Leita í fréttum mbl.is

Þýska "grandið" orðið að minni hluta

Eins og ég skrifaði í athugasemd í gær:

"Þeim tveimur andstæðu flokkum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi (CDU/CSU og SPD), tókst ekki að standa við þann lokafrest sem þeir höfðu sett sér um að ná saman í síðasta lagi um síðustu helgi

Ný skoðanakönnun INSA í Þýskalandi sem birtist í gær og komst á forsíðu Bild, sker enn frekar af fylgi CDU/CSU-flokksbandalags Angelu Merkel. Það mælist nú með aðeins 30,5 prósent fylgi, en flokkurinn fékk 32,9 prósent í kosningunum þann 24. september í fyrra

Flokkur sósíaldemókrata (SPD) mælist með tapandi 17 prósent stöðu í dag og þokast fylgið neðar og neðar með hverri vikunni sem líður. Þeir fengu 20,5 prósent í kosningunum

Fylgi AfD, Valkostur fyrir Þýskaland, mælist nú 15 prósent, en þeir fengu 12,6 prósent í kosningunum. Bilið á milli þeirra og SPD er að verða ekkert. AfD er að verða næst stærsti flokkurinn í þýskum stjórnmálum"

Ja hérna. Samkvæmt þessari könnun er meiri hluti svo kallaðrar stórstamsteypustjórnar CDU/CSU og SPD horfinn. Gufaður upp. Þessir tveir flokkar eru orðnir að minni hluta í stað meiri hluta. Í þessari könnun fá þeir aðeins 47,7 prósent stuðning kjósenda. Það er ekki lengur neitt "grand" við þá "grand coalition", er það?

FAZ segir að enn séu þrjár til fimm vikur í að meðlimir SDP kjósi um hvort ganga eigi til samstarfs við CDU/CSU eða ekki - og þar með endanlega að kála flokknum, ef af verður. Sumir búast við að sú kosning verði kærð til stjórnarskrárdómstóls Þýskalands, þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur eru samkvæmt lögum bannaðar. En ólíklegt þykir að sá gervidómstóll haldi öðru áfram en að drekka bara bjórinn sinn og plokka úr sér vitið, sem aldrei var þar

Þetta er að verða átakanleg staða í pólitískt lofttæmdu Þýskalandi. Sossar að hverfa. Summa stærstu flokkanna orðin að skuggamynd þeirra, þ.e. að minni hluta. Formaður sossa fífl. Fuglahærðan Merkel gengur við hækjur og óttast hvern dag sem rennur upp eftir beinlausri hryggsúlu hennar. Þið vitið, hún er sjálfur leiðtogi hins "frjálsa heims" fjölmiðla. Ha ha ha ha og fliss

Vofan AfD þarf ekki að gera neitt annað en að horfa bara á þessa flokka kála sér í sínu öryrkjabandalagi, sem passlegt er orðið fyrir Þýskaland, sjálft kústskaftið í NATO. Landið þar sem meðalaldur kjósenda er kominn langt yfir sextugt, þjóðin orðin líkamlega geld og sannarlega úrkynjað sýnishorn á safni evrópska elliheimilisins

Sú stjórn sem verður þarna mynduð, verður vissulega afmynduð útgáfa af þið vitið hverju: veruleikanum, sem fjarað hefur hratt undan. Þetta er það sem stjórnar Evrópusambandinu og ekkert annað; þorskur á þurru landi

Fyrri færsla

Pólitískt tómarúm í heiminum? Á Vesturlönudum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband