Leita í fréttum mbl.is

Drög að bráðabirgðastjórn komin í Þýskalandi?

Úr Þýskalandi berast þær "fréttir" að stjórnarmyndun tveggja pólitískra andstæðinga hafi tekist, gegn þeim sem eru enn meiri andstæðingar flests þess sem þeir tveir flokkar standa fyrir, eða í vegi fyrir, allt eftir því hvernig menn líta á stjórn-málin þar í landi, sem er öll Evrópa núna, að minnsta kosti eftir hádegi og fram eftir nóttu, alla ársins daga

Látið er líta svo út að flokkur Merkels hafi þurft að "gefa eftir" fyrir "kröfum" sósíaldemókrata, svo að blaðamenn skrifi einmitt það í skrifum sínum, til að auðvelda flokksmeðlimum SPD að afsaka fyrir sjálfum sér af hverju þeir í komandi atkvæðagreiðslu, eigi að svíkja þá sem kusu flokkinn í þingkosningunum út á loforð formannsins, um að fara ekki í enn aðra ríkisstjórn með pólitískum andstæðingum hans, því flokkurinn er einmitt núna að hverfa af yfirborði jarðar vegna tólf ára þannig hjónabands

Þetta kák gleypa svo kallaðir blaðamenn að sjálfsögðu og kák þetta halda þeir því að haldi bara endalaust áfram. En svo er alls óvíst, því um sjálft líf þýska sósíaldemókrataflokksins er hér að ræða. Flokkurinn er að verða undir í samsteypusamsæri tveggja Líberalistaflokka um völdin. Sossar hafa gleymt rótum sínum með öllu og kristilegir demókratar eru fornleifar af því sem flokkur þeirra átti einu sinni að snúast um. Kristilega heitið á þeim flokki jaðrar við kímnigáfu kölska um sjálfan sig og ekkert demókratískt er við þann flokk lengur. Pólitískt lögmætt demos hans er kyrfilega svikið, fyrir ekkert demos Evrópusambandsins, sem hefur heldur ekkert ethos og allra síst neitt telos. Flokkurinn hýsir ekkert af stofnsáttmála hinna Heilögu ritninga þjóðríkja Vesturlanda. Lítið nema slæmt hefur komið út úr Þýskalandi frá stofnun þess 1871, sem var fölsk, þó svo að sjálft demos þess sé nokkuð pólitískt lögmætt

Wall Street Journal skrifaði í gær að SDP hefði byggt flóttaleið inn í stjórnarsáttmálann, með því að krefjast rétts til endurskoðunar hans eftir tvö ár. Ef það er rétt, þá er hér um bráðabirgðastjórn að ræða. Það besta sem gamla ESB-elítan gegn fólkinu í Þýskalandi getur hóstað upp, eftir 27 ára hörmungareið hennar yfir Evrópu

Ef ég væri Angela Merkel þá myndi ég í það minnsta fá mér annan jakka, því þessi sem hún á var, er og verður alltaf fúll

Fyrri færsla

Þýska stemmingin gerbreytt; en bara ekki í "ríkisstjórn"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband