Leita í fréttum mbl.is

Furðu-sáttmáli undirritaður í Aachen, einu sinni enn

Fyrirlestur: George Friedman stofnandi Stratfor og GPF fjallar um framtíð NATO í Búdapest í síðasta mánuði og gerir áhorfendum jafnframt grein fyrir því að Bandaríkin eru afar ólík evrópsku landi

****

Leiðari Morgunblaðsins fjallar að hluta til um það Aachen-mál í dag. Og það tengist framtíð NATO

ALLIR

vita að það var og er NATO sem komið hefur í veg fyrir stríð í Evrópu

Og allir vita að það voru, né eru í dag, hvorki Þýskaland og Frakkland sem komið hafa í veg fyrir stríð á meginlandi Evrópu - og heldur ekki á Balkanskaga, né neins staðar

Það gerði NATO

Hvað er NATO?

Jú, það er alls ekki Þýskaland, og heldur ekki Frakkland

NATO er Bandaríkin

Hvers vegna leggja þá Berlín og París ekki áherslu á NATO. Hvers vegna leggja þau ekki áherslu á það eina sem virkar?

Jú vegna þess að Berlín og París eru ekki Bandaríkin. Það er málið

Bandalag Berlínar og Parísar er fyrst og fremst pólitískt og efnahagslega pervert fyrirbæri. Borgirnar tvær og bandalag þeirra eru dómsdagsvél Evrópu

Eftir seinna stríð þá var það fyrst dómsdagsvélin ERM, og nú síðast evran, sem Sigurður Már Jónsson blaðamaður kom inn á í Staksteinum í gær, þar sem inntakið úr pistli hans var prentað á gildan pappír. Þar fjallaði Sigurður um bók Ashoka Mody: Evruharmleikur í níu þáttum

ESB vs Bernard Connolly

 Dómurinn PDF. Endurútgáfa 2012. Formáli

Málið er hins vegar mörgum mörgum sinnum verra en Mody segir. Það er hringur úr gaddavír, eftir til dæmis Bernard Connolly, fyrrum EMU-sjeff Bretlands í Brussel, sem Brusselveldið gerði útlægan fyrir að segja satt

Berlín og París eru ekkert, og það vita þær. NATO líður því fyrir það-ekkert þeirra

Þær eru núll komma núll

Og af því að Franska þjóðin vill ekki vera það núll sem Macron-forsetinn úr Lotharingia-bankanum reynir að gera hana að, þá segja Frakkar að það sé skandall að þessi sáttmáli skuli hvergi ræddur við frönsku þjóðina - og að texta hans sé hvergi að finna í leynifélaginu Élysée í bunker Berlínar á öxli Lotharingia

Bæði löndin eru margklofin í herðar niður. Þýskaland er ekki eitt land og Frakkland er þverklofið á fransk-þýskum öxli valdastéttar Lotharingia

Þegar maður er ekkert, þá þarf bak manns engar byrðar að bera, nema pennann

Þýskaland og Frakkland á öxli sínum eru því að reyna að eyðileggja það eina sem vikrar: NATO-bandalag fullvalda ríkja

Nauða ég og nauða ef óskin ekki rætist. Aachen er nauð fjósakarlsins Magnúsar á pappír

Fyrri færsla

Níu atriði sem gera Trump eiginlega að Stalín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband