Leita í fréttum mbl.is

Fjöl(ó)menningin og "ríki Kúrda"

Myndskeið sett inn í þessa bloggfærslu 11. okt. 2019 kl. 02:30

George Friedman stofnandi og stjórnandi Stratfor 1996 til 2015, og síðar eða frá og með 2015 stofnandi og stjórnandi Geopolitical Futures sem hann rekur í dag, talar hér við TRT um samkomulag Trumps og Erdogans

****

Sumir halda því fram að því fleiri þjóðarbrotum sem staflað er inn í sama ríkið, því betra sé lífið fyrir alla. Velkomin til helvítis

Þrjátíu þúsund íbúar á Íslandi eru ekki Íslendingar og verða aldrei Íslendingar í yfirþyrmandi flestum tilfellum. Er það vandamál? Já það er stórkostlegt vandamál sem þegar er byrjað að eyðileggja til dæmis launamyndun á vinnumarkaði og skapa innri ólgu sem ekki var hér áður. Evrópusambandið og EES er nefnilega alls staðar mjög slæm hugmynd, og það sést. Ísland hefði aldrei átt að hoppa á þá firru og það mun hefna sín heldur betur, og er reyndar nú þegar byrjað að gera það

Það er mun auðveldara fyrir Bandaríkin að vera bandamaður Japana en Tyrklands því Japanir eru ein og algerlega samhent þjóð sem þolir áföll án þess að detta í sundur vegna innri ágreinings. Og það var líka auðveld ákvörðun fyrir Bandaríkin að styðja við sjálfstæði Íslands, því að um eina algerlega samstíga þjóð var að ræða í einu landi sem sú þjóð hafði fullkomið vald yfir, þar til EES samningur hóf að minnka vald þjóðarinnar yfir sínum eigin málum

Og svo eru það þeir í samfylkingasamsteypunni sem hata sjálfstæðisbaráttu Breta. Já, þeir hinir sömu láta sér nú allt í einu annt um allt að því fjarstæðukennda sjálfstæðisbaráttu Kúrda. Og er Bretland þó vagga þeirra sjálfra að stórum hluta til. Getur firran orðið meiri og lýðskrumið verra?

Snúum okkur nú að grátkórnum í kringum Tyrkland og Kúrda. Í því dæmi var um tíma haldið að grunnstefna Tyrklands væri að taka sögulega strategískum stakkaskiptum með því að Tyrkland væri á leið út úr NATO og inn í gufuhvolf Rússlands. Voru kaup á eldflaugavörnum frá Rússum notuð því til sönnunar. Enginn minntist hins vegar á þá staðreynd að Tyrkland er líka NATO-bandamaður Grikklands, sem alltaf stendur við NATO-skuldbindingar sínar og gott betur en það. Enginn minntist heldur á það að báðir helmingar Kýpur eru líka í NATO og að annar hlutinn er grískur og kristinn, en hinn er tyrkneskur og íslamstrúar. Gríski þjóðarhlutinn er þó algerlega yfirþyrmandi stærstur og sá tyrkneski því minnihluti. Tyrkland réðst þó inn í Kýpur 1974 og þá skilaði Grikkland NATO-herstjórnaraðild sinni inn til að geta barist við Tyrki, sem eins og Grikkland, hefur verið NATO-meðlimur síðan 1952, og bandamaður Bandaríkjanna frá og með 1945 í baráttunni gegn útbreiðslu kommúnismans. Og það sama gildir um Tyrkland sem gekk í lið Bandamanna árið 1943. Hvorug löndin eru þó 1949-stofnaðilar að NATO eins og Ísland. En bæði komu þó samtímis og samferða inn í NATO árið 1952

Og það vill svo til að Tyrkir hafa sýnt Grikklandi, Kýpur og Ísrael ótrúlegan og Suður-Kínahafslegan yfirgang á hafsvæðinu þar sem orkuauðlindir þeirra liggja undir, og verið er að rannsaka og undirbúa vinnslu á. Þann yfirgang lætur Evrópusambandið sér fátt um finnast vegna hins erfðafræðilega getuleysis þess til að glíma við veruleikann sem allir –nema það sjálft– þurfa að búa við og lifa í. Hér eru það Bandaríkin sem skipt geta sköpum og kannski haldið svæðinu frá því að springa í loft upp eins og áður

Það var alltaf vitað að Tyrkland myndi taka sig af landamærum sínum um leið og stjórnmálaástandið í landinu leyfði það. Og þannig háttar til að Írak er nú þegar orðið hjálenda klerkaveldis Írans, og hún liggur upp að landamærum Tyrklands, sem er í NATO. Allir sjá hvað það þýðir. Sýrland liggur einnig upp að landamærum Tyrklands. Hvað á Tyrkland þá að gera nú þegar menn þurfa að leggja frá sér gamlan róman tískuhugmynda um sjálfstætt ríki Kúrda; þar sem vesturhluti Kúdra er bandamaður, já, hverra annarra en auðvitað Írans; sem spilar með Kúrda þar eins og því sýnist; og gerir þeim þar með ókleyft –já hérna kemur það– að vera þjóð; því Kúrdar í Írak myndu spila sínu spili út á móti Íran. Og hvað myndi landlæst ríki þá gera. Reisa stiga til himna? Draumurinn um sjálfstætt ríki Kúrda mun einfaldlega um langa framtíð ekki hafa samband við veruleikann á jörðu niðri –svipað og hugmyndin um Evrópusambandið– því þeir eiga ekki allsherjarvini, nema á fjarlægum plánetum. Því miður. Færeyjar og Grænland standa mun betur. Þau hafa Ísland, Bandaríkin og Kanada

Frábært: Hér erum við með Sunní- og Shiitamúslíma innan í Kúrdum sem berjast innbyrðis, en segjast þegar við á vera þjóð, og sem óska sér ekki bara eins heldur tveggja nýrra ríkja, þvers á landamæri annarra ríkja. Eða svipað og útlendingar sem kefjast síns eigin ríkis þvers á landamæri Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar, og annars ríkis á Vestfjörðum; sem skaffar Reykjavík olíu til að ná sér niðri á Hafnarfirði; og sem bæði þykjast ætla að heita Kúrdistan; á meðan Kúrdar í Kópavogi styðja Hafnarfjörð gegn Vestfjörðum; því þeir deila ekki andanum með Kúrdum í Garðabæ; sem þéna ekki á olíunni til Reykjavíkur

Kúrdar austar í Írak sem skaffa Tyrklandi olíu hafa því mjög gott samband við ríkisstjórnina í Ankara. Og þeir vilja alls ekki trufla hana vegna þess að hún skaffar þeim 90 prósent allra tekna; en á sama tíma hefur hin sama ríkisstjórn í Ankara hins vegar skilgreint Kúrda innan landamæra Tyrklands sem hryðjuverkasamtök fimmtán milljón manna. Þeir olíuseljandi Kúrdar austur í Írak styðja ekki Kúrda í Tyrklandi. Er þetta ekki dásamlegt. Fór ég kannski of langt eða of stutt? Eða passar þetta í dag, en ekki á morgun. En það er meira. Stór hluti þeirra Kúrda sem háðu baráttu með Bandaríkjunum gegn Ríki íslams höfðu þá undirliggjandi dagskrá að gera það til þess að greiða götur klerkaveldis Írans vestur að Miðjarðarhafi og þar með til að berja á Tyrkjum. Ekki ósvipað og sá hluti andspyrnuhreyfinga í hinum hernumdum löndum nasista sem voru kommúnistar, veittu nasistum andspyrnu undir þeim földu formerkjum að bylting kommúnismans tæki við í löndum þeirra eftir fall nasismans. Þeir voru erfiðir og hættulegir bandamenn í mörgum tilfellum, því þeir voru með leynda dagskrá eins og allar fimmtu herdeildir hafa, sbr. ESB og EES

Niðurstaðan er þó augljós. Tugir milljóna manna sem kalla sig Kúrda er ekki þjóð, því annars væri hún nú þegar komin með sitt eigið þjóðríki, búin að innrétta það og komin í fast stjórnmálasamband við bandamenn sína. Þarna er ekki sú samstaða er borið getur uppi ríki þjóðar og fengið það viðurkennt meðal annarra ríkja þjóða, sem þjóð. Þetta er jafnvel ekki eins góð hugmynd og dauðfætt hugarfóstur samfylkingarsorans í borgarstjórn um "borgríkið Reykjavík"

Tyrkland mun ef til vill ná einhverjum árangri í þessu erfiða máli með aðstoð Kúrda í Írak og koma á einhvers konar jafnvægi sem viðhaldið getur sér sjálft. Um það skal ég ekki segja, því dæmið er næstum óleysanlegt og hæpið er að aðkoma Bandaríkjanna að því geri það auðveldara úrlausnar. En þegar og ef Tyrkland finnur nægt magn olíu með því að berja á Kýpur og þar með á Grikkjum og einnig á Ísrael, þá versnar staða Kúrda í Írak. En eitt er víst; margir vilja senda flaugar sínar inn í Tyrkland og þess vegna keyptu Tyrkir varnir gegn þeim frá Rússum, þ.e. á meðan þær fegnust ekki keyptar í vestri

Líklegt er þó að Bandaríkin kæri sig ekki um slíka upplausn hvorki innan NATO né gagnvart Ísrael. Best er því að gefa Tyrkjum aftur gamla skotleyfið á Rússa gegn loforði um betri hegðun gagnvart orkuauðlindum Grikkja og Ísraelsmanna, og láta hið getulausa alþjóðasamfélag og Evrópusambandið –sem er að liðast í sundur– fá eitthvað að fást við, til að halda því uppteknu við rugl og forða því þar með frá að blanda sér í þá hluti sem skipta máli í heiminum

Kúrdar eru ekki þjóð frekar en Evrópusambandið. En þeir eru þó samt meira þjóð en skaðræðið það, og Orkubandalag þess, sem forysta og þingmenn Sjálfstæðisflokksins í vasa EES tróð ofan í kok íslensku þjóðarinnar. Það orkusamband verður eins og orkumálunum er lýst hér að ofan; sundrandi ófreskja!

Auðvitað verður Trump óvinsæll fyrir að vilja ekki samfylkja sér með íbúum Útópíu. Forsetaembættið í höndum Repúblikana er venjulega ekki fegurðarsamkeppni. Það sást á fyrra kjörtímabili Ronalds Reagan og á báðum kjörtímabilum Abrahams Lincoln. Aldrei hafði neinn farið lægra í vinsældum en Reagan, tilkynnti "stórblaðið" New York Times árið 1982

Fyrri færsla

Landnemar Útópíu [u]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta er flókin staða og vill gleymast að hún er ekki nýtilkomin.

Ragnhildur Kolka, 10.10.2019 kl. 09:42

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Ragnhildur.

Já það er þannig.

En hvað sem öllu líður um drauminn um ríki Kúrda, þá er það Tyrkland sem heldur á lyklinum að því. Og þann lykil gæti Tyrkland notað sér í hag og losnað við vandamálin sem það sjálft er þarna með á dyraþrepum sínum, með því að búa svo í haginn að draumurinn verði sem skotheldastur og leysi í raun og veru þann ófrið sem frá málinu stafar, til lengri tíma litið.

Kúrdar vilja ekki eiga neitt og allra síst efnahagslega undir Bagdad komið, sem er í vösum Írans.  Þeir þurfa því á Tyrklandi að halda með því að gera sig ómissandi fyrir það gegn andstæðingum þess. Það er lykillinn: gangkvæmir og raunverulegir tilvistarlegir hagsmunir sem halda og standast tímans tönn.

En án verulega sterks Tyrklands mun draumurinn ekki rætast. Og það eru ekki allir í heimshlutanum, né heldur á Balkansaga, sem deila þeirri þörf Kúrda fyrir sterkt Tyrkland, og allra síst Rússar.

Ég held þó að Tyrkland sé dæmt til að leiða heimshlutann.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.10.2019 kl. 11:06

3 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Hvenær ætlar folk að skilja það að WAHINGTON DC er EKKI HLUTI AF BANDARIKJUNUM heldur sjalfstæty riki sem er ekki  og tilheyrir ekki  rikja samb USA.

Washington dc er aðal stjornstoð VATIKANSIN  i bandarkjununum sjalfum og er oll itanrikistefna er kemur fra washington dc aldtei neitt annað en jliti af 900 ara valdavrolti kaþolsku kirkjunnar.

NATO er Vatikanið og ESB er lika vatikanið og þar sem ESB og NATO er ekki þar er USA herinn eins og i afganistan og svo framvegis og allt er þ hluti að.900 ara valdabr pafan og er Usa herinn ekki neitt annað en her VATIKANSIN eða sem sagt her ROMVERSK KAÞOLSKU KIRKJUNNAR

það er ENGIN æðri vatikaninu i eashington dc .

Farið nu að troða þ i hausin a ykkur

Usa herin dregur sig til baka

Af hverju ?

Svar .. vatikanið að lata tyrki sja um skitvrrkin f sig enda eru kurdar ekki kaþolskir.

Staðgengilstrið kaþolsku kirkjunar.

Lárus Ingi Guðmundsson, 10.10.2019 kl. 11:16

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Góðan daginn Lárus og takk fyrir innlitið.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.10.2019 kl. 11:22

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég sé að Guðlaugur Gromýko utanríkisráðherra loftslagssovétríkis Bjarna Brésnjéfs og Katrínar komma, og skátadrengur Evrópusambandsins, er að mótmæla á Alþingi sjálfsákvörðunarrétti Tyrklands til að verja landamæri sín. Það var honum líkt. Hann er kominn í æfingu eftir Orkupakka3 og fær úr honum orku til mótmælanna. Bjarnargreiði við Kúrda. Þarna er allt við sama plebbahornið.

Gunnar Rögnvaldsson, 10.10.2019 kl. 12:39

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nú er það slæmt maður!

Verulegur kvíði er nú að byrja brjótast út í Evrópusambandinu vegna þess að nú mælist Elísabet Warren í fyrsta sinn með meira fylgi en Joe Biden í könnunum.

Kvíðinn er til kominn vegna þess að Þýskaland [og þar með einnig öll þau ríki Evrópusambandsins sem elta Þýskaland að málum og til dæmis hunsa því einnig NATO-sáttmálann, samkvæmt fordæmi Þýskalands] skrifaði aðeins undir Parísarsamkomulagið til þess að losna við það með því að gera ekkert í því og eyðileggja það þannig.

En ef að Warren skyldi nú komast í Hvíta húsið, þá vita þeir að hún myndi troða Bandaríkjunum þar inn og heimta, og meira að segja yfir-heimta, að ESB-löndin myndu standa við það sem þau skrifuðu aðeins undir í þeim tilgangi að kála því.

Ekkert ríki heimsins nema ríki í höndum blábjána á borð við ríkisstjórn Katrínar komma með Bjarna Brésnjéf og Guðlaug Gromýko í bandi sínu sem viljalausa plebba, tekur þvælu Parísarsamkomulagsins alvarlega, því allir nema bjánar á borð við þau ein og glórulausa Warren, vita að það var bara lélegur brandari, sagður til pólitísks brúks. ESB er því þegar byrjað að kvíða fyrir og kvíðinn er mestur í Þýskalandi því það notar ESB sem einkaútflutnings-kartel fyrir sig og aðeins sig.

Gunnar Rögnvaldsson, 10.10.2019 kl. 13:23

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það yrði sigur fyrir Erdogan ef honum tækist að koma landsvæðinu sem Kúdar eru flestir í í norðurhluta Íraks undir verndarvæng NATO => koma þar með ríki Kúrda í smíðum inn í NATO undir handleiðslu og tryggingu Tyrklands.

Tyrkland á það skilið því það hefur verið einn öflugasti bandamaðurinn í NATO gegn Rússlandi í báðum myndum þess: Sovéts og Pútín-zars. Og því er jafn illa við Ríki íslams eins og Bandaríkjunum.

Ég minni lesendur á að margir "fjölmiðlar" vita allra minnst um þessi mál af næstum öllum. 

Gunnar Rögnvaldsson, 10.10.2019 kl. 14:35

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl verið þið! Ég staldraði við málsgrein þína meistari Gunnar,þar sem þú segir "Forsetaembættið í höndum Rebúplikana er venjulega ekki fegurðarsamkeppni"eftir nokkra umræðu um Trump í heimsókn hjá vinum lýsti einn karlinn yfir stuðningi við forsetann,af því hann átti svo fallega konu; ekki ólíklegt að það verki í milljóna þjóð.

Helga Kristjánsdóttir, 10.10.2019 kl. 23:17

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Helga.

Alltaf gott að fá góðar fréttir. Börn Trumps eru einnig vel upp alin. Það eru meðmæli líka.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 10.10.2019 kl. 23:21

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Í dag rifja sumir upp það sem Kemal Ataturk sagði þegar hann gekk með Tyrkland á hönd Bandamanna 1943. Hann sagði að Tyrkland væri komið til þess að sitja við borðið í stað þess að vera á matseðlinum.

Og Tyrkland hefur svo sannarlega setið við borðið og staðið við sitt. Þeir vildu hins vegar ekki og gátu heldur ekki komið fyrr að málunum með afgerandi hætti í Sýrlandi. Þeir eru hins vegar við borðið núna, án þess að vera á matseðlinum. Og þeir eru að verða einir með vöðva við það borð.

Það er því rangt að bregðast við á sama hátt og brugðist var við gagnvart Ísrael í sjálfstæðisstríði þess þegar flestir nema Tékkar brugðust því - og svo síðar þegar Frakkar settu Ísrael í vopna-embargo eftir sex daga stríðið eftir að Gyðingar höfðu skaffað Frakklandi kjarnorkutæknina.

Gunnar Rögnvaldsson, 10.10.2019 kl. 23:23

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takið eftir að Erdogan virðist hafa fullt vald yfir Tyrkneska hernum. Síðasta byltingartilraun hersins fór fram fyrir aðeins rúmlega þremur árum.

Retorik Erdogans í dag er ætluð til heimbrúks. Til að þjappa Tyrkjum saman.

Kúrdar í Tyrklandi eru um 18 prósent af tyrknesku þjóðinni og þeir eru ekki nærri allir aðskilnaðarsinnar. Hluti þeirra er PKK (Verkamannaflokkur Kúrdistan) sem hefur á sér hryðjuverkastimpil og eru Marxistar.

Sé Guðlaugur Þór að styðja þá þá er hann genginn í sænska sósíaldemókrataflokk Ólafs heitins Palme, sem lifði á rauðri lofttegund eins og Guðlaugur Gromýko gerir núna.

Já hérna.

Gunnar Rögnvaldsson, 11.10.2019 kl. 00:23

12 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sjálfur er ég GUÐSPEKIFÉLAGS-SINNI sem að myndi flokkast sem fjölmenning og við keppumst við að leysa lífsgátuna

og það er ekkert nema jákvætt í kringum það.

--------------------------------------------------------------

Allur þessi ófriður sema ð nú er í fjölmiðlum ætti að skrifast eingöngu á múslima-ómenninguna sem að við ættum að hafna algerlega á íslenskri fósturjörð.

Jón Þórhallsson, 11.10.2019 kl. 09:05

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Jón.

Við virðum að sjálfsögðu menningu annarra þjóða og sjálfsákvörðunarrétt þeirra. Og við ætlumst til að aðrar þjóðir virði menningu íslensku þjóðarinnar og sjálfsákvörðunarrétt hennar. Ekkert gott hefst upp úr því að drekkja sinni eigin þjóð með öðrum þjóðum. Frumforsenda björgunarstafa er að drekkja ekki björgunarsveitinni.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 11.10.2019 kl. 09:25

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og hægt er að bæta því hér við, að þann dag sem Kúrdar byrja að hugsa um sjálfa sig sem eina þjóð, þá fara málefni þeirra að ganga upp.

Eins og er þá eru þeir þjóðarbrot í sex löndum heimshlutans og líta ekki á sig sem eina þjóð.

Gunnar Rögnvaldsson, 11.10.2019 kl. 10:09

15 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála þessu, Gunnar.  Ef búsetusvæði Kúrda hefðu verið sameinuð í eitt ríki þegar frakkar og bretar teiknuðu upp ný landamæri fyrir 100 árum, þá gætu þeir glímt við innanhúss vandamál sín (eins og aðrar þjóðir) án þess að standa sundraðir í eilífu  brasi við hina ýmsu "gestgjafa".

Kolbrún Hilmars, 11.10.2019 kl. 11:14

16 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Kolbrún.

Tja, og já, og kannski líka nei.

Íslam er lárétt trúarpólitísk stefna sem á oft erfitt með að viðurkenna landamæri þjóða og að lög manna gildi í hverju ríki fyrir sig en ekki lög guðs. Íslam hættir því til að flæða eins og þoka og breiða úr sér yfir í annað ríki og svo koll af kolli. Þess vegna er þetta kalífat-dæmi alltaf að þvælast þar þegar það kemur að áföllum í þeim löndum. Gamli draumurinn um að kalífat sameini.

Kristni mótmælenda er hins vegar lóðrétt trú, þar sem þjóðkirkjur hvers þjóðríkis fyrir sig hafa beint samband við Guð. Agnes hringir beint. Hún er með tólið og talar fyrir okkur. Bara fyrir okkur og ekki fyrir aðrar þjóðir. Okkar þjóð þurfti því ekki eftir siðaskiptin að nota skiptiborðið í Róm. Það gerir þjóðríki mótmælenda að betri og vænlegri pólitískum grunn-einingum í veraldarhafinu. Þau sökkva síður, því þeim er stjórnað af fólkinu sem í þeim býr, og engum öðrum, nema... já hérna kemur það... að menn reyni að sökkva þjóðríkjum til baka inn í úníversal heimsveldi á borð við Evrópusamband, Sovétríki (Union), Napóleonskt gutl, Rómarríki, Assýríuveldi og Egyptaland.

Hornsteinn okkar er því útgangan og siðaskiptin (lesist; við heimtum að fá að túlka Biblíuna samkvæmt okkar þjóðar skilningi á henni => sem í praxís þýðir; við viljum hafa okkar eigin stjórnarskrá og lifa samkvæmt henni). Kaþólsk lönd eru að mestu orðin svona líka. En þau eru samt ekki eins róbúst að þessu leytinu.

Þetta er ekki endilega svona í íslam. Það gerir stöðu og stefnu Kúrda ósamanburðarhæfa við stöðu og stefnu okkar.

Það er reyndar mjög erfitt mál þetta með að þjóðir snúi til baka til þess lands sem þær áttu fyrir langa löngu. Þjóðir hverfa og hætta að vera þjóðir. Þess vegna má aldrei kasta neinum hluta fullveldis þeirra fyrir borð. Slíka samninga má aldrei gera.

En þetta með Frakka og Breta og landamærin verður líka að skoðast í því ljósi að þeir voru að glíma við ekki bara uppgjörið á Fyrri heimsstyrjöldina, heldur voru þeir líka að glíma við hrun Ottóman heimveldisins (Tyrkjaveldisins). 

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 11.10.2019 kl. 12:25

17 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þess er vert að geta í þessu sambandi að soldán Tyrkjaveldis var líka kalífi og þar með andlegur leiðtogi allra múslíma veraldar, hugðist hvetja alla múslíma til að berjast gegn Bretum í Indlandi og Frökkum í Norður-Afríku. Svo þetta var ekki alveg einfalt mál þetta með fall Tyrkjaveldis og svo ris þess sem í vændum var, héldu Vesturveldin ekki bara rétt sæmilega á spöðunum.

Gunnar Rögnvaldsson, 11.10.2019 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband