Fimmtudagur, 4. maí 2017
Algert vænghrun vinstrisins - og forsetakosningar í Frakklandi
Mynd: Franski Stalínistinn Maurice Thorez, skólaforfaðir Emmanuel Macrons, var heiðraður sem andlit á sovésku frímerki. Hann kom sovéska Ecole Nationale dAdministration skólanum á laggirnar í Frakklandi eftir að hafða dvalið í Moskvu Sovétríkjanna árin sem fósturjörð hans Frakkland var hernumin, eyðilögð og plundruð af nasistum í of ákafri samvinnu við suma í París
****
Teknókratinn Emmanuel Macron gat ekki boðið sig fram til forseta Frakklands nema með því að dulbúa sig sem verandi "miðjumann" andspænis kjósendum. Staðan á vinstri væng stjórnmála Vesturlanda er orðin sú að sá vængur hangir ekki lengur uppi, heldur er hann dottinn af flugvélinni, sem er þjóðin
Það kom nefnilega í ljós þegar á þann væng reyndi, á flóknu og erfiðu flugi, að hann gat ekki gert upp við sig hvort að hann væri fastur við þjóðina sem pólitíska grunneiningu veraldar, eða hins vegar hvort að hann væri enn áfastur altarisstyttunni af Karli Marx, sem er guðfaðir alþjóðaisma vinstri vængsins. Vinstrið er því hrunið. Algerlega. Það er dottið af þjóðinni og þjóðarlíkamanum vegna þess að á altari vinstrimanna stendur ennþá styttan af Karl Marx - böðuð í reykelsi Kants
Á altari hægri vængsins stendur hins vegar þjóðin. Það gerir hún vegna þess að þjóðin er grunnpólitísk eining í veraldarhafinu. Og í þjóðinni eru einstaklingar. Hægri menn vita að þeir sem einstaklingar geta einungis verið frjálsir svo lengi sem þjóðin heldur áfram að vera þjóð. Einstaklingar eru og verða aldrei grunnpólitísk eining í veraldarhafinu. Aðeins þjóðin getur verið grunnpólitísk eining í því ógnar hafi. Þetta stendur í Gamla testamentinu. Og á því eru Vesturlönd byggð. Þess vegna kemur það fyrst tveggja í hinum Heilögu ritningum Vesturlanda. Á undan hinu Nýja
Í Bretlandi rís nú loksins hið langþráða "Nýja Ísrael" þjóðarinnar, sem John Lyly benti henni á er Biblían komst á tungumál fólksins *
Þegar vinstri vængurinn dettur af þjóðinni, þá verður hann að imperíalisma í formi Sovétríkis, Evrópusambands, Rómarríkis og Babýloníuveldis. Imperíalisminn og sú afbökun á frelsi einstaklingsins, festir sig síðan á heimsveldið, sem sá ismi sjálfkrafa smíðar til að líkja eftir þjóðinni. Og hann heldur að hann geti flogið. Það getur hann ekki, nema með því að drepa fæðingarfrjálsa einstaklingana um borð með ófrelsi og kúgun. Með því að gera þá að tölfræði. Svo hrapar allt draslið eins og það hefur árþúsundum saman ávallt gert. En fyrst kálar það milljónum manna. Milljónum og aftur milljónum manna
Þannig er nú það. Og þess vegna sagði Emmanuel Marcon í gærkveldi að Marine Le Pen boðaði í reynd borgarastyrjöld, kæmist þjóðin hennar loksins aftur til raunverulegra útslitavalda í Frakklandi. Hann sagði þetta, svo sérfróð vinstri jakkaföt sem hann er, án þess að gera sér grein fyrir því að einmitt hann, já hann, er hinn nýi aðall sem hangir orðið hæst við hún forsetahallar Élysée. Hann heimtar vernd fyrir sig og sinn nýja aðal. En fær hann vernd?
Marine Le Pen sagði þetta við kjósendur í gærkvöldi: "alveg sama hvernig kosningarnar fara, Frakklandi verður stjórnað af konu; annað hvort af mér, eða frú Merkel kanslara Þýskalands"
Franska byltignin hófst á því að skilgreina frönsku þjóðina. Skilgreina hverjir áttu að fá að vera í henni og hverjir ekki. Aðallinn átti ekki að vera með í henni, það var alveg klárt. Hann varð því ekki hluti af frönsku þjóðinni. Tikk takk, tikk takk. Nema hvað. Aðall er samt orðinn hluti af þjóðinni á ný. Hann heitir ESB og sjálfur ESB-Marx stendur nú á hæst á tilbeiðslualtari Macrons. Og enn er þessi Karl baðaður í reykelsi Kants. Þegar þjóðin loks fattar kjarna málsins, og ef engar horfur eru á að réttur búnaður sé á altarinu, þá verður ekki bara algert vinstra vængfall, því það er þegar orðið, heldur einmitt annað hvort borgarastyrjöld eða ný bylting
Þannig er nú það. Einu sinni klæddust vinstrimenn lopapeysum til að dulbúast í þjóðinni, samkvæmt tilsendri forskrift frá miðstjórn Sovétríkjanna. Í dag hanga þeir á þjóð okkar sem háskólamenntaður lúsafaraldur sérfræðinga og embættismanna. Þjóðin er að sligast undan þeim og þeir vita það vel. Enda er tilgangur þeirra sá hinn sami og síðast: að stúta þjóðinni. Meðvitað sem ómeðvitað
Geng ég hins vegar enn í ekta heimaprjónaðri lopapeysu og ullarsokkum til öryggis. Ullina fæ ég hjá Bjarti í Sumarhúsum, því með ískrandi íhaldssemi Ritninganna er hann kominn með 200 sjómílur, hitaveitur og stórar bræðslur málma. Hann er salt þjóðarinnar og fjárhirðir. Hann er fjárhirðarnir Abraham, Jakob, Móses og Davíð. Maður sem heldur hjörð sinni saman, en sundrar henni ekki
Í gærkveldi, fyrir franskar kappræður, suðum við því kjötbollur úr sauðahakki sveitar, með hvítkáli frá austan fjalls, kartöflum úr eigin garði, lauk í þjóðarsmjöri og rabarbarasultu úr sama garði. Ef á þarf að halda, verður þetta ískrandi étið til enda tímans, því hjörðinni er haldið saman
Stjórnmálamenn geta einungis verið stjórnmálamenn ef þeir vita hverjum þeir eru ábyrgir gagnvart. Forsætisráðherra Íslands og ríkisstjórn hans er ábyrg gagnvart íslensku þjóðinni, en ekki Þjóðverjum né neinum öðrum. Bara hann og stjórn hans er ábyrg gagnvart hinni íslensku þjóð og enginn annar . . meira hér: Staða mála í Evrópu og víðar: núna og næstu áratugi
****
* Sjá Yoram Hazony On the National State Part 1: Empire and Anarchy". Lesið einnig Jerúsalembréfin hans
Fyrri færsla
Staða mála í Evrópu og víðar: núna og næstu áratugi
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:08 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 3
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 162
- Frá upphafi: 1387249
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Blessaður Gunnar.
Sem Hriflungur að ætt Bjarts frænda míns frá Sumarhúsum, þá get ég ekki annað en peistað þessi orð þín til að ítreka hvað mér þykir þau flott, svo mælskur óður til okkar hinna sjálfstæðu manna.
"Geng ég því enn í heimaprjónaðri lopapeysu og ullarsokkum til öryggis. Ullina fæ ég hjá Bjarti í Sumarhúsum, því með ískrandi íhaldssemi Ritninganna er hann er kominn með 200 sjómílur, hitaveitur og stórar bræðslur málma. Hann er salt þjóðarinnar og fjárhirðir. Hann er Abraham, Jakob, Móses og Davíð. Maður sem heldur hjörð sinni saman, en sundrar henni ekki".
Ég veit reyndar ekki hvort Bjartur frændi hefði kallað Rauðsmýrarmaddömuna vinstrisinna, en á meðan þessar blóðsugur auðsins eru skammaðar, þá skiptir ekki máli hvaða orð menn nota. Fer sjálfsagt eftir tíðarandanum og hver heldur á penna.
Það er mikil mælska í þessari grein þinni Gunnar, og mikil róttækni. Með þessu áframhaldi styttist í að þú horfist í augun á sannleikanum öllum, við erum í ESB, við erum ekki sjálfstæði þjóð. Við eigum bara eftir að taka upp evruna.
Svisslendingar eru hins vegar sjálfstæðir, og þeim gengur vel.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.5.2017 kl. 09:04
Þakka þér kærlega Ómar fyrir góðar kveðjur og innlit.
Ég veit að þetta er dálítið erfitt fyrir þig. Þú sérð skímu, en samt ekki ljósið, eins og svo margir aðrir vænglausir menn vinstrisins.
Taktu Karlinn hann Marx og hentu honum út, alveg. Losaðu þig alveg við hann. Hann drap 200 milljón manns. Og hættu þessu voli á þessum arfabekk Sigmundar Freud, því sá maður drap 100 milljón klukkustundir.
Draga gluggatjöldin frá, fara í ullarsokkana og kjósa rétt næst. Þú kannt ennþá að kjósa, er það ekki Ómar? Svo hendum við EES út saman.
Góðar og bestar kveðjur til þín fyrir austan
Gunnar Rögnvaldsson, 4.5.2017 kl. 10:12
He, he, margt má nú um ættföður okkar Hriflunga segja, en ekki að hann hafi verið kommúnisti, en hann las Marx og Lenín, því hann taldi það sögulega skyldu sína að sjá til þess að verklýðurinn fengi sinn sósíaldemókrataflokk. Hann fattaði nefnilega að ekki gátu allir öreigar orðið sjálfstæðir menn í sveitum landsins.
Hvað mig varðar Gunnar, að þá náði ég vissulega í afturendann á því tímabili að ungt fólk gekk í lopapeysum, og var í leshringjum. En það var eldra en ég og róttækni var á fallandi fæti þegar ég kem til vits, hélst líklega í hendur á diskóinu.
Í mínum heimabæ var uppreisnin ekki fólgin í að vera sósíalisti, því kommarnir stjórnuðu bænum, og annað hvort varst þú til hægri, eða vinstri, og þá maóisti, trotskíisti, eða Fylkingarmaður eins og Már og Ari jarðfræðingur, þeir voru svona Albaníu aðdáendur, til að sýna hvað þeir sjálfstæðir og smart.
En ég greyið fékk eitt sinn í bakið, 15 ára gamall og var frá vinnu í viku það sumarið. Og þar sem ég hafði lesið allt, líka sögur herlæknisins, sumarið áður, þegar ég glímdi við sama mein, þá datt ég óvart niður á bók sem heitir; Ég kaus frelsið eftir hann Viktor nokkurn. Og þar með gat ég ekki orðið kommi, sem var vel, því ættarfylgja okkar í frændgarði Bjarts er að eiga erfitt með að vera sammála síðasta ræðumanni.
En eins og þú ert búinn að sýna framá í mjög mörgum góðum pistlum undanfarið Gunnar, að þá er hægt að vera á móti hinu sálarlausu auðvaldi, án þess að vera kommi.
Enda má lesa um slíka andstöðu í mun eldri ritum en skráð voru af þýsku heimspekingum 19. aldar, til dæmis voru nokkur skráð í Babýlon forðum daga, og við getum lesið í dag í safnritinu sem kennt er við hið Gamla testament.
Marx fann ekki upp hjólið, en hann fann uppá öngstræti sem taldi sig svo gáfað að það hefði rétt til að drepa annað fólk, í þágu velferðar þess.
En það er önnur saga, Bjartur frændi var ekki mikið fyrir hugmyndafræði, hann vildi bara fá að vera í friði.
Til að vera hann sjálfur, og hafa í sig og á.
Þess vegna þótti mér svo vænt um að lesa þennan óð þinn til frænda.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.5.2017 kl. 12:39
Þessi pistill er snilld. Takk fyrir mig.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 5.5.2017 kl. 03:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.