Mánudagur, 4. september 2017
Kína mun varla leysa niður um sig, er það?
Það er kraftaverki næst að utanríkisráðherra okkar skuli hafa svo mikla trú á kommúnistaríkinu Kína að hún fái hann til að segja að "millistéttin þar sé jafn fjölmenn" og í Bandaríkjunum. Þetta hlusta einnig margir aðrir á í veröldinni og fara að trúa ýmsu um hitt og þetta kínverskt. Þeir fara því að búast við að Kína geti gert hitt og þetta. Jafnvel stútað veldi Norður-Kóreu og þar með einnig lagt Kóreuskagann undir sig. Eða, að það á einhvern dularfullan hátt geti togað í snúru sem sturtar Norðrinu niður
Mér finnst afar merkilegt að utanríkisráðherra okkar skuli ekki fyrst og fremst standa með helsta og besta bandamanni okkar, þegar að málefnum eins og þessum kemur: varnarmálunum. En nei. Ráðherrann er hugarfarslega kominn á kaf í OBOR og AIIB, sem er pólitískt útþenslu málgagn kínverska kommúnistaflokksins og í algerri óþökk fremsta bandamanns okkar og verndara; Bandaríkja Norður-Ameríku
Það er svo sem hægt að fyrirgefa honum að hafa þetta svipaða hugarfar og plagað hefur viðskipti fyrirtækja í heiminum öllum, frá því að Kalda stríðinu lauk. En þá kom fram á völlinn kynslóð sem lítinn eða engan skilning hafði á veröldinni og sem kyrfilega horfði fram hjá því, að allt í þessum heimi lýtur geo-pólitískum lögmálum, fyrst og fremst
Fyrirtæki veraldar ráku þá alla þá sem vit og þekkingu höfðu á geo-pólitík og sem hétu landa-stjórar (e. country managers) og þar með umboðsmenn sína (e. agents). Þeir menn þekktu lönd og markaði þeirra betur en allt sendiherraveldið samanlagt, og sem að mestu eru eins og þorskar á þurru og afar erlendu landi. Og á þessa umboðsmenn sína og landastjóra stóluðu fyrirtækin, því þeir skrifuðu og hringdu heim og létu vita hvað var að gerast, vegna þess að þeir vissu hvað var að gerast áður en það gerðist og þeir gátu jafnvel togað í ýmsa spotta erlendis. En það nýja og fyrirfram glataða viðskiptalíkan veraldar sem komst á koppinn í stað hins gamla, já það byggði hins vegar á þeirri sýn að hægt væri að skipta heiminum upp í "svæði" þar sem enginn vissi neitt um þau lönd sem mynduðu þessi svæði. Fyrirtækin réðu því til starfa "svæðis-stjóra", sem til dæmis sáu um markað sem kallaður er "Evrópa og Mið-Austurlönd", "Asía", eða "Afríka sunnan Sahara"
En nú eru dagar svæðisstjóranna taldir, því þeir vissu ekkert og gátu ekkert í geo-pólitík. Hoppa mun því Wall Street um kúrfu-toppa sína af bræði vegna eigin heimsku, en seint skilja að þetta er því stræti samt, og þrátt fyrir allt, fyrir bestu. Markaðsopnunin á morgun, eftir Labor frídag verkalýðs Bandaríkjanna í dag, gæti því orðið afar áhugaverð í ljósi ummæla viðskiptaráðherra Bandaríkjanna í gær, um viðskiptabann á þá sem eru í viðskiptum við þrælaríki. Kína er nefnilega þrælaríki í viðskiptum við annað þrælaríki, þó svo að það sé að vísu aðeins mýkra. Þjóðir og þjóðríki, en ekki svæði, eru og verða sú grunnpólitíska eining (e. unit) í veröldinni sem Gamla testament Biblíunnar, svo sannarlega ég segi þér, vísaði okkur á sem einu færu leiðina í veröld manna. Þess vegna höfum við jú til dæmis Þjóðkirkju vora. Hún hafnar úniversal heimsglundroða heimsvelda úr austri á borð við þann sem klessukeyrði veröldinni 2008
Til dæmis hafa menn og fyrirtæki þeirra gleymt þeim gamla sannleika að í ríkjum með einræðislegt stjórnarfar, eins og til dæmis í Kína, þar veltur allt á því að hið stjórnarfarslega batterí er myndar "kerfið", og sem stjórnar landinu, með oft svo harðri hendi, já það "kerfi" þolir ekki að mistök séu gerð. Geri það "kerfi" mistök þá hrynur það og "kerfið" sjálft missir völdin og hrynur til grunna. Dæmi; Bandaríkin geta tapað styrjöld, til dæmis í Víetnam, án þess að Bandaríkin og lýðræðislegt stjórnskipulag og stjórnarfar þeirra hrynji til grunna. Í versta falli er kosið um nýjan forseta. Ef Kína, hins vegar, tapar þannig stríði þá hrynur stjórnskipulag þeirra til grunna; því verður einfaldlega bylt og kollvarpað, vegna þess að lögmæti þess er ekkert (Evrópusambandið er einnig á sömu leið, því lögmæti þess er svo ákaflega takmarkað). Það er því engan veginn hægt að spyrða Kína, Stór-Kína og Asíu eða Bandaríkin og Ameríkur (suður plús mið- og norður) saman undir einu viðskiptasvæði og einum svæðisstjóra, því að Kína er í sama flokki og Norður-Kórea. Þau ríki er hægt að flokka saman því þau eiga heima í einum og sama flokkinum sem heitir; einræðisríki. Og sú flokkun krefst þess að litið sé á þann flokk eins og hann er; hann er flokkur einræðisríkja
Og einræðisríki hafa ekki millistétt, þau hafa einungis valdastétt og ekkert annað. Allt uppgjör landsframleiðslu þannig ríkja er hið versta smínk og talnaþvæla með Marx Factor. Þar eru til dæmis mistök valdastéttarinnar ekki afskrifuð út úr tölum landsframleiðslunnar, því bæði fjármála- og bankakerfið og fjárfestingar eru allar ríkisreknar eða í höndum hins opinbera. Ákveði einræðisstjórnin í svona löndum að byggja til dæmis hundrað flugvelli, þá er það ekki gert nema í einum tilgangi; þ.e. pólitískum tilgangi. Þessi "fjárfesting" lyftir að sjálfsögðu tölunum yfir landsframleiðsluna og auð þjóðarinnar. En þegar það svo sýnir sig að engar flugvélar lenda nokkru sinni á þessum flugvöllum, og munu aldrei gera, hvað gera Kínverjar þá? Á Vesturlöndum gildir sú regla í þannig tilfellum, að þá verða þeir sem bæði fjármagna og eiga þannig fjárfestingar, að afskrifa þær sem glataða eign/auð, þ.e. sem glataðar og tapaðar fjárfestingar. Þannig að á Vesturlöndum er þessi hluti landsframleiðsinnar og þjóðarauðsins réttilega skrifaður niður og honum eytt út úr tölunum yfir landsframleiðsluna og auð þjóðar. Þannig er þeim tölum haldið sannleikanum samkvæmast. En þannig spilar dósin bara ekki í Kína. Þar er ekkert afskrifað. Í fyrsta lagi myndi það kála fjármálakerfi landsins og það myndi einnig kála því litla áliti sem þjóðin hefur á sjálfri sér og landinu, og þar með þeirri "millistétt" sem utanríkisráðherra okkar heldur að þar sé til. Og í meira en 30 ár hefur kínverski kommúnistaflokkurinn, samkvæmt fimm-ára áætlunum, tekið helming landsframleiðslunnar og fjárfest henni í því sem honum, og bara honum, finnst að hún eigi að fara í; til dæmis hundrað flugvelli, sem eins konar atvinnubótavinnu. Þetta gefur fólki örlitla innsýn í þann svo kallaða auð sem utanríkisráðherra okkar heldur að sé í Kína. Kína er bláfátækt ríki og verður það alltaf, eða svo lengi sem það er kommúnistaríki. Þetta er staðreynd
En ekki nóg með það; þegar að því kemur að eitthvað þarf að gera í sambandi við allar þessar rangstæðu og þar með glötuðu fjárfestingar kommúnistaflokksins, þá er það litla sem þjóðin á tekið af henni, og afhent þessum "fyrirtækjarekstri" kínverska kommúnistaflokksins, til að koma í veg fyrir algert hrun. Og vert er að geta þess, að til að hægt var að byggja allar þessar rangstæðu fjárfestingar flokksins, þá var fólkinu bara hent af því landi sem fór undir þær, vegna þess að ríkið á það. Á Vesturlöndum er svona land keypt af borgunum eða þeim er bættur skaðinn. Svo segjast menn ætla að láta kínverska kommúnistaflokkinn "njóta vafans" þegar íslenskir sakleysingjar með kínverska "millistétt" í heilastað, halda að hægt og réttlætanlegt sé að selja fólki kommúnistaflokksins bara svo mikið sem enn hektara af Íslandi. Er þetta fólk með hálm í heilastað eða hvað. Kann það ekki að hugsa?
Kína getur því ekki bjargað neinu því það er bara eitt; einræðisríki. Ef það skyldi þó ákveða gangast í málefni Norður-Kóreu, þá mun slíkt aðeins verða gert í þeim eina tilgangi að leggja allan Kóreuskaga undir sig. Flokkurinn þolir ekki að tapa í þeirri ferð, því þá hrynur allt kerfið í Kína. Svona ríki eru hroðalegt mein fyrir alla veröldina. Þau eru ekki nein millistétt frekar en sovétríki voru það. Þau eru einfaldlega einræðisríki. Slíkum ríkjum ætti alls ekki að hleypa inn í viðskiptakerfi hins frjálsa heims. Bara alls ekki
Þetta er sem sagt hin stóra millistétt utanríkisráðherrans. Á henni mun hann auðvitað brjóta báðar fætur og enda á gangstétt. Heimurinn hefur tilvistarlega og í eðli sínu ekkert breyst, og Ísland stefnir ekkert. Það verður hér, þar sem það er. Hins vegar geri ég fastlega ráð fyrir því að þeir fjármunir sem utanríkisþjónustan ætlar að spara með því að leggja niður sendiráð, verði beint til styrktar íslenskum landbúnaði á Íslandi. Að fjármunum ráðuneytisins og Íslands sé ekki ráðstafað til styrktar kínverska kommúnistaflokknum. Gerið þið það ekki, þá er mér að mæta. Ég er minnsti minnihluti Lýðveldisins; eitt atkvæði. Varið ykkur! Og ég mun alltaf styðja bandamann okkar í vestri, geti ég yfirhöfuð það gert
Samfelldri 13 ára friðþægingarstefnu Sjálfstæðisflokksins verður nú að linna. Helst áður en sú appeasement-stefna flokksins kálar honum fyrir fullt og allt. Annars er það gangstéttin sem bíður flokksins. Engin millistétt er á milli farsældar flokksins og hennar. Takið ykkur vinsamlegast á!
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 5.9.2017 kl. 00:13 | Facebook
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 7
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 446
- Frá upphafi: 1389089
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 248
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Mér er mikið í mun að kljúfa þennan minnsta kjarna þinn í smá agnir og dreifa til sterkra áhrifa um allt land.
Helga Kristjánsdóttir, 5.9.2017 kl. 05:30
Það er rétt hjá þér, að það er engin "millistétt" í Kína .. heldur ekki í Saudi Arabíu. Við hér á vesturlöndum höfum haft afskipti af slíkum löndum, og viðskipti með miklum góðum áhrifum ... því að í þessum löndum, Gunnar, eru gífurleg glæpasamtök ... ríkið elur uppi glæpasamtök, sem gott er að hafa viðskipti við.
En ég er algerlega ósammála því, að "refsingar" borgi sig ... þessi "refsi" þáttur bandaríkjanna er verulega slæmur. Því bandaríkin munu halda áfram viðskiptum við þessi lönd, bak við tjöldin. Þessi "bann" æxli þeirra, eru gerð til að bola oðrum frá kökunni ... þetta er dæmi, þar sem bandaríkin eru að notfæra sér "geopólitískt" vald sitt ... til að ná forgangsröð.
Þjóðverjar hafa rétt í því, þegar þeir segja að bandaríkin séu að bola öðrum.
Þannig að aðfarir viðskiptaráðherra í þessu sambandi, eru alls ekkert vitlaus ... þ.e.a.s. ekki nauðsynlega.
Evrópu, öll ... á að koma sér undan bandaríkjunum. Ísland með. Bandaríkin eru ekki sömu Bandaríki og áður ... verða líklega aldrei. Daður þeirra við ISIS, Al Qaida og önnur slík glæpasamtök bendir á að þeir hafa gersamlega sporað úr ... sem "heimsveldi".
Við stöndum í dag, almennt ... í ljótum málum. Kína, sem "leiðandi" ríki eru slík afglöp að það finnast engin takmörk. Bandaríkin, því miður ... hafa tekið upp sama óvirðugleika og Rómarríki ... við þurfum nauðsynlega að ýta undir eitthvað Evrópskt ... Bretland? vafasamt. Þýskaland? verður að fara fram breiting. Frakkland? pussies. Rússar? þeir eru á leið, en hvað gerist eftir Pútin ... spurning. En skömminni skárri en Kínverjar. Þó ekki framtíð, nema þeir breitist.
Við stöndum núna, í Geópólitískri súpu ... sem Bandaríkin og Bretar skópu, sjálfum sér til bölvunar.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 5.9.2017 kl. 05:37
Kínverjar eru fjórum sinnum fjölmennari en Bandaríkjamenn þannig að þó að millistéttin í Kína sé hlutfallslega fjórum sinnum minni en í Bandaríkjunum, er fjöldi þessa millistéttarfólks sá sami.
Enda framleiða Kínverjar mun fleiri bíla en Bandaríkjamenn og mest af þeim til brúks innnanlands.
Ómar Ragnarsson, 5.9.2017 kl. 16:47
Þakka ykkur Helga og Bjarne, fyrir innlit og skrif.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 5.9.2017 kl. 19:15
Þakka þér Ómar fyrir innlit og skrif.
Málflutningur utanríkisráðherrans er svona: við höfum talið allar þúfur í Kína og í ljós kom að Vatnsdalshólar þess eru hæstu þúfur landsins. Fjöllin, sem við töldum líka en sem eru engin í þessu landi, já þau eru hins vegar millistéttin í Bandaríkjunum. En, við ætlum samt að einbeita okkur að þúfunum í Kína. Kostnaðurinn við að ná til hverrar þúfu sem gefur okkur því sem næst ekkert, er það sem fær heilabú okkar til að þorna upp úr ákafa.
Meðal-ráðstöfunartekjur kínverskra heimila árið 2014 voru 20.071 yuan, sem svara til 8,22 Bandaríkjadala á dag. Þetta nær ekki einu sinni ráðstöfunartekjum þeirra allra fátækustu í Bandaríkjunum.
En tölurnar frá Kína blekkja samt, og eru enn verri en þetta. Heimilistekjur þeirra sem búa ekki við sjávarsíðuna, eða 80 prósent landsmanna, eru fjórir dalir á dag.
Kína er stærsta musteri fátæktar í heiminum í dag. Ferðalag þeirra er vonlaust því landið lagði af stað í ferð sína með engan einkageira, sem jafnvel steinaldarhagkerfi höfðu. Það lagði af stað með einn kommúnistaflokk sem átti og á ennþá allar þúfur í landinu. Og þúfur mun hann erfa.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 5.9.2017 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.