Leita í fréttum mbl.is

Kína ræður ekki við Norður-Kóreu

Það sem allir hefðu átt að vita, er nú að opinberast fyrir mörgum. Sannað er nú að Kína hefur lítil sem engin áhrif í heimshluta sínum. Það ræður ekki við Norður-Kóreu á neinn hátt. Það sem Kína er búið að segja heiminum og sérstaklega Bandaríkjunum áratugum saman, um áhrif þess í Norður-Kóreu, er ekki orðanna virði. Kína er áhrifalaust ríki

Kína er því aðeins með stöðu smáríkis þegar til kastanna kemur. Það hefur notað orðagjálfur og falskar yfirlýsingar til að koma sér í mjúkinn hjá eina stórveldi heimsins, Bandaríkjunum. Það er of veikburða til að hafa þau áhrif á nágranna sína sem það hefur svo lengi sagst hafa og notað sem vogarstangarafl gagnvart Bandaríkjunum

Ofan í þetta koma síðan skrautskrifaðar hagtölur ríkisstjórnar Kommúnistaflokksins, eins og að sjálfsögðu var sama sagan í Sovétríkjunum þar til þau hrundu. Halda verður blekkingarvef kommúnistaflokksins áfram hangandi klístruðum við spegla- og reyksali flokksins, hvað sem það kostar

Kína er svo fátækt land þegar útlendar deildir Bandaríska hagkerfisins við sjávarsíðuna eru dregnar frá, að heilabúgarður DDRÚV á jörð í Afríku hefði frekar átt að standa þar í 45 gráðu halla úti í hrísgrjónabala, blaðrandi um ástandið, eins og þeir gerðu í Líberíu í stað þess að tala við þau stjórnvöld í landinu sem ábyrg eru fyrir ástandinu. Þar ætti DDRÚV að koma fólki sínu fyrir til að spyrja um það sem þeim kemur ekkert við, eða, af hverju eru þjóðartekjur á mann þarna í bölunum í Kína aðeins tveir dalir á dag, sem er það sama og er í Líberíu. Þetta bvaðr og bla bla blaður um hin vondu okkur, er löngu hætt að virka, nema þá ef væri á batikbomsu kerlingastóð Vesturlanda, með deyjandi afkvæmi sín úr mislingum í poka á bakinu, skyldi þeim yfir höfuð hafa auðnast að koma einu slíku -en því sem næst vangefnu- afkvæmi í veröldina fyrir fimmtugt með aðstoð hins opinbera opinbera

Kína er staðnað og fallandi ríki. Fall þess mun að sjálfsögðu skapa öldur og usla í veraldarhafinu, er það sekkur sem sovéskur steinn. Japan er þar af leiðandi rísandi ríki í þessum heimshluta, enda ekki með þúsund milljón fátæklinga og kommúnistaflokk hagandi sem risavaxna legsteina um háls sér

Kína, Japan og öll Kórea voru á sama hrísgrjóna-stiginu fyrir 150 árum síðan. Kína og Norður-Kórea fóru fjöldamorðaleið sovésku miðstjórnarinnar í Kreml og eru því stálfátæk ríki, en Japan og Suður-Kórea fóru leið Vesturlanda til velmegunar

Kínverski flotinn er slappari en Japanski flotinn og kínverski flugherinn er slappari en Japanski flugherinn. Kína hefur hér með sjálft sannað að landið er áhrifalaust og til einskis nýtt til lausnar á vandamálunum er liggja sem rjúkandi ruslahrúgur á landamærum þess

Landgönguskipið USS America hefur nú verið gangsett og sent til aðgerða í Kyrrahafinu. Meðfylgjandi USS San Diego sjóflutningaskip bandaríska flotans hefur einnig verið gangsett til aðgerða á sömu slóðum. Þessi tvö bera fjögur þúsund landgönguliða og græjur. Tvö til þrjú flugmóðurskip bandaríska flotans eru á sveimi í heimshlutanum og strategískar sprengjuflugsveitir Bandaríkjanna á Guam-eyju eru í viðbragðsstöðu og á stanslausum æfingum með bandamönnum nálægt Kóreuskaga

Japan sættir sig minna og minna við ógnina frá Norður-Kóreu með hverjum deginum sem líður. Suður-Kórea er skiljanlega hrædd og veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga. Bandaríkin snúa nú við síðustu steinunum í leit að friðsamlegri lausn á vandamáli sem ekki verður leyst nema með vopnavaldi. Það vita allir, en kjósa samt ekki að trúa

Þegar lætin byrja mun Kína kenna Bandaríkjunum um að hafa eyðilagt upplognar samningaviðræður Peking við Norður-Kóreu og auðvitað ekkert gera. Kína bíður síðan átekta eftir því að Bandaríkin, Japan og Suður-Kórea leysi vandamálin á dyraþrepum þess án þess sjálft að þurfa að lyfta litla fingri til lausnar

Kína og Rússland halda áfram að selja Norður-Kóreu olíu til að hella á eldinn. Rússlandi sárvantar peninga því olíuverð er svo lágt og fimm milljón tonna korn-uppskerubrestur þar í landi komst í fréttir í gær. Enginn veit hvað gerist næst, annað en það sem verður að gera. Og það munu Bandaríkin sjá um að gera. Að því loknu munu Bandaríkin gera viðeigandi ráðstafanir varðandi kínverska blekkingamúrinn

Sem sagt: Kína er sökkvandi en Japan er rísandi. Þetta mun valda usla. Tyrkland er rísandi en Þýskaland er sökkvandi. Rússland er einnig sökkvandi en Pólland og Rúmenía eru hins vegar rísandi. ESB er búið að vera og Ítalía er búin að vera. Síðast þegar svona öldustaða kom upp í heiminum, var árið 1930. Við erum stödd þar núna. Þau lönd sem eru sökkvandi munu ekki hverfa þegjandi inn í nóttina. Lætin verða mikil er búa þarf til pláss fyrir þau ríki sem eru rísandi í veraldarhafinu

Ný kerfislæg heimsstyrjöld er því aftur að hreiðra um sig í veraldarhafinu og það er ekkert hægt að gera við því. Ekkert annað en að verja sig. Tíminn er kominn á ný, því sagan er aftur mætt til leiks. Fríinu frá henni er lokið

Fyrri færsla

Sovésk leikskólabörn í Reykjavík með milljónir á mánuði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Og rúv heldur bara áfram að sofa á verðinum?

Það eru svona hugleiðingar sem að rúv mætti skoða í sérhæfðum sjónvarpsþætti 1 sinni í viku í 40 minútur

Norður kórea vs suður kórea:

https://www.youtube.com/watch?v=qSUG-a6cX9g&index=7&list=PLxwd9rWENEb_Et9KV2MUY2-PKBDpfksy9

--------------------------------------------------------

USA vs. N-Korea:

https://www.youtube.com/watch?v=w10dgthpDqY&list=PLxwd9rWENEb_Et9KV2MUY2-PKBDpfksy9&index=1

-------------------------------------------------------

frekar en að segja æsifrétt á 1 mínútu í hinum venjulegu fréttatímum sem að auka bara á ringulreiðina ef fræða ekki.

Jón Þórhallsson, 12.7.2017 kl. 15:33

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð skrif Gunnar. Hún kom mér til að hugsa eru engir blaðamenn opinberir eða ekki færir að skilja og skrifa um svona mikilvæg málefni. Þar er aðeins talað um hænsnaskít, skólp og Trump. 

Valdimar Samúelsson, 14.7.2017 kl. 08:04

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir Valdimar.

Já það er hroðalegt hvernig stærstur hluti fjölmiðla virðist vanrækja hlutverk sín. Og stór hluti þeirra er þess utan orðinn speglasalur samfélagsmiðla: slúður, rógburður. Fólk þarf því ekki lengur að gera sér ferð yfir í afurðir fjölmiðla.

Og svo er efnahagur þeirra orðinn svo bágur að þeir hafa ekki efni á að hafa fólk í vinnu sem veit eitthvað meira og betur en flestir aðrir. Þeir eru að fremja sjálfmorð með stefnu sinni. Þeir eiga sjálfir að vera "content providers" og njóta góðs af því, en ekki láta afrakstur sköpunarverka þeirra renna ofaní vasa netfyrirtækjanna, einnig og sérstaklega hvað varðar svo kölluð auglýsinganetverk og annað. 

Góðar kveður til þín Valdimar

Gunnar Rögnvaldsson, 14.7.2017 kl. 14:47

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka og sömuleiðis.

Valdimar Samúelsson, 14.7.2017 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband