Leita í fréttum mbl.is

Þýskaland: Stjórnarmyndun í strand ?

Myndband: Donald J. Trump forseti Bandaríkja Norður-Ameríku gerir grein fyrir tólf daga ferð sinni til Asíulanda. Lengstu för Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung. Allt skal reynt til að leysa Norður-Kóreu-málin á friðsaman hátt. Svo kallaðir blaðamenn náðu þessu með þurran munn, en ekki hinu. Skattakerfisbreytingar Trumps voru samþykktar í fulltrúadeild bandaríska þingsins í gær, en ekki í reykfylltu bakherbergi

****

Í gær hnutu stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi um þann tímafrest sem stjórnarmyndunar-flokkarnir höfðu sett sér. Engin stjórn er enn mynduð eftir átta vikna óformlegar viðræður og landið þokast lítið í neina ákveðna átt, nema í átt til þess smitandi stjórnleysis sem evran og myntbandalag hennar hefur grafið sem óendanlega djúpa gröf handa öllum ríkisstjórnum evrusvæðis. Verstu þrætumálin tengjast meðal annars þeim pening og alls þess sem hann hefur eyðilagt í Evrópu. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður eru ekki einu sinni hafnar enn. Kosið var 24. september

68 prósent þýskra kjósenda vilja nýjar kosningar í hvelli, ef þessi ákveðna stjórnarmyndun fer út um þúfur. Og þær kosningar myndu fara enn verr með flokk Angelu Merkels og sósíaldemókrata, ef marka má ZDF. Angela Merkel er nú leiðtogi hins stjórnlausa heims evruríkja og ný bankakreppa bankar á dyrastafi Ítalíu, eftir að evran sparkaði útidyrahurð ítölsku þjóðarinnar varanlega af hjörum - og við skulum ekki minnast hér á tifandi Spán og öll hin evrubrunalöndin í sárum

Gerhard Schröder fyrrverandi kanslari og formaður þeirra þýsku sósíaldemókrata sem enn eru eftir, segir að ef þessi ákveðna stjórnarmyndun CDU/CSU+FDP+græningja takist, sem hann telur ólíklegt, að þá muni sú stjórn ekki halda nema í tæpt ár, því CSU muni tapa kosningunum í Bæjaralandi næsta haust - og að SPD-flokkur sósíaldemókrata verði því að gera sig kláran fyrir kosningar frá og með nú, því þær verði ekki seinna en í ársbyrjun 2019, eftir rúmt ár

Sex til tuttugu prósent af öllum stórum fyrirtækjum á evrusvæðinu eru nú gangandi gjaldþrota og fara fjármunir bankakerfanna í að lána þeim áfram fyrir taprekstri svo þau taki ekki bankana með sér í fallinu. Bankarnir sækja sér þetta fé til ECB-seðlabankans og kveikja svo í því. Þess vegna geta þeir ekki lánað þeim fyrirtækjum fé sem enn eru heilbrigð. Fjármálakerfi evrunnar er orðið að múmíusafni í takt við steingervingamyndun fyrirtækjanna í evrum. Í Suður-Evrópu eru fyrirtækin svo illa farin að þau geta ekki einu sinni nýtt sér ferskt fjármagn; því þau eru einfaldlega orðin varanlega örkumla í evrum og verður ekki bjargað (krækjur WSJ | OECD)

Við erum að upplifa síðustu daga Þýskalans eins og við höfum þekkt landið frá styrjaldarlokum. Það stefnir líklega austur, því ESB er að verða þurrausið sem verndarkragi landsins (e. buffer zone) og komið inn í óafturkallanlegt upplausnarferli. Í fyrsta sinn síðan 1945 hefur þýska ríkisstjórnin látið herstjórn landsins framkvæma strategískt mat á stöðu Þýskalands, sem aldrei í sögunni hefur getað staðið sjálft. Sex sviðsmyndir voru dregnar upp í skýrslu sem heitir (e.) Strategic Perspective 2040. Í aðeins tvennum af sex sviðsmyndum varnarmálaráðuneytisins, inn í framtíðina, lifir Evrópusambandið sjálft sig af. Og þó var skýrslunni skilað árið 2014, þegar aðeins sást í efstu tinda borgarísjakanna. Þýskaland er því byrjað að búa sig undir það sem mörgum er að verða nokkuð ljóst; þ.e. hið versta. Það mun vopnast á ný og þar með talin verða líklega eigin kjarnorkuvopn, nema að þau falli Þýskalandi til úr austri, velji landið þá leið inn í óvissa þýska framtíð

Óvissa hefur einkennt Þýskaland frá stofnun þess 1871. Enginn í Evrópu veit með vissu hvert Þýskaland stefnir þá og þá stundina, því landið veit það ekki sjálft; það er óútreiknanlegt miðflóttaafl á meginlandi Evrópu og mun ávallt sundra því, frekar en allt annað. Það er ófært um hvíla í sjálfu sér

ESB-vandamálin í Evrópu hrannast óstöðvandi og stjórnlaust upp og þau koma einnig fram í NATO - þar sem Þýskaland krefst þess að NATO sé helst bara  "pólitískt bandalag" en ekki fyrst og fremst hernaðarlegt, svo það loki ekki á leið þess sjálfs austur. En Bandaríkjaher hefur nú rennt í hlaðið í Póllandi og örvænting Þýskalans eykst. Mun það lokast inni á ný?

Myndband: Bandaríkjaher -óháð NATO- rann í Intermarium-hlaðið í Póllandi í janúar. Landleið Þýskalands austur fer að verða grjóti stráð. Þýskaland með ESB í rassvasanum ofsækir því Pólland og Ungverjaland allt hvað það getur. Það á ekki sameiginlegra hagsmuna að gæta með Intermarium-löndum Austur-Evrópu. Þau lönd búa ekki á sömu plánetu og Þýskaland og Frakkland

****

Fyrri færsla

Stuttar en merkilegar fréttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Stóri borgarísjaki Evrópusambandsins er botnfastur og farið er að fjara undan honum. Opinberast því meir og meir hvað ísjakinn hefur að geyma.

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.11.2017 kl. 13:47

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Tómas.

Já það er eins gott að halda sig langt burtu frá þessu stórstrandi sem framundan er, og sem verið hefur í gangi frá því að fyrsta aldan féll á þennan ESB-vef af góðviðris-blekkingum.

Og nú þegar tvær milljónir af nánustu ættingjum þeirra sem komust inn í Þýskaland á síðasta ári  munu streyma þangað inn á næsta ári, þá býð ég ekki í þýsk stjórnmál á næstu árum. Þetta á eftir að verða algerlega kolsvart.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 18.11.2017 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband