Leita í fréttum mbl.is

Evrópusambandið er orðið stærsti olíu-innflytjandi veraldar

Grand Slam hola Barnes Wallis

Mynd Wikipedia: "Halló, er einhver heima?" Kíkt ofan í gamla Evrópusambandið. Grand Slam RAF-borverk Barnes Wallis hjá Vickers. Aðeins fjórir dagar eru eftir af dvöl Stóra-Bretland í ESB-holunni. Rekja má margt til snilligáfna Barnes Wallis

****

Ráðalaus yfirvöld í því sem kallað er "Evrópusambandið" í dag, leita nú með logandi en leyndum ljósum að olíu og jarðgasi til innflutnings, á sama tíma og skiltagerðadeildir útópíu þess hanna grænu pólitísku rétttrúnaðarskiltin sem rekin eru framan í alla þá sem spyrja til ástands orkumála þar á þrotabæ, en þó alveg sérstaklega framan í þá sem spyrja til dæmis spurningar eins þessarar; hvers vegna eru Evrópulöndin orðin stærsti innflytjandi olíu og jarðgass í heimi

Á sama tíma eru Bandaríkin orðin stærsti olíu- og jarðgasframleiðandi veraldar og eina land heimsins sem með herafla sínum (les. NATO) verndað getur innflutningsleiðir fyrir annarra landa olíu inn í lönd Evrópusambandsins. Bandaríkin eru þess utan einnig eina þjóðríki veraldar sem verndað getur sjóleiðirnar fyrir útflutning frá meginlandi Evrópu, til neytenda í öðrum löndum, og þar með til annarra-landa eftirspurnar. Meginland Evrópu er orðið algerlega háð og þar með í vösum Rússlands, Miðausturlanda og Norður-Afríku í orkumálum

Í ljósi þessa ber að skoða skortinn á utanríkisstefnu Evrópusambandslanda gagnvart Rússlandi, Íran og flóðbylgjunni frá Norður-Afríku. Og í ljósi þessa ber því að skoða ofsahræðslu landa Evrópusambandsins við heildar-utanríkisstefnu Bandaríkjanna; sem bera uppi það eina sem haldið getur ljósunum áfram logandi í Evrópu. Þar er ég að tala um Bandaríska herinn sem ber uppi nær alla hernaðargetu NATO - og alla getu til varnaraðgerða á heimsvísu

Evrópa fer af límingunum ef að Bandaríkin svo mikið sem anda á Miðausturlönd, svo ekki sé talað um að flytja bara eitt lítið sendiráð milli borga í einu litlu landi þar. Evrópa hefur nefnilega enga stjórn á örlögum sínum. Enga! Og það mun hún ekki hafa svo lengi sem Evrópusambandið er við lýði. Frá Rússlandi koma 30 prósentur af allri olíu sem lönd sambandsins nota, og enn stærra hlutfall af jarðgasi. Og einnig þar nötrar, skelfur og hristist Evrópusambandið við hvert bandarískt fótmál gagnvart Rússlandi

Evrópa getur hvorki séð sjálfri sér fyrir orku né varið innflutning hennar. Hún er algerlega í vösum annarra

Þessa stöðu má einnig sjá á brennandi logunum í sótsvörtum gluggum Valhallar, sem nýlega úthýsti hluta af fullveldi Íslands í orkumálum til einmitt evrópskra ólanda. Ekkert land og enginn stjórnmálaflokkur –með fullu viti– úthýsir fullveldi sínu til annarra landa og lifir slíkt af. Um EES-leiðsluna inn í Sjálfstæðisflokkinn flýtur því sjálfstortímingargasið, svo lengi sem flokkurinn með "fullum vilja dópistans" gerir sig háða henni; bæði andlega og líkamlega. Ég mæli því með afvötnun fyrir vonleysislið Sjálfstæðisflokksins í Valhöll. Allsgáð pólitískt líf er eina lífið sem vert er að lifa. En á meðan stórgungustétt esb-krataklúðursins er þar við völd, sem fyrsta, eina og fullkomlega ónýta slík í sögunni, þá gasast sá flokkur bara áfram í hel

Næst stærsti olíu-innflytjandi veraldar, á eftir Evrópusambandinu, er hins vegar Kína. Og á það land hins risavaxna kommúnistaflokks mega Bandaríkin því heldur ekki svo mikið sem anda, því sá andi kemur Evrópusambandinu auðvitað afar illa, því það er svo háð Kína. Með þeim augum ber að líta á utanríkisgervistefnu Evrópusambandsins –og því einnig brunarústa xD– gagnvart Kína. En það sem enn verra er fyrir Evrópu, er það, að Miðausturlöndum og Norður-Arfríku líkar enn verr við Kína en þeim líkaði við Sovétríkin og kommúnistaflokk þeirra

Staðan er því sú að Bandaríkin hafa engan áhuga á Miðausturlöndum, en Miðausturlönd hafa hins vegar ákaflega mikinn Trotský-áhuga á Bandaríkjunum. En hvers vegna ættu Bandaríkin að gæta siglingarleiða fyrir olíu frá Miðausturlöndum til Kína? Það munu þau auðvitað ekki gera mikið lengur

"Hæ hæ Miðausturlönd, við erum með miljónir múslíma í gúlagi heima í Kína og við erum komnir til að gæta skipaferða með olíu, svo halda megi gúlaginu gangandi" - Xi Jinping kommúnisti (með Lenínvindil)

Evrópusambandið og Kína eru stærstu kúnnar Miðausturlanda, en með bara alls alls enga getu til að gæta hagsmuna sinna þar. Hvað gerist næst? Jú Stóra-Bretland yfirgefur Evrópusambandið eftir fjóra daga - og svo koll af kolli

Fyrri færsla

Gæti Brexit sært VC10-drottningu háloftanna fram á ný?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gallinn við Bandaríkin er að þeir anda of mikið og á allt og alla.

Markmið Bandaríkjanna er ekki að halda opnum siglingaleiðum,heldur að geta lokað hvaða siglingaleið sem er ef þeim mislíkar við einhverja þjóð.

Bandaríkin eru upphafsaðili að flestum stríðsátökum sem eiga sér stað í heiminum,beint eða óbeint.

Þjóðir heims sækjast í auknum mæli eftir að eiga orkuviðskifti við Rússa. Ástæðan fyrir þessu er að Rússar er traustur viðskiftasðili

Allir vita að ef þeir semja við Rússa um orkukaup fáþeir orku Punktur. Svo lengi sem þeir borga fyrir hana.

Allir vita líka að Bandaríkin eru ótraustur viðskiftasðili af því þeir nota viðskifti sem kúgunartæki við ólíklegustu tækifæri. Þetta ásamt óhagstæður verði er ástæðan fyrir að þjóðir heims vilja helst ekki eiga orkuviðskifti við þessa vesælu þjóð. Ástæðan getur verið hver sem er. Bann við hundahaldi,bann við að kynskiftingsr messi yfir skólabörnum eða bara að einhver þjóð spornar gegn arðráni Bandarískra fyrirtækja.

Þó Miðausturlönd séu görótt eru þau þó skömminni skárri en Bandaríkin.

Sem betur fer er þetta ofbeldisfulla heimsveldi smá saman að lognast útaf vegna eigin heimsku. Vonandi hverfur það inn í eilífðina án þess að valda mikið meira tjóni á  heimsbyggðinni  en orðið er.

Vonandi eru betri tímar framundan

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 27.1.2020 kl. 14:39

2 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Það stefnir allt i það að indland og kina muni verða m im 35 prosent þjoðartekna heimsframleðislu arið 2050.

Að viðbættu þa ma bæta Russland við og Pakistan er a fleygiferð asamt Brasiliu .. Eftir stendur USA með offitu og færibandalausu osjalfbjarga kysloðini USA  og erfingjana  sem ekki kunna me fe forfeðrana að fara.!!!

Svo við tolum nu ekki um RISANDI Afriku sem mun solsa til sin hlua af þjoðarframleiðslu heimsibs og þ serstaklega a kostnað USA..

Eina lripin f USA  að bjarga eigin skinni er 3 heimstyroldin.

Rett euns og Washungt dc gerði með 1 og 2 heimstyroldinni. Þottist siðan vera goði karlinn i brunni eftir að washibgton Dc vsr buin að fylla lestina af striðs gossinu asamt þvi að eyðileegja UK pundið sem að var heimsgjaldmiðill fyrir þennan tima og að lokum seinni heimstyr þa verð þ USA Dollarunn.

Svo heldur folk að USA hsfi v al saklaust. Með 80 orpsent af gullbirgpum hrimsun allt i einu undir sinni stjorn. H vaða kom það gull dem v notað til að bakka upp Dollaran.

Allt tilviljun natturulega.

Kv

Lig.

Ps.. eg segi bara að megi þetta verða til þess að styrkja okkur her i FLOKKNUM !!

Lárus Ingi Guðmundsson, 27.1.2020 kl. 16:00

3 identicon

Þetta er fróðleg lesning,

en af hverju er Boris að samþykkja að kínverskur risi fái að fjarskiptavæða Bretland? 

Hvað er þar í gangi, að þínu mati, Gunnar?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.1.2020 kl. 14:53

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Símon Pétur.

Þegar stórt er spurt þá hef ég þetta ekki enn á hreinu. En möguleiki númer eitt er náttúrlega heilabilun eða kínversk smit sem okkar ástkæri George Smiley þarf að líta á.

En mest líklegt tel ég að með þessu sé Johnson að reyna að búa til vogarstangarafl í komandi viðræðum við Bandaríkin um viðskipti landanna á milli. Reyndar tel ég það víst.

Látið er líta svo út að Húkavé fái aðeins að bjóða í "jaðra netsins" og að markaðshlutdeild þess verði með lögum heft við hámark 35 prósentur.

En svo er annar möguleiki, sem ég tel alveg eins líklegan; að það komi aldrei neitt 5G-net sem vert er að minnast á. Að það verði nýtt Concorde; gjaldþrota og handónýt fjárfesting sem enginn getur haldið uppi nema sem tómri þvælu utanum ekki neitt.

Ástralía hefur bannað Húkavé. Svo ef að Bretland sem hér með hefur viðurkennt að Húkavé sé þjóðaröryggisógn, eins og WSJ bendir á í grein blaðsins í dag, þá get ég varla ímyndað mér að þetta sé síðasta orðið í þessu máli á næstunni:

Still, the debate over Huawei has sown division among senior British lawmakers over what the country-s strategic priorities should be. Australia, another British ally, has banned Huawei. Some British lawmakers had argued the U.K. should follow suit, worried that sovereignty could be surrendered to China.

"Is the risk worth it?" said Tom Tugendhat, a lawmaker in Mr. Johnson-s ruling Conservative Party. "If even the Communist Party in Vietnam reject it...perhaps we should be aware of strangers and the gifts they bear."

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.1.2020 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband