26.2.2020 kl. 22:11

13 identicon

Vel athugað Gunnar.

En það vitum við, að á tímum drepsótta er ekkert eins hættulegt og að þær dreifist globally,

yfir landamæri ríkja sem eitt sinn voru sjálfstæð og fullvalda, en eru það ekki lengur.

Ég álasa forystu Valhallar flokksins fyrir hvert það dauðsfall sem kann að verða hér á landi af völdum Covid 19 kórónaveirunnar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.2.2020 kl. 22:55

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Símon Pétur.

Þeir menn hefðu sennilega brugðist við á annan hátt í þessum aðstæðum fyrir 35 árum síðan. Þá gátu þeir ekki skýlt sér á bak við massaorgasma hópsamfara í ábyrgðarleysi, þar sem ógernignur er að greina í sundur nafnnúmer stunuhafa, eins og staðan er í dag.

Þetta "þetta" er komið yfir til Brusselveldisins og þeir ráða þessu um "þetta"." Þannig get ég sem liðleskja, stjórnmálalegur undirförull fölsungur og dagsdaglegur hug- og getuleysingi, setið áfram og enn fastar sem klístruð klessa á háum opinberum launum ofan á kjósendum. Sem þá eru orðnir eins konar einkaþrælar valdaelítu sem enga ábyrgð ber gagnvart kjósendum. Er elítan þar með orðin eins konar sósíaldemókratískt nomen-klessu-klattúru-fílter á milli einræðisformsins og gervilýðræðis.

Hópsex embættis- og stjórnmálamanna í ákvarðanatökufælni og samtryggðu ábyrgðarleysi virkar þannig.

Þannig var þetta ekki fyrir 35 árum síðan. Þá urðu menn að taka ákvarðanir án þess að hafa erlent samtryggingafélags í impótens í bakið.

Hmpf!

Gunnar Rögnvaldsson, 26.2.2020 kl. 23:12

15 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kínversk stórfrétt frá árinu 3000 fyrir Krist, endurútgefin nú árið 2020 e.Kr:

Shenzhen prepares ban on eating cats and dogs after outbreak (Reuters).

(vegna vissra samgönguerfiðleika misstu þeir af Gamla testamentinu, Mósesbók)

Heldur enn virkilega einver að þetta breytist? Nei, það gerir það aldrei.

Gunnar Rögnvaldsson, 27.2.2020 kl. 10:20

16 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Öllum skólum í Japan lokað þar til í APRÍL!

Það var virkilega óathyglisvert að hlusta á sóttvarnarlæknir Íslands kynna reiknilíkan kínverska kommúnistaflokksins hér á landi í gær, þar sem halda á öllum gáttum fyrir veiruna opnum, hvað sem það kostar.

En samt kannski ekki skrítið, miðað við ferðasögur íslenskra lækna til Sovétríkjanna, sem birtar voru í Læknablaðinu á sínum tíma. Þar sem dáðst var að sovéska heilbrigðiskerfinu. Svandís er að minnsta kosti á réttum stað núna.

Gunnar Rögnvaldsson, 27.2.2020 kl. 11:11

17 identicon

Jæja, nú segir frá því í Der Spiegel að dr. Doom, Nouriel Rubinhi, segi akkúrat það sem ég spáði, að Schengen sé brjálæðisleg áhætta og loka eigi Ítalíu af.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.2.2020 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband