Fimmtudagur, 4. janúar 2018
Vandamálin á Kóreuskaga í hnotskurn
Í reynd er erfiðasta vandamálið ekki sjálf Norður-Kórea. Það mál er að sjálfsögðu mjög slæmt, en verra er að það er Suður-Kórea sem allt snýst um, ef ráða á niðurlögum þeirrar bráðu hættu sem heimshlutanum og jafnvel veröldinni allri stafar af Norður-Kóreu
Norður-Kórea á nokkuð voldugan bandamann og hann heitir Kína. Hernaðaráætlun Norður-Kóreu gengur út á að þrýsta Bandaríkjaher burt af Kóreuskaga og þar með að raska valdahlutföllunum sér í hag og láta síðan tímann vinna með sér við að sameina Kóreu undir merkjum einhverskonar Norður-Kóreu. Og þarna renna hagsmunir Norður-Kóreu og Kína saman í eina allsherjar geopólitíska fullnægingu
Suður-Kórea hefur hingað til neitað að samþykkja hernaðarlausn sem leggja myndi veldi Norður-Kóreu í gips og fatla, með því að kjarnorkuvopnaáætlun hennar sé endanlega stöðvuð. Þarna er Suður-Kórea að vinna gegn trúverðugleika Bandaríkjanna í heimshlutanum og sem eru eina aflið er verndað getur heimshlutann gegn síseytlandi, æ meira umfaðmandi og ömurlega neikvæðum ógnaráhrifum einræðisríkis Kína. Þetta er sérstaklega ógnvænleg þróun fyrir Japan, því ef Bandaríkjunum er þrýst af Kóreuskaga, þá stendur ekkert lengur á milli Japans og annars vegar Kína og Norður-Kóreu. Miklu fleiri ríki í heimshlutanum eru einnig í hættu, ef valdahlutföllin raskast Bandaríkjunum verulega í óhag. Höfin í heimshlutanum verða ekki lengur örugg. Og enn sunnar eru Ástralía og Nýja Sjáland, sem hugsa sitt. Öndunarfæri beggja eru Kyrrahaf, þ.e. þau eru utanáliggjandi. Japan þarf til dæmis að flytja á þessum höfum inn öll hráefni sem það notar og svo skipa öllu út sömu sjóleiðir
Bandaríkin eiga afar erfitt með að vaða yfir vilja núverandi ríkisstjórnar Suður-Kóreu og hefja einhliða eyðileggingu á kjarnorkuvopna-apparati Norður-Kóreu, því höfuðborg Suður-Kóreu er í gíslingu stórskotaliðs Norðursins. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur þó gefið til kynna að hægt sé að komast hjá borgaralegu mannfalli, þó svo að Bandaríkin grípi til vopna til þess einhliða að vernda þjóðaröryggi sitt óháð öllu öðru, sem er frumskylda hvers einasta þjóðkjörins forseta er þar situr, sama hvaða nafni hann nefnist. Úti er um þann forseta sem hættir sér of langt í þolinmæði vegna eins bandamanns sem stendur í vegi fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjamanna. Og hernaðargeta Bandaríkjanna til að glíma við þetta mál er margföld. Hún er þarna til ráðstöfunar í einmitt svona málum
En það er meira. Suður-Kórea mun snúa sér í átt til Kína ef Bandaríkin missa þolinmæðina eftir lausn án ofbeldis. Og þar með gengi draumur Norður-Kóreu í uppfyllingu án þess að hún sjálf hafi þurft að lyfta litla fingri til að koma brottför Bandaríkjahers af Kóreuskaga í kring. Sunnar svitnar Japan vegna þessarar hættu og þróunar mála í ógæfuátt fyrir sig. Japan er því að vígbúast vegna þess að það efast meira og meira um að nógu öruggt sé að vera einungis undir varnarregnhlíf Bandaríkjanna, fyrst þau standa og geta lítið aðhafst vegna ríkisstjórnar Suður-Kóreu. Bandalag Suður-Kóreu og Bandaríkjanna er komið í verulega hættu
Allt hjal um þýðu vegna íþróttaleika er svæsin veruleikafirring. Þeir skipta hér engu máli og eru fullkomið sjónarspil eins og flest annað hingað til í þessu máli
Á meginlandi Evrópu er svipaður undirliggjandi valdahlutfallaleikur í gangi og þar er stóri óvissuþátturinn Þýskaland. Því landi hefur nú allt í einu dottið í hug að líta ekki lengur á Úkraínudeiluna sem verandi í djúpfrosti. Hvað gengur Þýskalandi til, spyrja menn. En sú spurning er einungis framkomin vegna fávísi. Þýskaland hefur alltaf verið og er enn algerlega óútreiknanleg stærð í Evrópu. Enginn veit í reynd hvar landið stendur. Þarna mun einnig hættuleg þróun valdahlutfalla verða, eins og sú sem við sjáum í Suðaustur-Asíu. Landmassi EvrópuAsíu og Austurlanda nær er að brotna upp. Það er að segja: Austurhvel jarðar er allt að riðlast, nema Indland. Spennið beltin
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:03 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 65
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Kjarni málsins er að kína er orðin samsek n-kóreu með því að gera ekki nóg til að stöðva kjarnorku-fiktið.
Hugsanlega gæti kína stöðvað n-kóreu með því að skrúfa fyrir hvern einasta olíudropa til landsins og landið myndi þá lamast eftir 666 daga.
Jón Þórhallsson, 4.1.2018 kl. 09:51
Skaðinn er skeður. Rétt eins og Indland, Pakistan og Ísrael eru látin í friði með kjarnorkuvopn sín af því að það er ekki framkvæmanlegt að rífa þau af þeim, er Norður-Kórea komin með svonefndan fælingarmátt í formi nothæfra kjarnorkuvopna.
Úr því sem komið er er eina lausnin svipuð og í Kúbudeilunni 1962, að Norður-Kórea verði tryggð gegn árás í friðarsamkomulagi.
Það er engin þversögn í því fyrir Trump, sjálfur hefur hann gagnrýnt Obama og Hillary fyrir það að ætla sér að koma kúgaranum Assad frá í Sýrlandi.
Ómar Ragnarsson, 4.1.2018 kl. 10:37
Þakka ykkur fyrir.
Norður-Kórea (NK) er með varnarsamning við Kína og hefur verið það síðan 1961. Hann gildir ef ráðist er á NK, en ekki ef NK ræðst á annað ríki.
NK er sérstakt tilfelli Ómar, eins og Hitler einnig var, sem sagði Bandaríkjunum stríð á hendur; geðbilun eða eiturlyf, sennilega hvoru tveggja.
Enginn veit með vissu hvort Kim er raunverulega geðbilaður eða ekki. Það er því ekki hægt að jafna saman neinu landi við NK í dag.
En vandamálið er af stjarnfræðilegri stærðargráðu, því það er að mörgu leyti hægt að jafna því saman við það þegar Charles de Gaulle forseti Frakklands dró í efa tryggleika varðstöðu Bandaríkjanna með bandamönnum sínum í Evrópu og Asíu. Hann lýsti því yfir að ólíklegt væri að þau myndu standa við skuldbindingar sínar og sagði sig úr bandalagi við þau. Það fór hroðalegur skjálfti um alla bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu og þetta efldi þrótt Sovétríkjanna.
Sá efi sem hann sáði meðal bandamanna Bandaríkjanna á meginlandi Evrópu kostaði svo Bandaríkin tíu ára sönnunar-styrjöld í Víetnam, sem sannaði svart á hvítu fyrir Evrópu, að hún yrði ekki skilin eftir ein sem hræ handa Sovétríkjunum. Annars hefðu Bandaríkin aldrei háð það stríð. Það var fyrst og fremst pólitískt stríð, til að sannfæra bandamenn Bandaríkjanna um að þau stæðu með þeim sama hvað á dyndi. Á sama tíma neyddust þau til að tvíefla varnir á meginlandi Evrópu vegna gloríu DeGaulle. Franski forsetinn hafði ekki hugmynd um hvað hanna setti þarna í gang.
Nú reynir heldur betur á Bandaríkin aftur. Ef þau blikka, þá er flest komið í óvissu á svo gott sem öllu austurhveli jarðar.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 4.1.2018 kl. 12:35
Blessaður Gunnar.
Eiginlega held ég að þú skautir framhjá einni grundvallar staðreynd, sem þú samt orðaði mæta vel; "Og hernaðargeta Bandaríkjanna til að glíma við þetta mál er margföld. Hún er þarna til ráðstöfunar í einmitt svona málum".
Sem er rétt ef Kínverjar eru ekki teknir með í reikninginn.
Sem skynsemisvera veist þú líka að vandi Norður Kóreu er ekki leystur með hótun um útþurrkun með kjarnavopnum, því þá snýst málið ekki um Norður Kóreu, heldur öll þau ríki sem gætu komið næst. Í den þegar Bandaríkin töpuðu Kóreu stríðinu, þá var það Sovétið og Kína, í dag er það Kína og Rússland.
Norður Kórea lifir alls ekki á hótuninni um að sprengja upp Seoul, heldur að þá er USA orðin bein ógn við Kína, og þar á eftir kemur Rússland.
Og öll orðræða um annað breytir ekki þessum staðreyndum.
Hinsvegar Gunnar ættir þú að íhuga þegar þú talar um styrk Bandaríkjanna, að sá styrkur styðst við fólk. Og það fólk gat ekki verið á tveimur stöðum í einu, nema með óhóflegu álagi á fasta herinn, sem og varaliðið.
Þriðju vígstöðunni verður ekki bætt við.
Og öll greining þar um, er eins og orð hinna veruleikafirrtu sem þú gagnrýnir svo mjög.
Því veruleikinn er óháður orðum, og orð móta ekki veruleikann.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.1.2018 kl. 21:54
Þakka þér innlit og skrif Ómar.
Kóreustríðið er ekki búið. Því er enn óllokið. Það er undir vopnahléi. Frosin deila. Og það var ekki háð undir fána Bandaríkjanna, þó svo að þau væru látin um skítverkin, vegna þess að þau voru eina uppistandandi vestræna ríkið á plánetunni þá. Kóreustríðið var háð undir fána hinna nýstofnuðu Sameinuðu þjóða.
Nú er það ekki mannfjöldi, sérstaklega ekki fjöldi kúgaðra fátæklinga og örbirgja, sem ræður útslitum um hvernig og hvenær mál þróast. Mannfjöldaveldi eru oft lítið annað en byrði á þeim sem slíkum ríkjum stjórna. Bæði flugher og floti Japans er í það minnsta á pari við getu Kína í þeim efnum, því svo að hann sé stjórnarskrárbundinn í varnarhlutverki aðeins, eins og er. Enda sagði Xi Jinping nýhertur alræðisherra Kína það á allsherjarráðstefnu kommúnistaflokksins í október, að landið myndi ekki hafa fyrsta flokks herveldi fyrr en eftir 35-40 ár. Þessu virðist enginn Kína-fetisti á vesturlöndum hafa tekið eftir, trúin á alræði sem stjórnarform er svo blind, eins og hún var á tímum Sovétríkjanna.
Í dag létu Bandaríkin góðfúslega eftir beiðni Suður-Kóreu um að fresta sameiginlegum heræfingum. Litli aðilinn, eða réttara sagt, tillitið til litla aðilans réði för og fær að ráða, enn sem komið er. Allt er reynt til að komast hjá vopnuðum átökum. ICBM-flaugar NK ná ekki enn að skila af sér kjarnorkuvopnum niður á meginland Norður Ameríku með nægilegu öryggi, þó svo að þær geti hafið sig til flugs á flugsýningum einræðisherrans. Hanna á eins á hættu að fá sínar eigin flaugar í hausinn í sínu eigin ríki ef gormadótið hans virkar ekki eins og til er ætlast, eða þá lent í Peking. En það er Kína sem heldur gormaveldi NK á lífi því það hentar hagsmunum Kína. Engum ætti því að koma á óvart ef bandarískt viðskiptastríð skellur á Kína á þessu ári.
Enginn aðili hefur minnsta áhuga á að leysa "vanda Norður-Kóreu". Hún á ekki við neinn "vanda að glíma". Það eru allir hinir sem eiga við vanda að glíma vegna Norður-Kóreu og þá hættulegu framvindu mála sem er að verða fyrir alla í Suðaustur-Asíu.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 4.1.2018 kl. 23:58
Vel orðað.
Takk fyrir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.1.2018 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.