Leita í fréttum mbl.is

Bankakerfi Ítalíu varð evru að bráð

Myntbandalagið sekkur

Mynd: Svitabað Viðreisnar

Um helgina var ítölskum skattgreiðendum í þriðja sinn gert að bjarga ítölskum bönkum frá evruupptöku-hörmungum stjórnmálamanna landsins. Fór sú björgun fram með engu samþykki sífækkandi skattgreiðenda. Peningar þeirra voru bara teknir traustataki og úðað á evrulogana til að koma í veg fyrir að verstu evrubrunar ítalska fjármálageirans nái til allra annarra ítalskra fjármálastofnana, sem rýkur úr, flestum. Þessar niðurgreiðslur fá til dæmis ekki venjuleg fyrirtæki. Þau mega brenna út á meðan brunanum er viðhaldið í banka- og fjármálakerfinu svo að hann geti upplýst skrifstofuveldi ábyrgðarleysisins í ESB torgreindum dýrðarljómum

Flestir eru sammála um að allar stofnanir Evrópusambandsins sem stofnaðar voru á sínum Maastricht tíma til að koma í veg fyrir svona lagað, hafi brugðist. ERM3 EMU-myntbandalag evru er orðið fullkomið tortímandi flopp og eitt það versta sem búið hefur verið til í Evrópu. Það átti upphaflega að sjá til þess að áhættutöku einkageirans yrði ekki smyglað yfir á herðar varnarlausra skattgreiðenda undir alræðismynt ESB án ríkis, peningakerfis hennar án ríkis og stýrivöxtum hennar án ríkis - og sem þeir hefðu bara alls enga stjórn né nein áhrif á. Flestir eru líka sammála um að þær stofnanir og reglur ESB sem frá og með 2008 voru stofnaðar og settar til að koma í veg fyrir svona, hafi einnig brugðist. Er hér um að ræða stofnanirnar:

ESB SSM: Single Supervisory Mechanism, gert 2013
ESB SRB: Single Resolution Board, er hluti af SSM, gert 2015
ESB Banking union: gert 2012
ESB BRRD: Bank Recovery and Resolution Directive, gert 2014
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins
Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins
ECB-seðlabanki Evrópusambandsins

Þessi samsteypa mistaka mun svo sjá um að viðhalda logunum í Evrópusambandinu þar til álfan er alelda

Evrópusambandið hætti að vera ákvörðunartakandi stofnun árið 2008 er fyrsta alvöru áfallið í stuttri sögu þess frá 1993 gekk yfir heimsbyggðina. Ekkert eitt efnahagssvæði í veröldinni hefur farið eins illa út úr þeim áföllum og lönd Evrópusambandsins. Ekkert land hlustar því lengur á það sem sambandið segir, skrifar og gerir. Og hið sama gildir um Schengen-samkomulagið. Evrópusambandið er því í reynd dautt. Sjálf útförin á bara eftir að fara fram

Með þessu voru skattgreiðendur á Ítalíu látnir niðurgreiða mistök ítalskra stjórnmálamanna sem varpað hafa landi sínu fyrir hundana í Berlín og París, sem vega þar pólitískar saltsýrur til að svíða niður evruhagkerfin á Berlín-Parísaröxli sínum. Fjármálageirinn fagnaði eðlilega því að fá ótakmarkað ábyrgðarleysi til sinna umráða, þrautarvarið af brunaliði Evrópusambandsins. Hangir nú allt fjármálakerfi Ítalíu sem steypuklossi um háls skattgreiðenda og evran er að ganga frá hagkerfinu dauðu til langframa. Þetta fjármálakerfi á evrum gerir minna en ekkert gagn í hagkerfi ítalska elliheimilisins sem orðið er gelt og ófrjósamt

Sannast hér að aldrei skyldu menn lesa sjálfsævisögur, en gera það stundum samt, og aldrei skyldu þeir lesa skrif og athugasemdir lærðra fræðimanna um neitt. Fólk ætti áfram að vera einfalt en sterkt jarðbundið og lesa og hlusta á þá og það sem þeir hafa trú á. Davíð Oddsson var til dæmis búinn að segja hér heima að svona myndi þetta fara, allt saman - og það gerði það líka. En íslenska evru-brunaliðið er hins vegar með óbilandi trú á brunaliði Evrópusambandsins, því það er stærra í sniðum en þeirra eigið brunalið. Það getur nefnilega kveikt í heilum heimsálfum. En heimsálfar eru að þeirra mati ávallt betri en það sem íslenskt er, vegna þess að þeir álfar í útlöndum skapaðir eru

Styttast nú lífdagar Evrópusambandsins, sem betur fer, og Viðreisnar stóru núllanna

Fyrri færsla

Ófrelsisflokkurinn Viðreisn er vondur fyrir Ísland


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Evru samstarfið var rugl frá upphafi og batnaði ekki með stagbótunum sem settar voru á það.

Ragnhildur Kolka, 27.6.2017 kl. 17:03

2 identicon

Ítalía á margt sér til góðs, en vandamálið er að Ítalir eru ekki Rómverjar ... þeir hafa, eins og flestir Evrópubúar, littla skipulagsgáfu.  Borgirnar, eru "rusl" ... eina sem er gott, er "autobahn" kerfið.

En þú hefur rétt fyrir þér, það er "Evru" kerfið sem hefur gert útaf við þá.

En það er ekki "Evran" í sjálfu sér, heldur "Global economy" kerfið, sem menn tóku upp eftir þessum tveim "hálfvitum", sem Svíar gáfu "Nóbels verðlaunin" fyrir. Eins og alltaf, eru "Nasistarnir" í Svíþjóð ráðandi og veita þessi Verðlaun fyrir eitthvað, sem aldrei var prófað eða búið að reyna.  (Bara svo ég leki úti úr mér andstöðu minni við Evrópu, GESTAPO í Svíþjóð, til dæmis ... eru lítið annað en glæpasamtök, fyrir utan að myrða Olof Palme, þá eru aðal tengiliðir þeirra í samfélaginu, eyturlifjaneytendur og annar "svartamarkaðslíður").

Þannig, að þó það sé rétt hjá þér með Evruna ... þá er það fyrst og fremst "Economy" sem er vandamálið. Og þetta vandamál, er til staðar á Íslandi líka. Þetta kerfi, gerir það sama og "felling núllana" gerði við krónuna áður. Það eru einstakir aðilar samfélagsins, sem hagnast en almúginn tapar.  Sem dæmi: Ísland leggur rafmagnsleiðslur gegnum landið, og eyðir í það vinnuafli "mannafli" í fleiri áratugi.  Selur síðan einkafyrirtæki þetta, á "x krónur".  Salan er stórtap ... því "mannaflið", sem var eitt í þetta ... og tók áratugi er þúsundfalt, þetta x.  Þar af leiðandi, tapar ríkið eigninni ... og möguleika þess að fá inn aftur kostnaðinn.

Það er þetta kerfi, sem er að ríða heiminum að fullu ... og Evran, er byggt á þessu.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 28.6.2017 kl. 05:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband