Leita í fréttum mbl.is

Ný innheimtustofnun Þýskalands heitir evra og esb. Völdin á höfum veraldar

Dr. George Friedman leggur fram óþægilegar staðreyndir

****

Höfin og völdin

Forseti Frakklands er að leggja af stað í heimsókn til Nýju Kaledóníu, sem er franskur eyjaklasi í Suðvestur-Kyrrahafi. Þar búa 270 þúsund manns sem greiða munu atkvæði um sjálfstæði eða ekki sjálfstæði frá Frakklandi í þjóðaratkvæðagreiðslu í nóvember. Þjóðaratkvæðið gæti í reynd snúist um að vera áfram hluti af Frakklandi, ellegar að verða brátt Kínversk nýlenda. Ástralía leggur mikið upp úr því að Frakkland sinni Nýju Kaledóníu vel, til þess að varðveita vestræn áhrif í heimshlutanum. Hún hefur lagt sitt á þær vogarskálar með því að láta Frakka um smíði nýrrar kynslóðar kafbáta fyrir ástralska sjóherinn. Þannig reynir Ástralía að toga franska lýðveldið sterkar til heimshlutans, en Frakkland ræður yfir stærstu efnahagslögsögu heimsins

Í athugasemdum við frétt í síðustu bloggfærslu um skyndilega endurræsingu Norður-Atlantshafsflota Bandaríkjanna, veltum við einnig fyrir okkur því sem er að gerast, eða ekki að gerast, á Kóreuskaga. Það skemmtilega við höf heimsins er að þau fljóta úr og í hvort annað. Það sama gildir um athafnir manna á höfunum. Þess vegna er mikilvægt að ráða höfunum, því þá ræður maður hver fær að ráðskast með eða ráðast á hvern, eða ekki, sjóleiðina

Kórea: sameining við Japanshaf?

Málin á Kóreuskaga eru komin á vissa hreyfingu vegna þess að Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur, þvert á elítuálit sérfræðinga veraldar, sýnt diplómatíska hæfileika og forðast hernaðarátök, þó svo að hann haldi á stórri sleggju. Ef Kórea verður eitt ríki á ný (sem ég trúi ekki á að geti gerst á næstu árum) þá yrði það eitt mesta herveldið í Austur-Asíu. Og sú sameining gæti orkað mjög svo tvímælis á þann hluta heimsins. Við það myndi valdajafnvægið í Asíu riðlast og þar með einnig á nokkrum höfum heimsins í leiðinni. Bandaríkin hafa tvenn lífsmikilvægi:

1. Bandaríkin yfir Atlantshaf og öfugt.

2. Bandaríkin yfir Kyrrahaf og öfugt.

Viðskipti yfir leið-2 fóru fram úr viðskiptum yfir leið-1 árið 1984

Jón Þórhallsson spyr: Ef að Kóreu-ríkin sameinast hver yrði þá þeirra líklegasti óvinur?

Svar: Sjálft samrunaferlið yrði hættulegasti óvinur Kóreu. En ef við gefum okkur að sameining geti gengið friðsamlega fyrir sig, þá er það Kína sem yrði hættulegast fyrir sameinaða Kóreu, því Kína myndi reyna að toga Kóreu á sporbraut umhverfis sig, og nota það sem stuðpúða eða hjálendu, eins og Rússland reynir að hafa samband sitt við Úkraínu. En fyrir Kína er um enn meira að ræða þar sem Kórea er með aðgang út á Japanshaf og getur spilað úr þeirri stöðu gegn Kína, ef svo ber undir. Að öllu óbreyttu yrði sameinuð Kórea með fjórða stærsta her heimsins og þar að auki kjarnorkuvopnaveldi, ef landið óskaði þess

Jón Þórhallsson spyr aftur: Það hlýtur að vera stóra spurningin hvort að Kórea sem eitt ríki gæti sameinast um 1 forseta í næstu forsetakosningum? Ef svo; hvort yrði sá forseti meira hallur undir Suður-Kóreu, Bandaríkin eða Kína?

Svar: Mikilvægasta spurningin er herinn, eða réttara sagt herirnir. Tveir öflugir herir sem miðað hafa gerræðislegum vopnum á haus hvors annars í samfellt 70 ár. Kosningar eru eitt, en hverjum munu tveir herir fylgja og treysta. Hvernig á traust að geta skapast til að leggja þá niður og stofna nýjan, því sameinuð Kórea þarf vissulega á öflugum her að halda. En það verður að vera bara einn her, ekki tveir. Kosningar eru hér frekar litið mál miðað við þetta. Hvernig á að skapa traust til að leggja niður varnirnar gegn hvor öðrum. Annar helmingur er heilaþveginn og hinn er stjarfur af ótta við heilaþvegna fátæklinga sem nærst hafa á hata Suðrið í 70 ár

Mín skoðun er sú að algerlega er óvíst hvort þetta geti yfirhöfuð gerst. Það þarf svo mikið hugrekki til. Hugrekki stjórnmálamanna. En þjóðin er samt sterk, það hefur hún sýnt í 70 ár. En sameiningar þjóða geta þó stundum endað alveg hroðalega illa, eins og sést á Yemen. Meira að segja er sameining Þýskalands svo ömurleg að landsframleiðslan í austurhlutanum er enn ekki nema 70 prósent af því sem hún er á hvern mann í vestri. En samt tala menn um "vel heppnaða" sameiningu þar. En það gera hins vegar ekki þeir Þjóðverjar sem lögðust gegn henni og þeim aðferðum sem yfirvöld beittu

En svo ég svari spurningu þinni um "Suður-Kóreu, Bandaríkin eða Kína" þá er það þannig að kóreanska þjóðin hefur ekki þraukað í 70 ár til þess svo að renna undir hæl Kína. Það hefur hún ekki gert. Hún krefst sjálfsákvörðunarréttar og ætlar að ráða sér sjálf. Flestum þjóðum í nágreni Kína er illa við Kína. Víetnamar óska til dæmis frekar eftir bandarískri nærveru heldur en kínverskri, þrátt fyrir Víetnamstyrjöldina.

Sameinuð Kórea mun finna þá bandamenn sem gagnast henni best. Stundum hefur það verið Japan, þrátt fyrir sögulegar mótsagnir í þeim efnum. Og Kórea hefur stundum ráðið yfir stórum hluta Kína í langri sögunni. Ég tel víst að Bandaríkin myndu gagnast þjóðinni ef sameiginlegir hagsmunir eru skoðaðir. Því án Bandaríkjanna væri um lítið nema holu í jörðina að sameinast núna, því 50 sinnum ríkara Suðrið er afrakstur þeirrar samvinnu

En hvort að Norðrið líti þannig á málin er óvíst. En ætli þeim báðum vanti ekki öryggisaðstoð og siglingafrelsi meira en þeim vantar viðskiptaleg samskipti við Kína, til lengri tíma litið. Framtíð Kína er mjög svo svört. Ég tel víst að Kína líti sameiningu Kóreu afar illum augum. Hún hentar þeim illa, því þeir eiga á hættu að missa Norðrið sem stuðpúða sem hallur er undir alræðislegt stjórnarfar, sem er morkinn hornsteinn Kína

Það er nú það. Ég þakka fyrir spurningarnar. Þær eru aðalsmerki hinna Heilögu ritninga Vesturlanda, sem kenna ungdómnum að spyrja spurninga í anda Ísraelsríkis hins forna. Grikkir tóku Sókrates hins vegar af lífi fyrir að spilla ungdómnum með því að kenna honum að spyrja. Gamla og Nýja testamenti Biblíunnar standa enn fyrir sínu: Þau eru Vesturlönd = framfarir, vísindi, velmegun og heimspeki

Ný innheimtustofnun Þýskalands heitir ESB og er evra

Í nágrenni okkar hér heima á verndar- og áhrifasvæði Norður-Atlantshafsflota Bandaríkjanna -og á meðan Rússland undirbýr næstu aðgerðir í Austur-Evrópu- er að koma betur og betur í ljós að Þýskaland notar nú Evrópusambandið og evruna sem innheimtustofnun, bæði fyrir fjárhag og sívaxandi völd. Síðasta innheimtustofnun Þýskalands hét Þriðja ríkið (og það gerði á sínum tíma pakt við Rússland). Wolfgang Munchau bendir á að Þýskaland geti brátt orðið eins og sú Rúmenía sem Nicolae Ceausescu skildi við þegar almenningur tók hann af lífi: þ.e. land í rúst með hagnað á fjárlögum. Við skulum ekki minnast á viðskiptahagnað Þýskalands við umheiminn, því hann er svo pervers:

"Mr Scholz ambition is to push the budget into a surplus of 1 per cent of GDP or higher. Such a surplus would, over time, eradicate all public debt. At that point Germany will have reached ordo-liberal utopia: it will have become like Nicolae Ceausescus Romania, which boasted a surplus of $9bn in 1989, just before the dictator was overthrown"

og

"But, after having done the numbers, their conclusion is that Scholz is now unofficially shifting the fiscal target from Wolfgang Schäubles "Schwarze Null" to a "Schwarze Eins" - from a fiscal surplus of a little over 0% of GDP, to more than 1%. The idea is that Scholz wants to go down in history as the Red Hawk, as they call him, the biggest deficit hawk in modern German history. We would like to add to this observation that the SPD supported the austerity policies chancellor Heinrich Brüning in the early 1930s. The SPD embraced Keynesian policies in the 1940s and until the 1970s, but has now returned to its pre-Keynesian roots"

Eurozone core CPI apríl 2018

Skjáskot: Kjarnaverðbólgan á evrusvæðinu. Tölur 4. maí 2018

Nýtt Þriðja ríki er í smíðum og það heitir Evrópusambandið, þar sem foringinn er uppskriftin að einræðinu. Ég vona að Frakkland taki brátt tappann úr þessari vitleysu áður en hún leggur meginlandið í rúst. Því rúst er það að verða, því ekkert gengur með að koma kjarnaverðbólgu evrusvæðis upp að yfirlýstu marki ECB-seðlabankans, sem í reynd er aukaseðlabanki Þýskalands

Eftir örvunaraðgerðir upp á þrjár billjónir evra er kjarnaverðbólgan aðeins 0,7 prósent eftir sjö ára barning seðlabankans, langt langt undir markmiði ECB. Og þegar næsta kreppa sem er að skella á evrusvæðinu kemur, þá getur sá seðlabanki ekkert gert til að bjarga neinu, því hann sjálfur er að sökkva. Vextina getur hann ekki lækkað því þeir eru engir. Þeir eru hrikalegir faldir skattar sem eru að drepa heimilin á evrusvæðinu. Lágir vextir eru faldir skattar á heimilin því þau eru stærsti lánveitandinn í hagkerfunum. Og þeir rústa líka framleiðni, því ókeypis peningum er fjárfest í þvælu, og þeir halda ónýtum fyrirtækjum á lífi

Framleiðini í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu - WSJ

Mynd WSJ: Þróun framleiðni í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu hins vegar: The Riddle of the Eurozone Missing Inflation

Fyrri færsla

Bandaríkin endurræsa Norður-Atlantshafsflotann


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband