Leita í fréttum mbl.is

Pólland vill fastar bandarískar herstöðvar. Róm brennur

Newt Gingrich talar um nýja bók sína: "Bandaríki Trumps"

****

Mariusz Blaszczak varnarmálaráðherra Póllands staðfesti í gær að hann hefur átt í viðræðum við ríkisstjórn Donalds J. Trump um varanlegar herstöðvar Bandaríkjanna í Póllandi, til að verjast Rússlandi og úrkynjun Þýskalands. Pólland býðst til að greiða tvo milljarða dala til að byggja upp innviði nýrrar bandarískrar herstöðvar í landinu. Um daginn var því lekið (WSJ) að NATO-ríkið Þýskaland ætti aðeins níu bardagahæfa skriðdreka sem landið getur lagt að mörkum til varnar NATO-ríkjum í Austur-Evrópu. Og nú þegar er vitað að Þýskaland á enga orrustuþotu sem flogið getur NATO-leiðangur í myrkri og að framleiðendur varahluta í orrustuþotur Þýskalands eru búnir að loka. Allt þetta á meðan Þýskaland ryksugar Suður-Evrópu gegnum emu og evru og er með stærsta viðskipahagnað nokkurs lands í heiminum - á kostnað Bandaríkjanna og Suður-Evrópu, þar sem Róm brennur nú á þýsku báli

Berlínarvélin í ófriðarbandalagi Evrópusambandsins fagnar því að franskir bankar eigi meira í klemmu í Róm en þýskir, og pressa hennar segir að nú sjáist hin raunverulega ástæða fyrir áhauga Emmanuel Macrons forseta Frakklands á innistæðutryggingum á evrusvæðinu. Berlínarvélin gleymir að sjálfsögðu Target2, sem tifar undir henni í kjallara þýska seðlabankans. Hér er allt við það sama og síðast. Jafnvel forseti Frakklands er nú að læsast einn inni í herbergi í esb, þar sem hann á samtal við sjálfan sig. Hin hreina mey Marine Le Pen, með lykilinn í hendi, stendur fyrir utan og telur niður

Hlutabréfin í Deutsche Bank hrundu niður fyrir 10-evru markið í dag og olíuverð hefur fallið bratt síðustu sex viðskiptadaga

Hér fyrir ofan gerir Newt Gingrich grein fyrir nýrri bók sem hann er að gefa út. Hún heitir: "Bandaríki Trumps". Og í tölu sinni minnist hann á ræðu Mike Pompeo á sama stað daginn áður, þar sem utanríkisráðherrann segir að Bandaríkin hafi mánuðum saman varað esb-ríkin við því að þau verði að velja á milli viðskipta við annaðhvort Íran eða Bandaríkin. Þau geta ekki átt viðskipti við bæði. Newt Gingrich segir að Evrópa verði að gera það upp við sig hvort hún vilji leggja egg sín í frjálsum hluta heimsins eða í hinum kúgaða hluta hans

Newt leggur einnig til að bandarískir námsmenn stofni sjóð sem fjármagnað getur lögsóknir á hendur háskólakennurum fyrir kenna þeim lygar

Newt segir að Watergate sé aðeins teskeiðarfylli miðað við það Atlantshaf sem Demókratar hafi brotið af sér gagnvart framboði Donalds J. Trump, bæði fyrir og eftir kosningar. Það mál sé svo óhugnanalega stórt að fólk kafni næstum því þegar það loks skilur það

Fyrri færsla

Evran nýr Hitler í evrópskri fleirtölu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Pólverjar eru alltaf jafn lánlausir. Þeir virðast alltaf hafa lag á að stilla sér upp við hliðina á töpurunum og bakstunguliðinu.

Þegar Nasistarnir voru á hátindi glæsileikans, fóru Pólverjar á gæsagangi með þeiminn í Tékkoslóvakíu til að verða sér úti um lebensraum. Þannig byrjuðu þeir heimstyrjöld sem átti eftir að verða þeim þung í skauti.

Það verður mér alltaf hulin ráðgáta af hverju Pólverjar voru að dindlast með Nasistum. Hitler var svo sem ekkert að fara í launkofa með hvað beið þeirra. Eina skýringin er að taumlaust hatur Pólverja á Rússum ,villti þeim svo sýn að þeir fóru á gæsagang með þjóðinni sem fyrirleit þá meira en nokkrir aðrir og vildi drepa þá. Það virðist vera að Pólverjar hafi í einfeldni sinni haldið að þeir gætu einhvernveginn hirt mola af borði nasistanna þegar þeir færu austur til að sækja sér auðlindir og þræla. Makalaust.

Nú er þetta að gerast aftur. Pólverjar sem eru enn einn ganginn komnir í gírin til að endurheimta Pólsk-Lítháenska samveldið hafa stillt sér upp gegn nágrannaþjóðunum ,með hnignandi heimsveldi.

Það verður ekkert Pólsk-Litháenskt heimsveldi aftur. Það eina sem Pólverjar sitja uppi með ,er milljarða dollara reikningur fyrir gagnslaust drasl ,og 25% hærra orkuverð heldur en nágrannaríkin. Það er eins og að það séu engin takmörk fyrir sjálfseyðingarhvöt þessar aumingja þjóðar. Þessi nýja Tékkoslovakía II  á eftir að enda illa fyrir þá.

.

Vandamál Bandaríkjanna er ekki Demokratar. Vandamálið er að Bandaríkjin hafa áratugum saman verð gegnrotin af spillingu. Mútugreiðslur, þjófnaðir og lygar hafa grasserað neðanjarðar eins og sveppur. Annað slagið gægist þessi viðbjóður upp á yfirborðið eins og er aðgerast núna, í þessum átökum glæpagengja sem er eiga sér stað þessa dagana.  

Nú hefur þessi rotnandi skítahaugur sagt veröldinni stríð á hendur.Það vantar orðið eldsneyti til að kynda ófriðarbálið og viðhalda gerjuninni í safnhaugnum. Haugurinn er orðinn næringarlaus og þarf nú að draga að sér ,jafnvel enn meiri næringu frá öðrum íbúm veraldarinnar.

Nú fyrst eru þess einhver merki að ráðamenn heimsins geri sér grein fyrir hvað vandamálið er orðið stórt og að það er ekki lengur hægt að hundsa það.

Eins og í aðdraganda síðari heimstyrjaldarinnar ,þá hafa þjóðir reynt að bjarga sér hver fyrir sig  með því að reyna að friða ófreskjuna á kostnað nágrannanna. Nú er held ég flestum nema Pólverjum orðið ljóst að þetta er ekki hægt. Pólverjar eru alltaf síðastir til að fatta.

Nú er bara að taka fram poppkornið og horfa á hvað gerist.

Borgþór Jónsson, 30.5.2018 kl. 10:46

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gunnar Góð Grein... Borgþór þú hefir nokkuð rétt fyrir þér eða alla-veganna 99% en sérðu Trump er á fullu að reyna að laga þessi spillingarmál og hingað til hefir það gengið vel hjá honum. Gingth segir að fólk verður að hjálpa. Hann nýtir fólkið með sér og veit að þetta gengur ekki nema fólkið sjálft styrki hann. Ég er sammála í þeim efnum. Það er rétt póllandar voru kallaðir polack í Ameríku. He is a Pollak á niðrandi hátt en ef þeir ganga í lið við Trump þá vinna allir og við eigum að gera það líka...  

Valdimar Samúelsson, 30.5.2018 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband