Þriðjudagur, 2. maí 2017
Staða mála í Evrópu og víðar: núna og næstu áratugi
Frans Páfi segir að Evrópa sé að falla í sundur. "Hver þjóð hefur rétt á að kjósa sér þá pólitísku leiðtoga sem hún vill" - segir hann. Hann er þarna að vísa til komandi forsetakosninga í Frakklandi
En málið þar er einmitt það, að fimmtánda stjórnarskrá Frakka og sem nú ríkir í Fimmta lýðveldi Frakklands síðan 1791, gefur frönsku þjóðinni einmitt ekki kost á því að kjósa sér þá pólitísku leiðtoga sem hún alveg endilega vill. Stjórnarskráin þeirra er með þann alvarlega innbyggða ágalla að hún talar um eins konar móral. Kosningar í Frakklandi ganga í reynd frekar, og of mikið, út á að koma í veg fyrir að eitthvað geti gerst, heldur en að stuðla að því að það sem þjóðin endilega vill, geti gerst. Hvað varðar þessar kosningar núna, þá er stjórnarskráin stór þröskuldur fyrir því að einmitt það sem Frans Páfi segir, geti yfir höfuð gerst, eins og fjöldi frambjóðenda stendur í dag og einnig margar síðustu kosningar. Það má að mörgu, en þó alls ekki að öllu leyti segja að kosningarnar séu frekar skilvirkt hræðslukerfi en hitt. Bæði til þings og forseta. En þetta er mál sem varðar Frakka sjálfa. Og vonandi er það einmitt bara þannig
Af ummælum Páfa sé ég að hann -þó svo hann segist ekki skilja frönsk stjórnmál- er vitur maður sem viðurkennir þjóðina sem pólitískan grunneiningar-hornstein Vesturlanda. Þetta fer mjög vel, því allir spáðu því að fyrirtæki hans, Kaþólska kirkjan, ætti ekki guðlegan né hvað þá heldur jarðneskan séns í Frakklandi eftir byltinguna. Að kirkjan hans yrði send til skiptaráðanda og gerð upp. En því var öðru nær. Frakkland komst af, af því að einmitt franska þjóðin ákvað að hún vildi ekki lifa án kirkjunnar sinnar. Og hvað varðar byltinguna sjálfa, þá er sennilega vonlítið að hún hefði getað myndast án frelsishugsjóna hinna Heilögu ritninga Vesturlanda, og reist þar af leitt burðarvirki hennar inn í framtíðina, samkvæmt einmitt hugsjónum þeirra
Evrópa er þó ekki að detta í sundur eins og Páfinn segir. Það sem hins vegar er að detta í sundur er niðurstaðan sem hugsuð var sem útkoman úr pólitískum dauða 100 milljón manna í Evrópu, frá 1914 til 1945. Þeir Evrópubúar dóu af pólitískum orsökum. Svipað gerðist einnig annars staðar á sama tíma. Í Sovétríkjunum gerðist þetta og í Asíu gerðist þetta líka. Þetta gerðist sem sagt á öllum landmassa Evrasíu, þ.e í öllum hinum gamla heimi, eða því sem næst
Niðurstaðan sem dregin var af þessu tímabili var sú, að draga þyrfti tennurnar úr þjóðunum og þjóðríkjum þeirra. Stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og í dag um það bil hundrað aðrar alþjóðlegar alþjóða "alþjóðastofnanir" áttu að sjá um að þetta gæti ekki gerst aftur. Í Evrópu var gengið enn lengra því þar var stofnað yfirríkislegt fyrirbæri sem heitir Evrópusambandið, og sem í dag er sjálfstætt ríki yfir þeim ríkjum sem eru í því. Sambandið er þó ekki fullvalda enn, en unnið er dag sem nótt að því að dæla fullveldinu úr aðildarríkjunum og yfir í yfirríki Evrópusambandsins. Fullveldið getur nefnilega bara verið á einum stað í einu
En þetta kerfi alþjóðlegra og yfirríkislegra stofnana hefur þróast sér yfir höfuð, og það sem verra er, þessi fyrirbæri sem redda áttu málunum eru búin að klessukeyra heiminum svo rækilega á ný, að hann er að of miklu leyti orðinn sú stjórnlausa veröld sem Henry Kissinger varaði við fyrir áratugum síðan. Heimur á barmi stjórnleysis
Stjórnmálamenn geta einungis verið stjórnmálamenn ef þeir vita hverjum þeir eru ábyrgir gagnvart. Forsætisráðherra Íslands og ríkisstjórn hans er ábyrg gagnvart íslensku þjóðinni, en ekki Þjóðverjum né neinum öðrum. Bara hann og stjórn hans er ábyrg gagnvart hinni íslensku þjóð og enginn annar
Jóhönnu-stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna reyndi að hlaupast undan þessum frumskyldum og sem þar að auki mynduðu sjálfan tilvistargrunvöll hennar. En hún var einfaldlega kosin burt fyrir vikið. Kosin burt vegna þess að það var hægt að kjósa hana burt. Og vegna þess að sá ófrávíkjanlegi réttur til frelsis er okkur tryggður með stjórnarskrá. Okkar stjórnarskrá. Hún var kosin burt fyrir að hafa brugðist þjóðinni í miklum erfiðleikum. Menn geta því rétt ímyndað sér hvað er í gangi í samsteypu 27 þjóða þar sem ríkisstjórnir flestra landa hafa á svipaðan hátt brugðist þjóðum sínum. Brugðist þeim á altari 1945-ályktunar, og sem þess utan var röng. Stjórnir sem ekki er hægt að kjósa burt vegna þess að sú næsta sem tekur við, er einnig á pikkföstum mála hjá ESB. Algerlega sjálfkrafa og án endurnýjanlegs umboðs fyrir því að svo sé og eigi að vera
Stjórnmálamenn geta einungis verið stjórnmálamenn ef þeir vita hverju þeir eiga að stjórna en ekki stjórna. Og vita hverja þeir eiga að vernda og hverjum þeir eiga að sýna hollustu. Viti þeir þetta ekki, þá breytist það sem þeir eiga að stjórna í einmitt það sem við okkur blasir í Evrópu. Þar hefur Evrópusambandið breytt Evrópu í einn allsherjar suðupott. Þar hefur eitt Evrópusamband skapað stjórnlausar kreppur á sviði pólitísks lögmætis ríkja, rústað efnahag þjóða, lagt í eyði framtíð heilla kynslóða og rænt þær mannsæmandi framtíð - og einnig skapað tilvistarkreppur sem ekki er hægt að komast út úr án þess að drepa sjálfan sig í leiðinni
Mest öll niðurstaðan sem dregin var af tímabilinu 1914 til 1945 var þessi: Hún átti að koma í veg fyrir að þetta eða hitt gæti gerst:
a) Evrópusambandið varð and-þjóðlegt (e, anti nation) og þar með andlýðræðislegt. Það átti að koma í veg fyrir X. Sambandið er antí. Þetta hefur tekist. Evrópa sambandsins er að hrynja, eins og Frans Páfi bendir á. Evrópa er á leið niður en ekki upp
b) NATO var and-sovéskt fyrirbæri og ætti þar með að vera hætt störfum í dag. Það var antí. Sovétið er horfið, þökk sé NATO, en þó mest Bandaríkjunum. Endurskilgreina þarf því hinn stofnanalega tilgang NATO og tilvistargrundvöll þess ef það á að halda áfram. Það segi ég vegna þess að það hefur aldrei verið hægt og verður aldrei hægt að halda Rússlandi saman nema með harðri hendi, hvort sem okkur líkar það eða ekki. Landið er svo landfræðilega varnarlaust að annað mun aldrei ganga upp nema á miklum velsældartímum, sem sjaldgæfir eru vegna einmitt þessarar staðreyndar. Þess vegna þurfum við að hlúa að Rússlandi í stað þess að þjarma að því. Til eru leiðir til þess og þær heita sameiginlegir hagsmunir. Þjóðir hafa nefnilega hagsmuni en ekki vini
Sameinuðu þjóðirnar höfðu þó vit á -sennilega mest vegna þátttöku Bandaríkjanna í það skiptið- að setja inn í stofnsáttmála þeirra að sú stofnun snérist algerlega um samvinnu sjálfstæðra og fullvalda þjóða. En jafnvel alþjóðaista-elítur heimsins hafa náð að grafa undan þessu lögmæti Sþ að miklu leyti
Það hafa alltaf verið til þjóðir og það verða alltaf til þjóðir. Þeir sem neita þessu afneita hornsteinum mannlegrar tilveru. En "þjóðernishyggja" er hins vegar pólitískt heiti á nýrri hugmyndafræði í bókum. Því tilbúna hugtaki úr bókaskápum var svo klesst á þjóðina, til þess eins að ná fram ákveðnum og fyrirfram gefnum niðurstöðum, og í ákveðnum pólitískum tilgangi. Það heiti og hugtak er alveg nýtt í sögunni. Og einnig það nafn, var að miklu leyti búið til til þess að koma í veg fyrir eitthvað. Horft var í bakspegilinn þegar það var búið til
Það virðist vera svo, að einungis í Bandaríkjunum hafi menn -já við erum öll menn- haft vit á því að stofna pólitíska einungu í veraldarhafinu sem að mestu gengur alls ekki út á það að hindra eitthvað, heldur til að stuðla að einhverju. Eins og til dæmis frelsi manna og að skapa þeim jafna möguleika á að sækjast eftir hamingju. Fyrir fyrst og fremst sig sjálfa og sína, en ekki aðra
Allir vinna gegn öllum í Evrópu undir hatti útþvældrar lygi um "samvinnu". Evrópusambandið vinnur gegn NATO, því það vill draga þjóðar tennurnar úr ríkjum Austur-Evrópu, sem lífsnauðsynlega þurfa á þeim að halda í glímunni við Rússland. Þýskaland og Frakkland þola ekki sterka Austur-Evrópu, því það þýðir að þau tvö missa völd og vægi í Evrópusambandinu, sem þau þykjast eiga. Allar þær aðfarir ESB að Austur-Evrópu sem við sjáum í dag, eru vegna þess að Evrópusambandið þolir ekki að stjórnmálamenn þeirra landa séu fyrst og fremst ábyrgir gagnvart sínum kjósendum, en ekki öðrum. ESB þolir ekki að þær stjórnir séu ekki eins og Jóhönnu-stjórnin var, fyrst og fremst ábyrgar gagnvart Evrópusambandinu en ekki þjóðinni
Sameining Þýskalands þýddi endalok þeirra skilyrða sem Evrópusambandið gekk að, gagnvart kjósendum Frakklands á sínum tíma. Frakkland hefði ekki samþykkt ESB með sameinað Þýskaland innanborðs í dag. Þetta vita franskir kjósendur vel og þeir finna það ítarlega og ótvírætt á sinni eigin sál og líkama
En Vestur-Evrópa skiptir ekki lengur máli. Það er Austur-Evrópa sem skiptir öllu máli. Það er þar sem hlutirnir munu gerast í Evrópu í framtíðinni. En í heildina séð er tími Evrópu liðinn. Fimm hundruð ára áhrifavaldatímabili hennar í heiminum er lokið. Flest ef ekki allt mikilvægt í framtíðinni mun verða ákveðið í Washington. Og þannig mun allur heimurinn verða skrúfaður saman hin næstu mörg hundruð árin. Gamli heimurinn er búinn að vera
Evrópusambandið og alþjóðastofnanir geta ekki breytt heiminum. Þær eru heldur ekki sérlega gagnlegar, og sjá: kjarnorkuvopn hér - og kjarnorkuvopn þar. Það eina sem Þýskaland á eftir er að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Það er landinu óheimlit samkvæmt "alþjóðlegum" samningum. En allir vita hvernig farið hefur fyrir svoleiðis samningum þegar á reynir. Hvort að Þýskaland verði á undan Íran, Taívan, Suður-Kóreu og Japan eða öfugt, skiptir ekki máli, því Þýskaland er með borgaralega kjarnorku. Það tæki landið því ekki nema frá sex mánuðum til tveggja ára að gera sér öruggt, fullhert og skilvirkt vopn úr henni. Landið er það tæknilega burðugt. Enginn gæti komið í veg fyrir það. Þýskaland er miðflóttaaflið sem er að tæta Evrópu og það snýst ávallt um ótta, því það var stofnað af ótta - við samkeppni. Það er hræðslubandalag
Það sem skiptir máli í framtíðinni er þjóðin. Og það sem skiptir öllu máli fyrir þig er hvar þú ert fæddur sem maður. Og þannig á það að vera, því það býr til þau betri stjórnmál að stjórnmálamenn viti hvert hlutverk þeirra er. Annars geta þeir ekki stjórnað neinu, en þeim sjálfum mun hins vegar verða stjórnað af öðru; þ.e. engu. Eins og Evrópa er í dag
2008 breytti öllu. Ef við hefðum ekki haft fullveldið, þá værum við búin að vera í dag. Ríkin í ESB hafa ekki fullveldi og þau eru því í algerlega stórkostlegum vandræðum níu árum síðar. Fyrir þær þjóðir skipti 2008 öllu máli. En fyrir okkur og Bandaríkin var 2008 hins vegar ekki óyfirstíganlegt áfall. Við höfðum fullveldið og þjóðfrelsið og gátum því sparkað fulltrúum ófrelsisins út
Meira að segja utanríkisþjónusta Páfagarðs veit meira um utanríkisviðskipti Norður-Kóreu en ESB veit um sjálfa Evrópu. Heimsveldi Evrópusambandsins er þannig að það veit ekki neitt. Það er því að enda. Það fæddist á röngum forsendum og það er því ennþá fætt í gær
Franska byltignin hófst á því að skilgreina frönsku þjóðina. Skilgreina hverjir áttu að fá að vera í henni og hverjir ekki. Aðallinn átti ekki að vera með í henni, það var alveg klárt. Hann varð því ekki hluti af frönsku þjóðinni. En nú stendur nýr ESB-aðallinn hins vegar svo gott sem hæst við hún á fánastöng Élysée í dag. Frakkar vita vel að þannig getur Frakkland þeirra ekki gengið lengur. Komandi kosningar skipta þar engu um. Ekkert getur lengur stöðvað upplausn Evrópusambandsins
Við skulum halla okkur að ofureflinu. Og það er bara í Vestri. Það er það eina sem mun skipta öllu máli í framtíðinni. Ofureflinu á réttum stað. Á stað sem gengur út á að stuðla að frelsi manna
Washington 1. desember 1862
Abraham Lincoln um Bandaríki Norður-Ameríku
the last best hope of earth
- og þetta gildir enn
Fyrri færsla
Sigur: skilaboð til fimmflokksins: Ákvæðið um þjóðaratkvæði fallið úr gildi!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:02 | Facebook
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 441
- Frá upphafi: 1389084
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 246
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Verð að segja að þetta verður svolítið langdregin og stundum mótsagnakennt. Alveg sammála að það eigi að hlúa að Rússlandi engum og ég meins engum er hagur i sundrungu Rússlands. En Kana um er hagur í sundrungu ESB og þess vegna er ESB að vinna á móti sjálfu sér að standa að nato. Evrópa er það eina svæði veraldar sem gæti ógnað bandarískum heimsyfirraðum og sérstaklega ef Rússland myndi sameinast Evrópu. Bandaríki norður Ameríku eru því andstæðingar ESB, sem hefur margsinnis komið í ljós.
annað vandamál sem Evrópa hefur blásið rangt í er umhverfis vandamálið. Í stað þess að leita að laust hefur ESB stutt leynda og ekki leynd samráð um að myrða meirihluta mannkynsins. Raunverulegu vandamálin eru fólksfjölgun og of neysla á olíu. Við þurfum ekki að kæla plánetuna heldur finna möguleika á að halda hita og framleiðslu eftir að kólna fer í veðri ... annars erum 7 falla of margir í heiminum og ennþá kaldari pláneta er nánast samsæri um að myrða mannkynið í anda biblíu sagnanna.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.5.2017 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.