Leita í fréttum mbl.is

Olíuútflutningur Bandaríkjanna gengur vel og verðið helst lágt

Olíuútflutningur Bandaríkjanna júní 2017

Mynd: Þúsundir tunna á dag 

Í júní fluttu Bandaríkin út tæplega 800 þúsund tunnur af hráolíu á dag. Fyrir fimm árum var þessi tala í sama mánuði 46 þúsund tunnur á dag. Olíuframleiðsla Bandaríkjanna fór fram úr Sádi-Arabíu í kringum 2011 og eru Bandaríkin nú stærsti olíuframleiðandi veraldar. Sitjandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Texasbúinn Rex Tillerson, kom beint úr forstjórastöðu í Exxon Mobil

Í ágúst tók Litháen á móti fyrsta farmi fljótandi gass frá Bandaríkjunum. Og fyrr á þessu ári var það Pólland sem fékk sinn fyrsta fljótandi gasfarm beint frá Sámi frænda í Vestri. Nýi heimurinn sendi gamla og hrjáða heiminum orku

Þetta er í fyrsta sinn sem þetta fyrrum sovétríki fær gas frá Bandaríkjunum, og þar með annað ríkið sem áður var undir Rússlandi í búningi Sovétríkjanna, sem fær orku beint frá Bandaríkjunum, en ekki frá Rússneskum ríkisfyrirtækjum. Bandaríkin urðu stærsti framleiðandi af jarðgasi í heiminum árið 2011, en þá tóku þau framúr Rússlandi. Og er búist við að þau verði þriðji stærsti útflytjandi af fljótandi gasi árið 2022, á eftir Ástralíu og Katar

Þarna er stór markaður fyrir Bandaríkin. Litháen flytur inn 75 prósent af allri þeirri orku sem landið notar. Meira en 70 prósent af þeirri olíu og gasi sem Litháen, Lettland, Finnland, Ungverjaland, Slóvakía og Búlgaría nota kemur frá Rússlandi. Og um það bil 90 prósent af þeirri olíu og helmingur þess gass sem Pólland notar kemur frá Rússlandi

Helmingur þeirrar orku sem lönd Evrópusambandsins nota, er innflutt orka. Þetta orku-ósjálfstæði er sennilega einsdæmi í veröldinni fyrir svona fjölmennan heimshluta. Evrópusambandið verður því alltaf hlutfallslega fátækt, nema að það giftist Rússlandi til fjár. Útreikningar Þýskalands er varða það hjónaband fara nú fram. Enginn veit enn hver niðurstaðan verður, vegna þess að Þýskaland er óútreiknanlegt ríki

Bandaríkin í Vestri munu hægt og bítandi kynda og tryggja orkusjálfstæði Intermarium-svæðis Austur-Evrópu eins lengi og þess þarf, Evrópusambandinu en sérstaklega Þýskalandi, til ómældrar pólitískrar gremju

Á meðan halda bandarísk einkafyrirtæki áfram að þróa sífellt ódýrari vörulyftigetu út til sporbrautar yfir Bandaríkjunum (út í geim). Forvitnum blaðamönnum er sagt að verið sé að þróa sjálfkeyrandi sturtuklefa sem sendur verður með geðsjúkt fólk til Mars. En þessa lyftigetu munu einkafyrirtækin hins vegar selja til hins opinbera í Bandaríkjunum; sem er að þróa geim-sólarorku sem send verður á bylgjuformi til jarðar í stað olíu í framtíðinni. Þeir sem hegða sér vel fá þá kannski sendan niður til sín smá-geisla, þóknist Bandaríkjunum svo

Og þessa nýju tækni þarf auðvitað að verja. Og það krefst nýrra vopna frá bandarískum vopnaframleiðendum - sem einnig eru almenningshlutafélög. Hæ Wall Street

Engin leið er að koma sólar-orkuvinnslu af stað á jörðu niðri án þess að leggja um leið allt umhverfi jarðarinnar í rúst. Hið sama gildir um vindorku

Fyrri færsla

Norður-Kórea er kærkomin hvatning


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband