Leita í fréttum mbl.is

"Góðir innviðir" einkennandi fyrir einræðisríki?

Það var sagt um hið sovéska neðanjarðarlestarkerfi Moskvu að það væri einstakt og slægi flestum slíkum kerfum á Vesturlöndum við. Í dag eru það "innviðir" í vissum hlutum Kína sem fá menn til að missa máttinn af hrifningu

Allt fyrir utan Moskvu Sovétríkjanna var hins vegar ein samhangandi brunarúst á vegum þeirra sem komust svo flott til og frá vinnu við lítið nema gagnslitla þvælu í höfuðborginni. Lestarkerfið inn í fáránleikann virkaði svo vel

Það að almenningssamgöngur í Moskvu Sovétríkjanna væru góðar gerði ekkert fyrir Sovétríkin annað en að framlengja hörmungum þeirra. Að flytja massa af fólki til og frá gagnslausri vinnu stuðlaði ekki að neinu nema veldisuppbyggingu gagnsleysisins

Lestir og brýr yfir í ekkert og til einskis nema brúarsmíði eru til lítils. Að flytja Kínverja dagsins í dag til og frá vinnu við lítið nema rangstæðar og glataðar fjárfestingar, er það sama og gerðist í Sovétríkjunum. Vinnan við ekkert engum til gagns stendur nú sem hæst í Kína. Ríkisstjórnin hefur jafnvel byggt skjaldborg utan um sýndarveruleika hennar og kallast hann alræði og hagtölur

Japan státaði einu sinni af slíkum furðufjárfestingum í "innviðum" en þeir komu ekki í veg fyrir að Japanska hagkerfið féll saman á svo svæsinn hátt að aðeins lönd í miðjum sprengjugíg heimsstyrjalda geta státað af slíkum samdrætti. Á hátindi japönsku vitleysunnar stóð landið fyrir 17 prósentum af heimsframleiðslunni. Svo hrundi spilaborgin og Japan er aðeins 6 prósent af hagkerfi veraldar í dag

Í millitíðinni hefur hlutfall Bandaríkjanna í heimshagkerfinu varla haggast, þrátt fyrir nýju Kínaþvæluna og bandaríska innviði sem vinsælt er að bölva í sand og ösku. Um þá flýtur hins vegar ekki hagtöluþvæla á borð við þá sovésku og síðar þá japönsku og svo í dag þá kínversku. Kína verður í þessum efnum miklu verra en Japan og enn verra en Sovétríkin. Meira um þetta síðar

Fyrri færsla

Þýskaland: Verður stjórnarmyndunarviðræðum hafnað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í stuttri ferð minni frá Moskvu norður til bæjarins Demyansk í Valdai-hæðum í febrúar 2006 var leiðsögumaður minn Rússi, sem hafði verið á Íslandi í nokkur ár. 

Ferðin norður í rússneska veturinn reyndist ekki vera minna virði fyrir hann en mig, því að hann hafði aldrei fyrr komist jafn gersamlega út úr hinu verndaða gerviumhverfi Moskvu á vit hins sanna Rússlands óendanlegrar víðáttu og frumstæðs dreifbýlis. 

Hann sagði að Moskva hefði ávallt verið sýningargluggi gagnvart umheiminum og ekki nær því að gefa hugmynd um Rússland en borgir eins og Singapúr gagnvart kjörum þjóðanna í þeim heimshluta. 

Ómar Ragnarsson, 18.1.2018 kl. 22:03

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þessi "stutta" ferð var að vísu 600 kílómetra löng. 

Ómar Ragnarsson, 18.1.2018 kl. 22:04

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar Mussolini tókst að fá það í gegn að ítalskar lestir héldu tímaáætlun, var það talið helsta afrek hans. 

Í innrásinni í Grikkland 1941 kom hins vegar í ljós hin mikla vangeta hers og þjóðar hans. Grikkir, miklu minni þjóð, hrakti ítalska innrásarherinn á flótta og Hitler varð að fara í afdrifaríka herför til að skakka leikinn og taka allan Balkanskagann. 

Sem seinkaði innrásinni í Sovétríkin um fimm dýrmætar vikur. 

Ómar Ragnarsson, 18.1.2018 kl. 22:08

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Ómar.

Góður!

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 19.1.2018 kl. 01:10

5 Smámynd: Borgþór Jónsson

Gunnar. Þú færð oft svo einkennilegar hugdettur.

Þegar Bandaríkin voru lýðræðisríki voru innviðir þeirra í algerum sérflokki. Núna þegar þau eru bara lýðræðisríki í orði kveðnu,eru innviðir þeirrra að grotna niður.

Þýskaland Holland og fleiri Evrópsk ríki eru í dag með bestu innviðina.

Sovétríkin voru á engum tímapunkti með góða innviði,ef undanskilin er neðanjarðargbrautarstöðvarnar. Þær eru ótrúlega glæsilegar,en lestarnar voru ekki góðar af sama skapi.

Þvert á móti voru innviðir þeirra alger hörmung og Rússar eru ennþá að bíta úr nálinni með að hafa dregist svona langt aftur úr öðrum Evrópuþjóðum á þessu sviði.

Borgþór Jónsson, 19.1.2018 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband