Leita í fréttum mbl.is

Þýska stemmingin gerbreytt; en bara ekki í "ríkisstjórn"

ZIL

Mynd: Flokkstákn þýskra sósíaldemókrata; limosína með innbyggðri "ostpolitik"

****

Eins og ég skrifaði um í gær, hefur meiri-hluti þegar fjarað undan þýskri "grand-samsteypu" þýskra sósíaldemókrata og kristilegra fornleifa demókrata, áður en hún gat myndast. Fornleifar kristni eru af sérfræðingum sagðar sjást enn á einni röntgenmynd í sjúkraskrá flokksins. En hvað um það..

Hverjum hefði fyrir fjórum árum dottið í hug að sitjandi Bandaríkjaforseti hefði það í hendi sér hvort að þýski sósíaldemókrata-flokkurinn myndi samþykkja sitt eigið sjálfsmorð eða ekki. En í aðalstöðvum Bandaríkjahatursins í Evrópu, Þýskalandi og Frakklandi, er nú litið svo á að Donald Trump hafi brugðist Evrópu með því að gera ekkert í heila tvo mánuði sem þjappað gæti þýskum sósíaldemókrötum saman að beinlausu baki Angelu Merkels, sem massafjölmiðlar Líberalista hafa kosið sem leiðtogleður hins frjálsa heims. Afsakið "leiðtogi" átti það að vera, en ekki kústskaft fullt af "soft power" - eða því sem á mannamáli heitir blautt púður er betra en ekkert. En þetta er staðan í dag

Allir lokafrestir stjórnmálaþýsku grand samsteypunnar eru liðnir án þess að neitt bóli á yfirlýsingum um hvers vegna ekkert gerist, annað en það sem þýsk dagblöð hlægja daginn út og inn að; sem er að ef þessi stjórn fæðist, þá sé tími hennar þegar liðinn

Þeir 30 þúsund nýir meðlimir sem gengið (hlaupið) hafa í flokk sósíaldemókrata undanfarna mánuði -lokafresturinn rann út í gær- ætla víst allir sem einn að segja nei við því að fara í ríkisstjórn með Merkel. Formaður sossa liggur nú á bæn alla daga um að Trump geri bara eitthvað sem afsaki það sem hann getur ekki afsakað fyrir neinum; að hann hafi neyðst til að fara í sjálfsmorðsstjórnina til að bjarga Þýskalandi frá Bandaríkjunum í nafni stöðugleika

Síðasta von hans er að stjórnarskrárdómstólinn ógildi kosninguna í flokknum um stjórnarsamstarf eða ekki. Það væri svo sem eftir þeim gervidómstól, að banna slíkt þjóðaratkvæði núna en ekki fyrir fjórum árum, en að þessu sinni í nafni stöðugleika gegn Bandaríkjunum og þýskum kjósendum, sem eru einkaþrælar þýskra elíta. Og hafa aldrei verið neitt annað og sem aldrei munu aldrei uppskera annað en hörmungar hennar

Skyldi einhvern tíma verða reistur minnisvarði um þýska sósíaldemókrata þá mun hann verða reistur af þýskum aðli, sem þökk fyrir að hafa skotið 1930 nýjum fótum undir allt meginland Evrópu á ný - í nafni gamla stöðugleikans

Fyrri færsla

Þýska "grandið" orðið að minni hluta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband