Miðvikudagur, 13. september 2017
Stefnuræða forsætisráðherra
Ég hlýddi á stefnuræðu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra Íslands og umræður í kjölfar hennar, við upphaf þessa 147. löggjafarþings Alþingis Íslendinga. Sjálfs þjóðþings okkar, en ekki einhvers "samfélagsþings" eins og stundum mætti halda að þingmenn úr firrtum undirheimum múgsefjandi samfélagsmiðla haldi að þjóðþing okkar sé. Alþingi er þjóðþing Íslendinga og engra annarra!
Bjarni forsætisráðherra blikkaði með stóra vasaljósinu og var sá eini sem gerði það. Hann var sá eini sem minntist á fullveldi þjóðarinnar og hve hart forfeður okkar börðust fyrir þjóðfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti hennar. Það gerðu þeir með því að viðhafa þjóðarstefnu (e. national-ism). Og þau öfl sem svo gerðu, voru kölluð hin frjálslyndu öfl. Og þau öfl eru enn hin einu sönnu frjálslyndu öfl
En hann Bjarni Benediktsson er í afar vondum málum með Viðreisn í ríkisstjórn, því sá flokkur er þjóðfjandsamlegur okkar þjóð. Það fer ekki á milli mála
Bjarni þyrfti að hafa stöðugt kveikt á stóra ljósinu. Geri hann það, en sé ekki að fela það, þá þarf hann ekki að óttast kosningar, heldur hlakka til þeirra samfellt og endalaust alla ársins daga
Þingmaður Framsóknarflokksins talaði um að Bjarni væri "ástríðulaus". Það má vel vera. En dómsmálaráðherrann okkar minntist einmitt á það mál með því að minnast á þrískiptingu valds. Þeirri skiptingu var komið á til þess einmitt að leggja bönd á ástríður og ástríðufulla valdagræðgi pólitískra skemmtikrafta eins og til dæmis Steingríms J. Sigfússonar, sem varð fremsti kosningasvikari Íslandssögunnar er hann stóð frammi fyrir því að hafa hemil á valdagræðgi-ástríðum sínum eða ekki. Þessi maður varð því auðvitað háværasta skemmtiatriði kvöldsins. Steingrímur ætti að íhuga stöðu í leikhúsi í stað löggjafarþings Íslendinga. En það sem hann þó benti á í sambandi við bændur, er nú samt rétt. Bjarni, þú verður að koma böndum á þetta mál í þinni ríkisstjórn, því það er í fyrsta lagi nátengt fullveldi þjóðarinnar og í öðru lagi hið ömurlegasta mál. Algerlega nátengt því og ömurlegt
Katrín formaður VG minntist á þjóðtunguna, íslenskuna. Það fór henni mjög vel. Undir tilvistarlegt mikilvægi þess máls ættu allir að geta tekið, þó svo að VG hafi dæmt sig til útlegðar með krónísku rauðgrænu kommakukli og kosningasvikum
Ég hrósa dómsmálaráðherranum okkar fyrir að minnast á skiptingu valds. En 300 árum áður en Montesquieu var uppi, var annar maður uppi sem hét Sir John Fortescue, sem meira hefði verið áríðandi að minnast á. En mest áríðandi af öllu hefði þó verið að minnast á þá skiptingu valds sem Gamla testamenti Biblíunnar kom til skila til síðari kynslóða, og þar á meðal okkar, sem einum af hornsteinum Vesturlanda; þ.e.a.s. skiptingu valds í Ísraelsríki hinu forna. Þar varð skipting valds til. Og einnig landamærin, sem búa til lögsöguna og koma í veg fyrir að ríki þenji sig út fyrir þau til að gleypa alla veröldina í sig, já þau koma líka úr Gamla testamenti Biblíunnar. Það sama gildir um hina grunnpólitísku einingu sem myndar veröld manna; þjóðirnar og þjóðríki þeirra.
Ritningarnar boða þá (laga)heimspeki að enginn megi stjórna heiminum, heldur eiga þjóðirnar að stjórna sér sjálfar. Allt sem til dæmis minnir á eða kallast getur "alþjóðasamfélag" í dag, er einungis dulbúin tilraun og samsæri gegn þjóðfrelsinu, í formi nýs umboðslauss heimsveldis með lymskulegum umbúðapappír utan um, til þess auðvitað að hengja þjóðirnar í og gera þær að þrælum
Mér finnst þingmenn Pírata vera orðnir frekar gamlir, lúnir og gráhærðir. Ef þeir hefðu til dæmis teflt átta til tíu ára stúlkubörnum fram í ræðistól Alþingis, þá hefði kannski verið hægt að hafa eyrun opin og hlusta. Ekki gat þetta kjörna fólk Pírata sem röflaði, og sífellt röflar um reglur, haldið sig við einfaldar reglur um ræðutíma. Ekki frekar en þeir héldu sig við geimferðaáætlun flokksins til Evrópu
Kjólafyrirsæta vina sinna í Lundúnum úr flokki sem kallaði sig Bjarta framtíð, nennti ég ekki að hlusta á. Þá var algerlega nóg komið og ekki síst þegar kvenkyns þingmaður úr pjötluflokki kom og skammaði íslensku þjóðina fyrir að viðhafa lýðræði í landinu með því að þeir flokkar sem kosnir eru til valda séu við völd, en ekki þeir flokkar sem kjósendur hafna
Það sem stóð upp úr á þessi kvöldi var hversu ömurlegur söfnuður af innantómu þvaðri tíndist upp úr ruslatunnum smáflokkanna. Þeir eiga ekki langt eftir. En stóra fullveldisljósið hans Bjarna Benediktssonar og íslenska krónan hans lýstu þó sál mína mest upp og var það uppörvandi tilfinning
En Bjarni minn góður: Númer eitt) Hafa stanslaust kveikt á stóra ljósinu þínu, og númer tvö) boða stórfelldar skattalækkanir fyrir næstu kosningar. Þú einn getur gert það og þér einum trúir fólk til þess. Og númer þrjú) þvo bændaútrýmingarstimpilinn af flokknum. Það verður að gerast!
Gangi þér og xD þingflokknum vel
Fyrri færsla
Fyrsta kynslóð ónýtra Hörpu-forseta lætur úr Reykjavíkurhöfn
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.9.2017 kl. 02:11 | Facebook
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 6
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 445
- Frá upphafi: 1389088
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 248
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Satt segirðu. Ekki batnar svo ástandið, þegar Sovétfréttastofa Rúv og Stöð2 eru að fara af límingunum út af því, að faðir Bjarna skyldi skrifa meðmæli með þessum barnaníðingi, svo að hann gæti fengið uppreisn æru. Það gæti orðið Bjarna dýrt er ég hrædd um, eins og þessir fjölmiðlar djöflast í fólki, þegar þeir finna einhvern flöt til þess. Fyrst var það Sigmundur, og núna er það Bjarni. Ég óttast mjög, að þetta geti eyðilagt fyrir flokknum, ef þeir halda áfram með þetta hjá Rúv og Stöð2, sem þeir væru svo sem vísir með. Haldið það sé nú!!! Þessir fjölmiðlar fara að verða hreint óþolandi, eins og þeir haga sér. Hvað getur svo fólkið kosið eiginlega? Allir vita, hvað vald fjölmiðla er orðið mikið í dag, og þegar þeir láta svona, þá gera þeir það að verkum, að fólk missir áhugann á stjórnmálum og kosningum, því að þeir eyðileggja svo mikið með þessum gauragangi í sér, að fólk veit ekki lengur, hverja það getur kosið, þar sem þetta er allt saman ómögulegt fólk í augum fjölmiðlanna, sama hvaða flokkur er nefndur. Þetta getur ekki gengið svona lengur. En hvað er til ráða? Það er nú stóra spurningin, sem er vandsvarað. Við skulum samt vona, að þetta skaði ekki Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn alltof mikið, og það verði stjórnarbreyting hér í borginni á næsta ári. Hvað Viðreisn varðar, þá er nú ekki við öðru að búast en því, sem blasir við manni í þessum fjárlögum og öðru því, sem þeir leggja fram. Ég er t.d. algerlega ósammála Þorgerði Katrínu varðandi landbúnaðarfrumvarpið, og finnst hún ekkert vit hafa á þessum málaflokkum, sem hún var valin til að stjórna. Það er svo allt á sömu bókina lært bæði varðandi þetta lið í Viðreisn og eins BF, VG og Samfó. Það er ekki nema von, að fólki finnist lítið til Alþingis koma, eins og fólkið er, sem situr þar inni, enda er hundleiðinlegt að hlusta á útvarp frá Alþingi í dag, miðað við það, sem áður var, þegar við vorum að alast upp. Maður verður samt að vona það besta, og að Bjarni og þó miklu fremur flokkurinn sleppi nokkurn veginn óskaddaður frá þessarri orrahríð fjölmiðlanna, sem nú er að bresta á - enn einn ganginn. Svei mér þá, sem þetta er ekki algerlega glatað lið á þessum fjölmiðlum, sérstaklega þó Sovétfréttastofu Rúv! Mál er að linni þessum nornaveiðum, sem þeir eru alltaf að fara af stað með, þegar minnst varir. Það hefur enginn gaman af þessu nema í mesta lagi þeir, og lýsir vel karakternum í þeim.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2017 kl. 23:22
Þakka þér Guðbjörg. Missti hreinlega af þér.
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 19.9.2017 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.