Leita í fréttum mbl.is

Er Goldman Sachs í orkupökkunum hér eins og í Danmörku ?

"Það hefur aldrei þurft kjark

til að guggna og gefast upp"

- sagði Davíð Oddsson um Icesavemálið

****

ORKUPAKKAR Í DANMÖRKU

"Husholdningernes elpris (faste priser, uden afgifter) var i 1995 33% højere end industriens, men i 2008/2009 var forskellen vokset til 70%."

Orkupakkar 1+2 voru innanríkismál. En orkupakki-3 er hins vegar einnig milliríkjamál. Evrópusambandið vinnur alltaf svona. Fyrst kemur það sem tundurspillir inn í þjófélög til að sundra þeim innan frá. Þannig stefna getur einnig komið innan frá úr þjóðríkinu með aðstoð og fyrir tilstilli utan að komandi ESB-afla, eins og við erum sennilega að upplifa í dag. Tilgangurinn er að brjóta upp og útrýma því súrefni eða jarðvegi sem alið getur af sér þjóðríki borgara sem hafa með sér sameiginlegan tilgang og markmið. Koma í veg fyrir að þrifist geti þjóðríki sem sjálf setja sér þau lög sem þau lifa í samræmi við

Þess vegna, þ.e. vegna súrefnisskorts sem leiðir af uppgufun fullveldis, hefur verðið á rafmagni í Danmörku með orkupökkum 1+2 til danskra heimila hækkað mikið (40%) og langsamlega mest. Árið 1995 var það 33% hærra en til iðnaðarfyrirtækja (á föstu verðlagi, þ.e. verðbólga hreinsuðu út) og án gjalda og skatta. En eftir að ESB-orkupakkar 1+2 (einkavæðing innanlands) hafa spilað sig út á markaðnum þar, og mjög illa fyrir hinn almenna borgara, þá var staðan svona árið 2008/2009: Þá hafði rafmangsverð hækkað mjög mikið en samt miklu meira fyrir dönsk heimili en iðnaðinn, sem þá þurftu að borga 70% prósent hærra verð en iðnaðarfyrirtækin. Þetta má lesa um í greiningu Ea Energianalyse fyrir dönsku orkustofnunina hér (PDF)

Í Danmörku er aldrei talað um "orkupakka" í þessu máli. Þar er aðeins talað um liberalisering eða privtatisering á raforku (d. liberalisering/privatisering af elmarkedet). Sem sagt: einkavæðing. Og strax þarna, eftir innleiðingu orkupakka 1+2, hefur hlutur heimilanna í neyslu landsframleiðslunnar verið minnkaður. Færður yfir til fyrirtækjanna, sem síðar munu skipa honum úr landi sem hagnaði með aðstoð orkupakka3 (athugið: þegar sparnaður verður til hjá fyrirtækjum, stundum á kostnað heimila, þá heitir hann hagnaður)

Sömu leið fer eignarhaldið á raforkuinnviðum landanna líka. Því verður skipað út og það verður þrætt upp á lyklakippur erlendra aðila og vogunarsjóða. Tilraunir til að selja dönsku Radíus-orkuveituna úr landi núna, með milljón notendur á Norður-Sjálandi, hefur kallað fram svitabað hjá Dönum, sem áttu hana sjálfir

En þar á undan, með orkupakka ESB í höndunum, stóð sósíaldemókratinn Helle Thorning-Schmidt (Gucci-Helle á dönsku), þá forsætisráðherra, fyrir því að selja hluta af danska orkuframleiðandanum Dong Energy til Goldman Sachs bankans, sem keypti hann með sjóðum til heimilis í skattaskjólum. Það mál leysti upp sjálfa ríkisstjórn Thorning-Schmidt, því samstarfsflokkur hennar gekk út. Og með sölunni á Dong fylgdi dreifingarkerfi og það liggur í félaginu Radius, sem Danir eru sennilega líka að missa eignarhaldið á til útlanda. Þetta skrifaði danska dagblaðið Information um, rétt fyrir síðustu jól

Þannig mun þetta verða á Íslandi, á einn eða annan hátt, séu undirförulir, falskir og huglausir stjórnmálamenn okkar látnir um málið. Og þar á eftir verður raforkunni okkar beint til útlanda, sem þá er orðin "vara" og sæstrengur orðinn svipað fyrirbæri og flutningaskip, sem ekki má stöðva né "mismuna". Þar með er allt runnið af höndum Íslendinga og nýting íslenska auðlinda hefur verið þrædd upp á lyklakippur erlendra aðila: glóbalista

Það er skýlaus réttur þjóðarinnar að sagt sé nei við þessu. Algerlega skýlaus réttur hennar. Eins og Hjörleifur Guttormsson bendir á í umsögn sinni til Alþingis, um þetta fyrirstandandi og algerlega ástæðulausa voðaverk

Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem að forysta Sjálfstæðisflokksins þorir ekki að standa á rétti íslensku þjóðarinnar. Hvað höfum við að gera með svona fólk? Nákvæmlega ekkert. Þetta skulu þeir fá borgað fyrir! 

Og sjá: greiðsla frá Geir Jóni Þórissyni, fv. yfirlögregluþjóni, til raðdómgreindarskertrar forystu Sjálfstæðisflokksins, er þegar lögð af stað

TÆKIFÆRIN BLASA SAMT VIÐ

Nú hefur opnast strategískt tækifæri fyrir sátt á Íslandi með því að ASÍ hefur tekið málstað Íslands í stað málstað alþjóðasinna-líberalismans, í einu af mikilvægustu tilvistarmálefnum Íslandssögunnar: orkumálunum: Við búum í köldu og vetrardimmu landi, þar sem kalda-stríði okkar linnir aldrei. Okkur tókst þó að ná yfirhöndinni í því stríði. En samt hyggjast uppgjafaröfl gefa þá yfirhönd okkar burt. Jón Sigurðsson varaði við þannig öflum

Sverrir Kristjánsson - 1961 - Rit og blaðagreinar Jóns Sigurðssonar - setur allt sitt traust á alþýðuna - bls liii 53

Mynd: Úr bók Sverris Kristjánssonar 1961. Rit og blaðagreinar Jóns Sigurðssonar

Sjálfstæðisflokkurinn á að fylgja ASÍ og opna á sátt um íslensk málefni næstu áratugina. Öllu Íslandi til heilla. Þetta er einstakt tækifæri til samstillingar og vinnufriðar á Íslandi. Enda segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins að "raforkumál Íslands eru ekki innri-markaðsmál Evrópusambandsins". Það sagði hann sem BÆÐI þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra á Alþingi Íslendinga

Svo þar er ekki við neinn að deila, nema þá sem eru að reyna að grafa undan EES-samningnum með því að nota hann í annarlegum tilgangi: þ.e.í einhverskonar landsölutilgangi, því orkupakkar ESB eru fyrst og fremst einkavæðingarpakkar sem umboðslaust Evrópusambandið notar til að ná enn frekari yfirráðum yfir sem flestu í Evrópu. Til að gera súrefni þjóða að vöru, sem það eitt ræður yfir

Þetta er mál sem ASÍ getur varla horft fram hjá, því ef þeir gera það, þá hafnar íslensk verkalýðshreyfing í sömu aðstöðu og verkalýðshreyfingin í Frakklandi, þar sem Gulu vestin hafa yfirtekið hlutverk hennar sem sá aðili sem atvinnurekendur og stjórnvöld verða að tala við fyrst. Franska verkalýðshreyfingin var því varla viðstödd hátíðarhöldin 1. maí núna, því hún hafði vanrækt hlutverk sitt. Sömu vanrækslusögu er að segja af mörgum löndum Evrópusambandsins

Sé þetta rétt skilið hjá mér, þá útskýrir það aukna alvöru mála hjá ASÍ í þessu sambandi. Þeir ætla kannski ekki að ganga þegjandi inn í sólarlagið og fórna sér sjálfviljugir með sjálfsvígi á altari líberalismans, þ.e. ganga í björg eins og ríkisstjórnarflokkarnir og málaliðar þeirra gera, í þessu tilvistar-mikilvæga máli fyrir íslensku þjóðina. Ferðatöskur fyrir þá flokka og málaliða fara kannski bráðum að seljast vel

- Gunnar er Þjóðaríhaldsmaður í Sjálfstæðisflokknum 

Fyrri færsla

Orkupakkar: Að steypa sig fastan á kamar [u]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Takk Gunnar fyrir góðann pistil, þú sérð þetta í réttu ljósi.

Er það ekki Golfman Sax sem er milligöngu aðili með

kolefniskódan ?

Haukur Árnason, 3.5.2019 kl. 15:48

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Haukur.

Það mál þekki ég ekki enn sem komið er. Hef ekki haft sérstakan áhuga á raforkumálum okkar vegna þess að ég hélt ekki að ég þyrfti þess, vegna þess að ég hélt að við værum öll bæði Íslendingar og lýðræðissinnar.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 3.5.2019 kl. 16:09

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Gunnar, mikill misskilningur ...

Örn Einar Hansen, 3.5.2019 kl. 19:30

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Meiri háttar grein Gunnar.

Maður sér þetta ske hérna nema við fáum þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Ég get ekki kallað þessa föðurlandssvikara annað en glæpamenn.  

Valdimar Samúelsson, 3.5.2019 kl. 21:12

5 identicon

Takk fyrir þína góðu og mögnuðu pistla Gunnar.

Já, miklir aumingjar sem við erum sem þjóð

ef við ætlum að láta einkavæða orkuauðlindir okkar

og það á vakt Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokks og kolabrennsluhræsnaranna í VG.

Allt stjórnkerfið virðist gegnumrotið af græðgi og algjörri bilun.  Sækir sér vald til ESB til að stinga þjóðina í bakið. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 3.5.2019 kl. 23:30

6 identicon

Goldman Sachs og vogunarsjóðir á vegum GS

eiga Arion banka.  Aðilar nátengdir þingmönnum Sjálfstæðisflokksins eiga þar einnig hlut.

Þetta hangir allt á nsama öngli.  Einkavæddur banki orðin einkaeign vogunarsjóða sem munu svo kaupa upp allar litlu smávirkjakennitölurnar.

Þetta er öllum augljóst sem vilja sjá.

Allt á vakt gegnumrotinna Sturlunga, þeirra verstir þeir sem skipa nú forystusveit Sjálfstæðisflokksins, varganna í véum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.5.2019 kl. 00:41

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er mikilvægt að halda því til haga að norska dómsmálaráðuneytið reyndi gagnvart norskum almenningi að gera ekkert úr fullveldisafsalinu vegna ACER, sem er í ESB-orkupakka3. En ráðuneytið var rekið heim í þeim þykjustuleik. Það neyddist til að viðurkenna að um afsal fullveldis Noregs væri hér að ræða.

Spurningin um hversu mikið fullveldisafsalið er, geisar nú í Noregi. Þar er málið langt því frá garfið og dautt, eins og Bjarni Benediksson formaður Sjálfstæðisflokksins og meðreiðarsveinar reyna með kolsvarti samvisku að grafa það hér heima, - eins og hann reyndi að grafa viðskipti sín í skattaskjólum, þegar SDG fékk stóru sleggjuna í hausinn, en vegna konu sinnar. En BB slapp með skrekkinn með því reyna að láta sig sjálfan líta út sem "eðlilegan viðskiptamann" (í skattaskjóli) í fjölmiðlum (sjá Gucci-Helle hér fyrir ofan), þannig að samstarfsmaður hans í ríkisstjórn fékk skellinn fyrir konu sína, en Bjarni ekki.

Af þessum tvennum er SDG þó heiðarlegri. Og í pólitík þá snýst valið ávallt um tvo eða fleiri ófullkomna valkosti - og stundum jafnvel um svæsna kemóterapíu fyrir allt landið.

Í því máli tók ég málstað SDG, en ekki Bjarna, því SDG hafði betri málstað. Bjarni Ben átti að vita betur. Miklu betur. Og eftir að hafa fylgst með Bjarna í meira en 10 ár þá er það niðurstaða mín að hann sé hættulega dómgreindarskertur. Það er ákaflega leiðinleg niðurstaða fyrir mig, sem hef stutt hann meira og minna á stórum og mikilvægum köflum.

En, það litla traust sem ég bar til hans er nú algerlega horfið. Hann og lið hans verður að fara frá.

Afsalið á fullveldi Íslands getur verið mörgum sinnum stærra en í Noregi í þessu máli. Mjög líklegt er að svo sé; þ.e. að íslenska stjórnarskráin sé fótum troðin.

Hjörleifur Guttormsson kemur inn á þá spurningu í umsögn sinni (sjá að ofan).

ESB-pakka-menn munu reyna að gera lítið úr öllu þessu, að sjálfsögðu. En að Sjálfstæðisflokkurinn með Óla Björn á þingi, skuli ætla að hræra í nýtt og enn forhertara brask-hrun-tímabil með tilvistarmál Íslands undir (orkumálin), er ofvaxið mínum skilningi.

Hver á þá að skrifa nýju útgáfuna af "Með þeirra eigin orðum"? Hver?

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 4.5.2019 kl. 10:49

8 identicon

Mig undrar einnig, sem þér Gunnar, afstaða Óla Björns Kárasonar í þessu máli.

En skýringin kann að vera sú, að skv. upplýsingum á vef alþingis um æviágrip hans, þá er eiginkona hans

framkvæmdastjóri eignastýringar Arion banka.

Og hann formaður efnahags- og viðskiptanefndar.

Er þetta ekki vafasamur kokkteill?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.5.2019 kl. 11:12

9 identicon

Mér brá þegar ég sá þetta núna áðan á vef alþingis um þingmanninn Óla Björn Kárason.

Ef þetta eru engin smáræðis sérhagsmunatengsl.

Er ekki þar skýringin komin?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.5.2019 kl. 11:39

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það tel ég nú ekki Símon. Og það veit ég ekkert um. Ekkert. Get varla ímyndað mér það.

En auðvelt er hins vegar að ímynda sér hvernig ástandið verður þegar braskið með raforkuinnviði og eignir heimsmeistarans Íslands í raforkumálum, óumflýjanlega fer í gang eftir orkupakka3. Þá dansa nú hrægammar og sukksjóðir jarðar um bálið og hugsa sér glott til glóðarinnar sem íslenska þjóðin sjálf bjó til.

Þá verður íslensk þjóð illa svikin og særindin munu leggja hið pólitíska landslag Íslands í rúst. Þá verður íslensk þjóð virkilega illa stödd í köldu landi. Þess vegna stappar allt þetta mál við landráðastarfsemi. Og svo eru það hitaveiturnar.

Jón og Gunna hafa þá ekkert skjól, og allra síst skattaskjól, því þá munu skattar á raforku verða að samhæfast gerræðislegri orku-skattpíningunni á meginlandinu á einn eða annan hátt. Annars verðum við dæmd sem skattaskjól í raformumálum. Því þá er Ísland orðið hluti af eins konar "evruraforkusvæði" með rafmangs-seðlabankann í Brussel.

Þetta er sama landráðalega fyrirbærið og evran, sem lagt hefur lönd í rúst. Þar sem öll útkoma áfalla er háð þjóðerni. Og sennilega enn verra fyrir Ísland.

Enga orkupakka átti nokkru sinni að samþykkja hér. Enga! Þetta er allt saman ein þvæla um sömu burðarlínuna. Algjör þvæla! Enginn mun koma heim til mín og bjóða mér að garfa nýja raflögn til annarra framleiðenda, heildsala og smásala. Þetta er hin fullkomna þvæla fyrir Ísland.

Aðeins bjánar líka raforku við stafrænar merkjasendingar um kapal. Ekkert mál er að taka rafmangið af þeim öllum og þá slokknar á öllu. Það eina sem þá hangir uppi eru öldur ljósvakans (the ether).

Út með þetta allt. Út!

Gunnar Rögnvaldsson, 4.5.2019 kl. 11:40

11 identicon

Þetta er bara nakin staðreynd.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.5.2019 kl. 11:51

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þegar við bjuggum í Danmörku, þá tók ég 5 tonn af beykibrenni á ári. Eitt tonn af beyki jafnast á við hálft tonn af hráolíu í orkugjöf. Samt var hitaveitu og rafmagnsreikningurinn okkar um 80.000 ISK á mánuði. Að vísu var húsið gamalt og illa einangrað.

En í sumum nágrannabæjum neyddust húseigendur til að borga enn meira í nýlegum húsum sínum, því bærinn hafði álpast til að taka upp lífefnamassa brennslu í hitaveitu, og innleiddi svo tengiskyldu á alla bæjarbúa og sú skylda var látin kosta kassann (fast gjald óháð notkun). Þar voru húsin óseljanleg því bara hitaveitureikningurinn var 7000 DKK á mánuði eða 127 þúsund ISK á mánuði árið 2006, fyrir marga húseigendur. Þau hús var ekki hægt að selja. 

Éf ég sé brenniofn í dag þá liggur við að ég öskri. Fimm tonn borin í helvítis ofinn hvern einasta vetur og þar af voru 30 prósent vatn.

Gunnar Rögnvaldsson, 4.5.2019 kl. 11:54

13 identicon

Já, Gunnar, það er undarlegur andskoti ef það verða þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem samþykkja þriðja orkupakkann.  Þar liggur eitthvað grunsamlegt að baki.  Ekkert annað en stundargræðgi þeirra sjálfra, "frelsið" til að ræna þjóðina með boðvaldi "ríkisvaldsins" og með tilstyrk galinna pakk frá Brussel.

Þingmenn og ráðherrar flokksins eru ekki sjálfstæðismenn, þeir eru ofbeldismenn sem ætla að valdnauðga þjóðinni.  Ekkert er fyrirlitlegra í huga kjósenda, ekkert er fyrirtlitlegra í huga þjóðarinnar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.5.2019 kl. 12:38

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nú er reynt að gera það að grunsamlegum hlut ef að einhver núverandi eða fyrrverandi íslenskur stjórnmálamaður hefur skipt um skoðun í þessi bölvaða orkpakkauníðingsmáli Evrópusambandsins. En í millitíðinni hefur heimurinn breyst. Vesturlönd hrundu vegna þess að búið var að njörva þau saman þannig að ef einn banki fór á hausinn þá fóru allir bankar á hausinn. Ef að eitt land gerði sig að helvítisholu þá urðu helst öll lönd að gera sig að helvítisholu líka. Hérna er ágætis svar við því þegar ein þjóð skipti um skoðun á öllum pökkum Evrópusambandsins og fékk bágt fyrir hjá pakkamönnum. Hér er þessu fólki og fjölmiðlabröskurum þeirra með sannleikann svarað fullum hálsi

Gunnar Rögnvaldsson, 4.5.2019 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband