Leita í fréttum mbl.is

Þýska ríkisstjórnin riðar (kannski) til falls - evran ónýt

Grúppan sem aldrei varð kommi (ekki þýskt). Takið eftir glæsilegri sviðslýsingu –haggast ekki– og djöfulshoppi Fogerty í lokin

****

Þýsk upplausn

Fréttir berast af mikilli ólgu í þýsku ríkisstjórninni. Vinstriarmur SPD-sósíaldemókrataflokksins, sem er samstarfsflokkur í ríkisstjórn með CDU/CSU-bandalagi Merkels, mælist nú með 54 prósent fylgi í SPD-flokknum, gegn 35 prósentum sem fylgja hægri arminum. Uppreisn gegn stjórnarsamstarfinu gæti skollið á innan mánaðar, telja sumir

Allt logar hins vegar í þögn innan CDU-flokksins. Þar þora menn ekki að rísa opinberlega upp gegn AKK-arftaka Merkels, heldur þegja þeir hana í hel og ætla að grípa til sinna ráða á flokksráðstefnunni í Leipzig þann 22.-23. nóvember

Ríkisstjórn Þýskalands er undir upplausn. Hún er varla starfhæf og komin í stöðu Jóhönnustjórnarinnar á síðari hluta kjörtímabils hennar: þ.e. banalegunni

Evran ónýt segir ungverski seðlabankastjórinn

Seðlabankastjóri Ungverjalands, György Matolcsy, segir að evran sé gagnslaus mynt og til mikillar óþurftar. Allar forsendur hennar vantar og öll ríkin sem tóku hana upp gengu í mynt sem engar forsendur hafði. Ekkert hefur lagast á 20 árum. Hann segir að ríkið á bak við evruna vanti og hún geti aldrei gert neitt nema ógagn

Governor Gyorgy Matolcsy said time has come for Europe to "seek a way out of the euro trap" | Reuters

Það er kominn tími til að lönd Evrópusambandsins finni leið út úr evrugildrunni, segir hann

Þá segi ég: sú leið er ekki til nema í gegnum einhvers konar styrjöld. Evran er dauðadómur

Ungverjaland er sem betur fer ekki á evrum. Áður fyrr sagði György Matolcsy að Ungverjaland myndi taka hana upp þegar efnahagurinn leyfði það. En nú er hann alveg búinn að gefa evruna upp á bátinn

Evran er sennilega orðið leiðinlegasta og glataðasta umræðuefni sem til hefur orðið í gjörvallri mannkynssögunni. Pólitísk mynt sem átti að búa til það ríki sem enginn vill búa í. Þar var svo sannarlega byrjað á öfugum endanum

Bring it on!

Fyrri færsla

ESB-barónar Berlínar innheimta og greiða síðan Erdogan verndarpeninga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

CCR klikka ekki þótt Evran geri það!

Sigurður I B Guðmundsson, 4.11.2019 kl. 16:05

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hah. Snilld Sigurður!

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 4.11.2019 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband