Leita í fréttum mbl.is

Breskt þorskastríð í uppsiglingu?

Nú segja Danir við Breta að þeir hafi veitt svo lengi á Bretlandsmiðum að sagan hafi veitt þeim þann rétt til eilífðar. Þetta segja þeir af því að Evrópusambandið er að ganga úr sér og Bretlandið er því að forða sér frá þeim útgangi, sem breytist óðum í atgang

Svo virðist sem sambandið hafi fyrst og fremst verið stofnað sem endurtryggingafélag. Allir segjast nú hafa kröfur á hendur öllum. Nema auðvitað kjósendur í Evrópusambandinu, þeirra kröfur á hendur stjórnmálurum ESB-landa eru ekki teknar gildar. Engan áhuga hafa þeir kjósendur á kosningum til eins konar pólitísks skrípaþings ESB, sem sjálft kallar sig hinu gíslatakandi nafni: "Evrópuþingið". Það eru 52 ríki í Evrópu og rétt rúmur helmingur þeirra er í ESB. Þess vegna heitir þetta þing nefnilega "Evrópuþingið", ekki satt

ECB-seðlabanki Evrópusambandsins, sem einnig kallar sig "Seðlabanka Evrópu", hvorki meira né minna, hefur nú gert öllum það ljóst, eftir fyrirspurn frá þingi þessu, að ekkert land geti hætt á evrunni án þess að borga fyrst upp TARGET2 kröfukerfis skuldir sínar. Þarna fékkst staðfest að hið raunverulega banka- og fjármálabjörgunar-batterí á evrusvæðinu (e. bailout mechanism) er eitthvað sem almenningur í evrulöndum hefur ekki hina minnistu hugmynd um að sé þar að verki hvern einasta dag ársins. Að landið þeirra eigi án vitundar almennings ofboðslegar summur inni hjá löndum sem koma þeim ekki við og geta ekki borgað. Þegar þýskur almenningur loks gerist meðvitaður um þetta mál, er alls ekki útilokað að byltingin heppnist jafnvel eigi síðar en fyrir hádegi, þann sama dag

Evrópusambandið var því samkvæmt þessu stofnað til að allir gætu átt kröfur á hendur öllum. Fyrir þetta fékk sambandið sjálf friðarverðlaun Nóbels. Næsta skrefið er svo að nota heri landanna sem innheimtustofnanir til að innheimta þessar kröfur sem allir eiga á hendur öllum. Þetta var til dæmis reynt á Íslandsmiðum. Við það mun verðlaununum bókstaflega rigna yfir öll lönd sambandsins í einum friðarhvelli

Þetta er ESB. Þetta er það stjórnarfar sem hvetur Dani til dáða í kröfugerð sinni. Allir aðrir eru að gera kröfur á alla aðra, þannig að við munum heldur ekki sleppa þeim möguleika, þó svo að við sjálfir vitum að aldrei aldrei myndum við samþykkja svona nýlendufrat gagnvart okkur sjálfum

Danir hafa nú misst af einu stærsta tækifærinu í lífi lands síns til að verða fullvalda og sjálfstætt ríki: þ.e. með því að flytja alla þjóðina til Grænlandsheiða og lýsa þar yfir sjálfstæði hennar

En það er sem sagt þessi pokkers 60 prósent afli okkar á Bretlandsmiðum, sem við bara getum ekki sleppt. En við ætlum samt ekki að láta 60 prósentur af olíugrunni okkar renna til Bretlands; hold da kjæft mand, dét gør vi sgu ikke!

Þarna eru greinilega að myndast ný og glæsileg tækifæri fyrir Landhelgisgæslu Íslands og það næstum því á heimaslóð, í stað hinna fjarlægu miða Ódysseifs. Við munum að sjálfsögðu aðstoða NATO-félaga okkar gegn NATO-félaga okkar. Kröfur hljóta að koma fram um það. Málstaðurinn en ekki málstafurinn hlýtur þá að gilda. Þess verður krafist

Virðingarfyllst; Kommissar Ímat Úrmat

Vestfalíu hvað?

Fyrri færsla

Tyrkland hefur hér með viðurkennt rætur sínar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæl öll

Ég hvet alla til að lesa pistil Styrmis Gunnarssonar í dag: Er það "frjálslyndi" að búa til lokaðan markað sem enginn fær aðgang að nema með ströngum skilyrðum?

Þarna hittir Styrmir 7-tommu sauminn á höfuðið með sleggju og rekur hann í botn fáviskunnar sem glingrar eins og kúabjalla um hálsa þeirra ófrjálslyndu, sem í dag segja að þeir séu hinir frjálslyndu.

Í gamla daga voru það þjóðernissinnarnir sem voru hinir frjálslyndu, því þeir aðhylltust sjálfsákvörðunarrétt þjóða. Þann rétt þola hinir öfugt-frjálslyndu mjög illa í dag. Því sjá; þeir eru bæði orðnir afglapar og vesalingar.

Og sjá; þeir hefðu aldrei þorað að lýsa yfir hvorki fullveldi né sjálfstæði Íslands af ótta við álit elítu og hirða um allar jarðir. Í dag heitir þessi hirð "alþjóðasamfélagið".

Þetta er og og niður miður. Maður fer hjá sér vegna hinna öfugt-frjálslyndu í dag. Og þeir eru upp til hópa ESB-sinnar, sem er voðalega vondur sjúkdómur.

Hmpf!

Gunnar Rögnvaldsson, 19.4.2017 kl. 18:40

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Gleðilegt sumar Gunnar og takk fyrir allar þínar greinar í vetur. Ég heyri fuglana okkar syngja,hlakkandi þrátt fyrir belginginn í veðrinu.- í sömu andrá minnist ég 9,ára líkingu um kanarífuglinn í kolanámunni,eins og það væri í dag..
 

Helga Kristjánsdóttir, 20.4.2017 kl. 05:49

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Helga og takk fyrir komuna. Já, gleðilegt sumar!

Já 9 ár er langur tími. En enn rembast samt ESB-menn við staurinn. Pískandi sig til að gelta eitt og eitt voff áður en þeir stirðnunin verður alger og þeir múmímast. Hálf króknaðir úr erfðafræðilegum göllum sólar sinnar, sem er að slokkna.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.4.2017 kl. 09:55

4 Smámynd: Hrossabrestur

Sæll Gunnar, athyglisverður rökstuðningur Dana við kröfu sinni, þegar við rákum Breta og aðrar aðkomuþjóðir af okkar miðum þá héldu slikar kröfur ekki svo það ætti að vera Bretum í lófa lagið að segja öðrum að hoppa upp í þú veist...

Hrossabrestur, 21.4.2017 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband