Leita í fréttum mbl.is

Landgönguher í Japan endurreistur. Gengisfall ríal. Suðan í Sýrlands-pottinum. Þokubakkar

JGSDF Marines taka til starfa í Sasebo 7. apríl 2018

Mynd Reuters: Frá vígsluathöfn landgönguliðs Japans í Sasebo þann 7. apríl 2018. Heimahöfn USS Wasp er einnig í Sasebo

****

Japanska ríkið, sem telur 6852 eyjar, þar sem búið er á 430 þeirra, hefur nú endurreist landgöngulið sitt. Þetta er í fyrsta sinn sem Japan starfrækir slíkt herlið frá lokum Síðari heimsstyrjaldar. Vígslan fór fram við hátíðlega athöfn í Sasebo á Kyushueyju, sem er þriðja stærsta eyja landsins. Sasebo er í Nagasakisýslu, ef svo umsýslulega má að orði komast

Stofnstærð landgönguliðsins er um 2100 hermenn og er einungis um byrjun að ræða. Byrjunarhlutverk japanska landgönguliðsins er að verja fjarlægar eyjar suðvestur af meginlandinu, miðja vegu á milli Japans og Taívan. Í kjölfar Tohoku-jarðskjálftans 2011 kom fram mikil gagnrýni á stjórnvöld vegna vanbúnaðar í björgunarstarfi og hefur hún átt sinn þátt í endurreisn landgönguliðsins. En meginástæðan er auðvitað blöðruhálsbólgnun einræðisherradæmis Kína og þróunin á Kóreuskaga

Mynt Írans fellur hratt

Íranski íslams-ríalinn er nú fallinn um 25 prósent gagnvart Bandaríkjadal frá því í janúar. Síðustu daga hefur því sem næst öngþveiti ríkt á gjaldeyrismarkaði landsins. Seðlabankastjóri Írans kennir Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum um að hafa fingur með í gengisfallinu

Ný mótmæli, nú vegna yfirvofandi vatnsskorts, eru komin af stað í Íran og ekki hjálpar gengisfallið við innflutning á matvælum, sem koma til með að vanta ef vatn til ræktunar er of lítið. Borgarstjóri Teheran, sem talinn var "umbótasinnaður", hefur sagt af sér í annað sinn og uppsögn hans samþykkt

Íslamska byltingarherlið Írans hefur nú komið sér fyrir með fastar herstöðvar í Sýrlandi og þar með lagt íranska landbrú frá Íran til Miðjarðarhafs. Um þá brú flæða hergögn til árása á Ísrael með aðstoð liðsafla sem Íran hefur í vösum sínum í Sýrlandi, Líbanon og á Gazasvæðinu. Sjía-útlendingahersveitir Írans hafa þjálfað um 200 þúsund manna herlið í Sýrlandi, Írak, Líbanon og Yemen

Ánægja almennings í Íran með gang mála í landi sínu, er ekki beinlínis í takt við fjáraustur Írans í nýtt persneskt heimsveldi - í sívaxandi kapphlaupi við stofnun nýs Tyrkjaveldis, undir Súnní-íslam. En íslam er lárétt þokubakka-stjórnmálatrúarhreyfing sem virðir ekki lóðrétt landamæri ríkja sem viðhafa lóðrétt stjórnskipulag, og þar með lýð-ræði þjóðríkjanna upp úr Biblíu Vesturlanda

Lækningin við þokubökkum ólögmætra heimsvelda

Ekkert annað rit heimsins en Biblían innihélt uppskriftina að þjóð-ríkinu og stjórnarfari sem haldið er fyrir sig, innan lóðréttra landamæra þjóðríkis, þar sem konungurinn má bara vera konungur yfir sinni eigin þjóð, en ekki öðrum þjóðum. Í Biblíunni er þjóðin grundvöllur samfélags manna og heitir hann þjóðfélag

Þau, þjóðfélögin, bera uppi allt sem í dag er kallað "samfélag", og sem að mestu snýst um sósíalisma og nýmarxisma. Þessi svo kölluðu "samfélög" vil ég helst losna við að þurfa að halda uppi. Fyrir mig er þjóðfélag fínt og nóg. Þjóðfélagið er besta og göfugasta félag mannkynssögunnar. Þjóðfélagið er það eina sem virkar þegar Marx-Lenín-salernissetan brennur og fer í þrot með sitt andskotans "samfélag". Fánar samfélaga eru ávallt með hamar og sigð, rauða stjörnu eða hakakross. Til fjandans með þá. Einu félögin sem ég er í er þjóðfélag Íslendinga, þjóðkirkja þess og Sjálfstæðisflokkurinn. Aldrei geng ég í "samfélag"

Rússar, Tyrkir, Írarnir og Sýrland

Samsæti þessa þriggja fasa hersetuliðs, þrátt fyrir innbyrðis hatur þeirra á hvor öðrum í rústum Sýrlands, er nú haldið saman með sameiginlegri fyrirlitningu þeirra á Bandaríkjum Norður-Ameríku, en sem Kúrdar líta á sem mögulegan bjargvætt. Þessir þrír aðilar hafa svo gott sem enga sameiginlega hagsmuni. Tyrkir þola ekki Rússa og vilja þá burt upp fyrir Svartahaf. Rússar þola ekki Tyrki því þeir geta lokað Svartahafi og híft sig upp Balkanskaga, þar sem Rússar þykjast þurfa tilvistarleg ítök. Tyrkir þola ekki Írani af öllum mögulegum og ómögulegum ástæðum og það sama gildir um Írani, sem þola heldur ekki Rússland vegna til dæmis hernáms Rússa á norðurhluta Írans í Síðari heimsstyrjöldinni. Og Rússland veit hvaða stærð Íran er í túnfæti þess og öfugt. Þarna sitja þessir þrír aðilar saman í potti og brugga hvor öðrum launráð. Og innan skamms mun brugg þeirra sjóða upp úr pottinum sem þeir sitja naktir í

Fyrri færsla

Alþjóðleg fyrirtæki byrjuð að leka (þó ekki rússnesku hlátursgasi) [u]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Er það kannski einber tilviljun að gengi gjaldmiðla Rússlands, Tyrklands og Írans (Sýrland-potturinn) er á hraðri niðurleið, gagnvart Bandaríkjadal?

Ef þetta er ekki tilviljun, hver skyldi þá samnefnari þessa sameignlega gengisfalls þessara þriggja gjaldmiðla vera?

Gunnar Rögnvaldsson, 11.4.2018 kl. 23:26

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gunnar Góð grein og sérstaklega með biblíuna og þjóðfélögin. Ég er 100% sammála því og ég tilheyri líka Íslensku þjóðfálaginu og vil að þjóðir haldi sér frá afskiptum af öðrum þjóðfélögum. Ég las ekki fyrir löngu að meira að segja Sameinsuðuþjóðirnar gáfu út tilskipun eða ábendingu um að þjóðir ættu að sjá um sig sjálfar en las þetta ekki ýtarlega.

Valdimar Samúelsson, 13.4.2018 kl. 14:01

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Valdimar.

Skynsamlega mælt.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.4.2018 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband