Leita í fréttum mbl.is

Krónan notuð sem boxpúði fjármálaráðherra undir vernd Sjálfstæðisflokksins

Það er þyngra en hægt er að lýsa hér í nokkrum orðum að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa tekið að sér enn eina nöðruna til að ala upp sér við hjarta stað. Viðreisn er enn eitt útibú Samfylkingarinnar sem Sjálfstæðisflokkurinn er að ala upp og veita brautargengi sem pólitísku eitri inn í æðakerfi íslenska þjóðríkisins á ný

Embætti forsætisráðherra er til vegna þess að það átti að gefa oft svo ömurlegu ríkisvaldinu persónulegt opinbert æðsta andlit sem talar til þjóðarinnar, þannig að hún sé bara örlítið sannfærð um að hafa ekki verið höfð að fífli

Brjálaður fjármálaráðherra sem notar gjaldmiðil þjóðarinnar sem boxpúða til að kýla upp hverfandi fylgi gegnóheiðarlegs pakka-lygavefs samfylkingarflokks síns, sem heitir Viðreisn, kallar á aðgerðir af hendi forsætisráðherrans

Ef þú bregst ekki við þessum blekkingarvef Viðreisnar, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, þá verður það ekki bara ég sem kýs þig ekki næst, heldur kjölfast bakland Sjálfstæðisflokksins, sem er stærra en formaður þess

Þjóðin þolir ekki meira af þessum peningalega óheiðarleika, esb-pakka-pakki og fikti með framkvæmdaarm og gírkassa fullveldis hennar. Vinsamlegast klæddu þig í vinnufötin og gefðu manninum það spark sem hann á skilið fyrir pakka-pakk sitt. Þetta gengur ekki lengur. Þú ert æðsta pólitíska höfuð Lýðveldisins. Þetta má ekki líða. Út með pakkann. Nánar: Áhlaupið á íslensku krónuna

Fyrri færsla

Einu sinni talaði elítan frönsku - eða dönsku


mbl.is Óbreytt ástand „óforsvaranlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Takk Gunnar Rögnvaldsson. 

Ekki hef ég trú á að Bjarni Benidiktsson þessi loppinni svefngengill geri neitt að gagni varðandi þennan sjálfsathyglissjúka gasprara Benidikt Jóhannesson.

Sá fjármálaráðherra sem rakkar niður það sem honum hefur verið trúað fyrir, dæmist því vera leiðasta hirðfífl sem uppi hefur staðið síðan á miðöldum. Sérstakur heiður hlýtur það að vera hirð Bjarna Ben. 

Hrólfur Þ Hraundal, 3.4.2017 kl. 07:32

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér félagi Hrólfur

Ég hef trú á Bjarna. Þess vegna höfða ég til hans. Ég vænti mikils af honum.

Það sem hann hefur gert, er gott og mikið. Það sem hann hefur sagt er hins vegar lítið. Það hentar mér vel. Menn sem segja lítið en gera mikið.

En núna á hann að gera hvoru tveggja. Segja hátt og sparka fast. 

Góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 3.4.2017 kl. 14:24

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hann hefur hæfileikana og er oft sagt um flokka'íþróttamenn að þeir taki ekki nógsamlega á fyrir lið sitt. Sjálfssín metnaður og liðsins ætti að haldast í hendur. 

Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2017 kl. 15:01

4 identicon

Já, satt segir þú, Gunnar, og þið hin líka. Það er líka fáránlegt að hlusta á Bensa segja, að þarna sjáist munurinn á Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn, eitthvað á þá leið, að á þessu sjáist, að "Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki viðhengi Viðreisnar"(!), sem sagt útibú frá Viðreisn öðrum skilningi. Bíðum við. Hvernig getur 30 prósent og rúmlega 100 ára gamall flokkur verið útibú eða viðhengi flokks, sem er myndaður af fyrrum flokksmönnum hans, og að því leyti nýr? Kann Bensi ekki meira í stærðfræði en þetta? Ég gef lítið fyrir fjármálaráðherra, sem er svona vitlaus í stærðfræði að segja hundrað ára gamlan flokk, sem mælist þrjátíu prósent og meira í skoðanakönnunum, vera afleggjara eða útibú frá flokksbroti, sem mælist ekki nema mesta lagi tíu prósent eða minna. Er þetta öll hagfræðispeki Bensa? Haldið það sé nú!!!

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2017 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband