Leita í fréttum mbl.is

Svefngenglar koma ekki af stað styrjöld

Auðlegð þjóðanna: Nýjasta stálstykkið á 1700 miljarða króna hóf sjópróf sín í fyrra. Þetta er enn eitt bandaríska ofurstálstykkið í röð ellefu slíkra. Aðeins 153 ár eru liðin frá því að Bandaríkin lágu í rústum borgarastyrjaldar. Ekkert annað ríki mannkynssögunnar hefur ráðið ríkjum á öllum höfum jarðar samtímis. Millistéttin er hryggsúlan

****

Fyrri heimsstyrjöldin skall ekki á vegna fyrst og fremst svo kallaðra "pólitískra svefngengla"

Kerfislægar styrjaldir verða fyrst og fremst vegna þess að ný ríki (veldi) eru að ryðja sér til rúms í veraldarhafinu. Og svo einnig vegna ríkja (velda) sem eru að sökkva í hinu sama pólitíska hafi heimsins

Fyrri heimsstyrjöldin varð vegna þess að þrjú ný ríki voru að ryðja sér til rúms í heiminum: 1. Japan, 2. Þýskaland og 3. Bandaríkin. Önnur ríki (veldi) voru þvinguð til hliðar og það gekk ekki þegjandi og hlóðalaust fyrir sig. Þegar skipan heimsmála riðlast, þá er um meiriháttar afleiðingar að ræða

Allir sem hugsuðu hefðu átt að vita að stofnun Þýskalands 1871 myndi hafa stórkostleg áhrif á önnur ríki í Evrópu og á heiminn allan. Það sama gildir um Japan. En það sem skipti mestu máli voru hin nýju Bandaríki Norður-Ameríku í vestri

Frá lokum borgarastyrjaldar Bandaríkjanna 1865 og á næstu 40 árum þróuðust þau úr stríðshrjáðu landi, yfir í að framleiða helming alls þess sem framleitt var í heiminum árið 1900. Já, stríð geta stundum leyst mál. Þarna urðu Bandaríkin ein ósundrandi þjóð. Blek á pappír á borð við sjálfstæðisyfirlýsingar býr ekki til þjóðir. Það gerir hins vegar blóð, sameiginlegar þjáningar og trú, saga, tungumál og áföll

Ris Bandaríkjanna kostaði önnur ríki stöðuna sem heimsveldi. Og það voru Bandaríkin sem í fyrsta skiptið í mannkynssögunni sendu milljón manns úr nýja heiminum yfir í gamla heiminn til að koma í veg fyrir að ein pólitísk eining myndi ráða yfir samfelldum landmassa frá ströndum Atlantshafs til Kyrrahafs, sem ógnað gæti hinu nýja lýðveldi Bandaríkjanna með tvennum vígstöðvum. Þetta endurtóku þau stuttu síðar í seinni fasa sömu styrjaldar

Í dag eru það bæði sökkvandi og rísandi ríki (veldi) sem móta söguna. Evrópa er að anda út sínum síðasta anda sem fyrrverandi ofaní fyrrverandi safn velda á borð Egyptaland hið forna. Evrópa réði heiminum í samfellt 500 ár. Sá tími er liðinn núna

Rússland er að sökkva sem síðasta veldið í Evrópu sem einhver áhrif hefur í sínum heimshluta. Með falli Sovétríkjanna féll síðasta veldi Evrópu sem hafði áhrifavald um allan heim; þ.e. heimsáhrif. En Evrópa hefur ekki lengur neitt heimsáhrifavald í neinum mikilvægum málum. Það er rétt svo að um heimshlutavald er að ræða, þegar menn nefna Evrópu á nafn. En án Bandaríkjanna getur Evrópa ekkert, því Evrópa er ekki eitt-ríki og getur ekki orðið eitt-ríki og verður aldrei eitt-ríki. Þannig er staða Evrópu orðin í dag

Og nú virðist tími Rússlands og Þýskalands kominn til að hverfa af sögusviðinu sem heimshluta-veldi. Það mun ekki ganga þegjandi og hljóðalaust fyrir sig. Ekkert getur stöðvað þetta ferli, sýnist mér

Næstu 500 árin í mannkynssögunni verða í nafni Bandaríkja Norður-Ameríku. Austurhvel jarðar, gamli heimurinn, er að brotna upp í pólitískar öreindir

Í síðustu færslu spurði ég: "Er það kannski einber tilviljun að gengi gjaldmiðla Rússlands, Tyrklands og Írans (Sýrland-potturinn) er á hraðri niðurleið, gagnvart Bandaríkjadal?

Ef þetta er ekki tilviljun, hver skyldi þá samnefnari þessa sameignlega gengisfalls þessara þriggja gjaldmiðla vera?"

Svarið er þetta; Þessi þrjú ríki eru andsnúin Bandaríkjunum. Það er það sem er að gerast. Slíkt er heimsáhrifavald Bandaríkjanna að erfitt er að sameinast gegn þeim. Það kostar. En hér er ekki um vísvitandi aðgerð af hálfu Bandaríkjanna að ræða. Heldur er þetta einungis dæmi sem sannar hvað það getur kostað að sameinast gegn Bandaríkjunum. Markaðurinn hugsar sitt og leitar í skjól tilvistarlegs öryggis. Slíkt pólitískt tilvistaröryggi er nú aðeins að finna á Vesturhveli jarðar í dag. Og svo mun verða um langa framtíð. Austurhvelið -gamli heimurinn- er að brotna upp

Almenningsálit hefur aldrei verið áhrifavald í heiminum. Það er eins og andvari eða goluþytur. Soft-power er einungis háskóla-fetismi til að breiða yfir ekkert-vald. Mjúkt-vald án raunverulegra valda er ekkert-vald

Fyrri færsla

Landgönguher í Japan endurreistur. Gengisfall ríal. Suðan í Sýrlands-pottinum. Þokubakkar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband