Leita í fréttum mbl.is

R orðinn flokkur Trumps

Líkur fyrir Senat og House


Mynd WSJ: Líkurnar fjara undan fótum sprengju-sjokkeraðra Demókrata - í kosningunum til þings og öldungadeildar þetta árið

****

Sennilega er það rétt hjá Pat Buchanan að Repúblikanaflokkurinn sé nú orðinn flokkur Trumps. Hann var það ekki þegar Trump kom að honum og byrjaði að taka til. Út um glugga flokksins komu kreddurnar um "frjáls viðskipti" fljúgandi (sem aldrei eru frjáls viðskipti), ásamt "opnum landamærum" og þar á eftir kom kenningin um að viðskiptahalli við útlönd, sem þá hagnast, væri bara allt í lagi til lengri tíma litið, en hann er það ekki. Svo kom gjafabúðin NATO og friðþægingin fljúgandi út um gluggana sem Trump opnaði. Þar næst kom massainnflutningur á vonlausu fólki fljúgandi, og vinstrið varð að finna sér nýja skjólstæðinga til að monta góðsemi sína á kostnað annarra með. Og loks var fjölþjóðaisminn settur í hakkavélina (e. multilateralism), París pakkað saman, og þær elítur sem hafa lofslags-tekjur af honum eru nú að kafna úr hneykslun í miðju hakki

Þeir sem halda að þessi málefni snúi sér aftur til tímans fyrir Trump, eru í djúpsvæfingu loftslags sem stjórnmálaflokkar drepast úr

Hvaða lærdóm geta Íslendingar dregið af þessu í "friðsælasta landi heims" sem Bandaríkin halda einmitt friðinn fyrir. Hvar er okkar framlag til NATO. Hvar eru 2-3 prósent landsframleiðslu Íslendinga stödd í NATO? Við montum okkur af friðsemi sem ekki er okkar verk. Og þeir sem í þannig aðstöðu fastir eru í "afvopnun", eru hræsnarar á hæsta stigi. Friður á Íslandi er Bandaríkjunum að þakka, og hann kostar peninga. Mikla peninga

Fyrri færsla

Íslenski sósíalaðallinn að hrynja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gunnar óð grein hjá þér og Pat.

Valdimar Samúelsson, 8.6.2018 kl. 19:32

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið og góðar kveðjur Valdimar.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 9.6.2018 kl. 00:53

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

 Læerdómurinn sem við hefðum átt að vera búin að læra fyrir löngu ,er að það ætti að leysa upp NATO strax í dag.

Síðan Sovétríkin liðu undir lok og NATO varð atvinnulaust ,hefur það ráfað friðlaust um heiminn og reynt að "snapa fæting" ,eins og stundumm er sagt. Það þarf að eyða þessum ófögnuði áður enn hann drepur okkur öll.

Hugsið ykkur bara hvað heimurinn væri miklu friðsælli og auðugri án NATO.

Borgþór Jónsson, 9.6.2018 kl. 01:02

4 identicon

Sæll Gunnar

Trump er kominn með aðra höndina á eignarhaldið í flokknum en hann hefur ekki fulla stjórn á honum enn. Margir eru efins um ágæti hanns innan flokksins og þá aðallega vegna fasískrar framkomu hanns.

Annars er þetta mesta sápuópera veraldar síðan Soap þættirnir voru sýndir á Rúv og er það nú ekki lítið. Merkilegast er líklega að horfa upp á íhaldsmenn að ætla sér að spóla tímanum aftur til 1950 og uppræta þannig sinn fyrrverandi nýfrjálshyggjubandamann, með það að leiðarljósi að koma á hinu fullkomna skipulagi. Hljómar kunnuglega.

Hvað ætli geti farið úrskeiðis þar?

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 9.6.2018 kl. 01:08

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka Gunnar. Sigþór Menn eru og ég man ekki eftir einum forseta í Bandaríkjunum sem hefir verið vinsæll í byrjun en sumir eftir 100 eða 200 ár. Sjáðu Trump tekur á málum með almennri skynsemi. Dæmi morði í skólum og allir hrópa fetir því að afnema byssur eða einhvað á þá leið.

Nei hann vill auka byssur og helst til eldri og ábyrgari skólanema sem er ekki mjög hefðbundið en virkaar. Munum skólamorðin eru ekki honum að kenna og ég er sammála þessari tillögu/lausn hjá honum en bandaríkin og Mexico voru byggðar upp með byssuna sem Peace maker. Mundu líka nú smíða menn byssur með 3D tækni og þá eru ennþá fleiri óskráðar. 

Valdimar Samúelsson, 9.6.2018 kl. 09:01

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég var að skoða veðurspánna Sigþór og mér líkar hún ekki. Hún hlýtur því að vera "fasísk".

Faisimi, nasismi og kommúnismi eru pólitískar hreyfingar 20. aldar sem drápu 150 milljón manns og þær byggðust allar á heiðni.

Fasismi er ekki framkoma. Hann er alræðislegt stjórnarfar sem byggist á banvænni heiðni og einræði, þar sem allir flokkar eru bannaðir nema flokkur fasista.

Það er því í meira lagi geðbilað að standa hér og ræða um frjálsar þingkosningar í Bandaríkjunum með sinn frjálst kjörna forseta, og talandi um "fasíska framkomu". Fasismi er ekki framkoma. Hann er stjórnarfyrirkomulag! 

Þú hlýtur að búa á fremsta geggjunarsvæði Íslands, þ.e. höfuðborgarsvæðinu, Sigþór, því annað kemur varla til greina, nema að þú sért pírati eða eitthvað enn verra perverst rugl af vinstri væng geggjunarstjórnmála dagsins í dag. Nema að þú sért bara grænn.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.6.2018 kl. 14:29

7 identicon

Lol, þú ert meiri húmoristi en þú gefur þér kredit fyrir Gunnar :)

Fasismi er ekki svarthvítur, hann verður til sem þróun, t.d. þegar massífur hópur af hvítum mönnum verða atvinnulausir, það eru kjör aðstæður fyrir original fasisma eins og við þekkjum hann. Fasisismi er undirliggjandi í hugmyndum sumra fyrirtækja um sjálf sig. Þegar einhver heldur til haga sjónarmiði sem er rangt, hvort sem viðkomandi áttar sig á því eða ekki, og hefur áhrif á hagsmuni einhverrar skilgreindrar heildar þá er það vísir að fasískri hugmyndafræði. Þrælahald var tegund af fasisma.

Annars er ég ekki að segja að Trump sé fasisti, hann hefur tilburði í þá átt með yfirlýsingum sínum eins og með að taka hné dæmið þar sem hann gerir fótboltann pólitískann. Hann hefur kastað nokkrum bombum á skólakerfið og börnin sem þurfa óttast að vera skotin af skólafélögum sínum.

Að mínu viti þá er Trump með réttu spurningarnar en röng svör.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 9.6.2018 kl. 19:17

8 identicon

Valdimar

Ég held að byssan hafi verið betri lausn á nýlendutímanum þar sem þetta var meira í takt við raunveruleika. Ég er ekki trúaður á þá lausn. Þeir eru samt hressilega negldir niður með þetta ástand í stjórnarskránni, þannig að byssunum á í raun bara eftir að fjölga. Það eina sem við þurfum að gera er að fylgjast með og sjá hvað gerist.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 9.6.2018 kl. 19:26

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sigþór.

Þú virðist eiga það sameiginlegt með fasistum, nasistum og kommúnistum 20. aldar, að þú ert hættur að geta greint muninn á réttu og röngu.

Repúblikanar vissu að þrælahald var rangt, og því ekki rétt. Þess vegna, með Abrahams Lincoln í fararbroddi, afsköffuðu þeir það og bönnuðu. Það stríð kostaði 500 þúsund manns lífið í hernaði.

Enginn gengur inn í kjörklefa sem hópur af fólki, sama hvað húðlit hópurinn hefur. Þangað inn komast einungis frjálsir einstaklingar, hver fyrir sig og þeir kjósa hver fyrir sig, svo lengi sem þeir fá frið til þess fyrir fasistum, nasistum og kommúnistum.

En nái hins vegar heiðnir fasistar, nasistar og kommúnistar völdum, þá banna þeir frjálsum einstaklingum að fara inn í kjörklefana, því þeir gætu kosið þá fasistana, nasistana og kommúnistana burt.

Þið vinstrimenn verið að læra að komast yfir úrslit kosninga sem ykkur líkar ekki við, án þess að skjóta heilann burt úr höfðum ykkar. Því heiladauðir eru þið orðnir upp til hópa.

Þetta er ekki flókið. Þér er heimilt að líka illa við einhvern, en það þýðir samt ekki að hvorki einstaklingar né hlutir verði x-prósent fasistar, nasistar og kommúnistar og x prósent prósent eitthvað annað.

Fasismi er ekki framkoma. Hann er stjórnarfar.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.6.2018 kl. 20:14

10 identicon

Þetta er nú orðið helst til persónulegt hjá þér Gunnar og verður það bara fyndnara með hverjum drullupollinum sem þú stígur í. Þér er frjálst að hafa þínar skilgreiningar á málum en þegar þú spyrðir mig við loosera þá er það allt annað mál og kallar mig svo drullusokk til vara. LOL !!!

Þú gerir þér mögulega grein fyrir því Gunnar að það sem þú heldur að þú sért að segja um mig ert þú í raun að segja um sjálfan þig. Skömm af því að sjá fullorði fólk haga sér með þessum hætti.

Slakaðu nú aðeins á Gunnar og dragðu andann og teldu upp á 10 áður en þú svara þessu... cool

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 9.6.2018 kl. 20:54

11 Smámynd: Borgþór Jónsson

Af því að þú ert svo viðkvæmur fyrir Trump ,verð ég að byrja að segja að fasískt stjórnarfar Bandaríkjanna er ekki honum að kenna,né hans uppfinning. 

Trump komst til valda af því að hann lofaði að "drain the swamp" eins og hann orðaði það. Ef þetta er þýtt yfit á íslensku,þá þýðir þetta að hann lofaði að losa þjóðina undan fasísku stjórnarfari sem hann réttileg kom auga á að hafði grasserað árum saman. Áratugum saman.

Nú er ógjörningur að skyggnast in í hugskot fólks svo það er enngin leið að átta sig á af hverju Trump ákvað að svíkja kjósendur sína í þessum efnum. 

Tvær kenningar koma helst til greina. Önnur er sú að hann hafi aldrei ætlað að hreinsa til,heldur hafi markmiðið hjá honum verið að komast til valda í mafíunni með aðstoð kjósenda sem voru orðnir þreyttir á ástandinu. Þetta er einn möguleikinn,en mér finnst hann ekki sérstaklega líklegur. Hann virtist einlægur í þessum áformum sínum.

Hin skýringin,sem mér finnst líklegri, er að hann er heigull. Þegar hann stóð frammi fyrir verkefninu ,féllust honum hendur og hann var gleyptur af mafíunni.Trump dáist réttilega mjög af Putin og sennilega hefur hann í draumórum sínum fetað í fótspor hans við tiltekt í stjórnkerfinu.

En Trump er ekki Putin. Fyrir utan að vera heigull virðist hann vera veiklundaður asni sem hefur ekkert í verkfæratöskunni nema kjaftbrúk og ofbeldi. Eins og korktappi flýtur hann stefnulaust á öldunum frá einni vitleysunni til annarar. 

Trump er ekki fasisti,hann er bara frík sem komst til valda fyrir ótrúlegar tilviljun ,í andstöðu við þá sem stjórna Bandaríkjunum. Hann var síðan tekinn í gegn af mafíunni og fær að leggja nafn sitt við þær stjórnarathafnir sem hún samþykkir. Daglega er hann barinn til að halda honum í skefjum. Hann er í rauninni í sömu stöðu  eins og hundur með rafmagnsól. Ef hann gerir eldflaugaárás fær hann hins vegar sykurmola. Þó að Trump sé ruddi gerir það hann ekki að fasista.

Hégómleikinn er eitt af einkennum Trumps. Um daginn sagði Putin að Trump væri "hugrakkur" fyrir að hafa ákveðið að tala við Kim Kóreueinvald. Þetta er eins og maður talar við fimm ára barn.

Trump virðist ekki gera sér grein fyrir að Putin var að draga dár að honum,og lagði strax til að Putin fengi að sitja G8 fundi. Putin var hinsvegar upptekinn á öðrum fundi austur í Asíu þar sem ákvarðanir fyrir framtíðina eru teknar. Trump á hinn bóginn fékk eitt stuð úr ólinni til að leiðrétta hann.

En af hverju er Bandaríska stjórnarfarið fasískt.

Kannski eru augljósustu einkennin að finna í stjórninni. Bandaríkjunum er í dag beinlínis stjórnað af leyniþjónustuni,hernum  og stórfyrirtækjum. Það þarf bara að líta á ráðherralistann og listann yfir aðstoðarmenn Trumps til að sjá það. Þetta ætti að hringja einhverjum bjöllum. Við höfum séð þetta áður.Almenningur á engann fulltrúa í stjórninni.

Það hefur í sjálfu sér ekkert breyst í þessum efnum frá síðasta forseta,nema að núna eru þessu fasísku einkenni augljósari en áður. Ástæðan fyrir að þetta lið er nú sýnilegt í forystunni er sennilega að Trump er svo vanhæfur að þeir þora ekki anað en að vera í æðstu stjórnunarstöðum til að geta gripið inn í ef Trump fer að rása eitthvað. Obama var hinsvegar svo gáfaður að það var hægt að gefa honum skipanir og hann framfylgdi þeim af samviskusemi.

Þegar stórfyrirtæki ,herinn og leyniþjónustan tekur völdin í landi ,er það eitt af því sem er talið upp sem einkenni á fasisma. 

Gunnar fellur í þá gryfju að halda að það sé lýðræði í Bandaríkjunum af því að ráðandi öfl gera út tvo floka,en ekki einn. Þetta þýðir einfaldlega að Fasistar eru orðnir skynsamari en áður.

Þegar svona slys eins og Trump verða,kemur þetta í ljós. Ráðandi öfl í báðum flokum lögðust á eitt til að hemja hann,þar gekk ekki hnífurinn á milli. Nú er komin aftur á ró,svo nú geta þeir aftur látið eins og þeir séur tveir flokkar. Bandaríkjaþing er svo einhverskonar grín,hópur af sílspikuðum mútuþegum sem flestir eru þar til lífstíðar. Það er hreint með ólíkindum hvað þeir eru vanhæfir. Mæli eindregið með að fólk eyði smá tíma í að horfa á umræður þar.

.

Nú erum við orðin sammála um að Bandaríska stjórnkerfið sé í raun fasískt. Þá er að huga að einkennunum á fasísku stjórnkerfi og hvort þau séu fyrir hendi í landinu.

Þau eru alveg augljós á mörgum vígstöðvum.

Augljóslegasta og sennilega versta einkennið eru skoðanamyndandi fjölmiðlarnir. Stundum kallaðir "Main stream media". Þeir eru allir í eigu örfárra manna,sem allir eru kyrfilega innvígðir í mafíuna sem heldur um Bandaríska stjórnvölinn. Þessir fjölmiðlar eru síðan notaðir til að teyma óupplýstann lýðinn út í allskonar ófærur og ævintýri sem fasistarnir taka sér fyrir hendur. Þar eru framleidd heilu leikritin sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum til að stjórnalýðnum og koma í veg fyrir að einhverjir stjórnmálamenn taki kannski sjálfstæðar ákvarðanir. Þeir eru líka notaðir til að teyma þjóðina út í styrjaldir og önnur óhæfuverk á erlendri grund.

Alveg ágætt dæmu um þetta eru herferðirnar sem farnar eru gegn Trump til að halda honum valdalausum. Þar hafa í meira en ár ,verið spunnin heilu leikritin sem eiga enga stoð í raunveruleikanum.

Sama gegnir með Putin. Fjölmiðlarir hafa þar af mikillii elju teiknað upp mynd af manni sem á ekkert skylt við manninn sjálfann. Síðan riðlast þeir eins og yxna beljur á þerrai hugarsmíð sinni,og almenningur heldur í fáfræði sinni að þeir séu að tala um manninn sjálfann.

Einnig er hægt að benda á nokkur dæmi þar sem almenningur er loginn inn í hvert stríðið á fætur öðru. Við höfum séð þetta áður. Eru allir búnir að gleyma því?

Bandarískir fjölmiðlar eru í dag orðnir hluti af fasísku kerfi,en ekki fjölmiðlar.

Lagaumhverfið og dómstólar.

Þegar þú fæðist sem Bandaríkjamaður eru sekur. Allir í Bandaríkjunum eru sekir frá fæðingu ,enda eru flestir þeirra í fangelsi. Allavega hlutfallslega fleiri en nokkursstaða annarstaðar.

Földinn allur af Bandarískum lögum eru svo almenn að það er nánast hægt að túlka þau að villd. Þetta leiðri síðan af sér að allir eru sekir. Cristine Lagarde kom ágætlega inn á þetta í ræðu nýlega. Þar var hún reyndar bara að tala um lagaumhverfi viðskiftalífsins,en þetta er út um allt.

Dómstólar eru sóðan pólitískt skipaðir og eru miskunnarlaust notaðir í pólitískum tilgangi. Við sáum þetta nýlega í dómsmálum sem tengdust tilskipunum Trumps í innflytjendamálum og fleiri málum.Það var hreint með ólíkindum að lesa um þessa úrskurði og hvernig lögin voru teygð til og frá í pólitískum tilgangi. Trump vill hinsvegar ekki breyta þessu kerfi,hann vill bara ná stjórn á því. Setja inn menn sem dæma eftir pöntunum frá honum en ekki gegn honum.

Það var einmitt þetta sem gerði Gestapo og KGB svo hræðileg fyrirbæri. Þegar þú varst kallaður fyrir,varstu alltaf sekur. Þegar þeir horfðu stingadi augum á þig ,vissuðu að þú varst algerlega upp á þeirra náð kominn. Þeir gátu alltaf lokað þig inni af því að þeir höfðu loðin lög sem gerðu þig alltaf sekann. Þessar stofnanir ,sérstaklega gestapo, fóru alltaf að lögum af mikill nákvæmni. Það voru alltaf lög sem métti grípa til.

Mannorðsmorð eru síðan framkvæmd af fjölmiðlum eftir pöntunum. Það er gamla Sovéska systemið.

Að lokum vil ég nefna persónunjósnirnar. Þær eru meiri í Bandaríkjunum í dag en hefur nokkurntíma sést á jörðinnii áður. Ég nenni ekki að tíunda hvað þetta hefur hræðileg áhrif á samfélag,ég held að flestir geri sér grein fyrir því.

Það væri hægt að halda lengi áfram ,en þetta verður að nægja. 

Ég vil benda á að þrátt fyrir augljósa ókostii fasismans leið Þýskum almenningi ekkert illa innan kerfisins. Þegar menn voru ofsóttir var fólki talin trú um að þeir ættu það einfaldlega skilið.Fólkið hafði enga aðrar upplýsingar. Þegar Þýski herinn fór eldi um Evrópu héldu Þjóðverjar að það væri gert í sjálfsvörn. Það var af því að eins og í Bandaríkjunum var Þýska pressan í eigu hernaðarmaskínunnar.

Bandaríska fasistaríkið er líka alltaf í sjálfsvörn út um allan heim. Allur almenningur er orðinn svo illilega heilaþveginn að honum finnst eðlilegt eða hið minnsta ásættanlegt að Bandaríski herinn sé reglulega sendur til annarra landa til að drepa fólk,án nokkurrar ástæðu.

Þessi einkenni eru alveg augljós í Bandarísku samfélagi í dag og að stóru leyti í vestæmum samfélögum þó í minna mæli sé í Evrópu.

Borgþór Jónsson, 10.6.2018 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband