Leita í fréttum mbl.is

Boðað er til sérstaks þingfundar í Katalóníu

Tilkynnt hefur verið að haldinn verði sérstakur þingfundur í þinginu í Katalóníu þann 9. október, eftir fimm daga. Opinberlega er gefið upp að þing sé kallað saman til að ræða niðurstöður þjóðaratkvæða-greiðslunnar síðasta sunnudag, sem var bindandi

Þann 7. september setti þingið í lög að lýsa yrði yfir sjálfstæði innan nokkurra daga ef meiri hluti kjósenda, óháð kjörsókn, kysi sjálfstæði. 90 prósent þeirra sem greiddu atkvæði kusu sjálfstæði

Talið er líklegt að Katalónía muni nota þingfundinn til að lýsa yfir að frá og með þá sé Katalónía sjálfstætt og fullvalda lýðveldi

Gerist það, þá er þar með fætt nýtt ríki með stærra hagkerfi en Portúgal

Fyrri færsla

Þeir sem það gera eru þjóðernissinnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Kóngs bjáninn sá til þess í sinni ræðu,

að hann er ekki að gæta hagsmuna spánverja.

Hann sýndi það og sannaði í sinni ræðu, að

hann er einskisvert tákn um elítu, sem er

nákæmlega sama um sitt fólk.

Þeir spánerjar sem ég þekki, vonuðust eftir

allt annari ræðu. Í staðinn er hann búin að

leggja drögin að einherju þvílíku kjaftæði,

sem við sennilega munum sjá sem eitt það 

blóðugasta í Evrópu á okkar tímum frá því

seinni heymstyrjöldinn lauk.

Gottt að hafa kóng eða hitt þó heldur.

Sigurður Kristján Hjaltested, 4.10.2017 kl. 19:20

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér kærlega Sigurður.

Já konungurinn sem ekkert, samkvæmt stjórnarskrá, má segja né gera nema að leggja það fyrst fyrir forsætisráðherrann, hefur heldur betur sýnt hvaðan blástimplar hans koma sem blessuðu "ávarp" hans til "þjóðarinnar", sem hann flutti með aðeins tveggja tíma fyrirvara.

Án pottþétts samþykkis Madríd og Brussel hefði hann ekki getað gert þetta illverk sem hann gerði. Ekki einu sinni litli fingur réttur út til Katalóníu og ofbeldi Madríd lagði hann blessun sína yfir með því að nefna það ekki á nafn.

Það verður varla annað séð út frá þessu en að það sem þú nefnir hér geti vel orðið að veruleika í einni eða annarri mynd.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 4.10.2017 kl. 22:22

3 identicon

Sæll Gunnar jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !

Því miður: verð ég að taka undir með ykkur Sigurði kristjáni báðum / að flestu leyti.

Katalónía - á sér glæsta sögu, sem menningu.

Á Hámiðöldunum: áttu all margir Trúbadoranna sér uppruna þar um slóðir, og svo áfram norður eftir Próvenzalíu (Provence), og austur til Lígúríu á Norð- vesturströnd Ítalíu.

Katalóníumenn - voru engir eftirbátar annarra Evrópumanna í Krossferðunum, t.d.

Komi til átaka Spánarhers við þá: vottfestir það fullkomlega hið Sovézka óeðli, sem undirliggjandi er í stjórnarháttum Evrópusambandsins, fornvinir góðir.

Með beztu kveðjum sem endranær - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.10.2017 kl. 00:43

4 identicon

.... Kristjáni: átti vitaskuld að standa þar. Afsakaðu - Sigurður minn.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.10.2017 kl. 00:47

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér mikið Óskar fyrir innlit þitt og færandi fróðlega hönd.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.10.2017 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband