Leita í fréttum mbl.is

Vinstra-grænt þurrkað út í austri í gær [u]

Kosningar voru haldnar í Austurríki í gær

Þær minna að vissu leyti nokkuð á hinn sígilda rauða saltpétur hinsta vinstris sósíalista; hver ætlar að halda á sigðinni, því ég rauða-stjarnan er með hamarinn

Í Austurríki þurrkuðu vinstri-græn sig með hamar og sigð út af þingi. Og frá því að vera 12 prósent flokkur varð hann björt framtíð. Komst ekki inn á þing. Stjarnan rauða stóð ein eftir sem græn klessa, eftir að hafa klofnað í fimm-stirndri innri valdabaráttu. Grænt varð þannig öllum til sýnis rautt af gömlu blóði. Samt ekki eins banvænu og rennur enn í hinsta vinstri Íslands

Sigurvegarinn var Íhaldið. Austurríski Íhaldsflokkurinn hlaut góða kosningu og næsti kanslari landsins verður hinn 31 árs gamli íhaldsmaður og ekki-konan Sebastian Kurz. Omg!

[uppfært] En hér virðist samt þurfa að setja varnagla, því um stamsteypustjórn verður að ræða. Telja því sumir að það sé langt því frá gefið að Kurz verði sjálfur kanslari, því ókjörinn forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel hefur þegar í dag kallað eftir að hann myndi ríkisstjórn sem fyrst og fremst yrði hliðholl "Evrópusambands-Evrópu", en ekki endilega austurrískum kjósendum. Sem sagt ákall frá aðalritaranum um að svíkja kjósendur strax, er þegar komið

Kurz fór létt með þetta, því hann hafði komist að því hvað var að gerast í starfi sínu sem "aðlögunar"- og utanríkisráðherra (e. social integration). Hann sá að ef þessum innflutningi fólks héldi svona áfram, þá yrði það austurríska þjóðin sem yrði aðlöguð, en ekki öfugt. Þetta færði honum 31,4 prósent atkvæðanna. Flokkurinn bætti á sig 7,4 prósentum

Bjarni okkar afneitar öllum slíkum löngunum hjér heima og segist ánægður með litlu góðu flokkskonurnar. Bara svo kjósendur viti það. Allt ER GOTT

Frelsisflokkurinn, mest til hægri, vann annað sætið sem hástökkvari kosninganna. Hann bætti á sig 6,8 prósentum, þrátt fyrir allt sem á undan hafði gengið, og hlaut 27,4 prósent atkvæða. Enda fjallaflokkur og ekki sósíal blómabeð í Vín, þar sem kratar ríkja

Sósíaldemókratar (kratar) stóðu kjurrir í stað og fengu 26,7 prósent. Þar gerðist ekkert. Allt var bara gott og öll eyru lokuð

Enn er þó óvíst hvor flokkurinn verður í öðru sætinu því utankjörstaðaatkvæði gætu breytt myndinni eitthvað og ruggað því sæti til. En hægrið er með yfirgnæfandi meiri hluta og meira en nóg til að mynda þróttmikla ríkisstjórn (sjá vef innanríkisráðuneytisins hér)

Sem sagt: ef maður er nógu mikið íhald þá sigrar maður. En ef maður er það ekki, þá faðmar flokkurinn tapið og honum öllum er vísað út - í einu lagi

Að vera á kafi í miðju góðu fólki er ekki lengur nógu gott. Þjóðir heimta lausnir og lönd sín til baka. Þær neita að láta aðlaga sig að því sem í þær er hent. Þær hafa fengið nóg af villta vinstrinu sem fæddist anno 1990 sem fröken Útópía. Glóböllur, afkvæmið hennar, gekk heldur ekki upp

Nú getur tja-sósíaldemókratinn Angela Merkel ekki sent steinullareinangrun í krata-fragt til hvorki Tékklands, Slóvakíu né Ungverjalands og beðið þau lönd um útvortis uppsetningu hennar á Austurríkið. Hún getur ekki einu sinni sent eitt búnt til Bæjaralands, því öll þessi lönd eru búin að fá nóg. Þau þola ekki meira. Og Ítalía svarar henni varla í síma, því hún er á barmi gjaldþrots

Hvað gerir Merkel esb-konan nú. Verður komið vor þegar henni loksins tekst að hræra saman í nýja ríkisstjórn. Hve lengi helst Þýskalandið hennar stjórnlaust saman. Þrúgur vinstrisins hafa heldur betur þrútnað í hennar maga. Það verð ég að segja

Fyrri færsla

Vladimír Pútin segir viðskiptin við Þýskaland ganga vel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband