Miðvikudagur, 23. ágúst 2017
Umfjöllun um "þjóðernis-hyggju" á hvolfi
Gengur þitt land í takt?
Lýðræðið sett til hliðar sagði heimspekingurinn Søren Gosvig Olesen árið 2010. "Í dag hlýða menn og gera eins og þeim er sagt. Til dæmis fer öll þjóðin eftir því sem heilbrigðisyfirvöld segja. Spinn doktorar stjórnvalda gegna hlutverki áróðursráðuneytis"
****
Það er dæmalaust að fylgjast með þeirri umræðu sem fram fer um þjóðir og það sem hefur með þjóðir að gera og þá sem aðhyllast þjóð sína og sjálfsákvörðunarrétt hennar
Íslenskan hentar stundum misvel til að lýsa því sem rætt er um. Þannig eru öll tungumál. Eins og þú lesandi góður veist, er allt sem hefur með þjóð/land að gera á mörgum erlendum tungumálum með formerkinu "national". Til dæmis væri Landsspítalinn á ensku The National Hospital og Landsfundur yrði "national convention". Þetta hefur auðvitað ekkert að gera með það gildi sem lagt er í umræðuna um þjóðarstefnu í dag (e. nationalism). En samt smitar þetta
Þjóðarstefna/þjóðernisstefna er það sem lýtur að hinni grunnpólitísku einingu sem býr til veröldina eins og hún er. Og það hefur hún frá upphafi alda gert. Þjóð þarf þjóðar/þjóðernissinna til að geta verið til. Eins og til dæmis kapítalismi þarf kapítalista til að geta verið til. Þjóð án þjóðar/þjóðernissinna er ekki þjóð, því það eru þeir sem gera henni mögulegt að vera þjóð. Án þjóðernissinna dettur þjóðin í sundur og leysist upp, því hún hættir þar með að vera pólitískt eining í veröld sem samanstendur af pólitískum einingum og engu öðru. Grunn-pólitískum einingum sem mynda veröld manna
Jón Sigurðsson var þjóðar/þjóðernissinni af því að hann vann að tilvistarlegum málum íslensku þjóðarinnar og sjálfsákvörðunarrétti hennar. Þeir menn sem það gerðu voru kallaðir "hin frjálslyndu öfl". Þeir voru andsnúnir nýlendu- og heimsvaldastefnu og vildu að þjóð fengi rétt til að stjórna sér sjálf. Það er: sjálfsákvörðunarrétt. Þeirra barátta snérist um þjóðina. Hún snérist ekki um ekkert, eins og svo margt snýst um í dag og sem skoppar ofan í niðurfallið sem rugl
Þýski Nasistaflokkurinn var Sósíalistíski þjóðarflokkurinn. Hann snérist um sósíalisma, en ekki um þjóðernisstefnu, eins og Jón Sigurðsson tileinkaði líf sitt. Það verður að passa að kalla hlutina réttum nöfnum. Þegar sú stefna flokksins náði hámarki hafði Hitler þjóðnýtt alla þjóðina í þágu eins (slæms) málstaðar. Þjóðernissinnar vilja hins vegar að þjóðin sé frjáls í þjóðríki sínu. Hitler hataði þjóðir og þjóðríki þeirra
Í Evrópusambandinu hafa menn ekki enn þjóðnýtt þjóðirnar að fullu, en sambandið hefur í staðinn þjóðnýtt stjórnmál þeirra. Þar er nefnilega bannað að stjórnmálin séu andsnúin ESB-samruna. Það er bannað. Og Evrópusambandið hefur sett á laggirnar heilt dóms- og lagakerfi og meira að segja risavaxinn dómstól sem byggir á þessu; þ.e. að með samrunalagabálki sambandsins að dæma samrunahugmyndinni í hag. Þetta er ósköp svipað og stjórnarfarið var í Sovétríkjunum. Þar var bannað að lifa ekki samkvæmt kommúnismanum. Í ESB heitir hið fyrirskipaða lífsfyrirkomulag hins vegar "samruninn". Þú mátt sem ríki ekki lifa lífi sem stangast á við samrunann. Auðvitað er þetta bara venjuleg gamaldags laumuleg uppskrift að einræði. Það eina sem getur stoppað þetta vonda afl er þjóðar- eða þjóðernishyggja og þar með fullveldi og sjálfstæði þjóðanna
Við erum með margar ómögulegar íslenskar þýðingar á mörgum hlutum. Til dæmis þýðir íslenska heitið "Myntbandalag Evrópusambandsins" ekki í raun það, sem það fyrirbæri sannarlega er; "Currency Union" er ekki það sama og "Monetary Union". Þar er grundvallarmunur á. Samt notum við sama heitið yfir þessi tvö ólíku fyrirbæri án þess að hugsa okkur um
Það er ekki til nein fræðileg pólitísk kenning eða skilgreining á þjóðernissinna eða þjóðernisstefnu. Það er vegna þess að hún hefur frá upphafi mannsins verið órjúfanlegur hluti af honum. Eins er með móðurástina. Það er ekki til nein kenning um móðurástina af því að hún er raunverulegur hluti af manninum og þarf því enga kenningu til að sanna sig. Hún bara er. Hún er meðfædd og lífsnauðsynleg. Þjóðernistilfinningin eða þjóðernisstefna er það sem næst kemur móðurástinni, þ.e. ást eða væntumþykja um sitt eigið fólk og sína nánustu sem deila örlögum í framtíð og fortíð. Þetta er ekki hægt að þurrka út. Bara ekki hægt, jafnvel þó svo að þjóðir missi landið sitt (þjóðarheimilið)
Þjóð getur ekki verið til án þjóðar- eða þjóðernissinna
Adolf Hitler var hins vegar kynþáttadýrkandi. Hann og menn hans bjuggu til heila fræðigrein sem var hugmyndafræðilegt þvaður út í gegn um ekkert nema eitt; að þeir sjálfir væru yfirmennin en sumir aðrir undirmennin. Heill kenningarlegur tröppugangur af þvaðri var saminn niður á þá sem áttu að vera á botninum. Stefna þeirra var ekki bundin við neina eina þjóð. Hún fór eins og eldur í sinu um mörg lönd. Þetta fólk þóttist vera kynþáttaaðall, en var imperíalistar. Heimsvaldasinnar. Alveg þveröfugt við þá sem unna þjóðríkjum sínum, með því að vera þjóðarsinnar/þjóðernissinnar
Þjóðríkin eru eina vörnin gegn svona heilastöppum. Og forskriftina að þeim er aðeins að finna í Gamla testamenti hinna Heilögu ritninga Vesturlanda: Biblíunni. Hún er eina bókin í heiminum sem inniheldur vörnina gegn heimsveldunum sem ávallt enda sem þrælaríki. Úniversal heimsveldi enda alltaf sem þrælaríki
Svo spurningin á okkar tímum er því þessi: hverjir eru vondu mennirnir í dag. Hverjir aðhyllast heimsveldið og þar með þrælaríkið? Og munið: leiðinni til fjandans er ávallt pakkað inn í "góðan ásetning" (til dæmis rauðan sem breyttist í grænan)
Í dag hefur þessum vondu öflum tekist að þræða lyklakippu sína fulla af þjóðríkjum. Þessi vondu öfl halda þar með lífi þjóðanna að miklum hluta til í hendi sér. En hinar Heilögu ritningar slógu því fast í eitt skiptið fyrir öll, að landamæri væru það eina sem dugar gegn svona illum öflum. Þau hindra að ríkin flæði út fyrir þau og reyni að stjórna öllum heiminum og þar með troða öllum öðrum ríkjum upp á lyklakippu sína. Það er nefnilega vont. Enginn má stjórna heiminum. Enginn. Það er alveg bannað. Allir vita hvernig það endar, nema að þeir séu með hausinn á kafi í kviksandi "háskólasamfélags" nú um daga
Sá heimur sem varð til frá og með 1945 og sem átti að koma í veg fyrir svona, já hann er kominn í steik. Í bölvaða steik. Þökk sé þeim sem kalla sig frjálslynda í dag. Þeir eru ekki frjálslyndir því þeir aðhyllast ekki þjóðfrelsið og sjálfsákvörðunarrétt þjóða. Þeir vilja tortíma þessu því þeir eru í reynd bara venjulegir heimsvaldasinnar (universal imperialistar) án þess að gera sér enn grein fyrir því að þangað eru þeir í heimsku sinni komnir
Og þar við stendur þar til nýtt jafnvægi kemst á. Þess vegna þyrfti kannski að loka ýmsum háskólunum á meðan fáfróða fræðaliðinu er skóflað þaðan út. Og kannski á ekki að opna þá aftur fyrr en að fræðimennirnir þar, eins og þeir kalla sig, hafa séð að sér. Kannski við ættum bara að hætta að fjármagna þá. Hætta að fjármagna þokulúðrasveitir þeirra. Skella á þá svona eins og einum þokubakka í nokkur ár, því af aurum okkar eru of margir þeirra orðnir apar. Ekki allir, en samt mjög margir. Og það er bæði leiðinlegt og slæmt, því þeir koma af stað vondum straumum í þjóðfélögum sínum. En þeir tala samt ekki við þjóð sína. Þeir tala mest við aðra í svipuðum útvarpsturnum háskóla annarra landa. Þannig virka úniversal heimsveldi, þjóðum oftast til skaða. Og þeir fyrirlíta oft þjóð sína því þeir þykjast vera yfirmennin. Hitler hefði því orðið ánægður með þá í dag, eins og Sören heimspekingurinn Søren Gosvig Olesen benti á í nýrri bók árið 2010
Fyrri færsla
Af hverju tekur DDRÚV ekki fyrir verðlækkun á sjálfu sér?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:21 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 8
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 207
- Frá upphafi: 1387242
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 106
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Ágætis skrif, en vil benda þér á að biblían er rituð af rómverjum og grikkjum. Gengur út á að fela sannleikann ... og stór hlut biblíunnar, er sama þaðrið og Hitler hafði í munni sér ... sumir eru "Fólk guðs", aðrir eru "goyim". Sama kynþáttadýrkunin og Hitler hafði.
Þannig að biblían er engin "vörn" gegn heimsvaldasinnum ... og enn síður gamla testamentið, sem mælir með "útrýmingu" fólks.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 24.8.2017 kl. 10:42
Biblían að einhverju leiti saga þjóðanna.
Það sem haft er eftir hinum ýmsu aðilum, er oft ágætt.
Sá sem nær að tala af andanum, verður oft forvitnilegur, og nær þá til okkar.
Þessi Jesú, ferjumaðurinn, til stjarnana, fær hliðstæðu í ferjumanninum til geimstöðvarinnar.
Þú kemst ekki þangað, í geimstöðina, nema að fara eftir reglunum ferjumannsins, sojus fars stjóranum.
Nú, ef ekkert kemst til himnaríkis, nema ástúð og umhyggja, þá verðum við að þroska þá eiginleika, og sleppa hatrinu og illskunni.
Við sem erum fátækir af ástúð og umhyggju, verðum að biðja ferjumanninn, og Drottinn, um að gefa okkur ástúðina umhyggjuna, að ógleymdri fyrirgefningunni í allar áttir.
Þeir sem fyrirgefa öllum allt, verður fyrirgefið allt, en þetta er ekki leikur, heldur mikil alvara.
Ég ætlaði að segja að þú skrifar af yfirsýn, og það á við BÖH líka.
Egilsstaðir, 24.08.2017 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 24.8.2017 kl. 20:24
Ég þakka þér Bjarne, og þér Jónas, fyrir góðar kveðjur, innlit og skrif.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 24.8.2017 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.