Leita í fréttum mbl.is

Óheiðarleiki Angelu Merkel og SPD í lofslagsmálum

Hreyfimynd: Fyrirsjáanleiki Merkels tekinn föstum tökum. Hér í meðförum hinna engilsaxnesku

****

Í gær bárust þær fréttir frá Þýskalandi að það liti betur út með stjórnarmyndun í þeim könnunarviðræðum sem fram fara á milli CDU-flokks Angelu Merkels og sósíaldemókrata (SPD), vegna þess að formönnum beggja flokka hefur tekist að afgreiða strax svo kölluð loftslagsmál með því að vera sammála um að engum markmiðum um losun svo kallaðra gróðurhúsalofttegunda verði náð. Hvorki þeim markmiðum sem Þýskaland setti sér einhliða sjálft, né þeim sem svo kallað Parísarsamkomulag snýst um - á plötuspilaranum

Þýskir segja nú að í loftslagsmálum hafi Donald J. Trump komið mjög heiðarlega fram en Þýskaland afar óheiðarlega. Búist er við brjálun svo kallaðra "umhverfissinna" í Þýskalandi vegna þessa máls í þessari annarri lotu stjórnarmyndunarviðræðna á byrjunarstigi í stjórnlausu Þýskalandi

Auðvitað ráða pólitískar staðreyndir hér för, þó svo að kjósendur hafi viljandi verið fylltir upp af blekkingum. Sósíaldemókratar þora ekki að horfast í augu við kolaknúna kjósendur í austurhlutum landsins og Angela Merkel þorir ekki að horfast í augu við kolaknúin fyrirtæki landsins sem hún myndi gjaldþrjóta með yfirlýstri dellu sinnu í þessum málum, og einhliða fljótfærni sem hún seldi græningjum um lokun kjarnorkuvera í fjölmiðlavænu samúðarkasti með Japan, sem er hinumegin á hnettinum

Þannig að bæði hið hlægilega og fjölmiðlavæna Parísarsamkomulag og eigin yfirlýsingar Þýskalands í þessum efnum eru svo sprenghlægilegar að Donald Trump hlýtur að kveinka sér af hlátursverkjum á leið sinni með Bandaríkin áfram. Og Bandaríkin eru nú orðin næstum eina tekjulind fjölmiðla veraldar á ný. Þetta er bara byrjunin hjá Trump, og það vita þeir vel, þessir svo kölluðu fjölmiðlar

Rauðgrænir eru blaðamenn í Þýskalandi flestir og höfðu þeir því miklu meiri áhuga á kollsigldum stjórnarmyndunarviðræðum Merkels, FDP og græningja. En í millitíðinni hefur þýskur almenningur, samkvæmt könnun ARD, misst trúna á hugsanlegri allsherjarsamsteypustjórn CDU/CSU og SPD. Og innan SPD er hræðslan orðin svo mikil við enn eina þannig stjórn, að ég tel eins víst að boðað verði til nýrra kosninga í landinu í vor -og þær haldnar næsta haust- þar sem hin laskaða og lamaða Angela Merkel verður ekki með á neinum lista. Hún verður hreinsuð út, vegna aulaháttar sem henni einni er lagið

Brandarinn í pylsuendanum varðandi samkomulag flokkanna um að engum markmiðum í loftslagsmálum verði náð, er sú afsökun Merkels að holskefla innflytjenda, farand- og flóttamanna geri það að verkum að erfiðara hefði verið að ná settum markmiðum en ella, hefðu þau verið látin standa. Það var hún sem bjó þá hörmung til sjálf. En markmiðin standa þó áfram á hljómplötunni með Parísarsamkomulaginu. Og hún verður spiluð áfram. Sirkusinn snýst áfram um sjálfan sig - eins og MeToo sem Catherine Deneuve hefur nú tosað nærbrækurnar af og rassskellt. Glæsileg er hún konan sú

Þetta er allt saman sprenghlægilegt, svo ekki sé minna sagt, en mjög svo fyrirsjáanlegt. Dulbúin aðförin að Bandaríkjunum er að renna út í sandinn

Fyrri færsla

Svíþjóð orðin skít-hrædd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband