Föstudagur, 25. maí 2018
Þýskaland og Kína sameinast í kamarklúbb
Mynd (skeið): Hinir fyrirlitlegu. "Ég vissi að þetta myndi henda mig. Þeir ætluðu aldrei að leyfa mér að verða forseti". Hvað hefði fólk sagt ef Davíð hefði sagt svona og þar með kennt kjósendum um
****
Bæði eru löndin komin á kamar því allsherjar-kúnni heimsins, Bandaríkin, eru kominn með "deplorable" Trump og hætt að svífa um á gólfdreglinum Obama
Bæði Þýskaland og Kína, þessi útflutningsháðustu ríki veraldar, ásamt Rússlandi, eru gengin í salernisfélag og funda nú saman á kínverskum kamri, eftir blóm og rússneskar smákökur handa Merkelínu í Sochi. Bæði eiga það nú sameiginlegt að vera mjög illa við Bandaríkin
Útflutningsháðasta ríki heimsins, Þýskaland, er með stærsta viðskiptahagnað nokkurs lands veraldar (tæplega 300 milljarða evra) eða níu prósent af landsframleiðslu. Hann rúmlega tvöfalt þverbrýtur esb-reglurnar sem Þýskaland heimtar að aðrir fari eftir. Þessi hagnaður er tilkominn vegna gengisfölsunar með evru, 17 ára innvortis gengisfellingar og með því að ríða um heiminn á bökum minna megandi ríkja esb. Nú þegar Merkel lendir í Kína til skrafs og ráðagerða er landið loksins að komast í réttan félagsskap, sérstaklega eftir kökuboð Pútíns
En nú er Þýskaland einu sinni enn að hrynja. Það er einu sinni enn byrjað að kenna öllum öðrum en sjálfu sér um allt. Bandaríkjahatur er að verða einna mest í Þýskalandi af öllum ríkjum álfunnar. Gyðingahatur er orðið daglegt brauð á götum landsins. Og það er ekki falið lengur, heldur er öskrað á Gyðinga að þeirra staður sé í gasklefanum á ný, og yfirvöld gera lítið úr málinu. Gyðingar eru hvort sem er að fara segja þau og yppa öxlum
Vesalingur-kanslari þess hleypti milljónum af framandi fólki inn í álfuna og er nú í gangi með að berja nágrannaríkin í austri til að taka við þeim. Hún bjó til slógan sem sagði "við getum þetta" og minnir það bæði efnis- og upphrópunarlega á gamalt slógan Austurþýska Kommúnistaflokksins. En hún getur þetta greinilega ekki og er því byrjuð að berja nágranna sína, eins og síðast, og þar á undan, og þar á undan því líka - og svo koll af kolli
Þetta er kölluð vélin í esb. Sögulega hefur hún sveiflast á milli öfga til vinstri og hægri og aldrei getað hvílt í friði innan landamæra sinna frá því að Þýskaland varð til. Allt sem landið kemur nálægt breytist í Suðurríkjasambandið eða The Confederacy, sem Abraham Lincoln og U.S. Grant buðu í plokkfisk. Sama yfirstéttarheimspekin ræður för; "Við, þýskumælandi, erum hinn hreini stofn sem Rómarveldið sigraði aldrei og við erum því óaðlöguð lægra settum skríl". Svo nú er Evrópusambandið orðið að Confederacy þar sem Þýskaland er þrælahaldarinn og yfirstéttin. Og það er ekki einu sinni lygi
Ekkert í Evrópu getur orðið eins og Bandaríkin. Og ef Bandaríkin væru eins og Þýskaland, Rússland eða Kína, þá væri algerlega ólíft í heiminum í dag. Útför Evrópusambandsins fer því fram núna. Banamein þess voru útópískar lygar, blekkingar og Þýskaland. Það styttist í bálförina
Níu bardagahæfir skriðdrekar Þýskalands gegn Pútín! Slíkt er ekki gert nema af fullum ásetningi. Níu!
Í dag: Evran er fallin um sex prósent gagnvart Bandaríkjadal á einum mánuði og skuldatryggingaálag á ítalska evru-ríkið er nú meira en þrisvar sinnum hærra en á krónuríkið Ísland, þ.e. á ríkissjóð íslenska lýðveldisins. Og enn einu sinni nálgast hlutabréfaverð í Deutsche Bank AG ekki neitt. Það stendur í rúmlega 10 evrum í dag og hefur fallið um 42 prósent á síðustu 52 vikum og fellur enn, þrátt fyrir boðaðar uppsagnir á 10 þúsund starfsmönnum í vikunni. Verðið á einum hlut í DB var 120 evrur á fjármálabóluárum ECB-aukaseðlabanka Þýskalands. Verðlagningin á bankanum fer bráðum að svara til innihaldsgæða þýska hagkerfisins
Hráolíuverð er nú hrunið um rúmlega 11 prósent eða rúmlega átta dali á tunnuna síðan á þriðjudag, því komið er í ljós bandarískir olíubrunnar pumpa hraðar upp en hægt að flytja afurðina á markað, eins og ég nefndi um daginn að um tímabundið flutningavandamál væri að ræða. Ljóst er því að verðhækkun undarfarna 12 OPEC- og Rússlandsmánuði fær ekki að standa í friði. Það var engin grunnur fyrir þeirri verðhækkun. OPEC og Rússland hafa misst verðvopn sín að mestu. Birgðahald er að stóraukast
Fyrri færsla
Ör væntingar þýska kanslarans til vina sinna
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:24 | Facebook
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 32
- Sl. sólarhring: 62
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1389068
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 254
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Þegar stundin rennur upp verða þessir 9 skriðdrekar ásamt 12.000 skriðdrekum Putins nóg til að losa Evrópu undan hernámi Bandaríkjanna.Ég held að Belgía eigi líka 3 til að leggja í púkkið.
Borgþór Jónsson, 25.5.2018 kl. 13:16
Varðandi verðlækkunina.
Þú fylgist ekki nógu vel með.
Verðlækkunin stafar af því að Putin ákvað að auka framboðið á olíu um milljón tunnur á dag til að koma í veg fyrir að hátt olíuverð dragi úr heimshagvextinum. Það eru til menn sem sjá fram fyrir tærnar á sér,þó þeir finnist ekki í Ameríku í dag.
Borgþór Jónsson, 25.5.2018 kl. 20:53
Ha ha ha Borgþór. Og hvað skyldi nú hafa valdið þessari fréttatilkynningu úr aðalstöðvum rússneska og arabíska hjálpræðishersins? Þessi tilkynning er ætluð þér Borgþór, svo lestu hana vel, skildu ekkert og geymdu hana á helgum stað.
Gunnar Rögnvaldsson, 25.5.2018 kl. 22:33
Takk Gunnar, við erum nokkuð sammála.
Haukur Árnason, 26.5.2018 kl. 00:08
Ég get ekki tekið ábyrgð á fáfræði þinni. Reyndu að fylgjast með.
Borgþór Jónsson, 26.5.2018 kl. 02:08
https://www.nasdaq.com/article/oil-prices-drop-on-potential-increase-in-opec-output-20180523-01382
Lestu þetta geskur,þá skilurðu kannski eitthvað í því sem er að gerast. Reyndu svo að missa ekki athyglina meðan þú ert að lesa kaflann um að væntanleg framleiðsluaukning OPEC er að lækka olíuverðið.
Það er líka lítillega minnst á aukna birgðastöðu í Bandaríkjunum ,en ekki í samhengi við verðlækkun.
Þessi aukna birðastaða hefur engin áhrif á verðlag af því magnið er svo lítið, og það er ekki offramboð á markaðnum.
Þessi aukna birgðastaða er sem nemur einnar klukkustundar og tólf mínútna framleiðslu á heimsvísu. Olíuverð breytist ekki þó að það finnist olía sem endist í eina klukkustund og 12 mínutur.
Öðru máli gegnir ef menn eiga von á að heimsframleiðslan aukist um 365 milljónir tunna á ári. Það hefur áhrif.
Borgþór Jónsson, 26.5.2018 kl. 02:40
Borgþór.
Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía eru stærstu olíuframleiðendur í heims. Þeir eru langt langt fyrir ofan alla aðra í framleiðslu. En nú ber svo við að um þessar mundir eru Bandaríkin að verða heimsmeistarinn í þessari grein og þar með heimsins stærsti olíuframleiðandinn.
Og ekki nóg með það þá eru Bandaríkin líka að verða heimsins stærsti útflytjandi af olíu, sem eru stór tíðindi, því heimamarkaður þeirra sjálfra er engin smásmíði miðað við hina tvo framleiðendurna.
Það sem hefur gerbylt stöðunni miðað við áður, þegar OPEC og Rússland gátu stundað verðkúganir í krafti stærðar sinnar, er ný vinnslutækni í Bandaríkjunum sem nú hefur náð svo langt að break-even staðan (núllstaða) i mýmörgum tilfellum brunna er komin niður í 15-25 dali á meðan Rússland þarf í heildina um það bil 80-100 dala olíuverð til að vinnslan í heild skili þeim tekjum í ríkiskassann. Og fyrir Sádi-Arabíu er staðan orðin svo erfið vegna hátækniframleiðslu bandarískra einkafyrirtækja, að olíusjóður þeirra er tómur innan þiggja ára, takist þeim ekki að halda verðinu nægilega uppi. Og samsvarandi sjóður Rússlands stendur afar illa, miðað við áður.
Strategía Rússlands og Sádi-Arabíu síðustu 12 mánuði var að reyna með öllum tiltækum ráðum að takmarka framboð og ná verðinu upp í þeirri von að eitthvað gæfi sig í ferlunum vestra með auknu flökti á áhættu. En það gerist ekki og Bandaríkin eru að taka kúnnana frá hinum tveimur, þrátt fyrir að framleiðslumagn þar vestra sé óstöðugra vegna örari breytinga í öllum geiranum en annars staðar í heiminum, tækniframfarirnar í Bandaríkjunum eru svo miklar og innviðir þurfa að breytast svo hratt, til dæmis flutningsgeta leiðslukerfa.
Það kom því sem áfall fyrir OPEC og Rússland að olíuútflutningur Bandaríkjamanna skyldi ná þeirri ótrúlegu stærð fyrir nokkrum vikum síðan að nema 8,3 milljón tunnum á dag. Þessar fréttir, þvert á allar spár, komust til eyrna OPECs og Rússlands á þriðjudaginn var, og hún leiddi af sér þá ákvörðun að Borgþóri skyldi send fréttatilkynning um stöðu hjálpræðisherja hans.
Hér má sjá ágætis graf sem sýnir olíuútflutning Bandaríkjanna í gegnum tíðina, þ.e. í sögulegu samhengi: U.S. Exports of Crude Oil (þúsundir tunna á dag)
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 26.5.2018 kl. 07:47
Þakka þér innlitið Haukur.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 26.5.2018 kl. 07:58
Hér má sjá síðustu núllstöðu-könnun Dallas-Fed (break-even landslagið).
Gunnar Rögnvaldsson, 26.5.2018 kl. 09:09
Nasdaq er nú engin perssónuleg þjónussta fyrir mig. Þeir eru meira á heimsvísu.
Yfirlýsingarnar hjá þér eru stórkallallegar að venju.
Eftir að Bandaríkjameenn leyfðu olíuútflutning ,jókst hann að sjálfsögðu,en þeir eru ennþá tiltölulega litlir og verða aldrei stórir. Það stafar að mestu af því að framleiðsla þeirra er ekki samkeppnisfær við aðra framleiðendur í verði. Bandaríkjamenn eiga meiri olíu sem þeir gætu nýtt,ef verðin væru hærri.
Árið 2017 voru Bandaríkjamenn í 13 sæti sem olíuútflutningsríki örlítið neðar en Venesúela. Mér skilst að með því að beita Venesúela hefðbundnu ofbeldi ,hafi þeim nú tekist að komast upp fyrir þá. Hlutur Bandaríkjammanna á heimsmarkaði er um 2% ,Rússa 11% og Sauda 16%.
Eitthvað hafa gleraugun verið skökk á þér þegar þú fannst út að útflutningur Bandaríkjanna hafi farið í 8 milljónir tunna. Ef þú lítur á töfluna sérð þú að útflutningur þeirra hefur aldrei farið yfir 1,7 milljónir tunna ,en það gerðist í Oktober 2017. Útflutningurinn hefur síðan dalað aftur.
Bandaríkin eru því minniháttar aðili á heimsmarkaði,en hafa verið að leika sér með niðurgreidda olíu á heimamarkaði.Þeir flytja inn margfalt meiri olíu en þeir flytja út,svo ef þeir vilja auka útflutning þurfa þeir að kaupa þá olíu frá Rússslandi.
Þú lifir í einhverjum gömlum Amerískum draumi félagi.
Þeir dagar eru liðnir að Bandaríkjamenn drottni yfir olíuframleiðslu heimsins. Kínverjar eru nú lang stæðstu olíuinnflytjendur í heimi og hafa velt Bandaríkjunum úr þeim sessi. Seljendur þurfa nú í vaxandi mæli að taka tilliit til þeirra í aðgerðum sínum. Sú þróun er rétt að byrja.
Að auki hafa heimskulegar ákvarðanir núverandi og síðasta forseta Bandaríkjanna orðið til þess að áhrif þeirra á heimsframleiðsluna fara minnkandi.
Bandarískum olíufyrirtækjum er í vaxandi mæli bannað að taka þátt í erlendum olíuverkefnum og þau tapa stöðu sinni. Gasprom Neft ,hirðir svo molana einn af öðrum fyrir lítinn pening og er nú orðið stæðsta orkufyrirtæki heimsins. Velti Exxon af þeim stalli fyrir tveimur árum ,minnir mig. Þvílík stjórnviska. Maður er algerelega gáttaður.
Til að reyna að halda hlut sínum hafa Bandaríkjamenn gripið til hefðbundinna kúgunaraðgerða,en það hefur algerlega mistekist og raunar snúist upp í andhverfu sína. Spaugilegasta dæmið um þetta er sennilega Yamal LNG stöðin í Rússlandi.
Amerikönskum fyrirtækjum bauðst að vera aðili að þessu verkefni,en þess í stað bönnuðu stjórnvöld þeim það og reyndu allt sem þau gátu til að koma í veg fyrir að stöðin yrði reyst.
Stöðin var reyst eftir sem áður og Bandarísku fyrirtækin misstu bisnissinn. Þau fengu líka sérstakann aukavinning í formi þess að nú er Bandarísk LNG framleiðsla engan veginn samkeppnisfær í Evrópu og Asíu. Þvílík stjórnkænska.
Nú stendur til að reysa aðra slíka stöð,hinumegin á skaganum sem er ætlað að þjóna Evrópu. Og aftur eru Bandarísk fyrirtæki ekki með.
Yamal stöðin er ákaflega skemmtileg gullmylla af ýmsum ástæðum.Fyrst og fremst af því að Yamalskaginn er í raun risavaxinn gastankur sem er ódýrt að tappa af.
Í annan stað er útihitastigið. Einn aðal kostnaðurinn við LNG er að kæla gasið. Flesta mánuði ársins er Yamal gasið langt undir frostmarki þegar það fer inn í kælipressurnar. Að auki er hagkvæmni kælikerfa sem vinna í köldu loftslagi margfalt meiri en gerist í heitu loftslagi. Þau eru ódýrari í smíðum og nota minni orku.
Þetta er gullmylla sem enginn getur keppt við.
.
Þetta sýnir okkur að það eru einhverskonar vanvitar sem stjórna Bandaríkjunum.
Þeim er þó nokkur vorkunn ,af því að hlutirnir hafa breyst mjög hratt. Fyrir 10 árum hefðu Bandaríkjamenn ekki átt í neinumm vandæðum með að stoppa svona verkefni.
Í dag hafa þeir misst mikil áhrif,og svona hagkvæm verkefni fá framgang hvað sem þeir segja.
Eins og Putin segir stundum
"Hundurinn geltir en lestin heldur áfram"
.
Rússar stjórna alfarið olíuverðinu í dag. Ástæðan fyrir þessu er,að þeir þola lægsta olíuverðið. Þetta er öllum ljóst.
Rússneski ríkissjóðurinn kemst af með 40 dollara olíuverð og Rússnesku olíuframleiðendurnir eru með "Brake even" frá 9 dollurum til 14 dollara. Úthafsolían er nokkru dýrari. Rússnesku fjárlögin eru í dag stillt á 40 dollara olíuverð.
Ef bandarísk og Saudi Arabísk yfirvöld haga sér ekki skikkanlega ,þá fer Putin með olíuvereðið niður í 40 dollara.
Þá gerist tvennt. Í fyrsta lagi fer Bandaríski fracking iðnaðurinn á hausinn eins og hann leggur sig. Þetta má glöggt sjá á stöplaritunum sem þú póstaðir.Ekkert Bandarískt svæði er með brake even undir 50 dollurum.
Saudar eru aftur á móti með lágt brake even í sinni framleiðslu,en eru svo háðir skatttekjum af olíu að þeir þurfa lágmark 80 dollara til að komast af.
Þetta vita allir.
Þetta er ástæðan fyrir að Rúsar keyrðu upp framleiðssluna 2014 þegar olíuverð var lækkandi. Þeir voru að sýna hver ræður og hvaða afleiðingar það hefði að ógna þeim. Það tókst ágætlega ,og nú tipla menn á tánum í kringum Rússneskann olíuiðnað.
Á síðasta ári kallaði Putin alla Saudi Arabisku hjörðina fyrir sig til að lesa þeim pistilinn ,og árétta við þá að dagar þeirra sem ráðandi aðila á olíumarkaði væru taldir.
Putin heimtaði að þeir kæmu allir,líka kokkarnir. Hann vildi vera öruggur um að skilaboðin kæmust skilmerkilega til skila. Það var frekar aumkunarvert að sjá Saudana sitja eins og skólakrakka andspænis Putin og taka við fræðslunni. Þeir dröttuðust síðan heim aftur eftir að hafa keyft smávegis af vopnum til að sefa reiði Putins. Síðan hefur ekkert til þeirra sprst.
.
Ég held að það sé bjart framundan. Það er aftur að komast á samkeppni í stað Bandarískrar kúgunar,og það mun koma okkur öllum til góða. Kúgun er aldrei góð.
Eina hættan er að Bandaríkjamenn reyni aftur að ná yfirhöndinni með ofbeldi sem gæti drepið okkur öll. Þess vegna þarf að tóna þá niður í rólegheitum eins og er verið að gera í dag.
Borgþór Jónsson, 26.5.2018 kl. 11:26
Svo er hér stutt fræðsluerinndi fyrir þig um Rússneka hagstjórn,flutt af Cristine Lagard á stæðsutu ráðstefnu heimsins um efnahags og öryggismál. Þessi ráðstefna er haldin árlega í Pétursborg.
Aftur eru Bandaríkjamenn og helstu fylgifiskar þeirra ekki með. Þeir eru í þann veginn að verða búnir að skjóta algerlega af sé lappirnar að þeir komast væntanlega ekki á ráðstefnuna. Líka við Íslendingar. Það þarf væntanlega að bæta aðgengi fyrir fatlaða á svæðinu.
https://youtu.be/cM0mOYWEYWE?t=112
Borgþór Jónsson, 26.5.2018 kl. 11:40
Gunnar 5 stjörnur fyrir þessa grein. Eru þá ekki Putin og Trump að vinna að því sama og vinaþjóðir. Trump spilar svona en þetta er pókerspil og engin fær að vita hvaða spil hann er með.
Ég vissi fyrir nokkrum árum byrjuðu bandaríkjamenn að flytja út olíu en það var eftir að Obama? stjórnin ákvað að blanda alkóhól í bensínið en þá kom á daginn að það var ekki til nóg að alkóhóli svo olíufélögin áttu ekki selja óblandað bensín. Hvað með það mér líst vel á að Þýskaland fái vel á baukinn og helst að Putin skreppi inn í Þýskaland og taki smá til á þeim bæ.
Við eigum að kaupa olíu að BNA.
Valdimar Samúelsson, 26.5.2018 kl. 13:31
Valdimar,ú ættir ekki að gefa Gunnari stjörnur nema hann hafi unnið fyrir þeim.
Þetta er ekki staður þar sem má verðlaun ,bara fyrir að vera með.
Hann fær þó eina stjörnu fyrir að átta sig á vondum áhrifum Evrunnar á ríki Suður Evrópu, einkanlega.
Borgþór Jónsson, 26.5.2018 kl. 17:45
Hann fær samt 5 stjörnur enda á hann það skilið Borgþór og þú líka færð nokkrar,;-)
Valdimar Samúelsson, 26.5.2018 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.