Leita í fréttum mbl.is

Umfjöllun um "þjóðernis-hyggju" á hvolfi

Gengur þitt land í takt?

Að ganga ekki í takt

Lýðræðið sett til hliðar sagði heimspekingurinn Søren Gosvig Olesen árið 2010. "Í dag hlýða menn og gera eins og þeim er sagt. Til dæmis fer öll þjóðin eftir því sem heilbrigðisyfirvöld segja. Spinn doktorar stjórnvalda gegna hlutverki áróðursráðuneytis"

****

Það er dæmalaust að fylgjast með þeirri umræðu sem fram fer um þjóðir og það sem hefur með þjóðir að gera og þá sem aðhyllast þjóð sína og sjálfsákvörðunarrétt hennar

Íslenskan hentar stundum misvel til að lýsa því sem rætt er um. Þannig eru öll tungumál. Eins og þú lesandi góður veist, er allt sem hefur með þjóð/land að gera á mörgum erlendum tungumálum með formerkinu "national". Til dæmis væri Landsspítalinn á ensku The National Hospital og Landsfundur yrði "national convention". Þetta hefur auðvitað ekkert að gera með það gildi sem lagt er í umræðuna um þjóðarstefnu í dag (e. nationalism). En samt smitar þetta

Þjóðarstefna/þjóðernisstefna er það sem lýtur að hinni grunnpólitísku einingu sem býr til veröldina eins og hún er. Og það hefur hún frá upphafi alda gert. Þjóð þarf þjóðar/þjóðernissinna til að geta verið til. Eins og til dæmis kapítalismi þarf kapítalista til að geta verið til. Þjóð án þjóðar/þjóðernissinna er ekki þjóð, því það eru þeir sem gera henni mögulegt að vera þjóð. Án þjóðernissinna dettur þjóðin í sundur og leysist upp, því hún hættir þar með að vera pólitískt eining í veröld sem samanstendur af pólitískum einingum og engu öðru. Grunn-pólitískum einingum sem mynda veröld manna

Jón Sigurðsson var þjóðar/þjóðernissinni af því að hann vann að tilvistarlegum málum íslensku þjóðarinnar og sjálfsákvörðunarrétti hennar. Þeir menn sem það gerðu voru kallaðir "hin frjálslyndu öfl". Þeir voru andsnúnir nýlendu- og heimsvaldastefnu og vildu að þjóð fengi rétt til að stjórna sér sjálf. Það er: sjálfsákvörðunarrétt. Þeirra barátta snérist um þjóðina. Hún snérist ekki um ekkert, eins og svo margt snýst um í dag og sem skoppar ofan í niðurfallið sem rugl

Þýski Nasistaflokkurinn var Sósíalistíski þjóðarflokkurinn. Hann snérist um sósíalisma, en ekki um þjóðernisstefnu, eins og Jón Sigurðsson tileinkaði líf sitt. Það verður að passa að kalla hlutina réttum nöfnum. Þegar sú stefna flokksins náði hámarki hafði Hitler þjóðnýtt alla þjóðina í þágu eins (slæms) málstaðar. Þjóðernissinnar vilja hins vegar að þjóðin sé frjáls í þjóðríki sínu. Hitler hataði þjóðir og þjóðríki þeirra

Í Evrópusambandinu hafa menn ekki enn þjóðnýtt þjóðirnar að fullu, en sambandið hefur í staðinn þjóðnýtt stjórnmál þeirra. Þar er nefnilega bannað að stjórnmálin séu andsnúin ESB-samruna. Það er bannað. Og Evrópusambandið hefur sett á laggirnar heilt dóms- og lagakerfi og meira að segja risavaxinn dómstól sem byggir á þessu; þ.e. að með samrunalagabálki sambandsins að dæma samrunahugmyndinni í hag. Þetta er ósköp svipað og stjórnarfarið var í Sovétríkjunum. Þar var bannað að lifa ekki samkvæmt kommúnismanum. Í ESB heitir hið fyrirskipaða lífsfyrirkomulag hins vegar "samruninn". Þú mátt sem ríki ekki lifa lífi sem stangast á við samrunann. Auðvitað er þetta bara venjuleg gamaldags laumuleg uppskrift að einræði. Það eina sem getur stoppað þetta vonda afl er þjóðar- eða þjóðernishyggja og þar með fullveldi og sjálfstæði þjóðanna

Við erum með margar ómögulegar íslenskar þýðingar á mörgum hlutum. Til dæmis þýðir íslenska heitið "Myntbandalag Evrópusambandsins" ekki í raun það, sem það fyrirbæri sannarlega er; "Currency Union" er ekki það sama og "Monetary Union". Þar er grundvallarmunur á. Samt notum við sama heitið yfir þessi tvö ólíku fyrirbæri án þess að hugsa okkur um

Það er ekki til nein fræðileg pólitísk kenning eða skilgreining á þjóðernissinna eða þjóðernisstefnu. Það er vegna þess að hún hefur frá upphafi mannsins verið órjúfanlegur hluti af honum. Eins er með móðurástina. Það er ekki til nein kenning um móðurástina af því að hún er raunverulegur hluti af manninum og þarf því enga kenningu til að sanna sig. Hún bara er. Hún er meðfædd og lífsnauðsynleg. Þjóðernistilfinningin eða þjóðernisstefna er það sem næst kemur móðurástinni, þ.e. ást eða væntumþykja um sitt eigið fólk og sína nánustu sem deila örlögum í framtíð og fortíð. Þetta er ekki hægt að þurrka út. Bara ekki hægt, jafnvel þó svo að þjóðir missi landið sitt (þjóðarheimilið)

Þjóð getur ekki verið til án þjóðar- eða þjóðernissinna

Adolf Hitler var hins vegar kynþáttadýrkandi. Hann og menn hans bjuggu til heila fræðigrein sem var hugmyndafræðilegt þvaður út í gegn um ekkert nema eitt; að þeir sjálfir væru yfirmennin en sumir aðrir undirmennin. Heill kenningarlegur tröppugangur af þvaðri var saminn niður á þá sem áttu að vera á botninum. Stefna þeirra var ekki bundin við neina eina þjóð. Hún fór eins og eldur í sinu um mörg lönd. Þetta fólk þóttist vera kynþáttaaðall, en var imperíalistar. Heimsvaldasinnar. Alveg þveröfugt við þá sem unna þjóðríkjum sínum, með því að vera þjóðarsinnar/þjóðernissinnar

Þjóðríkin eru eina vörnin gegn svona heilastöppum. Og forskriftina að þeim er aðeins að finna í Gamla testamenti hinna Heilögu ritninga Vesturlanda: Biblíunni. Hún er eina bókin í heiminum sem inniheldur vörnina gegn heimsveldunum sem ávallt enda sem þrælaríki. Úniversal heimsveldi enda alltaf sem þrælaríki

Svo spurningin á okkar tímum er því þessi: hverjir eru vondu mennirnir í dag. Hverjir aðhyllast heimsveldið og þar með þrælaríkið? Og munið: leiðinni til fjandans er ávallt pakkað inn í "góðan ásetning" (til dæmis rauðan sem breyttist í grænan)

Í dag hefur þessum vondu öflum tekist að þræða lyklakippu sína fulla af þjóðríkjum. Þessi vondu öfl halda þar með lífi þjóðanna að miklum hluta til í hendi sér. En hinar Heilögu ritningar slógu því fast í eitt skiptið fyrir öll, að landamæri væru það eina sem dugar gegn svona illum öflum. Þau hindra að ríkin flæði út fyrir þau og reyni að stjórna öllum heiminum og þar með troða öllum öðrum ríkjum upp á lyklakippu sína. Það er nefnilega vont. Enginn má stjórna heiminum. Enginn. Það er alveg bannað. Allir vita hvernig það endar, nema að þeir séu með hausinn á kafi í kviksandi "háskólasamfélags" nú um daga

Sá heimur sem varð til frá og með 1945 og sem átti að koma í veg fyrir svona, já hann er kominn í steik. Í bölvaða steik. Þökk sé þeim sem kalla sig frjálslynda í dag. Þeir eru ekki frjálslyndir því þeir aðhyllast ekki þjóðfrelsið og sjálfsákvörðunarrétt þjóða. Þeir vilja tortíma þessu því þeir eru í reynd bara venjulegir heimsvaldasinnar (universal imperialistar) án þess að gera sér enn grein fyrir því að þangað eru þeir í heimsku sinni komnir

Og þar við stendur þar til nýtt jafnvægi kemst á. Þess vegna þyrfti kannski að loka ýmsum háskólunum á meðan fáfróða fræðaliðinu er skóflað þaðan út. Og kannski á ekki að opna þá aftur fyrr en að fræðimennirnir þar, eins og þeir kalla sig, hafa séð að sér. Kannski við ættum bara að hætta að fjármagna þá. Hætta að fjármagna þokulúðrasveitir þeirra. Skella á þá svona eins og einum þokubakka í nokkur ár, því af aurum okkar eru of margir þeirra orðnir apar. Ekki allir, en samt mjög margir. Og það er bæði leiðinlegt og slæmt, því þeir koma af stað vondum straumum í þjóðfélögum sínum. En þeir tala samt ekki við þjóð sína. Þeir tala mest við aðra í svipuðum útvarpsturnum háskóla annarra landa. Þannig virka úniversal heimsveldi, þjóðum oftast til skaða. Og þeir fyrirlíta oft þjóð sína því þeir þykjast vera yfirmennin. Hitler hefði því orðið ánægður með þá í dag, eins og Sören heimspekingurinn Søren Gosvig Olesen benti á í nýrri bók árið 2010

Fyrri færsla

Af hverju tekur DDRÚV ekki fyrir verðlækkun á sjálfu sér?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágætis skrif, en vil benda þér á að biblían er rituð af rómverjum og grikkjum.  Gengur út á að fela sannleikann ... og stór hlut biblíunnar, er sama þaðrið og Hitler hafði í munni sér ... sumir eru "Fólk guðs", aðrir eru "goyim". Sama kynþáttadýrkunin og Hitler hafði.

Þannig að biblían er engin "vörn" gegn heimsvaldasinnum ... og enn síður gamla testamentið, sem mælir með "útrýmingu" fólks.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 24.8.2017 kl. 10:42

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Biblían að einhverju leiti saga þjóðanna.

Það sem haft er eftir hinum ýmsu aðilum, er oft ágætt.

Sá sem nær að tala af andanum, verður oft forvitnilegur, og nær þá til okkar.

Þessi Jesú, ferjumaðurinn, til stjarnana, fær hliðstæðu í ferjumanninum til geimstöðvarinnar.

Þú kemst ekki þangað, í geimstöðina, nema að fara eftir reglunum ferjumannsins, sojus fars stjóranum.

Nú, ef ekkert kemst til himnaríkis, nema ástúð og umhyggja, þá verðum við að þroska þá eiginleika, og sleppa hatrinu og illskunni.

Við sem erum fátækir af ástúð og umhyggju, verðum að biðja ferjumanninn, og Drottinn, um að gefa okkur ástúðina umhyggjuna, að ógleymdri fyrirgefningunni í allar áttir.

Þeir sem fyrirgefa öllum allt, verður fyrirgefið allt, en þetta er ekki leikur, heldur mikil alvara.

Ég ætlaði að segja að þú skrifar af yfirsýn, og það á við BÖH líka.

Egilsstaðir, 24.08.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 24.8.2017 kl. 20:24

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég þakka þér Bjarne, og þér Jónas, fyrir góðar kveðjur, innlit og skrif.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 24.8.2017 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband