Leita í fréttum mbl.is

Staðan í Evrópu og víðar 10 árum síðar

Miðað við hið langa ár í vörslu svo kallaðra "sérfræðinga" frá 1945 til 2007, hefur eftirfarandi gerst í Evrópu og heiminum öllum. Sérstaklega á útópíuárunum miklu frá 1990 til 2008:

Hagfræðikenningar sýndu sig sem verandi aðeins þunnur glær glassúr á veröldinni allri. Þær kenningar komu hvorki heiminum úr sporunum né stöðvuðu hann, nokkru sinni. Þær skipta svo litlu máli í samanburði við það sem mestu máli skiptir, og það er þetta: (1) Þjóðir. (2) Þjóðríki. (3) Geopólitík (þ.e. landfræðilega knúnir grundvallarhagsmunir þjóða). Þetta þrennt stjórnar heiminum en ekki hagfræði né pólitísk hugmyndafræði. Veröldin í dag er gerilsneydd af hugsjónum og pólitískri hugmyndafræði. Það sem stýrir henni eru þjóðir, þjóðríki, trú þeirra og geopólitískir hagsmunir þeirra. Öll skurðgoðin gömlu eru nú dauð og Guð einn lifir óháð öllum og öllu. Hagsmunir allra þjóða munu þó ekki ná fram að ganga og illa mun fara fyrir sumum

Hagkerfi þjóðanna eru að komast að því að þau hafa ekki lengur efni á kenningariðnaði sem framleiðir blaður, tonn-blaðsíður eftir tonn-blaðsíður. Endalaust tonna-magn af blaðri, bæði í hinum opinbera geira og einkageiranum. Og þjóðþingin munu komast að hinu sama. Þau geta ekki lengur lifað á blaðri. Og það getur hjálpariðnaður góða fólksins ekki heldur. Sumir háskólar munu loka, því þeir eru komnir út í rugl og framleiða tonn af rugli

Alþjóðastofnanir hafa runnið sitt blómaskeið vegna þess að þær eru orðnar meira til óþurftar en gagns. Þær lifa aðeins svo lengi sem þjóðirnar leyfa þeim að lifa, því allt vald er hjá þjóðunum en ekki hjá hinum alþjóðlegu stofnunum. Þegar þessar stofnanir hætta að þjóna þeim sem knýja þær og fjármagna, þá deyja alþjóðastofnanirnar sínum stofnanadauða eins og alltaf. Nýjar verða svo ef til vill til í kjölfar næstu stóru kasta

Evrópusambandið er lifandi dautt og í dauðteygjum. Þjóðirnar hafa fengið nóg af því, nema þær þjóðir sem nota það til að kúga aðrar þjóðir. Sambandið er að brotna og þorna upp í fjögur þurr á manninn brotabrot:

1. Intermarium-svæðið sem að öllu leyti er mikilvægasta svæðið í álfunni (stöðvunarlínan upp að Rússlandi og Úkraínu). Þetta er hin gamla Intermarium-hugmynd Józef Pilsudski sem er að fæðast í dag og hefur verið í fæðingu í nokkur ár. Grunnurinn er kominn

2. Miðjarðarhafsklúbbinn sem Frakkland mun ganga í að fullu aftur, ef ekki á að koma til uppreisnar meðal Frakka

3. Þýskalandsliðið, með nokkur keimlík lönd á sporbraut umhverfis sig, þ.e. ef Þýskaland kemst ekki austur

4. Sæfaraþjóðirnar í Skandinavíu og Stóra-Bretland

Athugið: Nýtt Tyrkjaveldi er í smíðum, sem svo mun éta sig uppeftir eins langt og það kemst, eins og síðast

Ísland mun þurfa að stórefla skipa- og loftrýmiskost Landhelgisgæslunnar og taka sig á í NATO. Sjóherir allra flotaþjóðanna standa frammi fyrir stóraukinni uppbyggingu í flotastyrk. Tröllaukinni uppbyggingu, því hann er ekki svipur hjá sjón miðað við áður

Nokkuð frjálsir kapítalmarkaðir verða áfram, þrátt fyrir dauðadá flestra hagfræðikenninga, nema að því leyti að öllum þjóðum veraldar verður ekki lengur leyft að henda öllum umframsparnaði hins opinbera og einkageirans í hausinn á galopnum kapítalmörkuðum Bandaríkjanna, nema með tröllslegri hækkun á Bandaríkjadal, sem þá lætur Bandaríkin kaupa heiminn upp, ef menn halda áfram að ætlast til að Bandaríkin taki við sparnaði veraldar sem enga vinnu kemst í heima hjá sér, eins og til dæmis er staðan í Þýskalandi

Pólitískan stöðugleika verður aðeins að finna í Bandaríkjum Norður-Ameríku alla þessa öld og næstu aldir. Restin af veröld okkar verður ófrýnileg ásýndar, nema aðstoðar Bandaríkjanna njóti við. En þau geta þó ekki verið allstaðar samtímis

Engin svo kölluð "fjórða iðnbylting" verður. Allir tölvunarinnviðir veraldar eru á síðasta snúning og sá iðnaður er búinn að vera nema að algerlega nýtt verði til. Og það er alls óvíst að það verði stafrænt

Enginn veit hvaðan næsti leggur iðnbyltingar mun koma, en hann mun þó ekki byggja á neinu sem þekkt er í dag og allra síst byggja á neinu sem tengist örgjörvum og stafrænni tækni, því það koncept allt saman, er ónýtt, eins og allir sjá, en vilja samt ekki horfast í augu við. Sú tækni er ekki komin til að vera, öfugt við iðnbyltingartækni eins og pípulagnir með rennandi vatni og salernum á hverju heimili. Hvað tekur við af þekktri tölvunartækni veit enginn opinberlega enn. En tími þekktrar tölvunartækni er að renna út

Fyrri færsla

Goðsögnin um "þýskan stöðugleika"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mér sýnist mjög aðkallandi að rífa upp afleggjarana hér áður en þeir festa rætur...talandi um það lifandi dauða.

Helga Kristjánsdóttir, 26.11.2017 kl. 04:26

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið Helga

og góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 27.11.2017 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband