Leita í fréttum mbl.is

Alkunna er.. Ljóst er.. segir Björn Bjarna

Þurrfóðurverksmiðja Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir, Björn ESB Bjarnason, sem virðist orðinn eins konar Jón Frímann í fullorðinsstærð, stígur ekki lengur í vitið sem hann hafði, heldur er hann kominn í vítið sem hann varast ætti. Hann gerir lítið úr því að kallað er eftir frestun voðaverka

Þegar sjálfsmorðskandídatar sem eftir nokkuð langt líf hugleysis og uppgjafar loksins taka sig á og ætla að reisa sér minnisvarða í því lífi sínu, með því að rústa einhverju og kála sjálfum sér svo á eftir, þá gildir auðvitað það eitt að reyna að tala um fyrir þeim og fá þá til að slá fyrirætlunum sínum á frest þar til hið skyndilega, löðurmannlega og tortímandi hugrekki rennur af þeim

Við erum hér að tala um formann Sjálfstæðisflokksins sem staðráðinn er í að eyðileggja Sjálfstæðisflokkinn enn meira en hann þegar hefur gert. Því ætti hann að fresta. Við erum sem sé í hugum margra Sjálfstæðismanna stödd þar. Börnum er hægt að bjarga með því að fá þau til að hugsa sig um. Fyrir ári síðan hafði formaðurinn þveröfuga skoðun við þá sem hann þykist hafa í dag; þessa hér

Ekki veit ég hvað komið hefur fyrir Björn Bjarnason, nema þá það að hann hafi villt svona kyrfilega á sér heimildir svona lengi. En kannski hefur einhver eitrað fyrir þeim frændum. Það dettur manni helst í hug. Eru kannski Rússar með í þessu spili þeirra. Eru Rússar nokkuð hér að verki? Ég spyr, því halda mætti að forysta Sjálfstæðisflokksins sæti fjárkúgun, slík er u-beygja hennar

Undirskriftasöfnun meðal Sjálfstæðismanna sem alla ævi hafa fylgt forystunni gengur vel. Þar sér maður menn sem engum hefði dottið í hug að myndu skrifa undir og hverra fjölskylda sagði að slíkt kæmi aldrei til greina. En þeir gera það samt. Svo annt er þeim um landið sitt Ísland. Það er stærra en flokksforystan. Óendanlega stærra

Slefandi og áttavillt dekurbörn eiga ekki að fá að rústa því sem tekið hefur Íslendinga aldir að byggja upp

MIÐFLOKKURINN

Þess vegna blæs Miðflokkurinn til þverpólitískra funda um yfirríkispakka Orkubandalags Evrópusambandsins, sem þjóðþing landa, og þar með EINNIG Alþingi Íslendinga, mega ekki hefta sé því einu sinni kyngt. Stórum hluta fullveldis þjóðarinnar yrði þar með varpað fyrir róða, engum til gagns en öllum til ógagns:

Frummælendur verða:

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fv. forsætisráðherra

Frosti Sigurjónsson fv. þingmaður Framsóknarflokksins

Styrmir Gunnarsson fv. ritstjóri Morgunblaðsins

Ingibjörg Sverrisdóttir ferðamálafrömuður

Ögmundur Jónasson fv. innanríkisráðherra og formaður BSRB

Fyrri færsla

Orkubandalag Brussels: ACER mun kynna nýjar valdakröfur sínar þann 1. september 2019


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það þarf enginnn lengur að ætlast til nokkurs af frændunum fræknu til heilla fyrir íslensku þjóðina. En eitt er víst að margir hugsa þeim þegjandi þörfina. Í augnablikinu er þjóðríkið okkar í hættu og þá erum við verri en nokkur tígur í skóginum. -------Væri gott að heyra þá sem sömdu um aðild okkar að EES,hvers vegna það veldur upplausn þegar við höfnum #3 orkupakkanum.

Helga Kristjánsdóttir, 13.8.2019 kl. 16:43

2 identicon

Björn Bjarnason hæðist að Styrmi Gunnarssyni í pistli sínum þann 13.8.2019.

Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson stóðu saman að vefritinu Evrópuvaktin.  Það var á tímum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar.  Það vefrit var andóf gegn ESB umsókn íslenskra stjórnvalda.

Nú hefur Björn skipt um lið og skoðun, eins og Bjarni Junior einnig.  Það er honum í sjálfsvald sett, en lúalegt af Birni að höggva til fyrrum félaga síns helst, með því að hæðast að pistli Styrmis um að fresta ætti 3. orkupakka ESB.

Mikið sem Björn Bjarnason hefur hrunið í áliti.  Maðurinn er svo lúalegur að helst mætti kalla hann vesælan níðing.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.8.2019 kl. 19:38

3 identicon

"Rókþrot kalla á frest" er fyrirsögnin á pistli Björns.

Maður sem skiptir um skoðanir eins og venjulegt fólk skiptir um nærbrækur, ætti ekki að telja aig þess umkominn að segja einn né neinn rökþrota.  Björn ætti að horfast í augu við sjálfan sig í spegli og undrast hvor er hvor, spegilmyndin gjörólíka þeim sem hann var.  Væntanlega er þar að finna hina genetísku ummyndun úr viti bornum manni í aula.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.8.2019 kl. 19:54

4 identicon

Sæll Gunnar æfinlega - sem og þið önnur, varðstöðunnar fólk !

Má til: að setja hér inn enn eitt dæmið, um brjálsemi Jóns Frímanns Jónssonar, sem vaxandi og örvæntingu Fjórða ríkis (ESB) liðléttinganna.

 ''13.8.2019 | 19:29

Norsk fasista samtök

Nej til EU í Noregi eru ekkert annað en norsk fasista samtök sem hafa ekkert nema tóma þvælu í málflutningi sínum gegn Evrópusambandinu eins og andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi.

Nej til EU í Noregi hefur eins og andstæðingar orkupakka þrjú á Íslandi verið að dreifa lygum um þetta mál með skipulögðum hætti og þessi frétt ber skýr slík merki.

Svona fasistar stefna eingöngu að því að einangra Noreg og Ísland með skipulögðum hætti og slíkt er hættulegt fyrir almenning í þessum löndum. Það hefur aldrei neitt gott komið frá einangrunarsinnum.

Hvorki andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi eða Noregi geta vísað í staðreyndir eða dæmum fyrir þeim málflutningi sem þeir hafa uppi um Evrópusambandið.

Það er staðreynd að Evrópusambandið hefur reynst aðildarríkjum sínum einstaklega vel og mun halda áfram að gera það svo lengi sem Evrópusambandið verður til staðar.''


mbl.is

Segir Guðlaug Þór skorta rök

Nema - Björn Engeyingur Bjarnason; einn mestu lands og þjóðníðinga seinni tíma Íslandssögunnar eigi hér hlutdeild að þessum nýjasta efnivið Jóns Frímanns:: hér, á Mbl. vefnum, að þessu sinni ?

Jafnvel ?

Með beztu kveðjum: sem þökkum fyrir óbilandi baráttu þína Gunnar, sem og margra annarra, á þessum örlagatímum af Suðurlandi, sem endranær / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.8.2019 kl. 20:10

5 identicon

"Sjálfstæðisflokkur:  Ósk um atkvæðagreiðslu nægt tilefni til frestunar" er kurteisleg og hógvær fyrirsögn pistils Styrmis.  Styrmir er prúðmenni, ekki vegur hann að Birni, en Björn nýtir sér tækifærið á sinn ný tilkomna lúalega hátt og hæðist að hinni frómu ósk Styrmis.  Styrmir er lýðræðissinni, en Björn er hvað?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.8.2019 kl. 20:13

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur Helga og Símon Pétur.

Björn notar Elliða sem Albaníu á Styrmir.

Það er frekar hallærislegt hjá málefnaflóttafólki ESB-Orkubandalagsmanna Sjálfstæðisflokksins, að þeir eru með þá á heilanum sem þeir hyggjast troða Íslandi inn í yfirríkislegt Orkubandalag ESB með; þ.e. Noreg => þar sem þjóðir Noregs og Íslands berjast gegn stjórnvöldum sínum í báðum löndum, og sem í litlu sambandi við þjóðir sínar eru. Um er helst að ræða eins konar neðanjarðarsamband á tyllidögum fyrir kosningar. Það nær varla örbylgjusambandsstiginu, það samband þeirra við þjóðina. 

Samtímis og þetta nýlendulið mærir Evrópusambandselítuna og þjóðníðandi og mergsjúgandi Orkubandalag þess, þá fyrirlítur það þjóð sína það mikið að það vill frekar kalla yfirríkisvald og áhrif þeirrar umboðslausu elítuófreskju yfir íslensku þjóðina, en að hlusta á íslensku þjóðina sjálfa og starfa fyrir hana eins og fumskylda þeirra er:

1. Að verja stjórnarskrá Íslands

2. Að verja eigur þjóðarinnar

3. Að verja líf og limi borgaranna 

Hvernig ætlar þetta lið að vinna saman með neinum úti í hinum stóra heimi, spyr ég, þegar það getur ekki einu sinni unnið með sinni eigin þjóð!

Þetta forheimskaða lið hendist úr einu málefnatóma víginu í annað:

1. Fyrirvarar úr vatni fyrir blábjána eru bornir á borð Alþings - eftir fund með norskum utanríkisráðherra um ESB-orkubandalag gegn norskri og íslenskri þjóð, vafið inn í heyrúllur

2. Neytendavernd í anda kínverska kommúnistaflokksins var þá reynt næst. Hreint klám!

3. Ekkert afsal á fullveldi kom svo. Enn meira klám.

4. Og sem fjórum vikum síðar er endurútgefið og skilgreint á ný sem "takmarkað" fullveldisafsal

- en sem í raun er ótakmarkað afsal á fullveldi íslensku þjóðarinnar um aldur og ævi.

Maður hefur aldrei séð aðra eins lygaherferð vesalinga, nema þá helst í icesavemálinu.

Þetta lið hefur engu gleymt og ekkert lært

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 13.8.2019 kl. 20:36

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég sé að athugasemd frá Óskari Helga barst á meðan ég var að skrifa mína athugasemd.

Þakka þér fyrir Óskar.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 13.8.2019 kl. 20:48

8 identicon

Það er rétt hjá þér Gunnar, að Björn notar vissulega Elliða sem Albaníu þegar hann ræðst að Styrmi.

Svo vesæll er einmitt Björn að hann nefnir ekki Styrmi, en engum dylst hverjum er ætlað höggið. 

Þá að ESB hirðfíflinu Gulla.  Hann var áður í Heimssýn, systursamtökum Nei til EU.  Nú ræðst hann að þeim á sama hátt og Björn Bjarnason.

Mikið sem þeir eru fyrirlitlegir á allan hátt, að mínu mati.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.8.2019 kl. 20:49

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já þetta er alveg kostulegt Símon Pétur. Hægt væri að hlægja að þessu, væri tilefnið annað en fullveldi Íslands og sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar, sem barist var fyrir öldum saman. Þetta er nýlendulið.

Mér líst illa á Guðlaug fóstureyðinga Þór og vini hans. Mjög illa, Símon Pétur. Mjög illa.

Gunnar Rögnvaldsson, 13.8.2019 kl. 20:58

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

0. En fyrst reyndi orkupakka-nýlenduliðið að selja íslenskum almenningi það að orkupakkar 1+2 hefðu lækkað raforkuverð, sem þeir gerðu ekki. Þvert á móti, þeir hækkuðu raforkuverð og gerðu fólki lífið erfiðara.

Og þeir minnkuðu skilvirkni og framleiðni og drógu úr hagvexti með því að stafla upp þvaðurfyrirtækjum sem öll eltu eina og sama kílóvattið í kerfinu. Engar framfarir, aðeins afturför. Meiri skriffinnska, meiri þvæla á pari við undirmálslánasölu- og þvæluvafninga bankabólutímabilsins. 

Þriðji pakki Orkubandalagsins er hins vegar allt önnur skepna. Hann er yfirríkispakki og gengur þvers á landamæri þjóða og breytir því sem áður var komið í yfirríkisskrímsli sem tekur völdin og fullveldið í orkumálum af þjóðum, eins og evran tekur fullveldið í peningamálum af þeim þjóðum sem í því bandalagi eru. Markmiðið er að koma í veg fyrir að ríki geti gætt sinna eigin hagsmuna: þau verða nýlendur.

Gunnar Rögnvaldsson, 14.8.2019 kl. 02:00

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

"... Virðist orðinn eins konar Jón Frímann í fullorðinsstærð ..."

Góður þessi, hittir alveg í mark.

Raðbunuskrif Björns ESB Bjarnasonar ganga mjög í sömu átt og sandkassaskrif J.Fr.J.

Jón Valur Jensson, 14.8.2019 kl. 02:27

12 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 ´´Ljóst er´´ ´´Alkunna er´´ ´´ Allir vita að...´´ ´´Augljóst er´´  ´´Sannað hefur verið´´ ´´Það er deginum ljósara´´ eru helstu rök úreltrar risaeðlu sem enginn kærði sig um í hérlendri pólitík, áratugum saman. Fékk að fljóta með, þrátt fyrir lágmarksútgeislun.  

 Mældist ekki einu sinni á  pólitískum ´´geiger´´ teljara alla sína hundstíð í pólitík, hvað þá núna. Meira að segja borgarar Reykjavíkur kusu dagsholuhjálmarsliðið framyfir hann, svo lítið hafði pöpullinn um hann að segja. Varla hægt að sökkva neðar í pólitískri niðurlægingu, en áfram hélt þverhausinn. Í dag gengur hann þvert á allt sem hann sagði forðum, rétt eins og formaður Sjálfstæðisflokksins míns! 

 Nú eru bersýnilega tímar hefnda fyrir afleitt gengi síns eigins sjálfs. Nú skal öll þjóðin blæða fyrir ömurleik hans sjálfs. Þjóð  sem vildi hann aldrei sjá. Sú skal fá að blæða!

 Hvað er þetta skar og utanrekald að vilja á dekk í dag? Hverra hagsmuna gætir hann?

 Sinna eigin, eða enn óuppgefinna auðmanna og valdafíkla sunnar í álfunni? ´´Somone in the family´´? ´´Perhaps´´?

´´ Phantom of the opera´´ ? BB senior og BB junior eru farnir að hljóma ansi skítt og líkt og fnykinn af þeim leggur langar leiðir.  

 Hinn eini sanni Bjarni Benediktsson, sem fórst á Þingvöllum, má í  dáyndisdraumi sínum í dag horfa upp á afkomendur sína og venslafólk, veslast upp í undirgefni fyrir undirmönnum sínum og endalausum roluhætti. Valdið kemur ekki lengur að ofan, heldur að neðan, því embættismennirnir hafa búið í haginn fyrir nautabanann.

Hálfdrepið nautið og það eina sem nautabaninn þarf að gera er að hitta vel með sverðinu. 

 Nútíma báðir BB virðast hinsvegar ekki vita....að þeir séu með sverð í hendi og hitta því ekki nokkurn skapaðan hlut annan, en ömurlegan orðstýr sjálfs sín. Þeirra verður ekki getið  í Íslandssögunni fyrir annað en vilja ekki vera Íslendingar. Landsölumenn  og tækifærissinnar. Ömurlegri verða varla dagar manna taldir í eftirmálum. 

 Furða ef finnst grafsteinafirma á höfuðborgarsvæðinu sem tæki að sér grafskrift svo forhertra þjóðfélagsníðinga. 

 Þeirra grafsteinar munu innfluttir.

 Er ekki lífið annars dásamlegt?!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 14.8.2019 kl. 02:47

13 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Afsakaðu langlokuna hér að ofan Gunnar.

 Get svo svarið að ég hélt mig væri að dreyma ræðu;-)

 Er ekki lífið dásamlegt?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 14.8.2019 kl. 02:52

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir Jón Valur og þakka þér Halldór Egill.

Frá mínum bæjardyrum séð hefur Björn Bjarnason yfirgefið sjálfan sig. Það voru mikil vonbrigði fyrir mig. Ég vona að hann rati heim.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.8.2019 kl. 04:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband