Leita í fréttum mbl.is

Mér líkar þetta (like)

Study - Chinese Investment in US Has Fallen 88 Percent Since Trump Took Office

like

****

Fjárfestingar Kína í Bandaríkjunum hafa fallið um 88 prósent frá því að Donald J. Trump tók stjórnartauma Hvíta Hússins í sínar hendur, segir RSS-efnisveitan í NetNewsWire forritinu mér. National Review vitnar í grein New York Times sem ég hef ekki nennt að lesa, enda varla hægt að lesa það óblað lengur

En það væri að bera í bakkafullan lækinn að kalla uppkaup Kína í Bandaríkjunum fyrir "fjárfestingar". Bandarísk fyrirtæki eru sjálf að kafna í peningum og allir vita hvernig kínverskir peningar eru til komnir. Bandaríkin eru eini algerlega frjálsi kapítalmakaður heimsins og þangað henda lönd umfram-peningum sínum til annað hvort að koma þeim í skjól fyrir yfirvöldum heima fyrir, eins og í tilfelli Kína sem er með hörð höft á útflæði, eða þá vegna þess að ekkert fæst fyrir að festa fé sitt heima fyrir í sínu eigin landi

Í Bandaríkjunum festa fyrirtæki ekki fé nema að þau þurfi þess og sjái arðsemi í því. Þeim myndi til dæmis aldrei detta í hug, hvorki fyrirtækjum né ríkisstjórn landsins, að leggja hraðbrautir (Hitler) eða byggja harðlestir (Mussolini) til að flytja milljónir tómra hausa undir kúgunarveldi hins opinbera (Sovét/Kína) sem hraðast frá A til B. Allt þannig fer á hausinn því það borgar sig ekki og er ekki til neins. Það sem einkennir oft einræðisríki eru "of góðir" (mont)innviðir, engum til gagns. Sem dæmi þá er til hraðbrautarstubbur í Norður-Kóreu sem notaður er til að blekkja erlenda fréttamenn, sem ekið er með þá um á leið í "stórverslun", sem er eins og sovéskt samyrkjubú. Hún opnar bara þegar vestrænir fréttamenn og afglapar í leit að nýjum pólitískum guði eru á ferð

Nýjasta nýtt frá Frakklandi er það að Emmanuel Macron hefur sett á þrjú prósent stafrænan skatt á bandarísk tölvunar- og internetfyrirtæki í Frakklandi. Eiginlega er um eignaupptöku að ræða, vegna þess að "skatturinn" er óháður því hvort að fyrirtækin eru rekin með hagnaði eða tapi. Og hann er skrúfaður þannig saman að hann bitnar bara á bandarískum fyrirtækjum en ekki frönskum. Mörkin um veltustærð og alþjóðlega markaðshlutdeild í nýju frönsku skattareglunum sjá fyrir því. Á sama tíma eru frönsk fyrirtæki með 17 milljarða evra þjónustusölu til Bandaríkjanna og sleppa við nýja skattinn stærðar sinnar vegna. Og svo eru frönsk útibú í Bandaríkjunum með 280 milljarða dala sölu á ári þar, en segja sjálf á framtali sínu að þau séu aðeins með fjögur prósent hagnað og borga því næstum enga skatta í Bandaríkjunum, sagði leiðari WSJ í síðustu viku. Og allir vita hvers vegna

Staðreyndin er auðvitað sú að Frakkland er búið með skattagrundvöll franska ríkisins í Frakklandi. Þeir komast ekki hærra með skattana þar, því þá koma bara gul vesti út á torg og stræti. Þess vegna eru það erlend fyrirtæki sem látin eru sæta svona eignaupptöku eins og hér er lýst. Þetta mun líka ganga yfir íslensk fyrirtæki á meginlandi Evrópu í þeirri kolsvörtu framtíð sem þar bíður allra. Það er því ekki seinna vænna en að segja upp EES og forða sér frá Evrópu, því heimurinn er að skiptast upp í viðskiptablokkir: 1) Þeir sem verða handan járntjalds hins gamla heims og 2) þeir sem verða þar ekki. Meginland Evrópu er að renna á bak við nýtt járntjald. Það gerist auðvitað ekki alveg í einum grænum hvelli, en gerist samt hvern einasta dag ársins á hverju ári og hefur gert það lengi í smáskrefum

Nú tekur Boris við á morgun miðvikudag í Bretlandi og þarf bara að taka í útrétta hönd Trumps og standa með honum í Íranmálinu. Þar með myndi sverð Borisar falla eins og smjörhnífur ofan í miðjan valdaöxulinn Lotharingia, og sökkva sér töluvert niður þar

Sá Íslendingur sem sagt hefði árið 2000 að ESB ætli að taka sér fullt vald yfir nýtingu orkuauðlinda íslensku þjóðarinnar, hefði verið sendur í böndum inn á Klepp á þeim tíma. En þar býr hins vegar öll ríkisstjórn Íslands núna anno 2019. Lokuð og læst þar inni og segist vera í skoðun: "skoða þarf þetta", já "þetta þarf að skoða", eða "við munum skoða þetta í vetur". Af hverju fer Sigurður Ingi ekki bara í læknisskoðun hjá Svandísi-sovét strax. Hæg eru heimatökin því þar er Bjarni kominn í spennitreyju að "skoða" sjálfan sig en finnur ekkert, frekar en fyrri icesavedaginn; varanlega raðdómgreindarskertur

Fyrri færsla

Valhöll orðin klakmiðstöð seigfljótandi imperíalisma


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband