Mánudagur, 23. júlí 2018
Frosti: Ráðaleysið algert meðan landið er selt undan þjóðinni
Segir Frosti Sigurjónsson hér
Áfram Frosti!
Í sumarhefti Þjóðmála 2012 ritaði ég greinina; "Byggðastefna undir sjálfstæðisyfirlýsingu - Vegurinn opnaður vegna jarðarfarar?" Þar sagði ég að sú byggðastefna, eða sá skortur á henni, sem viðhöfð er á Íslandi hafi þýtt og muni þýða eftirfarandi:
Tilvitnun hefst:
Af svona byggðastefnu leiðir:
- Verðbólga verður meiri. Það þekkja þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu því þeir hafa knúið verðbólguna áfram með eins konar hurðaskellum.
- Bólumyndun í hagkerfinu verður eðlilega meiri.
- Nýsköpun verður minni því of margir hugsa eins við svipaðar aðstæður.
- Samkeppni minnkar því svæða- og héraðsöfl landsins eru orðin geld.
- Fjölbreytni minnkar því svo fáir vita um alla möguleikana annars staðar. Þeir eru í hjörð sem bítur gras á sama bala á sama stað.
- Fákeppni innanlands og eignaupptaka fyrir utan ferkílómetrana fáu verður ráðandi.
- Samfélagið verður vanskapað, visnar og gæti veslast upp.
- Landið verður tekið af okkur og aðrir munu nema það
Fólkið verður að sjá tækifæri í byggðastefnu. Það verður að gera það á sama hátt og það sá tækifærin í Reykjavík og fluttist þangað þeirra vegna. Þegar byggðastefna er nefnd á nafn í dag sér fólkið fyrir sér kjördæmapot þingmanna en ekki tækifæri. Og þegar "byggðastefna" er nefnd á nafn utan höfuðborgarsvæðisins sér landsbyggðin einungis fyrir sér brostnar vonir, svikin loforð og hræsni.
Byggðastefna til góðs eða ills
Það er hægt að nota byggðastefnu sem valdaverkfæri til að ná fram ákveðinni þróun og árangri en oftast til að ná fram öðru af tveimur markmiðum:
a) Byggðastefna er notuð til að mynda, styrkja og halda þjóðríki borgaranna saman. Þá er hún notuð sem verkfæri í þágu þjóðríkis borgaranna og til að styrkja það. Byggðastefna er þá lím (ethos) fyrir land þjóðríkis fólks (demos) sem á sér sameiginleg markmið (telos), þ.e.a.s. þann sameiginlega tilgang og markmið sem myndar þjóðríki þeirra.
b) Byggðastefna (í ESB) er notuð til þess að slökkva og til að sundra og þurrka upp þann jarðveg sem þjóðríki borgaranna getur þrifist í. Undir þannig skipulagi og lagaramma er byggðastefna notuð sem eins konar slökkvitæki og verkfæri niðurrifs. Hún kemur inn í samfélag þjóðríkisins sem tundurspillir. Þannig stefna getur einnig komið innan frá úr þjóðríkinu með aðstoð og fyrir tilstilli utan að komandi afla eins og við erum að upplifa í dag sem Evrópusambandsmartröð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna. Tilgangurinn er að sundra, spilla, etja fólki saman og upp á móti samfélagi sínu og koma þjóðríkinu fyrir á biðlistanum eftir engu nema þeim hægfara dauða sem ég kynntist svo vel í dreifbýli meginlands Evrópu.
Tilvitnun endar.
Eftirmáli
Varðandi verðbólguna núna; þá er hún einungis lág vegna innfluttra vinnuþræla í ferðaþjónustu, byggingum og öðru. Íslendingar eru byrjaðir að ESB-geldast og ESB-vanskapast, þökk sé EES-aftökustól ESB. Og verið er að selja landið undan þjóðinni! - þökk sé EES-tengingunni, sem orðin er að martröð. Þetta er að gerast á vakt Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem er minn flokkur. Á ég kannski að þurfa að kjósa Miðflokkinn næst?
Fyrri færsla
Viðskiptastríð ljósmæðra - og Bandaríkjanna
Aðeins einstaklingar geti keypt jarðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:08 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 12
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 129
- Frá upphafi: 1387412
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Tek undir með ykkur Frosta - og það er ekki eftir neinu að bíða.
Ragnhildur Kolka, 23.7.2018 kl. 17:32
Miðflokkurinn mylur undir sig, hægt en örugglega, með dyggri aðstoð frá forystu ríkisstjórnarflokkanna. Forystu sem er svo steingeld orðin í innleiðingarhlutverki sínu, fyrir hönd esb, að hún heldur meira að segja hatíðarfund á Þingvöllum og hélt að fullt af þrælum myndi mæta. Athlægi ársins. Algerir aular, enda hrynur fylgið af þeim öllum.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 23.7.2018 kl. 18:43
Þakka ykkur fyrir.
Halldór Egill - Um hátíðarþingfundinn á Þingvöllum er það að segja hann var ekki hugsaður sem einstakur fólksmassa atburður, heldur sem byrjunin á því að þingið geti komið reglulega saman á þeim helga stað. Það var tilvaldið að reyna að brydda upp á þannig hefð af þessu tilefni. Allir sem vildu fylgjast með þingstörfum á þessum degi gátu það, alveg eins og þeir geta er þingfundur er haldinn í Reykjavík. Og sjónvarpað var frá fundinum.
Eins og Steingrímur J. Sigfússon sagði:
"Alþingi er bundið Þingvöllum órjúfanlegum böndum og Þingvellir Alþingi. Fram hafa komið hugmyndir um á umliðnum árum að hlúa betur að þeirri arfleifð sem tengir Alþingi í dag við hið forna Alþingi á Þingvöllum. Í þeim efnum hefur helst verið horft til þess að setning Alþingis gæti farið fram á Þingvöllum. Það sjónarmið styð ég heils hugar. Hér á Þingvöllum mætti hafa þingsetningarathöfn að vori að loknum reglulegum þingkosningum hverju sinni og skapa því viðeigandi umgjörð í sátt við náttúruna og helgi staðarins."
Mér finnst sjálfsagt að virða það sem vel er gert. Þessi þingfundur fór fram með miklum sóma þökk sé meðal annars Steingrími, - nema að undanskildu geðvilltu úrhraksskrópi Pírata og pressu-trunti veruleikafirrts þingmanns Samfylkingar.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 23.7.2018 kl. 19:33
Sælt veri fólkið! ÉG hef oft hugsað til Frosta eftir að hann hvarf af þingi,svo sárt saknað af sjálfstæðissinnum.Er ekki rétt að ríkisstjórnin skoði tillögur hans um hertar reglur við kaup á jörðum út um landið, -- m.a.eitt af því sem flest okkar höfum áhyggjur af.- Kæri Gunnar,hvað gerum við ef flokkurinn okkar blindast af EE,jafnvel svo að ekki er lengur við neitt ráðið og eftir korter er það of seint! Þurfum þá ekkert að kjósa.
Es; Er ekki Steingrímur snúinn heim?
Helga Kristjánsdóttir, 24.7.2018 kl. 02:31
Áður en við vitum af verðum við landlaus að læra eigin tungumál. En án gríns, hvað ætla þessir technónördar niðri á Alþingi að gera í þeesu? Líklega ekkert eins og venjulega.
Sigthor Hrafnsson (IP-tala skráð) 24.7.2018 kl. 03:14
Þakka ykkur fyrir Helga og Sigþór.
Þetta er sama aula-sauðletin, andvaraleysi, kæruleysi, aumingjaskapur, barnaskapur og vítaverða vanrækslan sem stjórnvöld viðhöfðu þegar bankabólan var að grafa um sig og hrundi svo ofan á þjóðina. Eiginlega á ég ekki eitt orð yfir þetta annað en vítaverð vanræksla og aumingjaskapur. Stjórnvöld virðast orðin veruleikafirrt, getulaus og sinnulaus á ný. Manni langar til að öskra!
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 24.7.2018 kl. 04:40
Góðan dag meistari,hvernig væri að láta það eftir sér? Væri ekki okkar kór áhrifamestur? Aðferðin byggir á létti okkar sviknu með orðlausri áminningu til þeirra sem ábirgð bera. -Öskur hljómar vel á völlum eins og Austurvelli; ÚEBé.
Helga Kristjánsdóttir, 24.7.2018 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.