Þriðjudagur, 26. júní 2018
Styrmir spyr til ormanna í München
Mynd: Sir Anthony Eden. Að ganga í eins konar sambandsríki á meginlandi Evrópu er hlutur sem við í breskum beinum okkar vitum að við munum aldrei getað gert. Framtíðarsaga Bretlands liggur langt handan meginlands Evrópu, sagði hann
Sir Anthony Eden, þá utanríkisráðherra og síðar forsæisráðherra Stóra-Bretlands, sagði í ræðu sinni í Columbia-háskólanum í New York í janúar 1952 að: "If you drive a nation to adopt procedures which run counter to its instincts, you weaken and may destroy the motive force of its action...You will realise that I am speaking of the frequent suggestion that the United Kingdom should join a federation on the continent of Europe. This is something which we know, in our bones, we cannot do...For Britains story and her interests lie far beyond the continent of Europe"
****
"Ég hef hitt þá og þeir eru ormar" sagði Hitler um Neville Chamberlain og lið hans eftir fundinn í München. "Ef ég hitti hann aftur þá mun ég stökkva og berja hann með sinni eigin regnhlíf" sagði hann líka
Til hvers ætti maður að kaupa sér tíma, Styrmir? Tíma til hvers? Tíma til að láta berja sig? En það var það sem Neville Chamberlain gerði. Hann og Frakkland keyptu og gáfu þar með Hitler tíma með því að standa ekki í allar fætur. Hefði Winston verið forsætisráðherra þá hefði Hitler aldrei þorað að gera það sem hann gerði. Og hann gerði það algerlega í óþökk þeirra sem stjórnuðu þýska hernum. Þú ert brjálaður að ætla að ráðast inn í Frakkaland!, sögðu þeir. Ekki gera það, því slíkt er brjálæði sem kostaði okkur milljónir mannslífa og við komumst aðeins 100 kílómetra þá
En Hitler hafði ákveðið sig, vegna einmitt þess að hann sá að þeir voru ormar sem myndu ekki berjast; þrátt fyrir miklu betri heri, hergögn og flest. Hann réðst því inn í Vestur-Evrópu og tók hana alla með svo gott sem engu, nema þá kústsköftum miðað við það sem Bretland og Frakkland höfðu. Þetta hefði aldrei getað gerst ef að Winston S. Churchill hefði verið forsætisráðherra Bretlands þá, því hann var ógn, en ekki regnhlíf. Hann var kallaður "stríðsóður glæframaður sem enginn ætti að hlusta á" - skrifaði danska dagblaðið Politiken nokkrum dögum áður en nasistar hertóku Danmörk á einum degi. Þar missti blaðið þriðjung áskrifenda sinna og beið þess aldrei bætur
Það sama hefði gerst ef toppur Sjálfstæðisflokksins hefði staðið í lappirnar í Icesave. Þá væri hann stærstur í dag, en ekki regnhlíf. Aular? Þeir (toppur xD) keyptu sama eðlis áróður og Chamberlain keypti um Versalasamninginn, sem þrátt fyrir allt var mjúkur barnamatur miðað við það sem Þýskaland ætlaði öðrum ríkjum á þeim tíma
Að loknum dauða 70 milljón manna í Síðari heimsstyrjöldinni, sat Bretland eftir sem hetjudáð hins siðmenntaða heims. Það var eina landið sem barðist frá fyrsta degi til hins síðasta dags styrjaldarinnar. Það var eina landið sem fór í stríð af prinsippsástæðum (take that xD). Það fór í stríð vegna bandamanns síns; Póllands. Og Bretland framleiddi meiri hergögn en Adolf Hitler tókst að kreista út úr landsvæði sem svarar til Evrópusambandsins í dag. Betri skriðdreka, betri flugvélar og betri skip og betri vélar. Bandaríkjamenn fengu stórkostlega hernaðartækni að láni frá Bretlandi, vegna þess að þau tvö ríki voru lýðræðisríki sem treystu hvort öðru, öfugt við einræðisherraríkin, sem treystu engum og sviku alla. Samvinna varð því mikil á milli Bretlands og Bandaríkjanna. Hagkerfi Bretlands var sett á stríðsfót engu líkt, að Bandaríkjunum einum frátöldum. Og það afkastaði ofboðslega, enda fólkið frjálst og barðist fyrir frelsi sínu og annarra, þar á meðal okkar Íslendinga
En að loknum þessum sex árum sem Bretland barðist af snilld og með lágmarksmannfalli, sem er dyggð í stríði, í stað slátrunarmistaka 1914-18, kom landið því sem næst gjaldþrota út úr hildarleiknum. Það skuldaði ofboðslega, enn meira en það sjálft átti útistandandi af stríðsskaðabótum hjá öðrum. Þið vitið hjá hverjum. Pax Britannica var því "búið að vera", héldu allir þá, þrátt fyrir að Bretland væri eina stórveldið í Evrópu. En svo var ekki. Bandaríkin voru alls ekki tilbúin að taka á sig það heimshlutverk sem Bretland hafði á höndum víða um heim. Marshallaðstoð Bandaríkjanna til Bretlands fór því ekki í að endurreisa lif bresks almennings, eins og gerðist á meginlandinu, heldur í borga skuldir og aðstoða Bretland við að gegna áfram hernaðarhlutverki sínu um allan heim, því án styrks og reynslu Bretlands yrði ekki um neina endurreisn neins staðar að ræða (Bretland var þá að nota 8 prósent af landsframleiðslu í varnarmál eftir að "friður" komst á). Það skildu Bandaríkin í einum skínandi dollara hvelli, er bresk stjórnvöld hringdu Vestur um haf í febrúar 1947, til að segja Washington frá því að breska ríkisstjórnin myndi hætta að geta fjármagnað Grikkland gegn yfirtöku kommúnisma, þann 31. mars, eftir tvo mánuði, því peningarnir í breska ríkiskassanum væru einfaldlega búnir. Þá var Bretland byrjað að senda peninga Vestur um haf og þurfti að eiga fyrir þeim. Matarskömmtun lauk ekki fyrr en árið 1954 hjá breskum almenningi og varla er enn lokið við að reisa það við sem þýski herinn fljúgandi á eldsneyti frá Stalín, sprengdi í tætlur í Stóra Bretlandi. Skilaboðin frá Lundúnum um Aþenu ólu næstum samstundis af sér Truman-regluna (d. doktrin) frægu, sem leikmenn kalla start-skot Kalda stríðsins
En Bretland fór samt illa út úr þjóðnýtingarsósíalisma Verkamannaflokksins eftir stríð og því stjórnarfari hans sem gerði útaf við stóran hluta breska iðnaðarins. Því miður. Það var ekki fyrr en kaupmannsdóttirin og barónessa Margaret Thatcher komst til valda að friðþægingunni við sósíalismann að austan lauk í Bretlandi. Og þar að auki ýttu Bandaríkin um tíma Bretlandi út í horn, síðar í Kalda stríðinu, til að þjónkast meginlandi Evrópu
Það er svo eftir rugludöllum samtímans að krati eins og Tony Blair vill að Bandaríkin komi allt í einu og "bjargi Evrópusambandinu" í dag. Mikið skilur sá maður lítið, því Winston S. Churchill og eftirkomendur hans ætluðu Bretlandi ekkert hlutverk í Evrópusambandinu sjálfu, ef svo ólíklega færi að til yrði væg útgáfa af því. Churchill benti aðeins á leið sem gæti forðað meinlandi Evrópu frá því allra allra versta sem steðjaði að því í rústum þess þá og næstu árin. Hann hafði alls enga fullkomnun í huga þegar hann minnist á að viss sameining eða samþætting gæti gagnast. Aðeins var um björgunaraðgerð að ræða að hans hálfu, sem bjarga átti meginlandinu frá dauðanum í rústum þess - og frá Stalín. Það var til dæmis erfitt að koma aðstoð til landa sem höfðu ekki gengisskráningu sem endurspeglaði vissan efnahagslegan veruleika. Enga praktíska reiknieiningu sem hægt var að nota
Tony Blair skilur ekki ormana í Burssel. Hann skilur ekki að Bandaríkjunum er orðið illa við Evrópusambandið vegna þess að það er að eyðileggja Evrópu. Hvorki meira né minna. Þau sjá að sambandið er að sundra Evrópu og að það hefur ekki leyst þau vandamál sem fylgja því að vera til. Svo endilega gala þú nú, mister Blair. Washington hlær og hún skilur bara enn betur en áður um hvaða sjúkdóm er að ræða, er hún sér þig, gala. Það sem Bandaríkin sjá og skilja er að Þýskaland er orðið Evrópu stórhættulegt. Það skilja þeir og sjá. Þeir sjá líka allt hitt. Sjá til dæmis hvaða mann Maastricht og EMU hefur að geyma
Svo nú vinna Bandaríkin að áætlun sem miðast við Evrópu eftir ESB. Hvernig hún verður og hvernig hún virkar eftir ESB. Því Evrópa í klónum á Evrópusambandinu virkar ekki, allra síst fyrir friðinn í álfunni né heldur fyrir viturlegt valdajafnvægi sem gagnast löndunum best
Stóra-Bretland mun líklega spila stórt hlutverk í nýrri strategíu Bandaríkjanna fyrir Evrópu. Og Ítalía líka. Enn er ekki ljóst hvar Frakkland mun standa eftir tvístrun ESB. En í Austur-Evrópu er Charles de Gaulle kominn til valda í mörgum löndum og sá hluti álfunnar verður nýtt varnar- og efnahagssvæði. De Gaulle datt heldur aldrei í hug að gefa fullveldi Frakklands frá sér til ESB-útópíuveldis. Þess vegna er hann kominn til valda í löndum Austur-Evrópu, sem verða líklega Intermarium með Pólland sem nýja Bonn. Í dag hefðu hálf-sovéskir blaðamenn Vesturlanda kallað De Gaulle "fasískan leiðtoga" eða hafandi "fasíska framkomu"! Já þeir eru orðnir blaða-ormar
Sem sagt: München er komin á landakortið á ný. Ekki beint sem ormar, en hún hreyfist samt. Hún er að splitta Þýskalandi í innvortis norður-suður pólitískan gjörning. Bæverska CSU er við það að fella CDU-kanslara Þýskalands úr sæti og hótar að rjúfa berlínarbandið, með því til dæmis að boða sína bæversku pólitík á landsvísu, og afneita berlínarpólitík Merkels. Bæverska útgáfan af íhaldsflokki er búin að fá nóg af Þýskalands-eyðileggingum Angelu Merkels. Þetta kemur væntanlega í ljós á næstu dögum og vikum. En tvöfalt bang bíður Þýskalands til að byrja með; Berxit og Trump
Fyrri færsla
Eyðileggingarafl Merkels að sökkva Þýskalandi
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:24 | Facebook
Nýjustu færslur
- Kristrún að kafna undir Ingu. Kvika blasir við
- Kanslaraefni CDU segist ætla að loka landamærum Þýskalands og...
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 217
- Sl. sólarhring: 221
- Sl. viku: 889
- Frá upphafi: 1391738
Annað
- Innlit í dag: 144
- Innlit sl. viku: 521
- Gestir í dag: 130
- IP-tölur í dag: 127
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Það er allaf svolítið fyndið þegar þú ert að reyna að poppa upp þáttöku Breta í Evrópustríðinu.
Þáttaka Breta einkenndist ekki af neinum glæsibrag.Sameinaður her Breta og Frakka barðist við Þjóðverja í 37 daga,en var þá hrakinn í sjóinn með skömm.
Af einhverjum ástæðum sem enginn skilur enn þann dag í dag,ákvað Hitler að þyrma þeim þar sem þeir stóðu grátandi og klofblautir í Enska sundinu. Líklega hefur aðdáun Hitlers á Bresku konungsfjölskyldunni orðið þeim til lífs.
Þá skriðu þeir niður í loftvarnarbyrgin og dvölddu þar megnið af stríðinu. Þeir lentu reyndar í " hörðum bardögum" í Afríku ,þegar Þjóðverjar sendu herflokk þangað til að leita að olíu.
Breska samveldinu tókst þó að lokum að vinna bug á þessum herflokk,en þó ekki fyrr en herstjóri þeirra hafði verið kallaður til annarra og mikilvægari starfa.
Árið 1944 bárust svo fréttir af því að búið væri að vinna bug á Þýska hernum og þá skriðu Bretar upp úr loftvarnabyrginu og gerðu innrás í Normandy,með 156.000 manna her, í samvinnu við nokkrar aðrar þjóðir.
Þetta gekk með ágætum,enda Franska ströndin einungis varin af 50.000 uppgjafa hermönnum og unglingum.
Þessi innrás var samt ekki með öllu gagnslaus,af því að hún kom í veg fyrir að Sovétmenn eltu Þjóðverja vestur að Atlantshafi.
Ekki svo að skilja að Bretar og félagar hafi haft hernaðarmátt til að stoppa Sovétmenn,en Stalin,sem var friðsamur að elisfari,gerði heiðurmannasamkomulag við vesturveldin um að skifta Evrópu jafnt á milli sín.
Ef Trotskys hefði enn notið við,hefði þetta farið allt öðruvísi. Trotsky var ójafnaðarmaður og hefði án vafa elt vesturveldin allt að Gíbraltar og Bretar hefðu aftur staðið klofblautir í sjónum og reynt að húkka sér far heim.
Þáttöku Breta í stríðinu fylgdi því enginn glæsibragur,en hún var samt ekki með öllu gagnslaus. Hún losaði okkur undan því að lúta stjórn Stalins,en það var ekki mjög eftirsóknarvert hlutskifti eins og við vitum.
Borgþór Jónsson, 26.6.2018 kl. 08:52
Þess má til gamans geta að þessi renna milli Frakklands og Bretlands er kölluð Enska sundið af því að þegar Bretar eru búnir að klúðra stríði í Evrópu synda þeir venjulega heim yfir þetta sund.
Borgþór Jónsson, 26.6.2018 kl. 09:00
Nei, Gunnar, Bretar voru ekki þeir einu sem börðust frá fyrsta degi til síðasta dags í styrjöldinni. Það gerðu a.m.k. Norðmenn líka, það sem unnt var. Yfir 60.000 Þjóðverjar drápust þar á stríðsárunum.
Annars fín grein og áherzlur, það sem ég hef komizt yfir að lesa á hlaupum. Og láttu ekki Borgþór tala niður til þín og Breta, sem voru á mörgum vígstöðvum í stríðinu, m.a. í Norður Afríku og S-Evrópu. Og erfið aðstaða Breta í byrjun var ekki Churchill að kenna, heldur pacifista- og uppgjafarhyggju-einfeldningunum sem höfðu stjórnað landinu á undan honum.
Jón Valur Jensson, 26.6.2018 kl. 14:08
Þakka þér Jón Valur
Ég hélt satt að segja að það kæmi greinilega fram hér að það var friðþægingarstefna Breta og Frakka sem varð þess valdandi að landamæradeilur sem hefðu getað endað með falli nokkur þúsund manna, enduðu með dauða 70 milljón manns. Fælnimáttur Churchills (deterrence) var slíkur og viðhorf hans svo allt annað en Chamberlains, að þannig hefðu málin sennilega endað í stað hnattræns blóðbaðs. Sama friðþægingarviðhorf ríkir á ný á okkar tímum. Enda hrannast óveðursskýin upp, næstum sama hvert litið er.
Þú hlýtur að vita það að hertaka Noregs gerðist ekki á fyrsta degi stríðsins, þannig að Norðmenn börðust ekki frá 1. september 1939 til 2. september 1945. Ekki einu sinni Þýskaland var með til lokadags, því það hafði gefist upp. Bretar eru eina þjóðin sem stóð alla daga stríðsins. Og það var ekki fyrr en naisistar lentu á Winston að þeir réðu ekki við neitt og gátu ekkert nema bremsað.
Ekki ætla ég að leggja það í vana minn að ræða við babblandi örvita eins og Borgþór, svo að sjálfsögðu hef ég sagt síðasta orð mitt við þann blaðurpoka.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 26.6.2018 kl. 15:59
Getur veriđ ađ Skorradalurinn sè of þröngur til bùsetu.?
Borgþór Jónsson, 26.6.2018 kl. 16:31
Hef stundum velt því fyrir mér hvernig Evrópa (jafnvel veröldin öll) liti út í dag hefði Hitler unnið WW2. Held að fleiri mættu velta því fyrir sér.
Kolbrún Hilmars, 26.6.2018 kl. 16:43
Þakka þér Kolbrún.
Mín hugsun er sú að Evrópa hefði þá litið út eins og stórt Austur-Þýskaland. Eða, að innan eins og það ríki var undir stjórnarfarsvaldi Rússlands. Það er einnig sú ályktun sem Sebastian Haffner dregur í pólitískri greiningu sinni í bókinni "Anmerkungen zu Hitler", 1978 (d. "Hitler - en politisk analyse", frá Nyt Nordisk Forlag 1979) sem kom út á mörgum tungumálum. Er hún talin ein besta pólitíska greining á fyrirbærinu Hitler. Það var gömlu dönsk kona sem gaf mér þá bók í Danmörku, en hún hafði lengi búið og starfað í Þýskalandi og vissi vel hversu góð greining Haffners var.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 26.6.2018 kl. 17:24
Sömuleiðis góð grein.
Valdimar Samúelsson, 26.6.2018 kl. 18:21
Það skemmtilega við að lesa skrif Gunnars um þetta tímabil,er að hann virðist ekki vita neitt um þá atburði sem voru að gerast en skrifar þó af mikilli innlifun.
Þetta leiðir svo til þess að hann heldur að Churchill hafi verið aðal áhyggjuefni Nasista. Mánuði eftir Normandy höfðu Bandaríkjamenn ,Bretar ,Frakkar og Kanadamenn komi um milljón manns yfir til Evrópu og voru að byrja sókn gegn Þjóðverjum.
Nokkru áður höfðu Sovétmenn hafið sókn gegn Miðhersafnaði Þjóðverja á 2,4 milljónum manna. Ef þú hefur einhvern áhuga á að skilja hvað var að gerast í þessu stríði getruðu lesið þér til. Það er aldrei of seint að fræðast.
Þessi orusta tók tvo mánuði og bar nafnið Operation Bagration. Þetta var lang stæðsta stríðsaðgerð í síðari heimstyrjöldinni. Í þessari orustu féllu fleiri Þjóðverjar en féllu allt stríðið í aðgerðum Bandaríkjamanna. Jafnframt þessu sóttu Sovétmenn gegn bæði suður og norður hersafnaði Þjóðverja.
Það sem bætti enn á ógleði Þjóðverja var að nokkru áður hafði öllum sjötta her Þýskalannds verið gjöreytt við Stalingrad og Brynherdeildum Þjóðverja veitt svo þungt högg við Kursk að þeir risu aldrei upp úr því aftur.
Þýskir herforingjar lágu ekki andvaka yfir þessum millón nýgræðingum sem sóttu að honum úr vestri. Þeir voru andvaka yfir að Rauði herinn var að mala niður úrvalsherdeildir þeirra í austri með fjögurra milljón manna vel búnum og bardagareyndum her.
Þú ert eins og barn Gunnar. Maður á þínum aldri ætti að vita svona hluti. Svo ef einhver krakkaræfill slysast til að lesa þetta rugl þitt, þá heldur hann kannski út í lífið með þessar óra þína sem veganesti. Þú ættir að skammast þín.
Þú veist kannski ekki heldur að 70 til 75% % af mannfalli Þjóðverja var á austurvígstöðvunum ,eftir því hver telur.
Ég vil þó ítreka að framlag Breta var alls ekki með öllu gagnslaust þó lítið væri. En Churchill var enginn ógnvaldur og framlag Breta var á engann hátt stórfenglegt.
Jón Valur,ég verð að benda þér á að Afríkustríðið var bara minniháttar þar sem Bretar ásamt tíu bandalagsþjóðum sótti fram með 530.000 manna her gegn 450.000 manna her öxulveldanna,sem voru að mestu Ítalir. Þjóðverjar höfðu oft á orði að það væri verra en ekkert að hafa Ítali við hlið sér í orustum. Samt tóku þessar skærur þrjú ár.
Mannfall Þjóðverja í Afíkustríðinu var um 22.000 hermenn og Ítala um 23.000. Þrjú ár.
Ef við berum þetta saman við orusturnar á austurvígstöðvunum.
Stalingrad: 650-700 þús. 6 mánuðir
Moskva:175.000. 4 mánuðir
Rzhev:197.000. 4 mánuðir
Leningrad: 597.000. Þrjú ár.
Bagatrion 381.000 tveir mánuðir.
Það væri lengi hægt að telja.
Í orustunni við Bulge,sem var stæðsta orusta vesturvígstöðvanna var mannfall Þjóðverja 65.000 manns.
Af þessu geturðu séð Jón Valur að átökin á austurvígstöðvunum voru margfalt stærri og allt öðruvísi en á vesturvígstöðvunum.
Churchill var því engann veginn sá ógnvaldur sem Gunnar er að reyna að ímynda sér. Órar hans eru því algert bull sem eiga enga stoð í raunveruleikanum.
Ég hef stundum imprað á að Churchill hafi verið heigull. Sennilega er nær sanni að hann hafi verið raunsær. Hann gerði sér ljóst að Bretar ættu enga möguleika gegn Þjóðverjum fyrr en Rauði herinn væri búinn að draga tennurnar úr Þýska hernum. En það var samt svolítið "lame" að sitja heima og bíða af sér stríðið
Einnig verð ég að benda á að innrásin í Suður Evrópu var ekki gerð fyrr en tveimur mánuðum eftir Kursk,sem var í raun svanasöngur Þýsku hernaðarmaskínunnar. Ég vil því ítreka að þáttaka Breta í styrjöldinn hófst ekki fyrir alvöru fyrr en Þjóðverjar höfðu verið brotnir á bak aftur. Eftir Operation Citadel (Kursk) notaði Þýski herinn aldrei brynsveitir sínar til skipulagðrar sóknar ef undan er skilin minniháttar gagnsókn við Bulge í austanverðri Belgíu.
Hér er tafla sem sagnfræðingar hafa verið að púsla saman um þetta efni. Þar geta menn séð að svo til allt mannfall Þjóðverja á árunum 1941 til 1943 er á Austurvígstöðvunum.
1944 er mest allt mannfall líka þar (85%),en 1945 hafa vesturvígstöðvarnar rétt örlítið sinn hlut,og bera um 40% stríðsins.
Vert er að vekja athygli á að Normandy var 6. júní 1944 ,en það sem eftir er af því ári virðast vesturveldin hafa haft lítil áhrif á stríðið. Ítalíustríðið byrjaði svo sjö mánuðum áður,ef ég man rétt.
Churchill my ass.
Þessi tafla tekur aðeins til mannfalls Þjóðverja. Auk þeirra barðist Rauði herinn við Ungverja,Ítali og Rúmena auk sveita frá Ukrainu,Balkanríkjunum og Norðurlöndunum svo eitthvað sé nefnt.
Vesturveldin tókust á við Ítali ,auk Þjóðverja.
Borgþór Jónsson, 27.6.2018 kl. 00:16
Mér sýnist fljótt á litið af allmörgu að taka í þessum pistli Gunnars Rögnvaldsson þar sem hann gefur pennalipurð sinni lausan tauminn í snúa staðreyndum á hvolf. Læt mér nægja að benda á þá staðhæfingu hans að Bretar hafi smíðað‚ Betri skriðdreka, betri flugvélar og betri skip og betri vélar‘ heldur en Þjóðverjar. Þessu var þveröfugt farið. Sérstaklega á það við um skriðdreka Þjóðverja sem voru bresku skriðdrekunum langt um fremri á alla lund og reyndar þeir bestu í seinni heimsstyrjöldinni yfir höfuð. Flugvélar Þjóðverja voru líka betri að öllu jöfnu. Það var þá helst að Spitfier orustuvélar Breta ættu einhvern jafningja við flugvélar Þjóðverja. Fallbyssur Þjóðvrja voru einnig betri og öflugri. Ekkert orustuskip Breta jafnaðist á við Bimark og systurskip þess Tirpitz. Þjóðverjar voru langt á undan Bretum og öllum öðrum með orustuþotuna og beittu henni í hundraða tali síðasta stríðsárið. Þjóðverjar voru einnig langfyrstir með eldflaugar sem unnt var að skjóta á borgir í mörghundruð kílómetra fjarlægð eins og London sem frægt er orðið (V2). Smíðavélar Þjóðverja voru almennt betri en þær bresku.
Daníel Sigurðsson, 27.6.2018 kl. 01:10
Þakka þér Daníel
Þegar styrjöldin hófst voru þýsku skriðdrekarnir ekki einu sinn með aðal-byssu í turninum. Og þegar ráðist var inn í Frakkland voru þeir ekki betri, heldur var franski Char-B1 langtum betri dreki en það sem Þjóðverjar höfðu þá. Og frönsku flugvélarnar voru langtum betri en þær þýsku þá.
En þar sem andstæðingarnir sátu lamaðir af pólitískri friðþægingu í sínum langtum betri vopnum, þá skipti vopnabúnaður Þjóðverja ekki öllu máli því sá sem efast og efast, hann fyllist skelfingu þegar á hann er ráðist og notar ekki það sem hann hefur. Það mátti ekki styggja Þjóðverja, hafði verið sönglað og tuðað allar götur frá 1923.
Breski Sherman Firefly grandaði hvaða þýskum skriðdreka sem var úr allt að 1,5 km fjarlægð. Og hann þurfti ekki nema einnar klst. viðhald fyrir hverja 10 tíma notkun. Stærstu og öfugustu skriðdrekar Þjóðverja eins og Panther þurftu 10 tíma viðhald fyrir hverja klukkustundar-notkun. Þess utan var framleiðsla þeirra í molum og að mestu á tilraunastigi þegar þeirra þarfnaðist sem sárast.
Allt stríðið gekk stór hluti þýska hersins fyrir grasi (þ.e. á hestum) á meðan Bandamenn voru á olíu. Göring kvartaði við Hitler; "hvar eigum við að fá gras fyrir herinn okkar, herra minn".
Þjóðverjum tókst aldrei að framleiða sprengjuflugvél sem nafni tekur að nefna og þeim tókst aldrei að byggja 4-hreyfla vélar, því þeir kunnu ekki að smíða nógu öfluga og super-chearged mótora. Breska Lancaster bar 10 tonn á fjórum RR-Merlin hreyflum, hlutur sem þýskum gat aðeins dreymt um. Og bresku Spitfire þarf víst ekki að nefna. Þjóðverjum féllust hendur þegar þeir mættu þeim.
Tilraunavopn Þjóðverja voru vissulega athygliverð, en þar sem Bretar fundu upp Radar þá voru dagar þeirra ekki langir. Maður vinnur ekki styrjöld með tilraunavopnum og einu herskipi eða kannski tveimur. En þýsku kafbátarnir voru hins vegar ágætir, en þýsku tundurskeytin langtum verri en þau japönsku.
Hér var aðeins stiklað grunnt á því stærsta.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 27.6.2018 kl. 02:31
Mér finnst þú gera lítið úr því afli sem gerði muninn. Iðnaðarmáttur Bandaríkjanna.
Það voru tonninn sem unnu stríðið . Eisenhower mældi árangur innrásarinnar í þeim einingum. Án Bandaríkjanna var enginn sigur. Þeir fóðruðu heri Breta og Rússa.
Og almenn vanþekking Hitlers og heimska hans orsökuðu stríðið. Þessi bæheimski dáti var gersamlega ófær um að stjórna Þýskalandi vegna menntunarleysis og of mikilla valda.
Þessi hálfameríska fyllibytta var skilgreining Hitlers á Churchill. Og kannski hjálpaði indjánablóðið líka við að gera það sem hann gerði. En það var að gefa öskrið fyrir þjóðina sem átti ljónshjartað að því sem hann sjálfur sagði.
Halldór Jónsson, 27.6.2018 kl. 06:34
Mér urðu á þau leiðu mistök að segja að mannfall Þjóðverja við Stalingrad hafi verið 6-700 þúsund manns
Hið rétta er að tjón þeirra var 300.ooo manns ,þegar sjötta her Þýskalnds og fjórða brynher var eytt.
Afgangurinn skiftist á milli Ítalíu,Rúmeníu og Ungverjalands nokkurnveginn jafnt.
Það getur verið svolítið tyrfið að fara gegnum þessa hluti af því að þeir sem fjalla um þetta nota ekki alltaf sömu aðferðina við að reikna mannfall. Til dæmis er í orustunum sem ég nefni oftast notuð aðferðin að setja fallna og þá sem er saknað í einn pott. Oftast þýddi þetta það sama hvort sem er.
Taflan á hinn bóginn greinir aðeins frá þeim sem voru sannanlega drepnir í átökum. Munurinn á þessu getur oft verið verulegur.
Borgþór Jónsson, 27.6.2018 kl. 07:10
Þakka þér Halldór.
Ég skil vel að þér finnist Bandaríkin vanta hjá mér. Það er vegna þess að færslan fjallar um friðþægingarstefnu Breta og Frakka. Hún fjallar um hvað það var sem gerði það að landamæradeilur sem hefðu ekki þurft að kosta nema líf nokkur þúsund manna, ef menn hefðu staðið í lappirnar, enduðu með að kosta 70 milljón manns lífið.
Samanlagður hernaðarstyrkur Breta og Frakka, Hollendinga og Belga var mun meiri en styrkur Þjóðverja. Það var engin önnur ástæða en friðþæging og massífur áróður um Versalasamninginn sem olli því að staðbundnar landamæradeilur enduðu í hnattrænu blóðbaði. Þegar maður fóðrar ófreskjur á friðþægingu þá enda málin með því að þú ert étinn; jafnvel af litlu skrímsli.
Og það hefur einnig verið landlægt víða að gera lítið úr baráttu Breta, en sem var þó mest aðdáunarverð, því það voru þeir sem stöðvuðu ófreskjuna. En það gerðist ekki fyrr en ógnin Churchill varð forsætisráðherra. Hann sem ein persóna var á við margar herdeildir því hann var ógn (deterrence), en Chamberlain var bara regnhlíf með yfirvaraskegg
Það er vel hægt að skrifa aðra færslu sem einungis fjallar um einangrunarstefnu Bandaríkjanna. Af hverju heldur þú að Japan hafi ráðist á Peral Harbor, Halldór. Jú vegna þess að yfirmenn japanska hersins sögðu að land sem gæti horft aðgerðarlaust á vin, bandamann og ættmenni sín í Bretlandi sprengd sundur og saman án þess að lyfta litla fingri til hjálpar, það land myndi ekki aðhafast neitt þegar þeir, Japanir, gengu frá flotanum í Perluhöfn.
Ef Bandaríkin hefðu gefið Frökkum það sem Bretar gáfu Pólverjum, þá hefði allsherjarfíflið Hitler ekki þorað að hreyfa sig.
Framlag Bandaríkjanna kom svo síðar og skipti öllu máli, en það kom of seint.
Mér líður því betur núna að vita að Donald Trump er kominn í stólinn og hyggst alls ekki friðþægjast við neinn né heldur ala upp nöðrur sér við hlið. Hann er sem betur fer ekki Obama.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 27.6.2018 kl. 16:19
Þakka þér innlitið og góðar kveðjur Valdimar.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 27.6.2018 kl. 18:25
Þú ættir frekar að þakka mér. Ég er sá eini sem er að reyna að mennta þig.
Mennt er máttur,ekki gleyma því.
Borgþór Jónsson, 27.6.2018 kl. 20:35
Þetta er tómt rugl í þér Gunnar að skirðdrekar Þjóðverja hafi ekki einu sinni verið með aðal-byssu í turninum, eins og þú segir.
Þegar herir Þjóðverja ruddust ínn í Belgíu og þaðan inní Frakland vorið 1940 voru þeir með miklu fullkomnari skriðdreka og betri flugvélar heldur en bæði Frakkar og Bretar. Og það þarf blindan mann til að sjá ekki af myndum og skrifum frá þeim tíma að skriðdrekar Þjóðverja hafi ekki verið með aðalbyssuna í turninum. Ég spyr bara: Kanntu ekki annan betri brandara en þennan Gunnar?
Það er hins vegar rétt að sameinaður her Breta og Frakka hafði þegar þarna er skomið sögu fleiri skriðdreka og flugvélar en Þjóðverjar en þó ekki umtalsvert fleiri.
Yfirburði Þjóðerja í betri skriðdrekum fram yfir bandamenn héldu þeir út allt stríðið.
Og yfirburðir orustuflugvéla þjóðverja, eins og Focke-Wulf, fram yfir bestu orustuflugvélar Breta Spitfire héldur þeir líka út allt stríðið. En þar skipti afl mótorsins höfuð máli og tókst Bretum aldrei að minnka muninn hvað það snerti.
Daníel Sigurðsson, 28.6.2018 kl. 01:05
Ekki rétt hjá þér Daníel.
Aðeins 15 af 54 herdeildum Þjóðverja sem réðust inn í Pólland voru vélknúnar. Svo dapurleg var staðan.
Pz.Kpfw eða Panzar1 hafði enga aðalbyssu í turni heldur aðeins tvær vélbyssur og var með aðeins 13 mm brynvörn. Þetta vopn var að mestu gagnslaust nema á myndum.
Næsta kynslóð, Pansar2, var örlítið betri, komst 40 km/h í stað 37 km/h og hafði 2 cm byssu og 30 mm brynvörn á sumum stöðum og eina vélbyssu. En þetta vopn var gagnslaust gegn því sem bæði Frakkar og Bretar höfðu.
Það besta sem Þjóðverjar gátu síðar hóstað upp með og sem gagnaðist þeim mjög vel í skriðdrekar gegn skriðdreka-bardögum var Panzer III. En hann kom ekki í neinu magni sem máli skipti fyrr en eftir innrásina í Pólland og Vestur-Evrópu.
Það var friðþægingin sem var banamein andstæðinga Hitlers, en ekki snilld Þjóðverja né hernaðarmáttur.
Seinni tíma módel Þjóðverja voru ekki góð vopn í stríðsrekstri, sértaklega ekki gegn Rússum.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 28.6.2018 kl. 01:45
Að vísa til innrásarinnar í Pólland Gunnar og gefa lítið fyrir að Þjóðverjar hafi þar aðeins haft 15 vélaherfylki af samtals 54 er skrifað af vanþekkingu. Því með þessum her tókst Þjóðverjum að sigra Pólverja innan tveggja vikna enda stóð megin her Pólverja saman af riddara-herdeildum sem máttu sín lítils gegn brynher Þjóðverja. Bretar og Frakkar töldu hins vegar að Pólverjar myndu geta staðið þeim snúning í a.m.k. tvo mjánuði.
Þú skautar framhjá þeirri staðreynd að vitaskuld var megin her Þjóðverja staðsettur í vestri með bestu skriðdrekana til að bregðast við alvarlegri innrás Breta og Frakka þeim megin ef á þyrfti að halda.
Af því að þér er svo tíðrætt um Panzer lll skriðdreka Þjóðverja,sem þú virðist viðurkenna að hafi verið góðir og a.m.k. hafa haft aðalbyssu í turninum, en gefur hins vegar í skyn að þeir hafi vart komið til sögunnar fyrr en í innrás Þjóðverja í Rússland 1941. Þá skal því haldið til haga að þessir skriðdrekar voru þróaðir á þriðja áratugnum og komu fleiri hundruð þeirra mjög við sögu í innrásinni í Frakkland vorið 1940, sem ásamt öflugum steypiflugvélum Þjóðverja réðu úrslitum í þessu leyfturstríði sem innrásin í Farkkland var. Þrátt fyrir þessa yfirburði í vopnabúnaði Þjóðverja ber að geta frábærrar herkænsku hershöfðingja Þjóðverja og jafnvel herkænsku Hitlers sjálfs (sem er þó umdeild) sem fyrst og fremst fólst í því að beita skriðdrekunum í fremstu víglínu en ekki mun aftar sem Bretar og Frakkar voru fastir í frá því í fyrra stríði, en þar komu að vísu miklu færri skriðdrekar við sögu. Þannig að það þýðir ekkert fyrir þig að reyna að gera lítið úr snilld Þjóðverja sem ætti að vera sæmilega upplýstum manni um sögulegar staðreyndir ljós.
Það er svo hreinlega sögufölsun að halda því fram að þau vopn sem Þjóðverjar þróuðu, framleiddu og beittu gegn Rússum hafi ekki verið góð vopn.
Sumarið 1941 stóð ekki steinn yfir steini í vörn Rauða hersins gegn skriðdreka- og steypiflugvélasókn Þjóðverja. Innan þriggja vikna frá því Barbarossa innrásinni var hleypt af stokkunum höfðu Þjóðverjar náð undir sig gífurlegum landssvæðum vestan stórfljótanna Düna og Dnjepr. Og nánast í Úkraínu einni saman grandað um 1800 fallbyssum Rússa og yfir 3300 skriðdekum og þetta var bara byrjunin. Svo ætlar þú að halda því fram að Þjóðverjar hafi Þarna nánast bara notast við hesta!
En af þvi þú nefndir hestana þá er engin ástæða til að gera lítið úr þeim hluta herja Þjóðverja því að í Rússlandsstyrjöldinni beittu Þjóðverjar um 600 þúsund hestum sem gátu dregið léttari fallbyssur og auðvita flutt til hermenn í hinum meira og minna hálfveglausu landsvæðum Sovét.
En hvernig stóð þá á því að Rússum tókst að snúa taflinu við?
Átæðurnar voru fyrst og fremst þrjár. Gífurlegar frosthörkur á austurvíkstöðvunum haustið !941, þær mestu á öldinni þannig að jafnvel bensínið fraus (mínus 60 °C), sem bjargaðið falli Moskvu. Gengdarlausir hernaðarflutningar Bandaríkjamanna og Breta með skipalestum til Rússlands. Gífurlegt fannfergi og frosthörkur á Stalíngradvígstövunum frá hausti 1942 og fram á vetur 1943 þannig að 6. her Þóðverja króaðist inni því Hitler dróg lappirnar að hörfa til baka. Og í þriðja lagi gengdarlausar loftárásir Breta og Bandaríkjamanna á þýskar borgir.
Nánast fullvíst má telja að Þjóðverjar hefðu klárað Rauðaherinn ef nefndir herflutningar og loftárásir á þýskar borgir hefðu ekki notið við.
Vissulega voru á því undantekningar að þýskar skriðdrekagerðir reyndust ekki vel. Þar skal fyrst nefna hinn risa stóra Ferdinand skriðdreka sem kom við sögu i Zitadelle sókn Þjóðverja í orustunni við Kursk og Orel júlí 1943. Þarna var reyndar aðeins um 200 stykki að ræða en aðal skriðdrekar Þjóðverja voru Panzer lV og Tigris l og ll sem oft er ruglað saman við bilanagjarnan Ferdinand skriðdrekann.
Á þessu svæði voru um 4000 þúsund skriðdrekar Þjóðverja og um 6000 rússneskir staðsettir er orustan hófst. Á viku tíma guldu Rússar gífurlegt afhroð (töpuðu um 900 á móti 200) og leit jafnvel útfyrir að Þjóðverjum myndi takast að gjöreyða skriðrekaflota Rússa. Það var ekki fyrr en Hitler kallaði til heilu skriðdrekafylkin til að bregðast við innrás Bandamanna í Ítalíu í suðri (Sikiley) að Þjóðverjar neyddust á endanum að láta undan síga.
Það er ekki málefnalegt að útmála Hitler sem hálfvita og brjálæðing því hann var hvorugt. Menn geta verið sammála um að Hitler hafi verið illmenni en það þarf ekki að þýða að hann hafi verið brjálæðingur. Það stoðar lítt að reyna að gera lítið úr grimmum þjóðarleiðtogum ef menn ætla að læra e-ð af stögunni. Chamberlain gerði þau mistök við Münchensamningana í september 1938 og talaði við heimkomuna um Hitler sem ósköp venjulegan smáhund.
Mussolini gerði Hitler mikinn óleik vorið 1941 þegar sá fyrrnefndi réðist illa undirbúinn inn í Grikkland og það án þess að láta bandamann sinn Hitler vita. Hitlar neyddist til að koma honum til hjálpar þegar undanhaldið blasti við Mussolini. Þetta þýddi að Hitlar þurfti að fresta innrásinni í Rússland um heilar 6 vikur sem leiddi til þess að vetrarhörkurnar í byrjun vetrar bundu endi á leifturstríð sem átti að vera lokið með sigri Þjóðverja í Rússlandi.
Daníel Sigurðsson, 28.6.2018 kl. 22:53
Þakka þér Daníel.
Sem sagt þú ert búinn að sjá að PZ1 hafði ekki neina aðal-byssu í turni.
Það sem ég er að segja er að það var ekkert í þessari jöfnu eins og hún stóð á aðfararnótt styrjaldarinnar sem sagði að Þjóðverjar hefðu átt að geta gert það sem þeir gerðu. Vopn þeirra voru ekki betri en Frakka og Breta og her þeirra var minni en herir Frakka og Breta.
Þjóðverjum tókst að gera það sem þeir gerðu vegna friðþægingarstefnu Frakka og Breta, en ekki vegna þeirrar nánast sjúku hugsunar þinnar um einhvers konar "yfirburðarmenni" með "yfirburðarvopn" þegar þú minnist á Þjóðverja. Það er bara ekki rétt. Vopn þeirra voru ekki betri og herir þeirra ekki betri.
Þeir hefðu aldrei komist upp með það sem þeir gerðu ef Vestur-Evrópa hefði ekki verið föst í friðþægingarstefnu.
Þú fellur einnig í þá klassísku gildru að segja að vegna þess að Þýskaland er staðsett í "trópíska veðurbeltinu" en ekki í Evrópu, að þá hafi það verið veðrið sem stöðvaði þá í austri, í stað þess að viðurkenna að það var Rauði herinn sem stöðvaði þá og tók þá svo í nefið og braut bak þýska hersins, sem var vanbúinn og útópískur og með hroðalega yfirstjórn.
Þetta er ekki söngurinn sem maður heyrir þegar þýska hagstofan kennir í dag slæmu veðri um fall í landsframleiðslunni, vegna frosta í Þýskalandi. Þá er Þýskaland ekki lengur í "trópíska veðurbeltinu", heldur allt frosið fast, ár og vötn.
Sannleikurinn er sá að græjur Þjóðverja í austri voru ekki nógu góðar og herstjórn þeirra var því síðri og ekkert sem skylt á við einhvers konar yfirburði.
Ég sé að þú ert kominn í stóra letrið aftur Daníel.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 29.6.2018 kl. 00:05
Afsakaðu Gunnar að mér varð það á (án þess að taka eftir því) að stækka aðeins letrið í síðasta innlegginu. Eins varð mér á að segja að Panzer lll skriðdrekinn hafi verið þróaður á þriðja áratugnum en hið rétt er að þeir voru þróaðir á fjórða áratugnum. In den dreissiger Jahren, er sagt á þýsku þegar við myndum segja á fjórða áratugnum. Þannig varð þessi villa til hjá mér í smá hugsunarleysi.
Ég sé að þú hefur ekki lengur áhuga á því að ræða þetta mál á málefnalegum nótum. Í stað þess að viðurkenna sögulegar staðreyndir, sem ég hef rakið hér að framan, brigslar þú mér um sjúka hugsun.
Svona gera aðeins menn sem eru rökþrota.
Daníel Sigurðsson, 29.6.2018 kl. 22:20
Þakka þér Daníel.
Nei nei, ég brigsla þér ekki um sjúka hugsun. En ég viðurkenni að það má ef til vill lesa eina setningu þess sem ég skrifaði þannig. Það var óþarft. Bið ég þig því afsökunar á því.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 29.6.2018 kl. 22:54
Takk Gunnar!
Daníel Sigurðsson, 30.6.2018 kl. 23:20
Fróðleg þessi umræða ykkar Daníels hér, Gunnar.
Daníel er afar fróður á þessu sviði.
Jón Valur Jensson, 2.7.2018 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.