Leita í fréttum mbl.is

Meginland Evrópu læst fast í fortíðinni

Germany 1866-1945. The Institutional Structure of the Empire - Gordon. A. Craig, síða 38-39

Mynd: Prins Bismarck les brandara frá Bandaríkjunum. Gordon A. Craig: Germany 1866-1945. The Institutional Structure of the Empire - síða 38-39

*****

Eftir Síðari heimsstyrjöldina vaknaði sú von hjá þjóðum meginlandsins, að loksins myndu þær fá að búa við lýðræðislega stjórnarhætti þar sem ríkisstjórnir, sem fólkið fengi náðarsamlegast að kjósa, yrðu gerðar ábyrgar gagnvart fólkinu sem kaus þær. Fram að þeim tíma hafði ekkert af þeim sex kjarnalöndum sem mynduðu Evrópusambandið, nema þá helst Holland, búið svo vel að hægt væri að tala um ábyrga lýðræðislega stjórnarhætti á meginlandi Evrópu

Evrópa lá í rústum þess stjórnarfars sem kallað hafði yfir meginlandið algera tortímingu. Breskir og Bandarískir hermenn gættu þess friðar sem þeir höfðu komið á, og ekkert ríki á meginlandinu var í standi til að rjúfa hann. Ógnin frá Sovétríkjunum núllaði út allt nudd á milli Frakklands og Þýskalands. Óttinn við kommúnismann var algerlega raunverulegur. Pax Americana ofuraflið sá öllum þessum sex löndum og allri Vestur-Evrópu fyrir öryggi, þarna um árið 1954, árið sem franska löggjafarsamkundan neitaði að staðfesta yfirríkislegt Parísar samkomulagið. Fæddist því NATO. En 51 ári síðar hafnar franska þjóðin einnig áfram yfirríkislegri stjórnarskrá ESB, árið 2005. En allt kom fyrir ekki. Troðið og troðið skal áfram á lýðnum í hinum Nýju Sovétríkjum Evrópu

En svo gerist það ótrúlega. Þessi þrír-til-sex byrja í rústum sínum að vinda upp á sig í gömlum draumum um áframhaldandi óábyrgt vald elíta yfir fólkinu. Þau höfðu nefnilega komið auga á nýtt yfirríkislegt fyrirkomulag sem gerði þeim og elítum þeirra mögulegt að komast hjá því að nútímavæðast og taka upp virkt lýðræði og ábyrga stjórnarhætti gagnvart kjósendum. Þau stofnuðu Evrópusambandið, og komust hjá því að fara upp á brautina inn í framtíðina sem Grant bandaríkjaforseti hélt að Þýskaland væri að fara upp á 1871. Þau þrjú-til-sex urðu að nýju sameinuðu keisaraveldi kommissara gegn fólkinu. Engin löngun var hjá elítunni til ábyrgra lýðræðislegra stjórnarhátta

Meginland Evrópu er því enn á millistríðsárum og banönum. Og þar verður það, þar til Evrópusambandið startar ragnarökum álfunnar á ný. Og það er elítusambandið einmitt að gera. Í 60 ár hefur það skóflað fullveldi fólksins inn í ofnana, brennt það, og reist fánaborgir sem fá þær fyrri til að líta hjákátlega út, miðað við einn brjálaðan brautryðjanda sambandsins, af nokkrum. Engum er hægt að óska til hamingju með neitt á 60 ára afmæli slíkrar vitfirringar sem Evrópusambandið er

Fyrri færsla

Rætur ógnarinnar er að finna í rótum hennar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband