Leita í fréttum mbl.is

Gamaldags katalógar sendir í póstkassa fólksins á ný

Bandarískar póstversalnir eru byrjaðar að senda prentaða katalóga út í póstkassa fólksins á ný. Í fyrsta skiptið síðan 2011 hefur Sears sent jólapöntunarlistann sinn á prentuðu formi út í póstkassa fólksins. Ástæðan er sú að þar standa listarnir skínandi upp úr öllu öðru, því allir hinir eru komnir með allt sitt á netið, þar sem ekkert stendur lengur uppúr, nema kostnaðurinn, svik, prettir og svínarí og núll lifandi persónuleg þjónusta. Á netinu kafnar allt því þangað eru allir komnir og kostnaðurinn við netið er ekkert smáræði og oftast stórkostlega vanmetinn. Sérstaklega vanmetinn er tæknilegi kostnaðurinn við ónýt tölvukerfi með ónýtum stýrikerfum -bæði hjá seljanda og kaupanda- og lélegum hugbúnaði sem ekkert getur og sem samkvæmt eðli þessarar úreltu tækni, getur ekki vitað hvort að hann er að keyra vírusa, þjónusta glæpagengi, eða ekki. Kallast hann því snjall og er helsta verkfæri hettuklæddra aumingja

Allt þetta dót er nú svo vonlaust ónýtt að engin leið er að bæta þessa tækni. Hún var svo hroðalega gölluð frá byrjun, að hún svarar til hestvagns sem settur var framan á eldflaug. Og nú er bara að bíða þess að greiðslukortum og upplýsingum um alla viðskiptavini og birga Amazons verði stolið. Það getur varla verið lengra í það en að tölvuvæddum ríkisstjórnkerfum landa verði algerlega rústað

Og þegar það rennur upp fyrir svokölluðum "fjárfestum" að arðsemi netverslana á borð við Amazon er og verður jafn hlægilega hversdagsleg og arðsemi lágvöruverslana með matvæli, þá mun fjögur hundraðfalt verð hlutabréfs í þannig fyrirtæki miðað við hagnað þess, virka jafn hlægilega og túlípanageggjun fyrri tíma virkar á menn í dag. Svipað og stafrænar myntir virka á þá sem standa einn slæman dag með bara núllið í stað eins í miðjunni á einu stóru slíku núlli úr tvíundarkerfi. Falsaður Picasso eftir fimm ára barn mun þá verða eftirsóttara verk miðað við slíkar raf- og stafrænulausar heilastöppur nútímans

Tölvunarbransinn er nú staddur á þeim aldri sem bílaiðnaðurinn var á í kringum 1970. Ekkert merkilegt nýtt hefur fæðst í tölvunarbransanum síðustu áratugina nema þá helst nýir vírusar, ný göt, nýir gallar og uppfærslur til að laga gapandi og ólæknandi fæðingargalla þessa drasls, sem nú er búið að klæða í hið fárnalega hugtak "snjalltæki" í stað réttnefnisins "taugahrúgald". Og svo uppfærslur á fæðingargalla þeirra uppfærslna, og svo koll af kolli. Ef fólk vill varðveita gögn þá mega þau helst ekki koma nálægt stafrænni tækni. Íslendingar ættu engin handrit í dag ef þau hefðu verið búin til með tölvutækni. Þá ættu þeir ekki neitt

Stærsta hefðbundna póstverslun sem ég hef heimsótt og skoðað var Littlewoods í Stóra-Bretlandi, þar sem met fyrirtækisins var að senda út 17 milljón vörur á einni viku. Tíu þúsund manns unnu þá hjá Littlewoods. Alla katalóga fyrirtækisins frá upphafi er enn hægt að skoða og lesa. Alvöru póstverslanir urðu alltaf að leitast við að veita betri þjónustu en hefðbundnar versalnir, ef þær áttu að lifa af. En netið hefur nú komið flestum þessara fyrirtækja fyrir kattarnef, eða þau verið seld í bútum. Tímarnir breytast og fólkið með. En þó samt ekki

Póstþjónustan á Íslandi er nú komin meira en 100 ár aftur í tímann og í Danmörku svarar póstþjónustan þar til þeirrar þjónustu sem veitt var um 1780. Apar stýra för í báðum löndum

Á níunda áratug síðustu aldar fór konunglega breska póstþjónustan í pakkaverkfall og allar helstu póstverslanir landsins brugðust við með því að setja á laggirnar eigin dreifingarkerfi. Það þarf að bregðast við núna. Greinilega

Fyrri færsla

Staðan í Evrópu og víðar 10 árum síðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

það er aldeilis fast að orði kveðið að ekki sé merira sagt.

Hvenær skyldu menn fara að kyngja því að það sem varð að Veraldarvefnum var upphaflega einföld fjartenging til að dreifa lesefni í háskólum, svo sáu menn tækifæri til að nota hann í eitt og annað og alltaf var tæknin á vefnum á eftir hugvitsömum vefurum. Sumpart vegna þess að þróuninni hefur verið stjórnað af gamalli íhaldsemi. Besta dæmið um það er hvernig Stýrikerfið Windows hefur þróast í gegnum tíðina, það rofaði verulega til þegar stærsti tölvuvírus allra tíma Bill Gates hætti að skipta sér af því. Hvenær kemur að því að bankar og verslanir á vefnum hætta að nota HTML browsera og fara að gefa út sérstök forrit til sinna viðskiptavina sem keyra á virtual private network eða einhverju slíku og netkortin í vélunum hjá okkur verði þannig að þau svara ekki nema þeim sem þau eiga að svara. allavega eru öryggismálin á vefnum ekki traustvekjandi, hvenær finna menn leið til að hakka RSA lykilinn fljótt og örugglega, hann er í raun eina hálmstráið á vefnum eins og hann er uppbyggður í dag.  

Hrossabrestur, 27.11.2017 kl. 07:46

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið Hrossabrestur.

Segi hér bara eitt við skrifum þínum; AMEN!

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 27.11.2017 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband