Leita í fréttum mbl.is

Tölvuárásum verði svarað með kjarnorkuvopnum. "Fjórða iðnbyltingin" skollinn á

Nýr þáttur í þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna

Bandaríkin eru að uppfæra þjóðaröryggisstefnu landsins. Gefið er til kynna að breyting verði á því hvernig tölvuárásum sé svarað. Frá og með nú geta þeir sem gera tölvuárás á Bandaríkin átt á hættu að þeim sé svarað með hefðbundnum vopnum (off-line), en ekki stafrænum aðgerðum. Kemur nú einnig til greina að þannig árásum verði svarað með kjarnorkuvopnum, ef þær valda það umfangsmiklum skaða að hann sé hægt að setja í flokk með þeim skaða sem víðtæk hefðbundin hernaðarárás veldur. Þeim flokki árása getur því undir nýrri þjóðaröryggisstefnu verið svarað með kjarnorkuvopnum

Dæmi: Norður-Kórea gerði tölvuárás á innviði Bandaríkjanna með því að taka hluta þeirra í gíslingu og krefjast lausnargjalds sem greitt var með tölvumyntinni bitcoin. Talið er að árásin hafi aðeins verið forsmekkur eða sýnishorn -eins og sum eldflaugaskot landsins undanfarið- á því sem það land er í standi til að gera við önnur lönd og innviði þeirra, með tölvum. Með því að segja að kjarnorkuvopn verði ekki aðeins notuð sem svörun og vörn gegn þeim sem gera kjarnorkuvopnaárás á Bandaríkin, eða stórtæka árás með hefðbundnum vopnum, er verið að segja að hlutfallsleg svörun með bæði hefðbundnum vopnum og kjarnorkuvopnum eigi einnig við um árásir á innviði landsins með tölvum. Umfang skaðans mun ráða til hvaða vopna verður gripið. Þetta fær kannski einræðisherra Norður-Kóreu til að hugsa sig aðeins um áður en hann sleppir stafrænum herdeildum sínum lausum næst, með aðstoð annarra ríkja

Kínverski einræðisherrann fær innanríkisher til einkaumráða

Ákveðið hefur verið að 1,5 milljón manna innvortis herlögregludeildir Kína falli ekki lengur undir hefðbundna herstjórn landsins né heldur undir nein önnur ráðuneyti eða stofnanir aðrar en sjálfan einræðisherrann Xi Jinping. Nú þarf einræðisherrann ekki lengur að deila völdum yfir þessum her með neinum öðrum í ríki sínu. Áður fyrr gátu ríkisstjórnir landshluta kallað á þennan lögregluher. En þar sem hann hefur nú verið færður undir æðstu pólitísku miðstjórn hermála, sem Xi Jinping stýrir sjálfur, þá er hann sá eini sem sigað getur hernum á hvern sem er, hvenær sem er og hvar sem er í landinu. Og það mun hann þurfa að gera næstu mörg árin. Xi Jinping er nú orðinn fullhertur einræðisherra Kína. En sennilega þó ekki jafn hertur og þeir þorskhausar sem hanga til þerris í hjalli íslenska utanríkisráðuneytisins, því þeir hljóta einnig að hafa verið forhertir fyrst

EXTRA: Fjórða "iðnbyltingin" er skollinn á

Komið er í ljós að allir þeir örgjörvar sem sitja í nær öllum tölvum veraldar, innihalda framleiðslu- og hönnunargalla sem gera þær að gapandi ónýtu drasli með öryggislegum eldglæringum, sem einungis er hægt að tryggja sig gegn með því að henda þeim á öskuhaugana. Þessu greinir Financial Times frá í dag. Þar mun þessi tölvunartækni svo iðnbylta heimsbyggðinni í sjálfkeyrandi ruslahrúgur með rottur við stýrið. Sérstaklega á þetta við um nýjustu föt nakta tölvunarkeisarans, sem kölluð eru "skýjatölvun" (e. cloud computing)

Svar svo kallaðra "sérfræðinga" við þeim göllum sem eru í nær öllum örgjörvum er knýja tölvu- og snjallsímatækni veraldar, ásamt ótal mörgu fleiru er það, að eina vörnin gegn þessari fjórðu eða jafnvel fimmtu iðnbyltingu sé að skipta öllum tölvukerfum heimsins út. Hvorki meira né minna. Henda þeim á haugana

En það er samt ekki hægt að skipta út vélbúnaðinum, segir svo annar "sérfræðingur", því kostnaðurinn við að skipta honum út myndi koma flestum fyrirtækjum á hausinn. Þetta er sem sagt alveg ný og sjálfkeyrandi iðnbyltíng

Það er ekki að ástæðulausu að ég hef lengi sagt; Tölvunarbransinn kominn í dauðastríð

 

Fyrri færsla

Vandamálin á Kóreuskaga í hnotskurn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Gleðilegt nýtt ár Gunnar, þetta eru skemmtileg og góð blogg hjá þér og þúsund þakkir fyrir það.

Það hefur hvarflað að manni að þessir gallar í örgjörvunum hafi verið viljandi höfð og ætluð sem gægjugöt fyrir ákveðna aðila en svo hafi óæskilegir aðilar komist að þessu, því eins og gamla máltækið segir "Þjóð veit þá þrír vita".

kv. Hrossabrestur. 

Hrossabrestur, 5.1.2018 kl. 09:00

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Hrossabrestur.

Fór að hugsa (gerist sjaldan) um að eina örugga tölvukerfið sem til er, situr nú um borð í Voyager-1 sem staddur er í sex þúsund ára kappakstursbíls-hámarkshraða-aksturs fjarlægð frá jörðu og fjarlægist okkur með tæplega 62 þúsund og 140 kílómetra hraða á klukkustund - og er forritaður í Fortran-77. Það lærði mál ég á sínum tíma. Það kerfi er nú að verða ansi öruggt verð ég að segja, því fjær sem dregur frá "fjórðu iðnbyltingunni" hér á jörðu, sem af sérfræðingum okkar er sögð bráðum verandi alveg sjálfkeyrandi (til helvítis).

Kennarinn minn sagði: "a real man writes his code in Fortran".

Tölvan um borð í Voyager-1 er með 69,63 kb minni (svarar til einnar lítillar myndar á jpeg-formi) og er 0,08 MIPS. Kerfið sendir gögnin til Jarðar með 160 bita hraða á sekúndu. Það virkar vel og sendir enn gögnin sín heim úr ferð sinni, sem varað hefur samfleytt í 40 ár 3 mánuði og 30 daga. Enginn mannleg hönd getur nálgast kerfið, sama hvaða peningar eru í boði. Það er ósnertanlegt: Staða Voyager-1 núna.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.1.2018 kl. 10:27

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

1. Desember 2017. 

NASA: Voyager 1 Fires Up Thrusters After 37 Years

Hreint ótrúlegt.

Gunnar Rögnvaldsson, 5.1.2018 kl. 10:39

4 Smámynd: Hrossabrestur

Já Gunnar, þetta byrjaði líka allt í litlum tölvum sem höfðu ekki tengingu við aðrar tölvur en gegnum diskettur, svo stækkaði þetta allt og alltaf var grunnkerfið gamla dótið sem hvorki var hannað sem multitasking, multiuser og connected, þá var því bara reddað í snarhasti og vandinn patchaður, og ekkert hugsað út í hvort það væru einhver göð neðanfrá úr gamla dótinu, Er ekki Windows 10 enn með Win32 library með milljónum lína af dauðum kóða?

kv.

Hrossabrestur, 5.1.2018 kl. 12:02

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er ekki nóg með að þessir ónýtu örgjörvar sitji í tölvum, lófatölvum og snjallsímum. Þeir sitja líka í prenturum, símaskiptiborðum, sjálfsölum, hraðbönkum, sjónvörpum, skurðstofum, siglingartækjum, flugvélum og bara alls staðar.

Og ef reyna á að loka á gallana í þeim  með því að fara öfugu neyðarleiðina, sem er eina leiðin án þess að henda þessu öllu á haugana, þ.e. með stýrikerfisuppfærslum (hugbúnaði), þá verða tölvurnar allt að 30 prósent hægvirkari fyrir vikið og þetta er aðeins hálf lausn í logandi byggingu.

Þetta er óstjórnlega hroðalega og gersamlega ófyrirgefanlegt klúður. Þessi tölvunarbransi er að verða algerlega vonlaus. Hann er að rekast á múr og þar gerist ekkert nýtt og hefur ekkert nýtt gerst í 20 ár.

Algerlega steinrunninn bransi sem á ekki glætu af framtíð fyrir sér. Þarna er bara allt ónýtt. Handónýtt. Fáviti í hvítum slopp sem auglýsir þvottaduft er trúverðugri en þessi bransi eins og hann leggur sig. Þarna hópast inn helstu fábjánar veraldar til að láta sólina skína inn í tómann hausinn á sér. Netið er líka ónýtt. Þetta er allt handónýtt.

Hmpf!

Gunnar Rögnvaldsson, 5.1.2018 kl. 16:17

6 Smámynd: Hrossabrestur

Botnlaus heimskan í þessu öllu virðist allsstaðar, tökum sem dæmi greiðslukort, þau byrjuðu sem upplhleypt plastkort sem voru straujuð og eigandi kvittaði fyrir úttektir, það þróaðist svo yfir í segulrönd sem síðar reyndist mesti öryggisgallagripur, þá var bætt við örgjörfa sem ekki var hægt að afrita og pin númer, nokkuð öruggt en ólukkans segulröndin er þarna enn svo öryggið jókst ekkert í heild sinni, síðan bættist við RFID ruglið handa hökkurunum og ekki lengur hægt að fá kort án þess, í heimabankanum var ToDos lykillinn sniðug og þrælörugg lausn, nei henni skyldi fleigt fyrir róða í staðinn fyrir eitthvað rusl í snjallsíma öryggis gatasigti, góðir í öryggi í bönkunum, maður gæti haldið allir sem að þessu koma séu fífl. 

kv.

Hrossabrestur, 5.1.2018 kl. 20:16

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Segðu!

Bara ef tölvunar-konceptið í kringum þetta hlægilega tvíundakerfi hefði 0,00001 prósent af hönnunarsnilli einnar silfurskottu, þá værum við ekki að horfa upp á þetta stafræna rusl gera svona í brækur sínar og heimsins alls og fylla hann af núllum.

Silfurskottur eru 200-400 milljón ára gömlu hönnun og hönnunin er svo skotheld að hún hefur ekkert breyst í 200 milljón ár. Þær eru og verða silfurskottur, sama hvað á dynur.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 6.1.2018 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband