Miðvikudagur, 6. september 2017
Norður-Kórea er kærkomin hvatning
Frá Torgi hins himneska (ó)friðar 1989
Leiðtogi Norður-Kóreu er bein og öflug hvatning fyrir kommúnistaflokk Kína. Hann sýnir flokksbræðrum sínum í Kína hvernig fara á að því að halda völdum yfir fólkinu. Taki kínverski kommúnistaflokkurinn ekki fegins hendi við þessari hvatningu frá leiðtoga Norðursins, þá er umfangsmikið starf Xi Jinping forseta Kína síðustu árin til lítils, eða jafnvel einskis. Undanfarin ár hefur Xi forseti verið að hreinsa út öll þau áhrif, öfl og völd sem til urðu við sjávarsíðuna í krafti fjármagns og framgangs með uppruna og fæðingarstað í útlöndum. Sérstaklega í Bandaríkjunum og Evrópu. Framfarir ógna ávallt tilvist kommúnistaflokksins, því auður skapar völd. Allt slíkt hefur nú verið gert upptækt og handhafar ógnarinnar við völd flokksins settir í gúlag. Eða svo vonar að minnsta kosti einræðisherrann Xi
Kínverski leiðtoginn veit vel hvað gerðist með Líbýu og annars staðar þar sem einræðisherrar misstu völd við það eitt að láta af hendi strategískar eignir eins og til dæmis kjarnorkuvopnaáætlanir og slík virk prógrömm, eða þá möguleika sem skaffað geta þannig einræðisöflum gereyðingarvopn. Hann vill alls ekki að slíkt geti gerst í Norður-Kóreu, sem hann því verndar
Kínverski einræðisherrann mátti því nauðugur sætta sig við að bláfátækir þegnar hans hristust og hírðust skjálfandi og varnarlausir undir kínverskt framleiddum millistéttar-borðplötum úr melamín í Norður-Kóreönskum sex komma þriggja stiga allsherjar-jarðskjálfta, með upphaf aðeins 75 kílómetrum frá norðaustur landamærum Kína. Þetta gerðist er leiðtoginn í Norðrinu fúttaði vetnissprengju af inni í fjalli. Og það sem verra var, þetta gerðist á meðan kínverski forsetinn sullaðist hristandi í hundrað prósent vanmætti í gegnum glærur sínar, á fundarstað hans í Xiamen í Kína með erlendum stórhöfðingjum á borð við Vladimír Pútín. En sá staður snýr að Taívan, þar sem síðasta lýðræðislega og réttkjörna ríkisstjórn Kína situr enn, en sem forseti kínverska meginlandsins enga getu hefur til að höndla, vegna þess hve kínverski herinn er innvortis upptekinn sem lífvörður kommúnistaflokksins gegn fólkinu í landinu
Xi er því líka að hreinsa út í hernum fyrir allsherjarráðstefnu kommúnistaflokksins sem hefst í næsta mánuði, sem að sjálfsögðu heitir október. Hann tók því Fang Fenghui hershöfðingja höndum og varpaði honum í gúlag fyrir hvað annað en "spillingu". Fang sá um gagnkvæm samskipti við bandaríska herinn. Forsetinn mun því ekki handtaka leiðtoga Norðursins né þróunarverkefni hans fyrir neina spillingu. Því sá maður er algerlega óspilltur kommúnisti úr stórri millistétt þess lands, en sem auðvitað heitir bara valdastétt. Og hvers massífur útflutningur af klæðnaði til Kína sem áfram selur hann til Vesturlanda, gengur svona vel. Hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að halda þeim viðskiptum aðskildum frá stjórnmálum, eins og "samtök evrópskra fyrirtækja" hafa þeim megin einnig beðið um, en hins vegar vegna herra Pútíns og fröken Þýskalands
Flokkbróðurleiðtoginn í Norðrinu hefur nú sprengt sex kjarnorkusprengjur flokksins í sama fjallinu, vegna skorts á landrými. Ef þetta fjall hans fellur saman og eys úr sér geislavirku skýi af ryki sem rignir niður í kínverskan almenning, og víðar, þá er hætt við að dagar kínverska kommúnistaflokksins séu snögglega taldir. Tveir leiðtogar sama flokks, og úr sömu millistétt, biðja því saman, en hvor í sínu ríki, til karlsins Marx. Þeir biðja um að fjallið það og steintöflur þess, komi ekki og kasti sér örsmáar ofan í þá. Enginn lifandi maður veit hvort að fjallið heldur eða ekki. Kannski þolir það fleiri bombur, kannski ekki. Það veit enginn
Torg hins himneska friðar (e. Tiananmen Square) skilgreindi árið 1989 þá framtíð sem einræðisherrar Kína völdu til handa sínu landi og lýð; þeir völdu að stjórna áfram í krafti ógnar og terror og þeir hafa styrkt sig og þá stöðu sína hroðalega í sessi. Þessu Kína þeirra verður ekki bjargað. Og ekkert ríki jarðar hefur umboð til að bjarga því landi frá sjálfu sér. Sú tilraunaaðgerð hefur hingað til kostað millistéttir Vesturlanda ómælt magn af pólitísku kapítali og ofboðslegt magn auðs, sem einmitt og með réttu er þeirrar stéttar
En að tortíma því Kína sem kommúnistaflokkurinn stendur fyrir, er hins vegar annað mál. Til þess þarf ekkert umboð, því slíkt hefur ávallt verið fyrir hendi. Það sýndi Ronald Reagan veröld allri og umboð það gildir líklega enn. Eða er það ekki?
Fyrri færsla
Kína mun varla leysa niður um sig, er það?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:57 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 32
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 392
- Frá upphafi: 1387157
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 221
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Maður sér þetta fyrir sér:
Kæru vinir. Hér með er nítjánda 100 þúsund manna allsherjar einkaráðstefnuþing kommúnistaflokksins sett. Eins og við munum öll, var flokkur okkar stofnaður árið 1921 í Shanghai og við komumst til valda vegna vangetu þáverandi valda til að halda völdum. Þess vegna, mínir kæru vinir, sem þjóðin ykkur hatar öll, ætlum við að kippa teppinu undan flokksbróðir okkar í Norður-Kóreu til þess að þjóð þess lands geti rifið valdastétt eins og ykkur þar á hol og tætt úr henni, öllum hennar börnum og ættingjum bæði augu, lifur og líkamashluta. Hljómar þetta ekki stjórnviturlega í ykkar augum?
Þögn
Ekki það nei
Þá byrjum við aftur:
Kæru vinir. Hér með er nítjánda 100 þúsund manna allsherjar einkaráðstefnuþing kommúnistaflokksins sett. Eins og við munum öll, var flokkur okkar stofnaður árið 1921 í Shanghai og við komumst til valda vegna vangetu þáverandi valda til að halda völdum. Þess vegna, mínir kæru vinir, sem þjóðin ykkur hatar öll, ætlum við ekki að kippa teppinu undan flokksbróðir okkar í Norður-Kóreu til að þjóð þess lands geti rifið valdastétt eins og ykkur þar á hol og tætt úr henni, öllum börnum og ættingjum hennar bæði augu, lifur og líkamashluta. Nei, kæru vinir, við munum styðja við bakið á okkar bræðrum og systrum í Norður-Kóreu og veita þeim nauðsynlegan stuðning gegn stjórnleysi og upplausn og SPILLINGU! Ykkur verður því einnig áfram óhætt hér á götum okkar lands, því við höfum hér með sýnt öllum almenningi þá virðinu að láta hann ekki halda að við séum að gufa upp og guggna á kommúnismanum, sem veitir okkur öllum þessi forréttindi sem enginn fær nema með því að vera óspilltur kommúnisti út í gegn. Við ætlum ekki að sýna neinum neina vangetu okkar til að halda völdum. Við vitum öll best hvað slíkt getur haft í för með sér.
Lýsi ég nú þingið sett og syngjum saman kommúnismann:
tra la la la la. Húrra formaður tra la la já Marx og amen Karl. Trall la la la, la la. Komm, únn, isminn tra la la. Gong donk.
Gunnar Rögnvaldsson, 6.9.2017 kl. 10:51
Þetta finnst mér vera svolítið barnalegt hjá þér Gunnar, en er sammála þér í að Xi Jinping hefur verið að reyna að koma á gömlu Mao kommúnista þvaðri í Kína. En það á líklega eftir að koma honum í koll.
Hitt verðurðu að vera svolítið raunsær í, og það er N.Kórea ... þetta fólk á harma að hefna, Gunnar. Bandaríkin eru glæpamenn í þessu sambandi. Þeir eru ekkert betri en Nasistar þýskalands, og fólk á almennt að hætta þessu hjákátlega nasista ást. Annarsvegar að tala um "gyðinga" sem ættbálk, þegar maður á að vita árið 2017 að svo sé ekki, jafnvel þó maður fari ekki í sálmana á málinu. Þeir eru "trúsöfnuður", alveg eins og kristnir og múslimar.
En N.Kórea gæti orðið fall Kína ... Kim Jing Pong Tong, eða hvað fjandan kauðinn heitir ... fer ekkert með rangt mál að fá sér kjarnavopn til að koma í veg fyrir að þeir fái sömu meðferð og Lýbía og Ìrak ... fólk á Íslandi, eru lítið annað en nasista elskendur, sem gera ekkert annað en að klappa fyrir morðum á miljónum manna í mið-austurlöndum af óskýranlegum ástæðum. Mér er ekkert vel við Islam, en hjartað í mér svíður við að vita af þeim ósköpum sem þetta fólk hefur þurft að líða. Nú eru Rússar að verða búnir að ljúka Sýrlands vandamálinu, og nú skulum við leggja að þeim að sjá til að byggja upp hvern einasta stein í Sýrlandi. Það er á þeirra ábyrgð að byggja upp landið ... og í stað þess að skíta þá út, fyrir allt mögulegt ... þá eigum við heldur að beita okkur fyrir því að reina að fá þá til að byggja upp landið, eftir hörmungarnar og gefa fólki heimili til að hverfa aftur til.
Sama á við N.Kóreu ... hvern djöfulinn kemur þér það við, hvort þarna sé einhver diktator? Af hverju ferðu ekki út og kastar steinum í sendiráð Saudi Arabíu, sem heggur haus af pétri og páli, fyri ekkert eða lítið ... misþyrmir konum, og fremur glæpi sem enginn annar.
Svona háttalag, Gunnar ... þegar maður horfir í barm sér, við annan eins óhugnað og Saudi Arabía stendur fyrir ... ekki bara það, heldur styður þetta óhuggulega ríki í að vera forgangsmenn mannréttinda!!!! Í fullri alvöru ... og svo ertu að eyða tíma þínum, í N.Kóreu.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.9.2017 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.